Morgunblaðið - 03.01.1998, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.01.1998, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1998 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Mismunandi áherzlur í nýársávörpum leiðtoga heims Bjartsýni á Vesturlöndum en efnahagsáhyggjur í A-Asíu London, París, Moskvu, Hilton Head í S-Karolínuríki, Tókyó, Seoul, Róm. Reuters. í NÝÁRSÁVÖRPUM sínum lýstu leiðtogar Evrópu og annarra Vest- urlanda bjartsýni á horfrn- ársins 1998, en ávörp leiðtoga Austur-As- íuríkja einkenndust af áhyggjum af þróun efnahagsmála í þeim heims- hluta. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hét Bretum því í ávarpi sínu á nýársdag að þeir myndu eiga betra líf á árinu 1998. Hann tjáði þjóð sinni í undirrituðu bréfi sem birt var í The Sun að síðasta ár hefði verið gott, en „næsta ár geti orðíð ennþá betra“. Hann hét því að stjórnin myndi halda ótrauð áfram með áform sín um uppstokkun vel- ferðarkerfisins, með þeim orðum að þjóðin „hefði ekki efni á að eyða milljörðum ' í rangar fjárfestingar þegar við þurfum að fjárfesta meira í velgengni". En hann lofaði því jafnframt að fé yrði ekki tekið „frá fólki sem ekld getur séð sér far- borða nema með stuðningi velferð- arbótakerfisins". Jaqcues Chirac Frakklandsfor- seti hét því í hefðbundnu sjónvarps- ávarpi til þjóðar sinnar að hann myndi halda áfram að hika hvergi við að andmæla hinni vinstrisinnuðu ríkisstjóm fullum hálsi þegar hann væri ósammála henni, og að halda tryggð við einarða Evrópustefnu sína. Borís Jeltsín, forseti Rússlands, sagði í sínu ávarpi að Rússland væri enn að berjast við „vaxtarverki og ótta við breytingar“, samfara aðlög- uninni að markaðshagkerfí, en hét því að ríkisstjómin næði helztu tak- mörkum sínum fyrir lok ársins 1998. Hann viðurkenndi að rúss- neska stjómin, sem fyrir ári lofaði því að 1997 yrði ár hagvaxtar eftir langt samdráttarskeið, hefði ekki náð settu marki. Nú heitir ríkis- stjórnin því að rússneskur efnahag- ur njóti hagvaxtar í fyrsta sinn frá því Sovétríkin hrandu í lok árs 1991. Bill Clinton Bandaríkjaforseti, sem um áramótin var viðstaddur 1.400 manna veizlu í Suður-Kar- olínuríld, mun á árinu 1998 eiga þýðingarmiklar viðureignir við repúblikana, sem era í meirihluta á Bandaríkjaþingi, um fjárlög og skattamál, en hann hélt ekkert nýársávarp eins og aðrir leiðtogar heims. Pess í stað mun hann flytja stefnuræður hinn 27. janúar (svo- kallað State of the Union-ávarp) og er hann mælir fyrir fjárlagaáætlun stjómar sinnar 2. febrúar. I þessum ræðum er búizt við að Clinton leggi áherzlu á innanlandsmál, þeirra helzt hvernig bæta megi menntun- artækifæri og aðgang bandarísks almennings að bamaumönnun og heilsugæzlu, einkum hins fátækari. A-Asíuleiðtogar áhyggjufullir Ryutaro Hashimoto, forsætisráð- herra Japans, hét því á nýársdag að efnahagslíf landsins fínni leið út úr vandræðum sínum á árinu, áreiðan- leiki fjármálakerfís landsins verði tryggður og að allt verði gert sem þörf krefur til að koma í veg fyrir að Japan komi af stað nými heimskreppu. En hann skoraði á landsmenn sína að hafa ekki áhyggjur af framtíð japansks efna- hags. Kim Dae-jung, nýkjörinn forseti