Morgunblaðið - 03.01.1998, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 03.01.1998, Blaðsíða 11
MORGUNB LAÐIÐ FRETTIR LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1998 11 Þyrlu- anofnin 1 efsta sæti ÁHÖFN björgunarþyrlu Land- helgisgæslunnar, TF-LÍF, hlaut titilinn maður ársins á Rás 2 á gamlársdag og fékk hún 40% greiddra atkvæða hlustenda Rásar 2 eða 810. Þar af fékk Auðunn Kristins- son sigmaður 84 atkvæði. I öðru sæti varð Ástþór Magnússon með 20% atkvæða, í þriðja sæti Kristinn Björns- son skíðamaður með 6% at- kvæða og Everest fararnir urðu í fjórða sæti. Aurskriður á Austurlandi SKRIÐUR féllu á nokkrum stöðum í Fljótsdal daginn fyr- ir gamlársdag. Fóru þær yfir skógræktarsvæði og á nokkr- um stöðum niður á veg. Raf- magnslaust varð á tveimur bæjum um tíma. Mikið vatnsveður hefur verið á Austurlandi síðustu daga en heldur var að þorna í gær. Gijót hefur hrunið af og til á þjóðveginn um Kam- banesskriður, Vattarnesskrið- ur og Þvottárskriður en verið hreinsað jafnóðum og ekki valdið truflun á umferð. Skriður féllu á fjórum stöðum á veginn í Fljótsdal eða öllu heldur Suðurdal milli innsta og næstinnsta bæjar og ruddu starfsmenn Vegagerðarinnar veginn strax. Hinum megin dalsins féllu skriður á veginn á fleiri stöð- um en þeim megin er ekki lengur búið. Nýr staður í Hafnarstræti færvínveit- ingaleyfi BORGARRÁÐ hefur sam- þykkt umsögn félagsmála- stjóra um að mæla ekki gegn vínveitingaleyfi fyrir skemmti- staðinn Kaffi Thomsen í Hafn- arstræti 17. í umsögn Gunnars Þorláks- sonar, skrifstofustjóra Félags- málastofnunar Reykjavíkur- borgar, segir að í viðræðum við forsvarsmenn staðarins hafi komið fram að áhersla verði lögð á matar- og kaffi- veitingar. Leggur hann til að leyfið verði veitt til reynslu í sex mánuði. Ný lyfjabúð í Kringlunni BORGARRÁÐ hefur samþykkt umsögn borgarlögmanns um að veita lyfsöluleyfi fyrir nýja lyfjabúð á þriðju hæð í Kringl- unni í Reykjavík. I umsögn borgarlögmanns er lagt til að borgarráð sam- þykki að gera ekki fyrir sitt leyti athugasemd við umsókn Páls Guðmundssonar lyfja- fræðings um lyfsöluleyfið enda uppfylli hann öll skilyrði lyfja- laga og að leyfið verði í sam- ræmi við þá heilbrigðisstefnu sem þar er mörkuð. Fram kem- ur að staðsetning lyfjabúðar- innar sé í samræmi við gildandi aðalskipulag. Morgunblaðið/Golli EINAR Sveinsson, forstjóri Sjóvár-Almennra, og Þorgeir Páls- son flugmálasljóri undirrita samninginn. Fyrir aftan þá standa, frá vinstri, Sveinn Segatta, deildarsljóri hjá Sjóvá-Almennum, Sigrún Traustadóttir, framkvæmdastjóri hjá Flugmálasljórn, og Ásgeir Pálsson, framkvæmdastjóri hjá Flugmálasljórn. Skoðanakönnun fyrir jafnaðarmenn Sameiginlegt framboð fengi 38,7% fylgi FRAMBOÐSLISTI jafnaðarmanna fengi 38,7% fylgi í alþingiskosning- um ef einungis þrír listar væru í kjöri, samkvæmt skoðanakönnun sem Gallup gerði fyrir jafnaðar- menn. Sjálfstæðisflokkur fengi 42,l%_fylgi og Framsóknarflokkur 19%. Úrtakið í könnuninni nú, sem gerð var 11.-18. desember, var 1.080 manns á aldrinum 15 til 75 ára af öllu landinu og var nettósvör- un 72%. Spurt var hvaða lista svarendur myndu kjósa, ef í boði væru listi Sjálfstæðisflokks, listi Framsókn- arflokks og listi jafnaðarmanna. Rúmlega 39% sögðust myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn, rúmlega 36% jafnaðarmenn og tæplega 18% Framsóknarflokk en 7% sögðust ekki myndu kjósa eða skila auðu. Ef einungis er tekið mið af þeim sem tóku afstöðu völdu 42,1% Sjálfstæð- isflokkinn, 38,7% jafnaðarmenn og 19,1% valdi Framsóknarflokkinn. í síðustu alþingiskosningum í apríl 1995 náðu sex flokkar mönnum á þing. Þá fékk Sjálfstæðisflokkur Samningur um kaup og sölu á stoð- tækjum í KJÖLFAR útboðs á spelkum, gervi- limum og bæklunarskóm undirrituðu Stoðtækni Gísli Ferdinandsson ehf. og Tryggingastofnun ríkisins samn- ing um kaup og sölu á stoðtækjum og tóku samningar gildi 1. janúar 1998. „Samningurinn felur í sér að Stoð- tækni Gísli Ferdinandsson ehf. smíði og útvegi stoðtæki svo og þjónustu