Morgunblaðið - 03.01.1998, Síða 11

Morgunblaðið - 03.01.1998, Síða 11
MORGUNB LAÐIÐ FRETTIR LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1998 11 Þyrlu- anofnin 1 efsta sæti ÁHÖFN björgunarþyrlu Land- helgisgæslunnar, TF-LÍF, hlaut titilinn maður ársins á Rás 2 á gamlársdag og fékk hún 40% greiddra atkvæða hlustenda Rásar 2 eða 810. Þar af fékk Auðunn Kristins- son sigmaður 84 atkvæði. I öðru sæti varð Ástþór Magnússon með 20% atkvæða, í þriðja sæti Kristinn Björns- son skíðamaður með 6% at- kvæða og Everest fararnir urðu í fjórða sæti. Aurskriður á Austurlandi SKRIÐUR féllu á nokkrum stöðum í Fljótsdal daginn fyr- ir gamlársdag. Fóru þær yfir skógræktarsvæði og á nokkr- um stöðum niður á veg. Raf- magnslaust varð á tveimur bæjum um tíma. Mikið vatnsveður hefur verið á Austurlandi síðustu daga en heldur var að þorna í gær. Gijót hefur hrunið af og til á þjóðveginn um Kam- banesskriður, Vattarnesskrið- ur og Þvottárskriður en verið hreinsað jafnóðum og ekki valdið truflun á umferð. Skriður féllu á fjórum stöðum á veginn í Fljótsdal eða öllu heldur Suðurdal milli innsta og næstinnsta bæjar og ruddu starfsmenn Vegagerðarinnar veginn strax. Hinum megin dalsins féllu skriður á veginn á fleiri stöð- um en þeim megin er ekki lengur búið. Nýr staður í Hafnarstræti færvínveit- ingaleyfi BORGARRÁÐ hefur sam- þykkt umsögn félagsmála- stjóra um að mæla ekki gegn vínveitingaleyfi fyrir skemmti- staðinn Kaffi Thomsen í Hafn- arstræti 17. í umsögn Gunnars Þorláks- sonar, skrifstofustjóra Félags- málastofnunar Reykjavíkur- borgar, segir að í viðræðum við forsvarsmenn staðarins hafi komið fram að áhersla verði lögð á matar- og kaffi- veitingar. Leggur hann til að leyfið verði veitt til reynslu í sex mánuði. Ný lyfjabúð í Kringlunni BORGARRÁÐ hefur samþykkt umsögn borgarlögmanns um að veita lyfsöluleyfi fyrir nýja lyfjabúð á þriðju hæð í Kringl- unni í Reykjavík. I umsögn borgarlögmanns er lagt til að borgarráð sam- þykki að gera ekki fyrir sitt leyti athugasemd við umsókn Páls Guðmundssonar lyfja- fræðings um lyfsöluleyfið enda uppfylli hann öll skilyrði lyfja- laga og að leyfið verði í sam- ræmi við þá heilbrigðisstefnu sem þar er mörkuð. Fram kem- ur að staðsetning lyfjabúðar- innar sé í samræmi við gildandi aðalskipulag. Morgunblaðið/Golli EINAR Sveinsson, forstjóri Sjóvár-Almennra, og Þorgeir Páls- son flugmálasljóri undirrita samninginn. Fyrir aftan þá standa, frá vinstri, Sveinn Segatta, deildarsljóri hjá Sjóvá-Almennum, Sigrún Traustadóttir, framkvæmdastjóri hjá Flugmálasljórn, og Ásgeir Pálsson, framkvæmdastjóri hjá Flugmálasljórn. Skoðanakönnun fyrir jafnaðarmenn Sameiginlegt framboð fengi 38,7% fylgi FRAMBOÐSLISTI jafnaðarmanna fengi 38,7% fylgi í alþingiskosning- um ef einungis þrír listar væru í kjöri, samkvæmt skoðanakönnun sem Gallup gerði fyrir jafnaðar- menn. Sjálfstæðisflokkur fengi 42,l%_fylgi og Framsóknarflokkur 19%. Úrtakið í könnuninni nú, sem gerð var 11.-18. desember, var 1.080 manns á aldrinum 15 til 75 ára af öllu landinu og var nettósvör- un 72%. Spurt var hvaða lista svarendur myndu kjósa, ef í boði væru listi Sjálfstæðisflokks, listi Framsókn- arflokks og listi jafnaðarmanna. Rúmlega 39% sögðust myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn, rúmlega 36% jafnaðarmenn og tæplega 18% Framsóknarflokk en 7% sögðust ekki myndu kjósa eða skila auðu. Ef einungis er tekið mið af þeim sem tóku afstöðu völdu 42,1% Sjálfstæð- isflokkinn, 38,7% jafnaðarmenn og 19,1% valdi Framsóknarflokkinn. í síðustu alþingiskosningum í apríl 1995 náðu sex flokkar mönnum á þing. Þá fékk Sjálfstæðisflokkur Samningur um kaup og sölu á stoð- tækjum í KJÖLFAR útboðs á spelkum, gervi- limum og bæklunarskóm undirrituðu Stoðtækni Gísli Ferdinandsson ehf. og Tryggingastofnun ríkisins samn- ing um kaup og sölu á stoðtækjum og tóku samningar gildi 1. janúar 1998. „Samningurinn felur í sér að Stoð- tækni Gísli Ferdinandsson ehf. smíði og útvegi stoðtæki svo og þjónustu einstaklinga sem