Suður-Kóreu, dró heldur ekkert undan í loforðum um að leggja allt í sölurnar til að koma efnahag lands- ins aftur á réttan kjöl. Sagði hann þetta munu takast með hjálp AI- þjóðagjaldeyrissjóðsins innan tveggja ára. En hann varaði jafn- framt við erfíðleikum framundan. „Mörg raunin bíður okkar á nýju ári,“ sagði hann. Að lokum má geta þess, að Jó- hannes Páll II páfi skoraði í nýársávarpi sínu á ítölsku ríkis- stjómina að búa í haginn fyrir komu nýs árþúsunds. Páfinn hefur lýst aldamótaárið 2000 heilagt ár. Því er spáð að er það gengur í garð streymi meiri fjöldi pílagríma til Rómar en nokkru sinni fyrr í sög- unni. Reuters Litadýrð í Lundúnum MIKILL mannfjöldi safnaðist saman í miðborg Lundúna um áramótin til að fylgjast með mikilli flugeldasýningu sem borgaryfirvöld stóðu fyr- ir. Þessi litadýrð yfir Tower Bridge ber glæsileik sýningarinnar merki. Fuglaflensan Próf gerð á hundum og köttum Hong Kong. Reuters. HEILBRIGÐISYFIRVÖLD í Hong Kong láta nú skoða hunda og ketti til að kanna hvort dýrin séu sýkt af fuglaflensu, sem hefur vakið skelfingu í borginni. Um einni millj- ón kjúklinga hefur verið slátrað til að koma í veg fyrir útbreiðslu veik- innar sem hefur orðið fjóram mönn- um að bana. Ekki hefur verið upplýst hvort um flækingshunda og -ketti er að ræða en nokkrir dagar era frá því að hafíst var handa við próf á dýr- unum. Yfirvöld hafa verið sökuð um að bregðast seint og illa við málinu en þau hafa vísað gagnrýninni á bug. Um jólin var innflutningur á lifandi kjúklingum frá Kína bannað- ur og fyrirskipuð slátran á um millj- ón fuglum. Fullyrt var í gær að fjöldi fugla hefði sloppið og gengi laus á Nýju svæðunum í Hong Kong. Með prófum á spendýrum á að kanna hvort veiran, sem veldur fuglaflensunni, hefur borist í aðrar dýrategundir en lítið er vitað um smitleiðir hennar. Þó er talið að hún hafí boríst beint úr fuglum í menn en vart manna á milli. Aspen. Reuters. MICHAEL Kennedy, sonur Roberts Kenn- edys, lést af völdum meiðsla á höfði og hálsi sem hann varð fyrir í skíðaslysi á gamlársdag. Kennedy, sem var 39 ára, lést eftir að hafa rennt sér á skíð- um á tré í Aspen-fjöll- um í Colorado. Hann hafði verið þar í skíða- ferð með fjölskyldu sinni, m.a. þremur börnum sínum. Skíðamenn á staðn- um sögðu að þegar slysið varð hefði Kennedy verið að leika „skíðabolta", íþrótt sem venja er að stunda í Áspen-fjöllum á gamlársdag. Þátttakendurnir kasta þá á milli sín hlutum eins og bolta meðan þeir renna sér. „Hann var fær skíðamaður en leikurinn sem þau vora í hefur lfk- lega dregið athyglina frá skíða- iðkuninni," sagði Will Rodman, læknir á sjúkrahúsi sem Kenn- edy var fluttur á. Vinur Kennedy-fjölskyldunnar sagði að hún hefði verið vörað við hættunni sem stafar af leiknum. Rodman sagði að fjöl- skylda Kennedys hefði gert árangurslausar lífgunartilraunir á slys- staðnum og síðan flutt hann á tveimur sleðum niður fjallið. Krufning leiddi í ljós að Kennedy lést af völdum áverka á höfði og hálsi. Clinton vottar fjölskyldunni samúð sína Líkið var flutt með flugvél til Hyannis í Massachusetts. Bræður Michaels Kennedys, Joseph og Ro- bert F., voru í flugvélinni ásamt Patrick Kennedy, syni Edwards