Morgunblaðið - 06.12.1997, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 06.12.1997, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ 36 LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1997 ÁRATUGALANGUR DRAUMUR ÓÐINS G Það mannsbarn sem komið er til einhvers vits og ára fyrirfinnst varla hér í norðurhöf- um að það hafí ekki heyrt gamla slagarann: „Nú liggur vel á mér “ o.s.frv. Færri vita, að höfundur lagsins heitir Óðinn G. Þórarinsson ÞÓRARINSSONAR ER LOKS AÐ „ Morgunblaðið/Ásdís Ásgeirsdóttir. Öðinn G. Þórarinsson IMú iiggur t/e/ á Shrúðsbámda FYRIR skemmstu var í fyrsta skipti að koma út geisladiskur með öllum helstu lögum Óðins, en hann hefur verið afkastamikill lagahöfundur þótt þessi tímamót komi ekki fyrr en nú. Óðinn er fæddur á Fáskrúðsfirði árið 1932 og ólst þar upp til tólf ára aldurs. Þá fluttist hann með foreidr- um sínum á Skipaskaga þar sem þau bjuggu í tólf ár, en Óðinn flutti að því loknu aftur til Fáskrúðsfjarðar, þá kominn í hnapphelduna með Jónínu Arnadóttur. Vorum þar í 24 ár og „ól- um upp börnin“ eins og hann segir. Síðan lá leiðin aftur tii Akraness og síðan enn austur, bara stutt í það sinnið, uns hann flentist loks í Reykjavík á síðasta ári og álítur að flakkinu sé lokið og kominn tími til. Óðinn var strax við tónlist kenndur og farinn að standa uppi á sviði með litla nikku og spila á böllum á Fá- skrúðsfirði 11 ára gamall. A Akranesi „lenti ég með góðu fólki“, segir Óðinn, eða svokölluðum EF-kvintett sem spilaði á Hótelinu á Akranesi. A meðan á lengstu törninni eystra stóð, vann Óðinn ýmis störf, í fiski, útgerð, við múrverk, auk þess sem hann lék reglulega í félagsheim- ilinu Skrúð á Fáskrúðsfirði, en það var á þeim árum sem hann fór að láta til sín taka sem lagasmiður, en einnig samdi hann talsvert á Skagaárunum. Samið til verðlauna... „Ég fór að senda lög í samkeppnir, undir dulnefninu Skrúðsbóndinn. Stúka nokkur í Reykjavík var með árlega keppni og ég komst í þriðja sætið árið 1954 með Síðasta dansinn og svo í fyrsta sætið árið eftir með Heillandi vor. 1958 sendi ég Nú ligg- ur vel á mér í keppni hjá FID og sigraði. Það var auðvitað gaman að fá svona viðurkenningu fyrir lagasmíð- ina,“ segir Óðinn. Þetta eru enn í dag þekkt dægur- lög. Hvað er að segja um tilurð þeirra? „Ósköp lítið í sjálfu sér. Heillandi vor samdi ég að vísu eftir að hafa heyrt af fæðingu sonar míns. Ég bara beið heima og fékk fréttirnar, settist þá niður og lagið kom um leið. Nú liggur vel á mér kom bara þannig að ég sat við píanóið og lék eitthvað af fíngrum fram, eins og ég geri oft, og horfði um leið út um gluggann, eitthvert út í buskann. Allt í einu greip mig eitthvað þegar fyrstu tón- arnir komu. Ég hlýt að hafa fundið að þarna var eitthvað gott á ferðinni, því ég sperrti eyrun og lagði mikla vinnu í að klára lagið. Það voru fleiri á sömu skoðun, því lagið vann keppn- ina eins og ég gat um og menn fundu óðar til textahöfund til að semja við lagið, Númi Þorbergsson gerði það og lagið fékk sitt nafn.“ Þú hefur ekkert haí't með nöfn lag- anna að gera, eða samið einhverja texta? „Nei, ég hef aldrei verið góður í textum og aðrir hafa samið þá. Næsfc- um jafn margir og lögin eru mörg. Hins vegar hafa textamir oft passað vel við tilefni laganna, t.d. textinn við Heillandi vor. Það gekk mjög vel upp.