Morgunblaðið - 06.12.1997, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 06.12.1997, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. SJALFSTÆÐI í 80 ÁR FINNSKA PJÓÐIN heldur í dag upp á 80 ára afmæli fullveldis síns. Finnar fengu ekki sjálfstæði sitt á silf- urfati heldur urðu að berjast fyrir því og saga þeirra er mörkuð svita, blóði og tárum. A þessum merkisdegi í sögu finnska lýðveldisins býr þjóðin við fullt frelsi og velmegun og nýtur virðingar um allan hinn frjálsa heim fyrir dugn- að sinn, verkkunnáttu og menningu. Landið á nú aðild að Evrópusambandinu og framtíðin virðist bjartari en nokkru sinni fyrr. En Finnar gleyma ekki þeim hörmung- um, sem þeir þurftu að ganga í gegn um á leið sinni til frelsisins né þeim mönnum, sem leiddu þá á þeirri þrauta- göngu. Um aldir voru Finnar bitbein nágranna sinna, Svía og Rússa, og árið 1809 varð Finnland stórhertogadæmi undir stjórn Rússakeisara. 15. nóvember 1917, eftir hrun keis- aradæmisins, tók þingið æðsta vald í sínar hendur og rauf tengslin við Rússland. Mynduð var stjórn undir forsæti Svinhufuds, sem kom heim úr útlegð frá Síberíu. Rúss- neskt herlið var enn í landinu og taldi stjórnin rétt að hafa hraðann á og þann 6. desember samþykkti þingið sjálfstæðisyfirlýsinguna. En í bjarma byltingar kommún- ista í Rússlandi hófu finnskir rauðliðar byltingartilraun í janúar 1918. Lýðræðissinnar gripu til vopna undir stjórn Mannerheims, síðar marskálks og forseta landsins, og unnu sigur í grimmilegri borgarastyrjöld og ráku auk þess rússnesku hersveitirnar úr landi. Lá við hungursneið í landinu í kjölfar borgarastyrjaldarinnar. Alla tíð síðan bjuggu Finnar í skugga Sovétríkjanna, sem undir stjórn Stalíns réðust inn í landið í nóvemberlok 1939. Hetjuleg framganga Finna í Vetrarstríðinu undir forustu Manner- heims verður lengi í minnum höfð, en eftir ósigurinn misstu þeir mikil landssvæði til Sovétríkjanna. Einnig urðu þeir að borga offjár í stríðsskaðabætur og luku því 1951 með miklum fórnum landsmanna. Framganga þeirra öll í þessum hörmungum kallaði á aðdáun um allan heim. Með stjórnkænsku og lipurð tókst Finnum að tryggja sjálfstæði sitt þrátt fyrir nábýlið við sovétveldið og ítrek- uð föðurlandssvik finnskra kommúnista undir forustu Kuusinens. Þeir hafa því margfalda ástæðu til að fagna á fullveldisafmælinu. Samskipti íslands og Finnlands, nor- rænu útvarðanna í vestri og austri, hafa ætíð verið góð. Islendingar senda sinni finnsku bræðraþjóð heillaóskir á þessum tímamótum. SVEITARFÉLÖG OG KJÖRDÆMI * , IBUAR Kjalarneshrepps og Reykjavíkurborgar hafa kosið að sameinast í eitt sveitarfélag. Kjalnesingar kjósa því með öðrum Reykvíkingum til borgarstjórnar að vori. A hinn bóginn standa líkur til þess, svo undarlegt sem það þó er, að hluti Reykvíkinga, sem býr á Kjalar- nesi, hafi ekki kosningarétt til þings í Reykjavíkurkjör- dæmi, heldúrí Reykjaneskjördæmi. I fyrradag fjallaði Alþingi um frumvarp til laga um sameiningu Kjalarneshrepps og Reykjavíkurborgar. I annarri grein þess frumvarps segir að lögin um samein- ingu hafi ekki áhrif á skipan kjördæma til Alþingis. Það er byggt á þeirri lögskýringu að kjördæmamörkum verði ekki breytt nema með breytingu á stjórnarskrá. Gagn- rýnendur þessa ákvæðis telja á hinn bóginn, m.a. með til- vísan til 31. greinar stjórnarskrárinnar, að sameining Reykjavíkur og Kjalarness eigi að leiða til þess að Kjal- nesingar heyri til Reykjavíkurkjördæmi. Þeir benda og á að eftir að hluti Glæsibæjarhrepps í Eyjafirði sameinaðist Akureyri árið 1954 hafi íbúar í Glerárþorpi heyrt til Akureyrarkjördæmi, sem þá var einmenningskjördæmi, unz kjördæmabreytingin 1959 gekk í gildi. Frá sjónarhóli þeirra sem aðhyllast einmenningskjör- dæmi kemur að sjálfsögðu til greina að brjóta stærri kjör- dæmi upp í smærri einingar. Öll skynsemisrök mæla hins vegar með því, meðan kjördæmaskipan frá 1959 helzt í aðalatriðum, að íbúar eins og sama sveitarfélagsins til- heyri einu og sama kjördæminu í kosningum