Morgunblaðið - 06.12.1997, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1997 57
I
I
J
I
1
I
I
'
J
fl
1
I
fl
I
4
4
4
4
1
4
4
4
4
4
hjá mér og Kristínu systur þegar
við fórum upp að Oddgeirshólum og
gátum leikið okkur allan daginn með
þér, Hörpu og Elínu. ímyndunaraflið
tók öll völd og klettarnir gátu auð-
veldlega orðið að himinháum fjöllum
þar sem löggur og bófar háðu stríð
ríðandi um á tréhestum. Sætar
minningar um öll afmælin og hin
frægu jólaböll í Þingborg. Eða þegar
mæður okkar gerðu samkomulag sín
á milli um að fara með okkur krakk-
askarann í sumarbústað á hveiju
vori sem varð árlegur viðburður okk-
ur öllum til mikillar ánægju. Það er
mér alveg sérstaklega eftirminnilegt
þegar við fórum norður í Hjaltadal
vorið sem við fermdumst. Við vorum
á okkar versta geigjuskeiði og
klæddum okkur þvílíkt upp fyrir
dagsferð inn á Sauðárkrók, fórum í
þvílíkt útvíðar buxur, hatta, sólgler-
augu og ég veit ekki hvað og hvað.
Það besta var að við báðar, illa snún-
ar á ökklum, skelltum okkur í ferm-
ingarskóna sem voru með ekkert
minna en 10-12 sentímetra háum
hælum þetta árið. Við höltruðum svo
um þveran og endilangan Sauðár-
krók í góðri trú um að við værum
sko rosa gellur. Eg er ekkert svo
alltof viss um það lengur að Skag-
firðingar hafi verðið á sama máli
eða hvað heldur þú? Eftir að þú
byijaðir í 8. bekk í Sólvallaskóla
hittumst við mun oftar en áður. Við
vorum í sama bekk og gerðum Eddu
kennara lífið leitt með kjaftagangi
og snúðaáti inni í tímum. Samt allt
í góðu. Það særir mig ólýsanlega
að hugsa til þess að nú eru þessar
stundir á enda, því það verður aldrei
það sama þegar þig vantar. Við hin-
ar verðum að vera duglegar að rifja
upp gömlu góðu tímana, allar frá-
bæru útilegurnar. Það skipti engu
máli að fara eitthvert langt. Það var
alveg nóg að fara á tjaldsvæðið á
Selfossi til að eiga góða hvítasunnu-
helgi. Eða þegar við fórum á Prod-
igy-tónleikana. Brynhildur jeppa-
banii! Við gátum gert ævintýri hvar
og hvenær sem var. Og síðan byijuð-
um við í íjölbraut og vinahópurinn
fór stækkandi. Þín verður sárt sakn-
að, það verður alltaf þessi „það vant-
ar eina“ tilfinning hjá okkur öllum.
Það er svo bjánalegt hvað litlir hlut-
ir fá allt aðra merkingu núna, eins
og það þegar við vorum að gantast
með hvað við ætluðum að gera ára-
mótin 2000. Ég man sérstaklega
eftir einni nótt fyrir um það bil ári
þegar þú svafst heima og við vorum
vakandi alla nóttina talandi um
framtíðina. Við létum okkur dreyma
um „interrailferðina" okkar sem við
ætluðum að fara sumarið 98. Við
ætluðum að ferðast um alia Mið-Evr-
ópu á sex vikum og enda ferðina í
Tyrklandi, við höfðum verið að tala
um þetta í tvö ár. Núna verður þessi
ferð aldrei farin nema í draumum
mínum. Já, ég og þú gátum aldrei
hætt að bulla um áhuga okkar á
fjarlægum slóðum og ævintýraleg-
um ferðalögum. í einum af síðustu
bréfunum sem ég fékk frá þér sagð-
ir þú mér frá áhuga þínum á Tæ-
landi ég býst við að núna getir þú
farið til Tælands þegar þig Iangar
til. Núna, þegar ég þarf að kveðja
þig, langar mig til að þakka þér
fyrir að hafa alltaf staðið við bakið
á mér í öllu sem ég hef gert. Ég
hef alltaf reynt að gera það sama
fyrir þig iíka. Þú hefur kennt mér
svo margt um vináttu, traust, heið-
arleika og dugnað. Takk fyrir að
leyfa mér að njóta þess kærleika sem
ríkir í kringum þig hvert sem þú
ferð. Þú hefur svo sannarlega sýnt
okkur öllum hvað það er mikilvægt
að horfa alltaf á björtu hliðarnar og
gefast aldrei, aldrei upp.