“ Miðað við lengd ferils Óðins er til- hlýðilegt að spyrja manninn hvers vegna lögin hans hafi ekki komið sam- an út á diski, eða plötu, fyrr en nú? „Ja, þegar stórt er spurt mætti kannski segja. En það hefur svo sem komið til tals. Svavar Gests hafði einu sinni samband við mig og vildi gefa eitthvað af þessu út. Það átti að kosta þrjár milljónir, í gömlu krónun- um, Svavar ætlaði að leggja til tvær milljónir, en ég þurfti að bæta einni milljón við og taka áhættuna með Svavari. Þetta voru miklir peningar og ég var að ala upp sex börn í þá daga. Ég hreinlega treysti mér ekki og síðan bara kom þetta ekki til tals aftur fyrr en nú. Þá æxlaðist það þannig að sonur minn, Arni Jóhann, er í Danshljóm- sveit Friðjóns Jóhannssonar sem starfar á Egilsstöðum og hann vissi af þessum draumi mínum. Strákarnir í hljómsveitinni tóku sig því til og gáfu diskinn, „Við tónanna klið“ út, en á honum eru nitján lög eftir mig. Þeir hafa gert þetta allt sjálfir og lagt gífurlega vinnu af mörkum, m.a. með því að þeir hafa þurft að vera í stöðugum ferðalögum til Neskaup- staðar í upptökuver. Það er vist búið að panta 1.100 diska og útlit fyrir að 400 til viðbótar verði framleiddir, bæði eru strákarnir með söluátak fyrir austan auk þess sem Japis sér um að dreifa fyrir okkur. Þá má ekki gleyma hlut Einars Braga Bragason- ar sem lék á saxófón og útsetti mörg laganna. Þá er einnig fjöldi gesta- söngvara og hljóðfæraleikara sem eiga þakkir skyldar. Ég er mjög ánægður með útkomuna.“ Má segja að draumur hafí nú ræst? „Það er óhætt að segja það, já.“ Mm&irm Mmnn- art, mrw wrw f n mrw w w w w ugtagsuau UMIR eru þannig gerðir að þeir vita strax á unga aldri hvað þeir ætla sér að gera þegar árin og þroskinn færast yfir. Velja sér starfsvettvang þegar i bamæsku. Svo eru aðrir sem vilja sífellt reyna eitthvað nýtt, vaða jafnvel úr einu í annað eins og sagt er. Það má kannski segja að Hrafn- hildur Theodórsdóttir sé í síðar- nefnda hópnum en síðustu árin hef- ur hún lagt fyrir sig jafnólíkar starfsgreinar og barnakennslu, sjó- mennsku og logsuðu. Vikulokin hittu Hrafnhildi í Iðn- skólanum á dögunum þar sem hún var nýstaðin upp úr prófi og lét vel af frammistöðunni. „Ég er ekkert menntuð," segir hún og segir síðan að það hafi markað ferilinn nokkuð að eignast barn aðeins 17 ára gömul og þar með hafi hún misst af skóla- félögunum á menntaskólaaldrinum. Fyrstu árin hugsaði hún um litla drenginn sinn, en síðan fór hún að huga að atvinnulífinu og leiðin lá til Siglu- fjarðar. „Ég réð mig í vinnu sem kennari við Grunnskólann á Siglufirði og kenndi þar allar bóklegar greinar í fjórða til sjö- unda bekk í alls fimm vetur. Ég kunni ágætlega við mig í starfinu og held, eða vona a.m.k., að ég hafi skilið eft- ir mig gott starf. Eftir kennsluna lá leiðin á sjóinn,“ segir Hrafnhildur. Afhverju vildir þú á sjóinn? „Ég veit það ekki. Það hefur alltaf verið þannig hjá mér að gera eitt í dag og eitthvað nýtt á morgun. Var aldrei þessi týpa sem setti sig niður á eitthvað og breytti aldrei til. En allt um það, þá sótti ég um á rækjutogara á meðan ég var að kenna, en það kom ekkert út úr því. Þetta var rækjutogarinn Sunna SI 67 og ég held að skipstjórinn hafi ekki viljað konu um borð. Það liðu tvö ár og ég var búin að gefa þetta frá mér. Var hætt að hugsa um það Hrafnhildur Theodórsdóttir. þegar síminn hringdi. Skipstjórinn greinilega kominn í frí og við tekinn maður sem hafði ekkert á móti kvenkyns hásetum. Eina var, að ég þurfti að segja já eða nei án mikillar umhugsunar. Þurfti nefnilega að fljúga til Nýfundnalands tveimur dögum seinna. En það kom ekki til greina að segja nei og út fór ég.