Morgunblaðið - 03.01.1998, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 03.01.1998, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1998 35 ARAMOT Nýárspredikun herra Karls Sigurbjörnssonar biskups Siðgæðisþroskinn varðar mestu heim gert gróðursvæði að eyðimörk en annars staðar yrði kólnun í ætt við ísaldartíma. Breytingar á salt- stigi sjávar myndu stöðva aflvélina sem knúið hefur hringrás haf- straumanna og ylurinn sem við höfum hlotið úr suðurhöfum hætta að berast hingað. Lega Islands og lykilhlutverk Golfstraumsins á okkar slóðum eru á þann veg að áhrif loftslagsbreyt- inganna myndu koma hvað harðast niður á okkur Islendingum og gera landið nánast óbyggilegt fyrir barnabörn okkar og afkomendur þeirra. Jökulhella mun þá leggjast yfir landið allt, fiskistofnarnir sem hald- ið hafa lífi í þjóðinni um aldir hverfa úr hafinu umhverfis, hluti núver- andi byggða sökkva við hækkun sjávarborðs. Þessi lýsing er ekki heims- endaspá eða efnisþráður í skáldlega hryllingssögu heldur kjarninn í vís- indalegum niðurstöðum fræði- manna sem skipa hina formlegu ráðgjafasveit ríkja heims, niður- stöðum sem lýsa því sem gæti haf- ist á æviskeiði þeirra íslendinga sem nú eru börn í skóla. ísland hefur einmitt í þessari vísindaum- ræðu verið tekið sérstaklega sem dæmi um hrikalegar afleiðingar loftslagsbreytinganna. Virtur vís- indamaður, sérfræðingur við Col- umbia-háskólann í Bandaríkjunum, sagði nýlega í viðtali við eitt helsta dagblað heims: „ísland yrði þakið jöklum allt til stranda. íbúarnir yrðu að yfirgefa það.“ - Landið okkar góða yrði þá í raun og sann ísa fold. Við íslendingar ættum því að vera í fararbroddi þeirra sem á al- þjóðavettvangi kreflast þess að taf- arlaust verði gripið til róttækustu gagnaðgerða til að forða heiminum frá slíkri loftslagsbreytingu. Við ættum að fagna þeim viíja sem þjóð- ir heims sýna nú tii samstarfs, he§a með öðrum breytingar á eldsneytis- notkun skipa og bifreiða og beita nýrri tækni sem auðveldar lofts- lagsvæna framleiðsluhætti. Við eig- um að gleðjast yfir þeim tækifærum sem öld umhverfisverndar getur fært okkur íslendingum ef við sjálf höfum vit og vilja til að nýta kosti íslands. Það er annars sérkennilegt hve illa okkur hefur gengið að sýna í verki hollustu við vernd umhverf- is, lífríkis og landgæða. Við höfum látið ættjörð okkar blása upp og Heimsendir, sumir segja, er eldur og sumir ís. Ég fann oft hverju fýsnin veldur og fúslega styð eldinn heldur. En sé nú tvisvar voðinn vís ég þekki af hatri það sem gaf af þraut og tortímingu ís. Hann hefur af að heimur frýs. Þessi skoðun skáldsins hefur ekkert með vísindi að gera. Þær fjölmörgu hryllingskenningar, sem fram hafa verið settar, eru undir sömu sök seldar. Þá má spyija: Er okkur jarðarbúum, með hliðsjón af þessu, óhætt að ganga hugsana- og fyrirhyggjulaust áfram mengun- argönguna á enda? Því fer auðvitað fjarri. Hvað sem um skort á vísinda- legum sönnunum má segja, getum við nánast af fullkomnu öryggi trú- að því, að sívaxandi mengun og losun óhollustu í andrúmsioftið er til mikillar bölvunar. Því þarf að bregðast við og breyta um háttalag. Osanngjarnar reglur, svo sem hrossakaup á útblásturskvótum og hagsmunabundnar undanþágur, eru ekki réttu viðbrögðin. I slíkum samþykktum