Morgunblaðið - 06.12.1997, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
NEYTENDUR
Verðkönnun samstarfsverkefnis
NS, ASÍ og BSRB
Ekki mikill verð-
munur á hreinsun
milli landshluta
EKKI er mikill verðmunur milli
landsbyggðarinnar og höfuðborgar-
svæðisins á hreinsun fatnaðar.
Umtalsverður verðmunur er samt
milli efnalauga. Ibúar suðvestur-
hornsins geta þó valið milli mis-
dýrra efnalauga ólíkt því sem íbúar
minni sveitarfélaga eiga kost á.
í lok nóvember kannaði starfs-
fólk samstarfsverkefnis ASÍ, BSRB
og Neytendasamtakanna um verð-
lagsaðhald og verðkannanir verðlag
hjá 16 efnalaugum utan höfuðborg-
arsvæðisins og bar niðurstöðurnar
saman við samskonar könnun sem
Samkeppnisstofnun gerði á 27
efnalaugum á höfuðborgarsvæðinu.
Könnunin var framkvæmd 28. nóv-
ember síðastliðinn og var um að
ræða verð á hreinsun fatnaðar og
gluggatjalda.
Tvisvar ódýrast úti á landi
Að sögn Birgis Guðmundssonar,
verkefnisstjóra samstarfsverkefnis-
ins, var verðið í tveimur tilvikum
lægra úti á landi en lægsta verð á
höfuðborgarsvæðinu. Hreinsun á
kvensilkiblússu með löngum ermum
var á 355 krónur hjá efnalauginni
Vík í Keflavík meðan lægsta verð
á höfuðborgarsvæðinu var 425
krónur. Hreinsun á rykfrakka kost-
aði 880 krónur hjá efnalauginni
Gullfossi á Selfossi en á höfuðborg-
arsvæðinu var lægsta verðið á
hreinsun rykfrakka 890 kr.
„Meðalverð úr könnuninni á
landsbyggðinni er mjög svipað því
sem var í könnuninni á höfuðborg-
arsvæðinu. í fímm tilvikum af tíu
er meðalverð á landsbyggðinni
lægra en meðalverð á höfuðborgar-
svæðinu.“ Birgir bendir á að hafa
verði hugfast að íbúar í minni
byggðarlögum geta ekki valið milli
ódýrra og dýrra efnalauga eins og
íbúar höfuðborgarsvæðisins.
yÞannig myndu efnalaugamar á
ísafirði, Siglufirði og Vopnafirði
flokkast sem dýrar á höfuðborgar-
svæðinu á meðan efnalaugarnar
tvær á Selfossi myndu flokkast sem
ódýrar á höfuðborgarsvæðinu."
Mishátt verð eftir efnum
Birgir segir rétt að taka fram
nokkur atriði varðandi þessa könn-
Verðkönnun hjá efnalaugum utan Reykjavíkur
nóvember 1997 4*^. Jakki Buxur Pils Peysa Jakka- peysa Silki- blússa Kápa Kápa með hettu/ skinnkraga Ryk- trakki Glugga- tjöld pr. kg.
Efnalaug Suðurnesja Æj 550 550 550 350 575 650 870 950 950 550
Efnalaugin Vík, Keflavík 580 580 580 355 580 355 930 930 1025 580
Múlakot, Borgarnesi 560 560 560 340 560 560 895 980 980 560
Albert, ísafirði 600 600 600 620 670 620 1000 1000 1000 600
Efnalaugin Lind, Siglufirði 610 610 610 375 610 400 990 990 990 610
Fatahreinsunin Þernan, Dalvík 560 540 540 475 550 475 840 920 920 500
Fatahreinsun ht. Hofsbót 4, Akureyri 600 600 500 4-450 450 600 990 990 990
Slétt oq fellt, Akureyri 9 580 570 570 475 540 475 930 990 995 500
Fatahreinsun Húsavíkur N. 540 540 540 330 540 655 870 955 955 540
Etnalaug Vopnafjarðar 600 600 600 500 600 500 1000 1200 1000 550
Hraðhreinsun Austurlands, Egilsstöðum 600 600 600 400 450 690 980 980 980 600
Þvottabjörn, Reyðarfirði 550 550 550 450 550 450 1200 1200 1000 550
Efnalaug Dóru, Höfn í Hornafirði 550 550 550 550 610 650 850 900 950 500
Efnalaug Suðurlands, Selfossi ^ ► 525 525 525 400 400 745 840 930 930 525
Efnalauqin Gullfoss, Selfossi 500 500 500 350 420 440 880 930 880 500
Straumur, Vestmannaeyjum 590 590 590 380 380 590 1050 1050 1050 590
Lægsta verð utan Reykjavlkur í nóvember 500 500 500 330 380 355 840 900 880 500
Meðalverð utan Reykjavíkur í nóvember 568 567 560 423 530 553 945 993 975 550
Hæsta verð utan Reykjavíkur í nóvember Æ- J510 610 610 620 670 745 1200 1200 1050 610
Lægsta verð í Reykjavík í október '97 500 500 500 300 325 425 800 850 890 440
Meðalverð í Reykjavík í október '97 564 563 557 401 521 622 964 998 997 583
Hæsta verð í Reykjavík í október '97 590 590 590 475 610 715 1150 1250 1150 835
I
un. „Hreinsun á stuttu pilsi miðast
við þröngt pils. Oft þarf að greiða
aukalega fyrir hreinsun á víðum pils-
um eða pilsum með fellingum.