“ Sjómennskan stóð yfir síðasta sumar og Hrafnhildur fór fyrst í 40 daga túr á Flæmska hattinn, kom síðan heim og fór að því loknu í „bara“ 20 daga túr á Islands- mið. „Mér fannst þessi tími mjög skemmtilegur, þetta var rosagaman og vinnan ekki þess eðlis að þetta væri eitthvert karla- starf. Öll reynsla er góð og ég gæti vel hugsað mér að fara aftur á sjó- inn, sérstaklega ef ég gæti verið viss um að vera jafn heppin með áhöfn og síðast," segir Hrafnhildur. Er ekki erfitt að stunda sjó með lítið barn á sínum snærum? „Drengurinn er nú orðinn ellefu ára og því ekkert ungabarn lengur. En hitt er svo annað mál að svona gæti ég ekki gert nema vegna þess að ég á sérlega hjálpfúsa foreldra og systkini.“ En nú er nýtt tekið við, stúlkan er búin að snúa blaðinu aftur við og Hrafnhildur Theudórs- dóttir veður glaðbeitt ór einu í annað Hvernig má fá hann til að leita hjálpar? GYLFI ÁSMUNDSSON SÁLFRÆÐINGUR SVARAR SPURNINGUM LESENDA Spurning: Ég hef tekið eftir því að systursonur minn mætir ekki í fjöl- skylduboð. Við nánari eftirgrennsl- an kom í Ijós að hann er mjög ein- angraður, lokar sig inni og um- gengst ekki annað fólk. Bendir þetta ekki til þunglyndis? Hvað er hægt að gera til að fá hann til að leita sér hjálpar? Svar: Þetta eru spurningar sem brenna á mörgum, sem eiga ætt- ingja eða vin sem þjáist af geðræn- um erfiðleikum en fæst ekki til að leita sér hjálpar. Hvaða leiðir eru vænlegastar til að hafa áhrif á hann? Þær geta verið nokkuð mis- munandi eftir kringumstæðum, hvaða geðræn einkenni hann hef- ur, hvernig hann býr, hver eru tengsl hans við fjölskyldu sína, hverjar ytri ástæður kunna að liggja að baki líðan hans, o.s.frv. Við þekkjum ekki aðstæður unga mannsins sem hér er vísað til, en við skulum reyna að búa okkur til skýrari mynd af honum. Gerum ráð fyi-ir að hann sé um tvítugt. Hann á eldri systkini sem eru flutt að heiman, en hann býr hjá for- eldrum sínum og er að byrja há- skólanám að loknu stúdentsprófi. Hann finnur sig illa í náminu og fellur í fyrstu prófunum. Hann er fremur einrænn að skapferli og á fáa vini. í haust byrjaði hann að vera með stúlku, en hún hætti við hann og er byrjuð að vera með öðrum. Allt virðist misheppnast og það er eins og hann sjái enga fram- tíð fyrir sér. Hann lokar sig meira og meira af, hættir að mæta í skól- ann, er mest í herbergi sínu og hlustar á músík. Hann kemur helst ekki fram í mat og heilsar ekki gestum. Hann er lagstur í þung- lyndi. Grundvallaratriði er að komast í tengsl við hann á ný. Foreldr- arnir hafa svo sem reynt það, spurt hvað þau geti fyrir hann gert og sagt honum að rífa sig upp úr þessu, jafnvel skammað hann. En allt kemur fyrir ekki og þau láta hann meira og meira af- skiptalausan. Það er yfirleitt ekki góð aðferð til að nálgast þung- lyndan mann að segja honum að hann eigi að rífa sig upp úr þessu. Við það finnur hann enn