kann að að felast frið- þæging en hætt er við að þær muni skila litlum eða engum ár- angri. íslendingar hafa haldið á sín- um málum á þessu sviði í senn af festu og ábyrgðartilfinningu, og það munu þeir gera áfram. Góðir íslendingar. Árið 1997 fær góða einkunn samkvæmt flestum þeim mælistik- um sem notaðar eru til að meta hvort ár hafi verið gott eða vont fyrir þjóð sem heild. Árið 1998 á einnig góða möguleika á hárri ein- kunn við sitt lokakvöld. Margt er þó óvissu háð, eins og alltaf verð- eytt svo gróðri með óhóflegri beit hrossa og sauðijár að ísland er nú mesta eyðimörk álfunnar. Gervihnattatækni og alþjóðleg samvinna í kortagerð hafa fært okkur nákvæma lýsingu á gróður- fari og landeyðingu í sérhveiju byggðarlagi íslands. Við erum því betur í stakk búin en nokkru sinni fyrr til að heíja skipulega og árang- ursríka landvörn. Við getum ekki látið á okkur sannast að við skilum Islandi í hendur nýrra kynslóða í þeim tötrum að jarðvegsrof sé hér með því mesta sem gerist á jörðinni allri utan þurrkasvæða, að vist- fræðistofnanir víða um veröld noti fóstuijörð okkar sem dæmi um víti til varnaðar. Samfélag þjóðanna hefur ákveðið að það ár sem nú heilsar verði helg- að hafinu, eiginleikum þess, auðæf- um og mikilvægi fyrir mannlíf allt. Sú ákvörðun færir okkur Islending- um margvísleg tækifæri. Fáar þjóð- ir eiga jafn litríka sigursögu um glímuna við Ægi konung, þótt vissulega hafi hún einnig krafist fórna. Á ári hafsins getum við sýnt öðrum hvernig áræði, atorka og samstaða fámennrar þjóðar skilar árangri, hvernig hugvit og hæfni skapa lífskjör og velferð úr gulli sjávar. Hafið og auðlindir þess hafa mótað örlög Islendinga frá árdögum landnáms, veitt skáldum innblástur og snert strengi í bijóstum okkar allra. Það hefur ásamt ættjörðinni fóstrað okkur vel. Við styrkjum sjálfsvitund okkar með áhrifum frá víðáttum hafsins og litbrigðum íslenskrar náttúru, öldurótinu sem stormurinn ýfir og lognstillum sem leika við tign fjall- anna og fegurð morgunsins. ,Hafið skin sem himneskt undur; hverfur sýn í loftsins örmum. Undir ljósum heiðahvörmum hlær við engi, tún og lundur." Við erum á margan hátt lánsöm þjóð. Samfélag okkar hefur borið svipmót samhentrar fjölskyldu þar sem sérhver réttir öðrum hjálpar- hönd. Við dagsbrún bíður ný öld, umbrotatími. Þá er mikilvægt að við varðveitum og eflum þau verð- mæti sem gera okkur að þjóð. Ég óska ykkur farsældar á nýju ári og bið þess að það færi íslend- ingum öllum, íjær og nær, gæfu og gleði. ur. Það dregur þó aðeins úr þeirri óvissu, að kjarasamningar hafa ver- ið gerðir til langs tíma á nær öllum vinnumarkaðinum. Þegar hefur tek- ist að tryggja fólkinu í landinu meiri kaupmátt en menn þorðu að byggja á við samningsgerðina. Við höfum allar ástæður til að ætia að framhaid verði þar á. Á morgun hækka laun en skattar lækka. Það er góð vöggugjöf nýs árs. Einn skuggi hvílir þó yfir kjaramálunum. Flest bendir til að deilur útgerðar- manna og sjómanna endi í illindum og verkföllum. Það gæti leitt til þess að milljarða verðmæti sigli framhjá íslensku þjóðinni í orðsins fyllstu merkingu. Þetta er ómögu- leg staða. Við hljótum öll að gera kröfur til þeirra, sem ábyrgð bera, að þeir leysi þennan hnút áður en út í fenið er komið. Þeir hafa af eðlilegum