til Alþingis. Ef nauðsynlegt þykir, að beztu manna yfirsýn, að breyta stjórnarskrá lýðveldisins til þess að svo megi verða, þarf að vinda bráðan bug að þeirri breytingu. Og standa þann veg að verki að hún komi heim og saman við þá samein- ingaröldu sveitarfélaga, sem yfir gengur og breyttir at- vinnu- og þjóðlífshættir kalla á. FINNAR EIGIN I Einstigi sjálfstæðis og erfíðir grannar Finnar fagna því í dag að 80 ár eru liðin frá því að landið lýsti yfír fullu sjálfstæði. Kristján Jónsson stiklaði á stóru í sögu Finna sem hafa undanfarna áratugi lagt áherslu á góð sam- skipti við Rússa. Nú eru aðstæður að breyt- ast, Finnland er orðið hluti af Evrópusam- bandinu og á síðustu árum er rætt opinskátt um hugsanlega aðild að Atlantshafsbanda- laginu. Glugginn til vesturs er opinn. VIÐ lok síðari heimsstyrjaldar voru Finnar meðal hinna sigruðu og urðu næstu ára- tugina að sýna mikla jafn- vægislist í samskiptum við Vesturlönd og gi-annann í austri, Sovétríkin. Þeir gættu þess að styggja sem minnst kommúnistastjórnina 1 Moskvu - og viðskiptin við hana voru ábatasöm. Er Sovétríkin hnindu í árslok 1991 urðu Finnar líklega sjálfstæðari en þeir hafa verið nokkru sinni fyrr í sögu sinni og gripu þegar tækifærið til að. treysta böndin við Vesturlönd með inngöngu í Evrópusambandið 1995. Upplausn og sjálfstæði Umrót í Rússlandi vegna ósigurs í stríði gegn Japönum varð til þess að Finnar fengu réttai-bætur og mjög frjálslynda stjómarskrá 1906. Konur fengu fullan kosningarétt og kjör- gengi. Aftur seig á ógæfuhliðina í stjórnarfarinu en Finnar reyndu að þybbast við gegn rússneski'i kúgun. Fáir höfðu mikla trú á því að smáþjóð- in myndi einhvern tíma geta náð rétti sínum. En þá hófst fyrri heimsstyrjöld 1914, allmargir Finnar voru í rúss- neska hernum og sumir háttsettir eins og Carl Gustaf Mannerheim. En her- skylda var ekki í landinu eins og ann- ars staðar í Rússaveldi. Finnskir sjálfstæðissinnar héldu í þúsundatali til Þýskalands og fengu þar hemaðarþjálfun. Sumir voru gripnir og hírðust í svartholum keisar- ans, stjórnmálaleiðtogar á borð við P. E. Svinhufvud voru sendir í útlegð í Síberíu. Er keisaranum var hmndið úr sessi vorið 1917 var ljóst að ríkið var komið að fótum fram. Um haustið rændu bolsévikkar völdunum í Péturs- borg og öldungaráðið í Helsinki áttaði sig á því að staðan var gerbreytt. Áður hafði stéttaþingið verið í fararbroddi sjálfstæðisbaráttunnar og oft verið leyst upp af þeim sökum, var t.d. ekki kallað saman eftir að stríðið braust út. Rússavinir vora sterkari í öldungaráð- inu. Ný ríkisstjóm undir forystu Svin- hufvuds lýsti nú yfir sjálfstæði og stéttaþingið samþykkti yfirlýsinguna 6. desember 1917. Tákn gamla keis- aradæmisins voru afmáð, finnskur fáni tekinn upp, gefin út finnsk frímerki og skipt um æðstu embættismenn. Byltingarsinnaðir jafnaðarmenn Jafnaðarmenn voru öflugasti stjórn- málaflokkur landsins og þeir voru margh- róttækir, vildu byltingu eins og þá sem bolsévikkar vora að gera í Rússlandi. Matarskortur var í Finn- landi og alþýðufólk víða á vonarvöl. I janúar hófst byltingartilraunin. Rauðliðar, þ.e. jafnaðarmenn og stuðn- ingsmenn þeirra, fengu hjálp frá Rúss- um en gegn þeim börðust borgaralegu öflin, hvítliðar, er studdu ríkisstjórnina og fengu stuðning Þjóðverja. Rauðliðar réðu syðstu héruðum landsins og Helsinki. Athyglisvert er að Lenín og hans menn ákváðu að viðurkenna sjálfstæði Finna þegar um áramótin. Sagt er að Lenín, sem skömmu eftir aldamótin dvaldist um hríð í Helsinki á flótta und- an leyniþjónustu keisarans, hafi fengið mikið álit á finnsku samfélagi og lýð- ræðisstofnunum þess. Líklegast er þó að kommúnistar hafi einfaldlega verið sannfærðir um sigur rauðliða og þá yrði Finnland hluti af heimsríki sósíal- ismans. Ekki má gleyma að um 40.000 rússneskir hermenn vora enn í landinu og talið að þeir gætu margir gagnast byltingarmönnum sem voru mun verr þjájfaðir en andstæðingarnir. Átökunum lauk ekki fyrr en í maí og með sigri