Ég dýrka þig fyrir það, að þú
gleymir aldrei hver þú ert og hvað
þú vilt. Ég verð að segja þér að þú
ert sú heiðarlegasta manneskja sem
ég hef kynnst. Eg hræðist e .ki leng-
ur dauðann, dauðinn er aðeins annað
form af því að vera til. Ég veit að
þú ert hamingjusamari þar sem þú
ert núna. Þangað til við hittumst
næst ætla ég að reyna að sakna þín
ekki of mikið og ég vil segja þér
svplítið sem við segjum alltof sjaldan
á íslandi: Ég elska þig.
Fjölskyldunni í Oddgeirshólum
votta ég mína dýpstu samúð.
Þín vinkona alltaf.
Auðbjörg.
Þegar ég sest niður til að skrifa
fátækleg minningarorð um vinkonu
mína, Brynhildi, koma mér í hug orð
biblíunnar, sem mér finnst segja allt
um hennar einbeitta baráttuvilja:
„Ég óttast ei, ég læt ei hugfallast."
Fyrir tæpu ári greindist Brynhild-
ur með illvígan sjúkdóm og gekkst
undir aðgerðir og erfiða baráttu upp
á líf og dauða. En Brynhildur lét
ekki hugfailast heldur talaði af trú
og bjartsýni um framtíðina. Að gef-
ast upp var ekki hennar, því hún
sótti nám í Fjölbrautaskólanum á
Selfossi um leið og hún gat og stóð
sig vel. Ótal minningar fljúga um
huga minn á þessari stundu. Við
áttum margar góðar stundir, þegar
við unnum saman í KÁ, þegar við
æfðum saman handbolta, þegar við
fórum á böll og skemmtum okkur í
hópi góðra vina. Þessar dýrmætu
minningar varðveiti ég í hjarta mínu
og þakka fyrir allar stundirnar okk-
ar.
Helstu áhugamál Brynhildar voru
hestarnir og svo handboltinn og það
var gaman að upplifa Landsmótið í
Borgarnesi í sumar með Brynhildi í
hópnum, hvetjandi okkur þegar við
vorum að keppa. Nú er þessari erf-
iðu baráttu lokið en við eigum minn-
ingu um kjarkmikla og duglega
stelpu.
Elsku Magga, Maggi, Harpa, Elín,
Einar og aðrir ástvinir. Ég og mín
fjöiskylda biðjum algóðan Guð að
styrkja ykkur í sorginni.
Agnes Guðnadóttir.
Það var mér mikil harmafregn
þegar þær fréttir bárust að hún
Brynhildur vinkona mín væri dáin.
Ég hélt að hjarta mitt ætlaði að
springa úr harmi. Mér varð hugsað
til allra skemmtilegu stundanna sem
við áttum saman allt frá því kynnt-
umst fyrst þegar þú komst í skólann
okkar í áttunda bekk. Við urðum
strax góðar vinkonur þá og sú vin-
átta hélt alla tíð. Það var margt sem
við brölluðum saman og áttum við
margar skemmtilegar stundir saman
og þeirra mun ég alltaf minnast með
söknuð í hjarta. Það hvarflaði aldrei
mér að þessi stund sem nú er runn-
in upp væri í nánd, þegar þú veikt-
ist um jólin síðustu. Alla tíð varst
þú svo sterk, þó að greinilega vær-
irðu að beijast við öflugan og óvæg-
inn óvin. Ég dáðist að hugrekki þínu
nú síðustu mánuði, þegar þú komst
í skólann í haust þrátt fyrir þín miklu
veikindi, þú barðist svo hetjulega.