ástæðum afnot af auð- lindum sjávar í kringum landið. Þeim eru ekki önnur skilyrði sett, en að þær séu nýttar vei og skyn- samlega í þjóðar þágu. Það er mik- il ögrun við þjóðina ef mál skipast svo, að hagsmunaaðilum í sjávarút- vegi tekst ekki að standa við þau sanngjörnu skilyrði. Góðir íslendingar. Ég minntist í upphafi á mennina, karlana og konurnar, sem stoltir og stæltir tóku í byijun aldarinnar storminn í fangið og hófu uppbygg- ingarstarfið, sem engan endi má taka. Við skulum í minningu þess fólks, hvert og eitt, strengja þess heit að ganga inn í nýtt ár og senn inn í nýja öld, jafn tilbúin í siaginn og jafn teinrétt og þessir forfeður okkar voru þá. Þá mun okkur vel farnast. Ég óska ykkur öllum góðs og gleðilegs árs. HÉR fer á eftir predikun herra Karls Sigurbjömssonar í Dómkirkjunni á nýárs- dag 1998: Guð gefi oss öllum gleðilegt ár í Jesú nafni. Þegar átta dag- ar voru liðnir var hann umskorinn og gefið nafn. Skerandi grátur barnsins gail við, og gleðihrópið: „Hann skai heita Jesús!“ Jes- ús. Joshwa með tungu- taki þjóðar hans - nafn hetjunnar fornu og frægu, sem leiddi Israel inn í fyrirheitna landið. Jesús. Jesús! sungu menn og stigu gleðidans í fögnuði yfir jiessu barni, nýjum einstaklingi í Israel, - meðan Mar- ía lagði hann að bijósti sér til að sefa grátinn sára. Hann hlaut nafnið Jesús, eins og ótal drengir fyrr og síðar í ísra- el. Þó er hann einstæður þessi drengur. Hverju sinni er við ritum ártal þá er það viðmiðun við hann. Svo djúpt hefur hann rist nafn sitt í vitund og sögu mannkyns. Sjálfur sagði hann: „Ég er Alfa og Ómega, upphafið og endirinn.“ Árin okkar og dagar eru ekki aðeins talin út frá honum, heldur eiga sér stefnu, mark og mið, sem er hann. Jesús leiðir mannkyn allt inn í fyrirheitna landið, heilsu, friðar, eilífs lífs. í fylgd hans fáum við að ganga til móts við ókomna framtíð. Þegar nafnið þitt var nefnt fyrsta sinni var það að öllum líkindum helgað nafni hans í heilagri skírn. Þá sagði hann við þig eins og segir í lex- íunni sem hér var lesin áðan: „Ótt- astu ekki, ég frelsa þig. Ég kalla á þig með nafni. Þú ert minn.“ Hann er frelsari. Það merkir björgunarmaður. Við horfðum með aðdáun á björgunarmenn vinna afrek á árinu sem leið. Björgunar- menn síga niður í beljandi stórsjói til bjargar skipbrotsmönnum. Því- líkar hetjur! Slíkur bjargvættur er Kristur. Hann bjargar, hann frelsar frá hrammi heljar, syndar, dauða, sem yfir vofir og ógnar, slær. Einn hinna fornu kirkjufeðra sagði: „Jörðin er eins og lifandi lík- ami og mannkynið er hjartað. Þeg- ar hjartað er sjúkt farnast öllum líkamanum illa. Þegar hjartað styrkist hressist allur líkaminn.“ Samkvæmt því eru umhverfis- vandamálin og önnur vandkvæði mannkyns og móður jarðar umfram allt andleg vandamál, „sjúkt hjarta,“ - andleg, siðgæðisleg kreppa, og lausnanna að leita þar, umfram allt þar. Skyldi vera! Við höfum anað áfram í algjöru skeyt- ingarleysi gagnvart lífinu, jörðinni og lögum lífsins. Guði var vikið til hliðar og maðurinn settur í hans stað sem mælikvarði alls. En um leið var öllu því vikið til hliðar sem vill virða mörk og setja skorður. Okkur var talin trú um að um ekk- ert slíkt sé að ræða nema þegar best hentar manni sjálfum - við séum guðir. Ölvuð af undrum tækn- innar