Morgunblaðið - 06.12.1997, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 06.12.1997, Blaðsíða 48
48 LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1997 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ ER tískufyrir- brigði nú í dag að sam- eina allt. Það á að sameina allt „vinstra- fólk“ og félagshyggju- fólk. Ég spyr sjálfan mig: Ut á hvað á þessi sam- eining að ganga? Á hún að ganga út á það að sameina Alþýðu- bandalagið, Alþýðu- flokk, Kvennalista og svo kallaða „óháða“? „Óháðir" verða varla lengur „óháðir" ef þeir verða með í stofnun nýs jafnaðarmanna- flokks sem allir eru að boða. Kvennalistinn er félagslega sinn- aður stjómmálaflokkur, en það sama get ég nú ekki sagt um Al- þýðuflokkinn. Alþýðuflokkurinn var vinstriflokkur og félagshyggju- flokkur, en það er bara svo langt síðan að mín kynslóð man ekki eftir því. Þeir stæra sig alltaf af því að hafa stofnað Tryggingastofnun rík- isins og komið á fé- lagslegu kerfi, en það gerðu þeir ekki einir, þar áttu sósíalistar sinn þátt. Nú er öldin önnur! Það fær enginn sannfært mig um það að Alþýðuflokkurinn sé j,vinstriflokkur“. Ég ætla ekki ein- göngu að nefna veru hans í ríkisstjóm Dav- íðs Oddssonar 1991-95, heldur ætla ég líka að nefna vera hans í ríkisstjóm með Sjálfstæðis- flokknum 1959-71, svokallaðri Við- reisnarstjóm. Sú ríkisstjóm var nú ekki félags- lega sinnuð, (þá hugsa einhveijir: Þetta er svo gamalt að það ætti ekki að vera að ýfa það upp), en þegar maður ætlar að byggja upp nýja framtíð, þá verður maður að Margir kratar eiga, að mati Þórís Karls Jónassonar, meiri sam- leið með Sjálfstæðis- flokknum en Alþýðu- bandalaginu. líta til fortíðarinnar, til þess að gera ekki sömu mistök aftur. Það em að verða 3 áratugir síð- an Viðreisnarstjómin var við völd, en það em ekki nema 2 ár síðan kratar skriðu útúr ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og gerðu þar sömu mistök og fyrir 3 áratugum og sum mistökin sem þeir gerðu vom jafnvel verri! Rautt ljós og selja landið! Það muna sjálfsagt flestir eftir því þegar Jón Baldvin og Ólafur Ragpar fóm saman á Rauðu ljósi hringinn í kringum landið. Hvaða árangri skilaði sá gjömingur í því að sameina allt vinstra fólk? Ég get fullyrt að það skilaði nákvæm- lega engum árangri. Það er staðreynd að stór hópur innan Alþýðuflokksins á miklu meiri samleið með Sjálfstæðis- flokknum en Alþýðubandalaginu. Nýr vinstri flokkur Þórir Karl Jónasson Þó Bose Lifestyle hljómflutningstækin séu ótrúlega fyrírferðariítil koma þau að öllu leyti í stað heilu staeðanna af venjulegum hljóm- flutningstækjum - og miklu meira en það. Einstök tækni Bose skilar geysimiklum hljómburði þótt tækin séu lítil. Víðóma hljómurinn jafnast á við lifandi tónlistarflutning og það er sama hvar (herberginu þú ert, h!jómurinn umlykur þig alls staðar. Hátalararnir eru litlir og falla svo vel inn í umhverfið að þeir verða nánast ósýnilegir. Bassinn er alltaf hreinn og þéttur án nokkurrar greinanlegrar bjögunar, sama á hvaða styrk er stillt. Sérstaklega langdræg fjarstýring leikur svo í höndum þér. Bose Acoustimass VISA raðgrelðslur tll allt að 36 mánaða EURO raðgreiðslur til allt að 36 mðnaða Heimilistæki hf SÆTÚNI 8 SÍMI 589 15 OO http.//www. ht.is umboösmenn um land allt Sá hópur á samleið með Verslunar- ráðsklíkunni í Sjálfstæðisflokknum, sá hópur vill ganga í ESB, sá hóp- ur vill hleypa útlendingum í sjávar- útveginn, sá hópur vill leyfa útlend- ingum að kaupa upp virkjanir og fallvötn, sá hópur vill leggja niður íslensku krónuna, svona gæti ég talið áfram. Það er raunhæft að hægri kratar og Verslunarráðsklík- an í Sjáifstæðisflokknum myndi bandalag, enda hafa þeir líka gert það í mörgum málum. Jafnaðarmenn og ESB! Hópur ungs fólks sem kallar sig Gróska og segist vera félags- hyggjufólk, kom fram opinberlega fyrir stuttu síðan með plagg sem það kallar „Opna bókin". Ég er búinn að fara allvel í gegn- um þetta plagg, (ég ætla ekki í þessari grein að fara ítarlega yfir þessa bók, en mun gera það í ann- ari grein, síðar). 