Það var gott að geta sest með þér
niður stund og stund og gert að
gamni sínu og hlegið. Ég vona að
þér líði nú vel og öll þín vanlíðan
og óþægindi séu að baki. Ég mun
alla tíð minnast þín sem góðrar vin-
konu og hugsa til þín með söknuði.
Guð verndi þig og varðveiti.
Ágústa Þórhildur.
Stundum finnst okkur lífíð svo
óréttlátt. Þegear fólk sem okkur
þykir vænt um er tekið frá okkur,
þá verðum við svo reið við lífið. Þeg-
ar ein úr stórum, en traustum vina-
hópi er dáin er stórt skarð sem
myndast og okkur virðist sem það
verði aldrei fyllt uppí það aftur.
Þegar Brynhildur kom í skólann
okkar (Sólvallaskóla á Selfossi) í
byijun áttunda bekkjar, varð hún
um leið ein af okkur hinum. Þvíiíkur
hópur af ólíkum og háværum stelp-
um með ólík áhugamál, en samt all-
ar svo líkar. Margt gátum við brall-
að i sameiningu og lætin sem gátu
verið í okkur. Það var ekki á nokkra
foreldra leggjandi að vera heima ef
við ætluðum að hittast heima hjá
einni í hinum frægu saumaklúbbum
okkar eða átklúbbum, en þá hitt-
umst við allar saman, þóttumst ætla
að sauma, en sátum og átum og
kjöftuðum um alla skapaða hluti og
rifumst iðulega svolítið í leiðinni
enda skiptar skoðanir í svona fjöl-
mennum hópi. Við ræddum oft sam-
an vinkonurnar og spáðum í það
hver okkar yrði fyrst til að eignast
kærasta, gifta sig eða fyrst til að
eignast börn. Við ræddum ekki um
það hver okkar yrði fyrst til Guðs.
Enda þótti okkur það ótímabær
hugsun og gerðum okkur ekki grein
fyrir þeim möguleika.
En þegar þú veiktist rifjuðust upp
fyrir okkur gömlu minningarnar
okkar saman sem voru þó hreint
ekki svo gamlar, skólaferðalögunum
og handboltaferðalögunum er ekki
auðvelt að gleyma. Það er svo margt
sem kemur upp í hugann. Þó stend-
ur upp úr haustið ’96 þegar stöðug-
ar Þorlákshafnarferðir okkar fóru
áð verða grunsamlegar. Þegar við
eignuðumst frábæra nýja vini sem
voru alltaf til í að gera eitthvað
skemmtilegt með okkur. Þetta var
svo sannarlega skemmtilegasta
tímabil okkar saman enda síðustu
stundirnar okkar saman áður en þú
veiktist.
Auðvitað erum við ósáttar þegar
ung, myndarleg og skemmtiieg
stelpa sem er vinkona okkar veikist.
Þegar við Rebekka, Daldis og Krist-
ín fórum í heimsókn til þín á sjúkra-
húsið mánudaginn 24. nóvember og
sáum hve veik þú varst orðin og
máttfarin af baráttunni við þennan
sjúkdóm, vorum við samt svo stoltar
af þér því þú vart svo sterk. Tveim
dögum seinna þegar við fréttum að
þú værir farin frá okkur vorum við
samt svo óundirbúnar þessari frétt.
Við hittumst allar vinkonurnar að
kveldi sama dags til að minnast þín
og þeirri stundu gleymum við aldrei.
Sorgin er mikil og virðist óyfir-
stíganleg. Við söknum þín strax svo
sárt. En við trúum því og erum
þakklátar fyrir það að raunum þín-
um er lokið og að þér líður nú betur
hjá Guði sem passar þig fyrir okk-
ur, kæra vinkona.
Legg ég nú bæði líf og önd,
Ijúfi Jesú, í þína hönd,
síðast þepr ég sofna fer
sitji Guðs englar yfir mér.
(Hallgr. Péturss.)