og valdi okkar yfir öflum náttúrunnar, höfum við vænst þess að friður og hamingja falli okkur í skaut. Það er eitthvað allt annað sem blasir við. Við höfum gengið freklega á rétt annarra, umfram allt framtíðarinnar, óborinna kyn- slóða og auðgast ótæpilega. Neyslugræðgin ofboðsleg og ofg- nóttin, sorphaugarnir og mengunin ógna öllu lífi. Sex milljón börn dóu úr hungri á árinu sem leið. Sex milljón! Við getum með engu móti ímyndað okkur slíkan ijölda. En nýlega sáum við andlit og nafn eins þeirra. Það _ var lítii stúika frá írak. Þar deyja börn tugþúsund- um saman, fórnarlömb viðskiptabanns. Börnin líða en harðstjórinn heldur velli, staða hans styrkist fremur en hitt. Á íslandi eru það umfram allt börnin sem gjalda herkostnað neyslustríðsins, börnin sem enginn hefur tíma fyrir, enginn má vera að að sinna, tala við, leiðbeina, auðsýna umhyggju, ást. Alit of mörg heimili á Islandi eiga f vök að veijast. Oft vegna þess að gildis- matið er rangt, forgangsröðunin er röng. Ekki aðeins innan veggja heimilisins, heldur í samféiaginu almennt. Lífsmynstrið er lífsfjand- samlegt, streitan og stressið yfir og allt um kring. Græðgin og vímu- fíknin mótar æ fieiri svið lífsins. Það er skelfilegt að horfa upp á sífellt yngri börn verða fíkniefnum að bráð. I ljósi þessa er framtíðar- sýnin myrk. Einhver líkti okkar samtíð við fólk sem hefur lagt ailt undir til að geta keypt farmiða á lúxussigiingu með hinum ríku og frægu um heimsins höf, og upp- götvar síðan að nafn skipsins er TITANIC! Við höfum lyft grettistaki á ís- iandi og höfum svo ótal margt að gleðjast yfir í efnalegu tiliiti. En við höfum gleymt því að það sem varðar mestu er ekki ijármagnið og hagvöxturinn heldur siðgæðis- þroski fóiksins. Það eru ekki hin risavöxnu tækniundur sem gilda, heldur það sem býr í hjarta manns. Guðleysið álítur heiminn og mann- eskjuna aðeins sem sálarlausa maskínu, rétt og rangt sem af- stætt og því á valdi hins sterka, og lífið lýtur í lægra haldi, hið varnalausa og minni máttar bíður ósigur. Hvar er grunnur lagður að siðgæðinu? Úr hvaða jarðvegi sprettur tillitssemi og nærgætni, sjálfsagi og þolgæði, virðing fyrir sjálfum sér og öðrum? Úr trú, trú á það sem er manninum æðra. Þar fæðist og nærist lotningin og virð- ingin, þar er leiðsögnin á villu- gjarnri leið. Trú er að grípa í út- rétta hönd björgunarmannsins, freisarans. í þúsund ár hefur krist- in trú og siður veitt þjóðinni leið- sögn. Trú sem um aldir var miðlað með uppeldi heimilanna sem kenndu hinum ungu að elska Guð og biðja. Og það uppeldi studdist við trúariðkun í reglubundinni hrynjandi sóknarkirkjunnar á helg- um og hátíðum, sem varðaði lífsveg þjóðar og eyktir mannlífsins. Heig- un lífsins og ögun sálar. Við erum ekki aðeins líkamar og líkamsþarf- ir, heldur og sálir, sköpuð til samfé- lags við Guð. Við þurfum ekki að- eins eitthvað að lifa af, heldur og eitthvað að lifa fyrir. Við þörfn- umst trúar, trúar sem gefur lífs- þrótt og lífsgleði og er tryggð, trú- festi í atvikum daganna, samfylgd me_ð Kristi, frelsaranum. í dag ganga í gildi ný lög um íslensku þjóðkirkjuna. Sú lagasetn- ing er mikilvægt skref í átt til efl- ingar og aukins sjálfstæðis hennar. En er hún fetar þá braut er brýnt að hún glati ekki sínu bænheita hjarta. Að hún verði í auknum mæli biðjandi, boðandi og þjónandi kirkja í áframhaldandi samfylgd með íslenskri þjóð. Biðjum fyrir viðhorfsvakningu á íslandi. Við þurfum að taka höndum saman um að endurheimta þann mannskilning og siðgæði sem birtist í náunga- kærleik og mannúð, sem er ekki bara tilfinningar og orð, heldur birtist í því að maður lætur sig hag annarra varða: „Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skul- ið þér og þeim gjöra.