eru slysa- eða sjúkratryggðir skv. lögum um al- mannatryggingar nr. 117/1993,“ segir í fréttatilkynningu frá Stoð- tækni. Opnuð hefur verið móttaka í nýju Læknastöðinni í Álftamýri 5 og í byijun mars mun fyrirtækið flytja alla sína starfsemi í Uppsali Kringl- unni 8-12 (Norðurkringlu). „Auk þessa verður bætt við mótt- töku á nýjum stöðum á landsbyggð- inni en núna eru reglulega ferðir til Akureyrar, Sauðárkróks, Sjúkra- hússins á Blönduósi og Sjúkrahúss- ins í Vestmannaeyjum," segir jafn- framt. Kringlunni S. 553 7355 I I I I C I I I I I Flugmálastj órn semur við Sj ó vá-Almennar FLUGMÁLASTJÓRN hefur undir- ritað samning við Sjóvá-Almennar hf. um vátryggingavernd fyrir flug- umferðarþjónustu á íslenska flug- stjórnarsvæðinu. Vátrygging- arfjárhæðin er einn milljarður Bandaríkjadala eða um 70 milljarð- ar íslenskra króna, en sú upphæð jafngildir um helmingi fjárlaga ís- lenska ríkisins þetta árið. Ríkiskaup höfðu umsjón með útboðinu fyrir hönd Flugmála- stjórnar og var það auglýst á öllu Evrópska efnahagssvæðinu. Þijú tilboð bárust og áttu Sjóvá- Almennar hf. það lægsta, 200.000 Bandaríkjadali á ári í iðgjald, eða um 14 milljónir íslenskra króna. Nær til allra hugsanlegra óhappa á flugstjómarsvæðinu Þetta er í fyrsta sinn sem vá- tryggingavernd er boðin út fyrir flugumferðarþjónustu hér á landi en tryggingunni er ætlað að ná til allra hugsanlegra óhappa á ís- lenska flugstjómarsvæðinu, sem er annað stærsta úthafsflugstjórnar- svæði í heiminum, alls um 5,6 millj- ón ferkílómetrar að flatarmáli. Fram að þessu hefur íslenska ríkið verið ábyrgt fyrir hugsanlegum óhöppum í flugumferðarstjórn á svæðinu en aldrei hefur þó reynt á þessa ábyrgð. Flugmálastjórn annast flugum- ferðarstjórn á íslenska úthafsflug- stjórnarsvæðinu samkvæmt sér- stökum samningi við Alþjóðaflug- málastofnunina. Þorgeir Pálsson flugmálastjóri segir kostnaðinn við þjónustuna greiddan af notenda- gjöldum sem innheimt eru af þeim flugvélum sem fljúga á svæðinu. Kostnaður við vátryggingavernd- ina mun að sögn Þorgeirs koma fram í um 2% hækkun á notenda- gjöldunum. Fyrir íslenska ríkið hef- ur samningurinn óverulegan kostn- aðarauka í för með sér en ríkið mun bera 5% kostnaðarhlutdeildar, að sögn flugmálastjóra. 37,1% fylgi, Framsóknarflokkurinn 23,3%, Alþýðuflokkur 11,4, Alþýðu- bandaíag 14,3%, Þjóðvaki 7,2% og Kvennalisti 4,9%. Samanlagt fylgi þessara fjögurra síðasttöldu flokka var því 37,8%. Enginn munur kom fram þegar niðurstöðurnar voru greindar eftir kyni, aldri eða starfssviði en þegar niðurstöður voru greindar eftir bú- setu kom fram að höfuðborgarbúar myndu í marktækt meira mæli en fólk af landsbyggðinni kjósa Sjálf- stæðisflokkinn, ef kosið yrði til Al- þingis, en því er öfugt farið með lista Framsóknarflokksins. Einnig kom fram að þeir tekjuhærri myndu kjósa Sjálfstæðisflokk í meiri mæli en þeir tekjulægri. Verðlækkun ..á sölubásum í Kolaportinu nllar «« Jariúar er frábær mánuður í Kolaportinu og upplagt að selja fyrir jóla-visakortinu. Við tökum nú sannkallað æðiskast og lækkum básaverðið verulega m VENJULEGIR SÖLUBÁSAR aÚór hetgor 3.100,- (2.45x2.45 m) Verð á dag er kr. A ofangreint verð leggst virðisaukaskattur hjá aðilum með nýja vöru. Heimilislistabásar Seljendur sem búa til hluti heima hjá sér til að selja í Kolaportinu geta fengið minna og ódýrara pláss og kostar borðmetrinn.. Unglingabásar .. ekki nema kr, Böm og unglingar yngri en 16 ára geta í fengið minna og ódýrara sölupláss til að selja kompudót og kostar borðmetrinn á dag Hringið og pantið 562s'o3o'5ím" KOLAPORTIÐ Opið laugardaga og sunnudaga kl. 11 -17 1.500,- -ffrCSS í 39 ár Hressingarleikfimi kvenna hefst fimmtudaginn 8. janúar nk. Kennslustaðir: Leikfimisalur Laugarnesskóla og íþróttahús Seltjarnarness. Fjölbreyttar æfingar — músík — dansspuni — þrekæfingar — slökun. Verið með frá byrjun. Gleðilegt ár. Innritun og upplýsingar í síma 553 3290. Ástbjörg S. Gunnarsdóttir, íþróttakennari.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.