Kennedys öldungadeildarþings- manns, sem tók á móti þeim á flug- vellinum. Bill Clinton, forseti Bandaríkj- anna, var í áramótaveislu þegar honum bárast tíðindin og gekk út úr veislusalnum til að hringja í Kennedy-fjölskylduna og votta henni samúð sína. Michael Kennedy fór fyrir góð- gerðasamtökum sem sáu fátæku fólki fyrir eldsneyti til kyndingar og hann stjórnaði kosningabaráttu Edwards Kennedys árið 1994. Hann sætti mikilli gagnrýni á liðnu ári vegna ásakana um að hann hefði verið í tygjum við unga barnfóstra fjölskyldunnar. Skömmu áður hafði hann skilið við eiginkonu sína. Michael var tíu ára þegar faðir hans, Robert Kennedy öldunga- deildarþingmaður, var myrtur á kosningaferðalagi fyrir forseta- kosningamar 1968. Robert og kona hans, Ethel, eignuðust ellefu börn og eitt þeirra, David, lést árið 1984 vegna of stórs skammts af kókaíni og lyfjum. Michael Kennedy deyr af slysförum Lenti á tré í skíðabrekku í Aspen í Colorado Michael Kennedy Kúrdar flýja til Italíu RÚMLEGA 1000 manns, þ.á m. Kúrdar frá Tyrklandi, Iran og Irak, hafa komið sjó- leiðis frá Tyrklandi til Ítalíu á undanförnum dögum, og bár- ust fregnir síðast í gærmorg- unn af skipi sem var sagt hafa lagt upp skammt frá Istanbúl á leið til Ítalíu eða Grikklands með um 300 manns innan- borðs. Segja ítalir flóttafólldð vera velkomið, því ekki væri vafi á að Kúrdar væru ofsótt þjóð. Þjóðverjar hafa hvatt til þess að Italir stemmi stigu við fólksstraumnum og Tyrkir hafa boðist til að flytja flótta- fólkið til baka. Ahtisaari lof- ar samstarf MARTTI Ahtisaari Finnlands- forseti sagði í áramótaávarpi sínu að samskipti Finna og Svía hafi aldrei verið jafn náin og nú. Telst þetta vera óbein gagnrýni á forsætisráðherra ríkjanna, Paavo Lipponen og Göran Persson, sem hafa verið nokkuð harðorðir í garð hvors annars á síðkastið. Ágreining- ur hefur komið upp milli for- sætisráðherranna um stækkun Evrópusambandsins og fyrir- hugað myntbandalag þess. 284 féllu í Búrúndí TALA þeirra sem féllu í árás uppreisnarmanna hútúa nærri flugvellinum í Bujumbura í Búrúndí er nú komin í 284 að því er hermálayfirvöld í land- inu greindu frá í gær. Þeir sem féllu voru flestir óbreyttir borgarar og uppreisnarmenn. Pol Pot sagð- ur flúinn POL POT, fyrrverandi leiðtogi Rauðu khmeranna í Kambó- díu, hefur flú- ið frá landinu og er kominn til Kína, að því er dag- blöð þar greindu frá í gær. Var hann sagður hafa sloppið úr stofufangelsi þar sem hann beið hann þess að verða dreg- inn fyrir rétt, ákærður um glæpi gegn mannkyninu. Emb- ættismenn í kínverska sendi- ráðinu sögðu fregnir þess efnis að Kínverjar hefðu aðstoðað við flóttann tilhæfulausar og að yfirleitt væri ekkert til í því að Pol Pot væri i Kína. Hundur gleypti síma EFTIR mikla leit að týndum farsíma, sem hafði átt að vera óvænt jólagjöf, reyndi eigand- inn að hringja í símann og heyrði þá daufa hringingu inn- an úr belg sofandi hunds sam- býlismanns síns. The Sun greindi frá þessu í gær. Farið var með hundinn til dýralækn- is, sem lagði til að ekki yrði að- hafst. Sólarhring síðar skilaði síminn sér með náttúrulegum hætti - í nothæfu ástandi. W
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.