6. kafli bókarinnar heitir ísland og umheimurinn, undirkafli 6.1. ísland Evrópa. Þar er það nánast sagt að íslandi væri best borgið innan Evrópusambandsins, samt sem áður segist þessi hópur vilja þjóðaratkvæðagjeiðslu um inn- göngu íslands í ESB, sem er í sjálfu sér engin skoðun á málinu. í þess- um kafla er það ekki sagt beinum orðum að ísland eigi að sækja um aðild að ESB, heldur er farið í kringum hlutina á mjög lúmskan hátt. Ég skora á fólk að lesa þetta sjálft, þá sér fólk blekkinguna sem er verið að predika yfir því. Þetta sama unga fólk vill stofna nýjan jafnaðarmannaflokk. Það er í sjáifu sér gott markmið. En því miður er það staðreynd að þar sem Alþýðuflokkurinn á að vera ein af gmnneiningum í þessum nýja jafn- aðarmannaflokki þá getur hann ekki kallað sig vinstriflokk eða fé- lagshyggjuflokk, vegna þess að hans eigin verk hafa dæmt hann! Klofnir flokkar? Alþýðubandalagið er klofíð í af- stöðu sinni um það að sameinast Alþýðuflokknum, þetta veit það fólk sem var á landsfundi Alþýðu- bandalagsins, sá klofningur mun koma betur í ljós á aukalandsfundi Alþýðubandalagsins sem er fyrir- hugaður. Eg þekki fullt af fólki sem getur ekki hugsað sér að starfa í eða kjósa flokk þar sem kratar em inn- an borðs og er ég einn af þeim. Því eins og ég sagði hér fyrr í greininni em margir kratar sem eiga mun meiri samleið með Sjálf- stæðisflokknum en Alþýðubanda- laginu. Þessvegna er það nú bara staðreynd að bæði Alþýðuflokkur- inn og Alþýðubandalagið em klofn- ir flokkar! Nýr vinstri flokkur! Það er staðreynd að það er tölu- vert stór hópur innan Alþýðu- bandalagsins sem á enga samleið með flokknum lengur, sumt af þessum hóp hefur lýst því yfir að það muni ekki kjósa Alþýðubanda- lagið nema það verði í samfloti með öðmm. Það er mín skoðun að því fyrr sem þetta fólk fer úr flokknum því betra, því þessi hópur skaðar aðeins flokkinn. Þessi hópur á miklu meiri samleið með Alþýðu- flokknum. Nú, ef þessum hóp tekst að knýja fram sameiningu Alþýðu- flokks og Alþýðubandalags, þá er ekkert til vanbúnaðar að stofna nýjan vinstri flokk, já nýjan vinstri flokk sem er með sósíalíska stefnu- skrá, flokk sem þorir að hafa rót- tækar skoðanir á þjóðfélagsmálum. Höfundur ásætií kjördæmisráði Alþýðubundalagsins í Reykjavík. Bolir með boðskap TÓBAKSVARNA- NEFND, Manneldis- ráð og Græni lífseðill- inn gefa nemendum í 7. bekk íþróttaboli þar sem hvatt er til reyk- leysis og góðra neyslu- venja. Þann 5.nóvember síðastliðinn gat að líta skemmtilega sjón samkomusal Kópa- vogsskóla. Þar brá heilbrigðisráðherra sér í móðurhlutverkið, klæddi hvern einasta nemanda í 7. bekk, alls 40 börn, í litskrúð- ugan íþróttabol, og leysti þá síðan út með safaríku og gljáandi epli. Öll börn á þessu skólastigi fá slíkan bol að gjöf um þessar mundir, þó flest verði þau væntanlega að koma sér í flíkina án aðstoðar ráðherra. Stundin í Kópavogsskóla var þó merkileg fyrir fleiri sakir en myndarskap heilbrigðisráðherra, því afhending þessara fallegu íþróttabola markar upphaf að samstarfi milli stofnana og samtaka, sem öll vinna að bætt- um lífsháttum, hver á sinn hátt. Það var Manneldisráð, Tóbak- svarnanefnd og samstarfsnefnd heilbrigðisráðuneytis og ÍSÍ, Græni lífseðillinn, sem sameinuðu þarna kraftana. Framan á bolnum minnir Manneldisráð börnin á grænmeti og ávexti með slagorðinu Borðum grænmeti og ávexti - 5 á dag, en á bakhliðinni er áletrun frá Tóbak- svarnanefnd. Undanfarin ár hefur Manneldis- ráð staðið fyrir fræðslu og áróðri um hollustu grænmetis og ávaxta. Ekki er vanþörf á hressilegri hvatningu um aukið grænmetisát, því enn sem komið er borða íslend- ingar minnst allra Evrópuþjóða af þessari hollu fæðu. Þar eru börn og ungl- ingar engin undan- tekning, en sam- kvæmt könnun Mann- eldisráðs á mataræði skólabarna frá árinu 1992 borða börn á aldrinum 10-14 ára að jafnaði svo lítið sem 37 grömm af græn- meti á dag eða sem samsvarar um hálfum tómati eða þriðja parti úr gulrót. Ávaxta- neyslan er lítið veg- legri eða um hálfur ávöxtur á dag. Engir aðrir fæðuflokkar eru sniðgengnir í sama mæli í fæði íslendinga og þessir tveir, og margir virðast jafnvel líta á græn- meti og ávexti sem óþarfa skraut Gefum bömunum, segir Laufey Steingríms- dóttir, ávöxt eða hrátt grænmeti í skólanesti á veisludiski fremur en nauðsynja- vöm á borð við mjólk, brauð, kjöt og físk. Þetta er hinn mesti skaði, því börn og fullorðnir eru ekki síð- ur í þörf fyrir hollustuefni úr græn- meti og ávöxtum en úr öðrum fæðutegundum. Gefum því börn- unum ávöxt eða hrátt grænmeti í skólanesti og sem millibita og lát- um ekki svo mikið sem hvarfla að okkur að bera fyrir þau hádegis- eða kvöldverð þar sem grænmetið er fjarverandi. Höfundur er forstöðumaður Manncldisráðs íslands. Laufey Steingrímsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.