“ Þetta kenndi hann, sem í Betlehem fæddist og hlaut nafnið Jesús. Og þetta þurf- um við öll að læra og iðka og láta vera súrdeig og salt í lífi okkar og umgengni. I því og í bæninni í Jesú nafni eru fólgnar lindir þess sem úrslitum veldur um auðnu manns og þjóðar, hvort sem birtist í sam- skiptum fólks, vinnusiðgæði, í framleiðslu, vistfræði, umhyggju ogmenntun. í byijun ársins munu Passíu- sálmar Hallgríms Péturssonar koma út í ítalskri þýðingu í Mílanó. Þar var Ambrósíus biskup, sem lést árið 397 og lagði grunninn að sálmahefð kirkjunnar. í tilefni út- gáfunnar verða Passíusálmarnir lesnir og sungnir í dómkirkjunni í Mílanó á föstunni. Þeir sálmar sem mest og best hafa mótað og nært andlegt líf og trúariðkun íslensku þjóðarinnar kynslóð eftir kynslóð fá nú að hljóma í þeim volduga helgidómi þar sem ýmsir fegurstu sálmar kristninnar hljómuðu fyrst. íslenska þjóðin lagði Passíusálm- ana sér að hjarta. I stefjum þeirra varð hjálpræðissagan lifandi, lífs- viskan, táknheimurinn, samfélagið við Krist, bænamálið djúpa, tæra. Við lifum enn af þeim arfi. Okkur ber að sjá til þess að ávaxta þann arf, ekki aðeins sem minjar um veröld sem var heldur sem lifandi veruleika. Við verðum að ávaxta arf kristinnar trúar og siðgæðis með hverri nýrri kynslóð. Heimilin í landinu, kirkjan og skólinn þurfa að taka höndum saman um það að börnin læri bænaversin gömlu og sálmana góðu sem veganesti til lífs- göngu. Og við þörfnumst líka nýrra ljóða, nýs söngs, sem tjáir leyndar- dóma og lífsvisku fagnaðarerindis- ins, vekur og nærir trú á lífið og líf í trú. Hann hlaut nafnið Jesús. „Svo elskaði Guð heiminn að hann gaf son sinn eingetinn til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki held- ur hafi eilíft líf.“ Glötunin er mögu- leiki. Það er ekki bara Kyoto sem minnir á það og sú dapra framtíðar- sýn sem þar var dregin upp. Við finnum það hvert og eitt er okkur verður ljóst að við missum marks og förum afvega. Við finnum það þegar það brestur og brotnar sem á að vera heilt, þegar hið góða bíð- ur ósigur og þegar gæfan leggur á flótta og sundin lokast. En við megum ekki missa sjónar á því að lífið, lífið eilífa stendur til boða. Framtíðin. Björgunin. Hann heitir Jesús. Við vorum helguð honum í skírninni. Við lærðum að biðja í nafni hans. Við viljum vera nefnd eftir nafni hans, kristið fólk, kristin kirkja, kristin þjóð. Við viljum snúa okkur til hans í iðrun, við viljum láta orð hans og anda leiða okkur og ieiðbeina. í Jesú nafni fáum við að fagna nýju ári, og halda veginn fram. í Jesú nafni. Frá honum berst til okkar köllun til fylgdar í trú, fylg þú mér þjóð, til ársins nýja, mót framtíðinni: „Óttastu ekki, ég frelsa þig. Ég kalla á þig með nafni. Þú ert minn.“ Herra Karl Sigurbjörnsson biskup
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.