hvítliðaherjanna er tóku Helsinki, ríkisstjórn landsins hafði flú- ið til Vasa. Þjóðverjar voru búnir að setja herlið á land til „aðstoðar“, reyndar að ósk ríkisstjórnarinnar en gegn áliti Mannerheims. Hann lagði of- uráherslu á að ljúka stríðinu til að Finnar yrðu ekki nýjum herram að bráð. Talið er að 20-30 þúsund manns hafi látið lífið í átökunum, meðal annars er fangar voru teknir af lífi í búðum beggja stríðsaðila. Grimmdarverk vora unnin, saklausir borgarar vora oft fórnarlömbin, fjölskyldur klofnuðu og sárin vora áratugi að gróa. Enn deila sumir um átökin, hvort leggja eigi áhersluna á innbyrðis átökin eða segja sem svo að stjómvöld, hvítliðar, hafi íyrst og fremst verið að reka enda- hnútinn á sjálfstæðisyfirlýsinguna með því að hrekja rússneska setuliðið á brott frá Finnlandi. Konungur Finnlands ... Finnar voru margir þýsksinnaðh- og öldungaráðið kaus þýskan prins, Frið- rik Karl af Hessen, fyrir konung. Hann virtist i fyrstu ætla sér að taka við tigninni og hóf að læra fmnsku. Eftir að Þjóðverjar urðu að semja um vopnahlé í nóvember 1918 gaf hann hugmyndina fljótlega upp á bátinn. Samþykkt var að þjóðhöfðingi Finn- lands yrði forseti sem þingið kysi og fengi hann mikil völd, mætti m.a. leysa upp þingið og yrði æðsti maður herafl- ans. Hann varð „kjörkonungur“ eins og Finnar segja stundum. Vesturveld- in viðurkenndu sjálfstæði Finna vorið 1919 og 1920 var gerður endanlegur friðarsamningur við Sovétstjórnina. Lýðræðið treyst í sessi Fyrstu ár sjálfstæðisins vora ekki gæfuleg en nýja ríkið sýndi mikilvæg þroskamerki þegar jafnaðarmenn sett- ust í ríkissjórn 1927. Áður höfðu þeir lýst því yfir að þeir styddu þingræðis- legar aðferðir til að koma á sósíalisma. Mildir Rússakeis- arar - lengst af FINNAR vora öldum saman þegnar Svlakonunga, síðan í rúma öld Rússakeisara sem var stórfursti landsins er annars taldist sjálfstætt, ekki hluti Rússlands. Það var ekki fyrr en 1917 sem Finnar öðl- uðust fullt sjálfstæði í kjölfar hruns keisaradæmisins og byltingar bolsé- vikka. Margir þjóðflokkar byggðu upp- ranalega Finnland, flestir töluðu þeir mál sem era af finnsk-úgrískum stofni, óskyld flestum Evrópumálum. Finnska nútímans hefur þó orðaforðann að meirihluta til úr germönskum tungum en málfræðin er gerólík. Ritmálið varð til um miðja 16. öld er Nýja testament- ið vai- þýtt á finnsku en fram á síðustu öld var hún lítils metið alþýðumál; sænska var tunga hinna ráðandi stétta. Tengslin hafa ávallt verið mest við Skandinavíu og Rússland, menningar- áhrif úr báðum áttum hafa togast á um þjóðarsálina. Suðvesturhluti landsins, hið eiginlega Finnland, varð hluti af sænska konungsríkinu um 1200 og hlutur finnskra hermanna í sigram sænskra herja á sautjándu og átjándu öld var mikill. En Svíaveldi hnignaði, stjórnvöki í Stokkhólmi sinntu illa vömum Frnn- lands og Rússum óx ásmegin. Árið 1809 varð landið sérstakt stórfursta- dæmi undir Alexander I. Rússakeisara en fékk mikla sjálfsstjóm í innanlands- málum. Svíar fengu Noreg í sárabætur 1814. Yfirráðin í Finnlandi skiptu Rússa miklu vegna legu höfuðborgarinnar sem þá var, Pétursborgar. Þeir höfðu hins vegar lengi hikað við að leggja Finnland undfr sig vegna þess að dýrt yrði að halda þar uppi setuliði og ekki yrði hægt að hafa nægar tekjur af blá- fátækum íbúunum til að kosta uppihald hersins. Grannþjóðir Rússa hafa yfirleitt orð- ið að þola yfirgang síðustu aldirnar en ALEXANDER I. Rússakeisari á st þingi Finna í Borgá 1809 en þar sóru trúar Finna honum trúnaðareið. Alexander lagði grunn að samskiptum sem stundum vora fyllilega viðunandi fyrir smáþjóðina þai- til undir lok aldai-- innar. Her- og utanríkismálum var að vísu stjórnað frá Pétursborg en keisar- inn viðurkenndi lög og lúterstrú Finna, stjórnkerfið, sem Svíar höfðu komið á, var látið halda sér og vora sænskumæl- andi Finnar þar mestu ráðandi. Fulltrúi keisara var landsstjóri með aðsetur í Finnlandi, mikilvægustu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.