Elsku Magga, Magnús, Harpa,
Elín og Einar. Guð styrki ykkur í
sorginni.
Daldís Ýr og Rebekka.
Elsku Brynhildur. Það er erfitt
að setjast niður og skrifa um þig
minningargrein, þú varst nú bara
18 ára og lífið var rétt að byija. Þú
varst sterk og ákveðin persóna, það
sést vel á því þegar þú, 14 ára göm-
ul, sóttir um sumarvinnu hjá Kaupfé-
lagi Árnesinga á Selfossi. Þú settir
það ekki fyrir þig að vera búsett nær
10 km fyrir utan Selfoss og ekki
alltaf hægt að stóla á far til og frá
vinnu, þú bara hjólaðir ef þess þurfti.
Sama má segja um þá ákvörðun
þína sl. sumar að vinna á hestabú-
garði í Þýskalandi, þá aðeins 16
ára, það gerðir þú af jafnmiklum
krafti og dugnaði og allt annað sem
þú tókst þér fyrir hendur. Þegar við
komum í heimsókn að Oddgeirshól-
um hafðir þú (og systkini þín líka)
alltaf tíma til að sýna krökkunum
kettlingana, hundana, hestana og
öll hin dýrin sem þau langaði að
skoða og þú hafðir líka alltaf tíma
til að leika við þau og atast í þeim
þegar við hittumst hjá ömmu á Víði-
vöilunum. í veikindum þínum sl. 11
mánuði varst þú ótrúlega sterk, þú
ætlaðir svo sannarlega að hafa bet-
ur.
Mamma þín stóð sem klettur við
hliðina á þér í veikindunum, ásamt
hinum í Qölskyldunni, en að lokum
varðst þú að játa þig sigraða. Þú
hélst áfram í skólanum þrátt fyrir
veikindin, ef þú varst of veik til að
mæta í skólann þá last þú bara
heima og tókst svo ágætis próf.
Sunnudag einn í byijun október
komum við í heimsókn og þú sast
við eldhúsborðið að læra og við höfð-
um orð á því að það væri meiri kraft-
urinn í þér. Þú sagðist vera að fara
í eitthvert „læknastúss" daginn eftir
og þurftir því að nota tímann í dag
til að læra. Svona varstu, sterk og
dugleg.
Elsku Magga, Maggi, Harpa, Elín,
Einar og Brynhild amma, megi Guð
gefa ykkur styrk í sorginni.
Emma og Guðjón.
Brynhildur elsku vinkona okkar
er dáin. Hún var tekin frá okkur
þegar hún var rétt að hefja líf sitt.
Þó að hún sé farin frá okkur þá lifa
góðar minningar um trausta og góða
vinkonu.
Við kynntumst Brynhildi þegar
hún kom í bekkinn okkar. Þá vorum
við 13 ára. Síðan hefur hún verið
ein af okkur. Við vorum stór vin-
kvennahópur og það var margt brall-
að. Brynhildur var engin undantekn-
ing í þessum uppátækjum. En þó
meinti hún alltaf vel og vildi gera
öllum gott. Hún hafði stórt hjarta
og góðvildin skein úr andliti hennar.
Ekki leið sá dagur að Brynhildur
mætti ekki í skólann með bros á vör
en í okkar hópi var ekki óalgengt
að einhver væri í fýlu eða á leiðinni
í fýlu. Innst inni vorum og erum við
samt alltaf bestu vinkonur. Ef Bryn-
hildur ætlaði í fýlu gekk það hálf
erfiðlega því að brosið skein alltaf
í gegn.
Brynhildi gekk vel í skóla og eftir
10. bekkinn lá leiðin yfir götuna í
Fjölbrautaskóla Suðurlands. Það er
okkur minnisstætt þegar við þijár
sátum saman í þýsku, þar sem Bryn-
hildur átti rætur sínar að rekja til
Þýskalands gekk henni mun betur
en okkur að skilja þetta flókna mál.
