Morgunblaðið - 06.12.1997, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 06.12.1997, Blaðsíða 70
70 LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1997 MORGUNB LAÐIÐ U1ELLJHI5 316 THEN HE KIP LIAS TAKIN6 5AID H£ U)A5 ALL THE 60IN6 T0 CRAY0N5,5EE? PUNCH ME IN THE ^NOSE..^ w W) HI5 MOTHER COMPLAINEP aboutME?.1 5IR? YOU KNOW U)HAT I THINK? YOU ANP 1 5H0ULD 60 OUTTOPINNER SOMETIME, ANP TALK ABOUT THI5.. Já, herra skóla- stjóri. Þessi stóri tók alla litina, skil- urðu? Síðan sagði strákur að hann ætiaði að gefa mér einn á’ann Kvartaði mamma hans undan MÉR?! Herra? Veistu hvað ég held? Þú og ég ættum að fara út að borða ein- hvern tíma og ræða um þetta. BREF TIL BLAÐSINS Kringian 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Afkvæmi fætt; barn, bók Frá Normu E. Samúelsdóttur: ÉG HEF kveikt á aðventukerti mínu, smáfæðing í aðsigi! Bók eins og bam lýtur náttúru- legu lögmáli - samruni anda, efn- is. Meðganga. Alltaf einstakt kraftaverk, ferli. Fullkomnun þeg- ar best lætur. Og hverju „foreldri" finnst sinn „fugl“ fagur, eitthvað sem óx og óx af fræi, tók vitund tökum, tilhlökk- un, sársauki, allt þar á milli. Eftir- vænting. Ég velti þessu fyrir mér um leið og ég horfi á kertalogann, „höfund- ur“ nokkurra bóka, móðir barna, - og slekk á ljósinu til morguns, er kveikt verður aftur. Barn hefur fæðst, vel skapað og innileg gleði og tilfinning um að af- rek hafi náðst, kitlar. Ferlinu er lokið: Getnaður (hver svo sem „fað- irinn“ er!), meðganga, fæðing. „Eigið“ bam er það besta í heimi, spuming hvort „mitt“ verk sé að þeyta lúðram, því er það ekki þannig að öllum finnst sitt bam fagurt? Kannski er þó nauðsynlegt að sækja um „meðlag“, afla fæðu, klæða, húsaskjóls. - Láta fagur- fræðinga, heimspekinga, fjármála- spekúlanta meta „afurðina” elsk- uðu, biðja um gæðastimpil! En til hvers? Ég er tvístígandi. Efins. Eftir að hafa „fætt“ nokkur böm og bækur, svona í rólegheitunum, rifjast nú upp fyrir mér, er ég les kjallaragrein eftir nýjan rithöfund, (Mikael Torfason) sem nánast skorar gagnrýnendur á hólm, - alls bramboltsins kringum nýjar bækur. (Mikið þegar stór forlög gefa út, minna, nánast ekkert ef höfundur kýs að gefa út sjálfur. Góður verri verstur?) og ... missi áhugann á að keppa um hylli. í dag, er bam fæðist á fæðinga- deild, fá aðeins foreldri, ömmur og afar, systkini, að koma þar inn, notalegur aðlögunartími, móður og afkvæmis. Ég leyfi mér að segja ungum listamönnum, sem vinna við sköp- un, að halda bara ró sinni, þetta er allt saman hjóm, hismi, allt nema sköpunin, nátturalega ferlið er „okkar“ afrek. (Ef þið viljið ekki svelta, þá er auðvitað leið út, lág- launastörfin við höfnina, eða í póst- inum hálfan daginn!!) Mín bók, þín bók, okkar bók, þeirra bók. Jú, jú, það má vel vera að þetta sé allt saman mjög spennandi (fer eftir hveiju við sækjumst eftir!), „fræð- ingamir" fá svo að leika sér að gefa stjömur, skoða málfars-formgalla bókar. Sum okkar stéttar verða „rík“ án hóls, aðrir verða ríkir af hóli sem vefur upp á sig, sem vafn- ingsjurt. (Ferlið er það sama, nema e.t.v. lokahnykkurinn, að afstaðinni fæðingu. Að duga við að koma sér á framfæri. Verða „ríkur ráðherra” í lokin, ef vill, eða bara „vera“ sjálfs sín ,,herra“.) Ef til vill eiga sum okkar ekki að eignast mörg böm, né skrifa marg- ar bækur, en hvers er að ákveða ferli einstaklings sem hefur „þenn- an ólæknandi sjúkdóm" í sér (svo notuð séu orð nýbakaðs prests/rit- höfundar Eðvarðs Ingólfssonar). Hvaða vefur? Til hamingju með „afkvæmið”. Hvað heitir það? NORMA E. SAMÚELSDÓTTIR, Miklubraut 16, Reykjavík. Ný byggðastefna Frá Ingimundi Gíslasyni: í STAKSTEINUM Morgunblaðs- ins, laugardaginn 29. nóvember sl., er sagt frá því að 80% verkfræði- nema og ríflega 60% nema í raun- vísindum telji líklegt að þau muni snúa til starfa erlendis að loknu námi og í ræðu í kvöldfréttatíma ríkisútvarpsins, mánudaginn 1. desember, sagði Þorvaldur Gylfa- son, prófessor, að opinberir íjár- festingarsjóðir og bankar hefðu orðið að afskrifa 67 milljarða á síð- astliðnum 10 áram. Ungt fólk á íslandi sættir sig ekki lengur við láglaunastefnu stjómvalda. Þessi láglaunastefna er bein afleiðing gríðarlegrar sóun- ar á almannafé undanfama ára- tugi. Alþingi íslendinga og þá um leið kjósendur bera höfuðábyrgð á þessari sóun. Gæluverkefni alþing- ismanna hafa gjarnan forgang en hinir stóra almennu málaflokkar eins og heilbrigðis- og menntamál verða auðveldlega homreka. Bankaráð ríkisbanka og stjómir Byggðastofnunar og fleiri fjár- málastofnana eru skipuð alþingis- mönnum eða öðram fulltrúum stjómmálaflokka. Þröng pólitísk sjónarmið ráða allt of oft ráðstöfun fjármagns og því fer sem verður um skattfé okkar og sparifé. Við þurfum nýja byggðastefnu í stað þeirrar gömlu sem hefur bragðist. Hin nýja byggðastefna leggur áhersluna á að Island hald- ist í byggð. Að ungt og velmenntað fólk sjái sér hag í því að búa áfram hér á landi. Að hér verði áfram blómstrandi þjóðlíf og almenn hag- sæld. Að Island verði annað og meira en vesöl verstöð á hjara ver- aldar. Byrjum á því að jafna atkvæðis- rétt landsmanna. Þá mun draga úr kjördæmapoti og atkvæðakaupum og betur verður farið með fé skatt- greiðanda. Allt þetta mun leiða til minni sóunar og þá verður hægt að borga fólki hærri laun. Áfram verður búið á íslandi öllu. INGIMUNDUR GÍSLASON augnlæknir. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.