sárar til vanmáttar síns og honum finnst hann ekki mæta skilningi. Þó get- ur það verið betra en afskipta- leysið. Það er þó viss uppörvun fólgin í því að finna að fólki er Þunglyndi ekki sama um hann. Ef það tekst að króa hann af og sitja með hon- um skiptir það ekki meginmáli hvað sagt er heldur hvernig hægt er að sýna honum samúð og skiln- ing. Slíkt má oft tjá betur með snertingu og samveru heldur en með mörgum orðum, eins og þeir þekkja vel sem eru í sorg eftir ástvinamissi. Það er oft vitnað til sorgar og þunglyndis Egils Skalla-grímssonar eftir að hann missti Böðvar son sinn í sjóinn, og hann lokaði sig inni og ætlaði að svelta sig í hel. Þá var kallað í Þorgerði dóttur hans. Hún bað um að fá að koma inn til hans, því að hún vildi deyja með honum. Með því sýndi hún honum sam- kennd sem varð til þess að hún náði til hans og fékk hann smátt og smátt til að horfast í augu við lífið og reisa sonum sínum báðum, sem hann hafði misst, varanlegan minnisvarða. Með hinu stórbrotna kvæði sínu, Sonatorrek, vann hann sig út úr þunglyndi sínu. Þessi aðferð Þorgerðar er stund- um nefnd fyrsta sállækningin sem sögur fara af hér á landi. Það er ekki endilega víst að for- eldrarnir séu best færir um að nálgast son sinn undir þessum kringumstæðum. Tilfinningar hans og vandamál geta verið svo samof- in tengslunum við þá, að það tor- veldi fremur en hitt. Það getur stundum verið betra að það sé ein- hver sem hefur fjarlægari en þó góð tengsl við hann. Burtflutt systkini eða kannski frænkan, sem leggur fram spuminguna hér að of- an og hefur þekkt hann frá blautu bamsbeini og þótt vænt um hann, era jafnvel líklegri til að ná til hans. Stundum getur það verið góður kostur að fá einhvern ná- kunnugan, sem hefur átt við svipuð vandamál að stríða, til að tala við hann. Hann á auðveldara með að setja sig í spor hans og kann því að ná betra sambandi við hann en aðr- ir. Ef það tekst er hálfur sigur unn- inn, og stundum jafnvel fullur sig- ur, ef vandamál hans stafa af ytri, tímabundnum áfollum, sem hann getur opnað sig um. Annars er næsta skrefið að fá hann til að leita til læknis eða sálfræðings til að greina vandann, hvort t.d. er um tilvistarkreppu ungs manns að ræða, sem mætti ráða bót á með viðtölum, eða hvort um eiginlegt og djúpstætt þunglyndi sé að ræða, og að hann þurfi e.t.v. lyfjameðferð. Því miður tekst ekki alltaf að ná samvinnu við þunglyndan einstak- ling um hjálp, sérstaklega ef um djúpt og alvarlegt þunglyndi er að ræða, stundum blandað ranghug- myndum og sjálfsvígshugmyndum. Þá er óráðlegt að sitja aðgerðalaus og sjálfsagt að leita ráða t.d. hjá heimilislækni. Ef talið er að hann geti verið hættulegur sjálfum sér og lækninum tekst ekki að telja hann á að fara í meðferð, er þrautaráð að leggja hann inn nauð- ugan. Hægt er að halda sjúklingi þannig á sjúkrahúsi í tvo sólar- hringa og langoftast næst sam- vinna við hann á þeim tíma. Ella þarf að koma til sjálfræðissvipting með dómi, en það er sem betur fer sjaldgæf aðgerð. • Lésendur Morgunblaðsins geta spurt sálfræðinginn um það sem þeim liggur á hjarta. Tckið er á móti spurningum á virkum dögum milli klukkan 10 og 17 í síma 5691100 og bréfum eða súnbréfum merkt: Vikulok, Fax: 5691222.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.