Ef kennarinn spurði okkur tvær um
svar við spurningu þá var alltaf
gott að kíkja í bókina hennar Bryn-
hildar því að þar var rétta svarið
að finna. En það var einmitt Þýska-
land sem að rændi Brynhildi frá
okkur í fyrrasumar þar sem hún
sinnti aðaláhugamáli sínu, hesta-
mennsku.
Það var svo um síðastliðin jól sem
að elsku vinkona okkar veiktist al-
varlega. Við biðum alltaf eftir að
henni batnaði en henni versnaði
stöðugt. Það var ótrúlegt hvað hún
var sterk og ákveðin í að sér myndi
batna, hún lét veikindin ekki stöðva
sig við að hitta okkur vinkonumar.
Hún barðist fram á síðasta dag. Hún
hefur kennt okkur svo margt, að
gefast ekki upp og að vandamálin
séu til að leysa þau.
Elsku besta Brynhildur okkar, við
erum þakklátar fyrir að hafa fengið
að kynnast þér og eiga þig sem vin-
konu. Það er erfítt að hugsa til þess
að þú komir aldrei aftur, en við vit-
um að þér líður vel þar sem þú ert
núna. Við eigum eftir að sakna þín
sárt og við verðum aldrei samar án
þín, kæra vinkona.
Élsku Magnús, Margrét, Harpa,
Elín og Einar, megi Guð vera með
ykkur og styrkja ykkur í þessari
miklu sorg. Minningin um yndislega,
góða og fallega stúlku lifir alltaf
með okkur öllum.
Guðrún og Elfa.
Okkur langar að minnast vinkonu
okkar, Brynhildar, í nokkrum orðum.
Það er erfitt að trúa því að hún
muni aldrei aftur vera hjá okkur
hress og kát og koma öllum í gott
skap eins og henni einni var lagið.
Brynhildur var mjög viljasterk og
allt sem hún tók sér fyrir hendur
var gert af krafti og vandvirkni.
Henni tókst að gera svo margt í einu
að það var ótrúlegt. Ásamt því að
vera í skólanum var hún í íþróttum,
stundaði hestamennskuna og starf-
aði ( ungmennafélaginu en hafði
samt alltaf tíma fyrir vinina og
skemmtanir. Það var mjög auðvelt
að kynnast henni því hún var svo
opin og skemmtileg og fékk alla í
kringum sig til þess að hlæja. Hún
var vinsæl meðal þeirra sem kynnt-
ust henni því hún var sannur vinur
vina sinna og alltaf tilbúin til þess
að hjálpa öðrum.
Framtíðin virtist björt og Bryn-
hildur vissi alveg hvað hún ætlaði
að gera. En þá veiktist hún af þess-
um hræðilega sjúkdómi. Hún háði
hetjulega baráttu, hélt áfram í skól-
anum á fullu og hafði alltaf eitthvað
fyrir stafni. Aldrei missti hún vonina
um sigur og talaði um hvað hún
ætlaði að gera þegar þetta væri yfír-
staðið. En svo var hún snögglega
tekin yfír móðuna miklu, alltof fljótt.
„Allt vald er mér gefið á himni
og jörðu. Farið því og gerið allar
þjóðir að lærisveinum." Þessi orð
valdi Brynhildur fyrir fermingardag-
inn sinn. Kannski var hún send til
þess að bera boðskap kærleikans til
okkar, gera okkur grein fyrir því
hve mikilvægt er að uppörva aðra
og brosa.
Þeir sem guðirnir elska deyja ung-
ir. Brynhildur, sólargeisli allra, skín
núna annars staðar en minningin
um hana mun ylja okkur um alla
ævi. Við erum þakklát fyrir að hafa
fengið að þekkja hana og fyrir þessi
fáu ár sem við fengum að hafa hana
á meðal okkar.
Og því varð allt svo hljótt við helfregn þína
sera hefði klökkur gígjustrengur brostið.
Og enn ég veit margt hjarta, harmi lostið,
sem hugsar til þín alla daga sina.
En meðan árin þreyta hjörtu hinna,
sem horfðu eftir þér í sárum trega,
þá blómgast enn, og blómgast ævinlega,
þitt bjarta vor í hugum vina þinna.