Hreinsun á kvenblússu miðast við
silkiblússu en oft er ódýrara að
hreinsa aðrar blússur. Sumar efna-
laugar taka einnig mishátt verð eft-
ir efnum þannig, verð á jakka mið-
ast við jakka úr viskose og ull, þar
sem viskose er hærra hlutfall, en í
nokkrum tilvikum er verð hærra ef
bara er um ull að ræða. Jafnan er
sama verð hvort sem um kápu með
hettu eða skinnkraga er að ræða
en fatahreinsun Austurlands hreins-
ar ekki skinnkraga. Einnig er miðað
við síðar kápur en oft er ódýrara
að hreinsa stuttar kápur. Peysa mið-
ast við létta peysu en þess eru dæmi
að ef um efnismikla peysu eins og
lopapeysu er að ræða sé verð
hærra.“ Hann leggur að lokum
áherslu á að hvorki er lagt mat á
þjónustu fyrirtækjanna né gæði
hreinsunarinnar heldur er hér ein-
göngu um verðsamanburð að ræða.
Föndrað á aðventu
Jólatré úr
vírherðatrjám
STARFSFÓLKI efnalauga ber
saman um að sala á vírherðattjám
hafi tekið kipp að undanförnu.
Ástæðan? Fólk er að föndra jóla-
tré úr herðatijánum sem skreytt
eru litskrúðugum borðum og jóla-
ljósum. Herðatrén eru mjög
skrautleg eins og myndin sýnir
og þegar rökkva tekur njóta þau
sín til dæmis vel í gluggum barna-
herbergisins.
Yfirleitt kosta vírherðatrén um
15 krónur ef fólk á þau ekki inni
í skáp og kaupir þau í efnalaug.
Alls þarf 6 herðatré. Fimmtíu ljósa
seríur koma vel út á trénu og alls
þarf um 8-10 metra af borða. Ein-
angrunarlímband þarf í föndrið svo
og fjögur kapalbönd sem kosta um
5 krónur stykkið.
Stefanía Knútsdóttir sýnir hér
handbrögðin við jólatrésgerðina.
FESTIÐ tvö herðatré saman
á þennan hátt og límið efst
með einangrunarlímbandinu.
FESTIÐ grindina saman með
rafmagnsvírnum bæði fyrir
miðju og ofarlega, eða þangað
til hún er orðin stöðug.
ÞEGAR búið er að festa
herðatré saman tvisvar er
öðru settinu stungið inn í hitt.
Það sama er síðan gert við
þriðja settið af herðatrjám.
Morgunblaðið/Þorkell
JÓLASERÍAN er nú sett með
limbandi á grindina. Byrjað
er efst á trénu og síðan farið
niður og upp.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
HULDA Jensdóttir, Sandra Mar Huldudóttir, Marín Geirsdóttir
og Fríða Jónsdóttir.
Allt fyrir
barnshaf-
andi konur
VERSLUNIN Þumallína hefur
fært úr kvíarnar og opnað
nýja deild sem ætluð er barns-
hafandi konum. Þar er til sölu
sérstakur nærfatnaður fyrir
þær, sokkabuxur, stuðnings-
belti og stuðningsbuxur. Þá
eru þar til sölu brjóstagjafa-
og meðgöngubijóstahöld og
mjúk ullarinnlegg í bijósta-
haldara og ýmsar aðrar teg-
undir af innleggjum.
Að sögn Huldu Jensdóttur,
eiganda verslunarinnar, selur
hún líka fatnað fyrir barnshaf-
andi svo sem buxur, smekkbux-
ur, boli, mussur, peysur, kjóla
og alls konar jakka og treyjur.
Að auki er hún með stutt pils,
sundfatnað og jafnvel síða
samkvæmiskjóla, slæður og
sjöl við og jakka. Fatnaðurinn
er aðallega fluttur inn frá
Danmörku, Hollandi og Bret-
landi.
AÐ lokum er um 4 sentimetra
breiðum borða vafíð um tréð.
Hægt að festa með límbandi
ef þarf. Byijað er efst og vafið
niður. AIls þarf um 8-10 metra
af borða á tréð. Sumir nota
gervigreni til að vefja með.
Morgunblaðið/Ásdís
TILBÚIÐ í glugga.
Jólabjórinn
kominn
JÓLABJÓRINN frá Viking ölgerð
er kominn í verslanir ÁTVR og á
veitingastaði. Hann kom fyrst á
markað árið 1990. í fréttatilkynn-
ingu frá Viking ölgerð segir að við
framleiðslu bjórsins sé notað svo-
kallað karamel malt sem gefur hon-
um dökkan lit og keim af brenndri
karamellu. Sérstakt við framleiðslu
hans er að hann er látinn eftirgerj-
ast við lágt hitastig eftir að geijun
er lokið.
Nýtt