einstaklinga sem eru slysa- eða sjúkratryggðir skv. lögum um al- mannatryggingar nr. 117/1993,“ segir í fréttatilkynningu frá Stoð- tækni. Opnuð hefur verið móttaka í nýju Læknastöðinni í Álftamýri 5 og í byijun mars mun fyrirtækið flytja alla sína starfsemi í Uppsali Kringl- unni 8-12 (Norðurkringlu). „Auk þessa verður bætt við mótt- töku á nýjum stöðum á landsbyggð- inni en núna eru reglulega ferðir til Akureyrar, Sauðárkróks, Sjúkra- hússins á Blönduósi og Sjúkrahúss- ins í Vestmannaeyjum," segir jafn- framt. Kringlunni S. 553 7355 I I I I C I I I I I Flugmálastj órn semur við Sj ó vá-Almennar FLUGMÁLASTJÓRN hefur undir- ritað samning við Sjóvá-Almennar hf. um vátryggingavernd fyrir flug- umferðarþjónustu á íslenska flug- stjórnarsvæðinu. Vátrygging- arfjárhæðin er einn milljarður Bandaríkjadala eða um 70 milljarð- ar íslenskra króna, en sú upphæð jafngildir um helmingi fjárlaga ís- lenska ríkisins þetta árið. Ríkiskaup höfðu umsjón með útboðinu fyrir hönd Flugmála- stjórnar og var það auglýst á öllu Evrópska efnahagssvæðinu. Þijú tilboð bárust og áttu Sjóvá- Almennar hf. það lægsta, 200.000 Bandaríkjadali á ári í iðgjald, eða um 14 milljónir íslenskra króna. Nær til allra hugsanlegra óhappa á flugstjómarsvæðinu Þetta er í fyrsta sinn sem vá- tryggingavernd er boðin út fyrir flugumferðarþjónustu hér á landi en tryggingunni er ætlað að ná til allra hugsanlegra óhappa á ís- lenska flugstjómarsvæðinu, sem er annað stærsta úthafsflugstjórnar- svæði í heiminum, alls um 5,6 millj- ón ferkílómetrar að flatarmáli. Fram að þessu hefur íslenska ríkið verið ábyrgt fyrir hugsanlegum óhöppum í flugumferðarstjórn á svæðinu en aldrei hefur þó reynt á þessa ábyrgð. Flugmálastjórn annast flugum- ferðarstjórn á íslenska úthafsflug- stjórnarsvæðinu samkvæmt sér- stökum samningi við Alþjóðaflug- málastofnunina. Þorgeir Pálsson flugmálastjóri segir kostnaðinn við þjónustuna greiddan af notenda- gjöldum sem innheimt eru af þeim flugvélum sem fljúga á svæðinu. Kostnaður við vátryggingavernd- ina mun að sögn Þorgeirs koma fram í um 2% hækkun á notenda- gjöldunum. Fyrir íslenska ríkið hef- ur samningurinn óverulegan kostn- aðarauka í för með sér en ríkið mun bera 5% kostnaðarhlutdeildar, að sögn flugmálastjóra. 37,1% fylgi, Framsóknarflokkurinn 23,3%, Alþýðuflokkur 11,4, Alþýðu- bandaíag 14,3%, Þjóðvaki 7,2% og Kvennalisti 4,9%. Samanlagt fylgi þessara fjögurra síðasttöldu flokka var því 37,8%. Enginn munur kom fram þegar niðurstöðurnar voru greindar eftir kyni, aldri eða starfssviði en þegar niðurstöður voru greindar eftir bú- setu kom fram að höfuðborgarbúar myndu í marktækt meira mæli en fólk af landsbyggðinni kjósa Sjálf- stæðisflokkinn, ef kosið yrði til Al- þingis, en því er öfugt farið með lista Framsóknarflokksins. Einnig kom fram að þeir tekjuhærri myndu kjósa Sjálfstæðisflokk í meiri mæli en þeir tekjulægri. Verðlækkun ..á sölubásum í Kolaportinu nllar «« Jariúar er frábær mánuður í Kolaportinu og upplagt að selja fyrir jóla-visakortinu. Við tökum nú sannkallað æðiskast og lækkum básaverðið verulega m VENJULEGIR SÖLUBÁSAR aÚór hetgor 3.100,- (2.45x2.45 m) Verð á dag er kr. A ofangreint verð leggst virðisaukaskattur hjá aðilum með nýja vöru. Heimilislistabásar Seljendur sem búa til hluti heima hjá sér til að selja í Kolaportinu geta fengið minna og ódýrara pláss og kostar borðmetrinn.. Unglingabásar .. ekki nema kr, Böm og unglingar yngri en 16 ára geta í fengið minna og ódýrara sölupláss til að selja kompudót og kostar borðmetrinn á dag Hringið og pantið 562s'o3o'5ím" KOLAPORTIÐ Opið laugardaga og sunnudaga kl. 11 -17 1.500,- -ffrCSS í 39 ár Hressingarleikfimi kvenna hefst fimmtudaginn 8. janúar nk. Kennslustaðir: Leikfimisalur Laugarnesskóla og íþróttahús Seltjarnarness. Fjölbreyttar æfingar — músík — dansspuni — þrekæfingar — slökun. Verið með frá byrjun. Gleðilegt ár. Innritun og upplýsingar í síma 553 3290. Ástbjörg S. Gunnarsdóttir, íþróttakennari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.