(Tómas Guðm.)
Við viljum senda fjölskyldu og
öðrum aðstandendum Brynhildar
okkar dýpstu samúðarkveðjur með
orðunum: „Þegar þú ert sorgmædd-
ur, skoðaðu þá huga þinn, og þú
munt sjá, að þú grætur vegna þess
sem var gleði þín.“
Halla, Jórunn, Einar,
Ingvar, Kristjánj Anna,
Bjarni, Guðjón, Ágúst og
Pétur.
Það er ekki auðvelt að festa hugs-
anir niður á blað því það er svo ótal
margt sem kemur upp í hugann.
Mig langar með nokkrum orðum að
minnast þín, kæra Brynhildur.
Ég man ekki nákvæmlega hvenær
við kynntumst og þegar ég hugsa
aftur varstu alltaf til staðar en fyrstu
minningarnar eru frá því að þú, ég,
Auðbjörg og Svandís komum til þín
í sveitina til að fara í stuttar hesta-
ferðir eða leika okkur í klettunum V
bak við húsið ykkar ásamt systrum
þínum Hörpu og Elínu.
Þegar við fórum í gagnfræðaskóla
komst þú á Selfoss en einmitt þá
fóru tengslin að myndast. Einhvern
veginn enduðum við allar saman
aftur. Okkur fannst eins og heimur-
inn væri fullur af ótakmörkuðum
möguleikum og ótal ævintýrum að-
eins fyrir okkur. Við upplifðum
margt skemmtilegt sem var ævin-
týri út af fyrir sig, öll ferðalögin og
uppátækin, kannski er það þess
vegna sem þú minnir mig alltaf á "
sumarið. Það var ótrúlega fyndið
' hvað „hvítasunnuhelgin góða!“ skaut
oft upp kollinum þegar við ræddum
um gömlu, góðu dagana. Þá var svo
spennandi að vera til en við hlógum
ófáum sinnum að allri vitleysunni
sem okkur datt í hug og því sem
við létum verða af og virtist ennþá
fyndnara. Það var keppst við að
bijóta öll boð og bönn.
Svo vorum við ekki lengur börn
og við óttuðumst ábyrgðina sem
beið okkar í nýjum skóla og að falla
ekki inn i hópinn. En þegar upp var
staðið vorum við alveg nógu þrosk-
aðar til að taka svona stórt stökk
og þrátt fyrir að við töluðum oft um
hve erfítt væri að vera fullorðinn \ -
þá líkaði okkur það ágætlega og við
vissum líka að vináttuböndin myndu
aldrei bresta. Við vorum „BÁKS“
og sú hugsun hughreystir mig alltaf
og styrkir.
Ég gat aldrei skilið hversu bjart-
sýn og góðhjörtuð þú gast verið,
hvað sem bjátaði á þá var það þolin-
mæði þin og yfirvegun sem bjarg-
aði öllu, en ég var eins og eldflaug
að takast á loft til himins. Já, það
væri yndislegt að fá að fljúga til
þín þó það væri ekki nema eitt and-
artak.
Elsku Brynhildur. Meðan þú bíður
eftir mér þá held ég áfram að lifa
því þú kenndir mér hversu mikils
virði það er að trúa á lífið. Takk fyrir á.
allt.
„Einstakur" er orð
sem notað er þegar lýsa á
því sem engu öðru er líkt,
faðmlagi
eða sólarlagi
eða manni sem veitir ástúð
með brosi eða vinsemd.
„Einstakur" lýsir fólki
sem stjómast af rödd síns hjarta
og heftir í huga hjörtu annarra.
„Einstakur" á við þá
sem eru dáðir og dýrmætir
og hverra skarð verður aldrei fyllt.
„Einstakur" er orðið sem best lýsir þér.
(Terri Femandez)
Kæi'i Maggi, Magga, Harpa, Elín
og Einar, megi góður Guð hugga
ykkur og styrkja í sorginni.
Kristín Arna Hauksdóttir.