Morgunblaðið - 03.01.1998, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.01.1998, Blaðsíða 4
. 4 LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Blys og flugeldar við áramót BLYS lognðu víða gflatt og flugeldum var skotið af kappi þegar ungir sem gamlir kvöddu gamla árið og heilsuðu því nýja. Talsvert var um meiðsli af völdum hand- blysa en víðast hvar fóru áramótin þó vel og skikkanlega fram. Galli í kínversk- um handblysum veldur slysum GALLI hefur komið fram í ákveðn- um tegundum handblysa, bengal- blysum, sem framleidd eru í Kína og voru seld á tveimur stöðum í Reykja- vík fyrir áramót. Hafa blysin sprungið í höndum fólks og valdið bruna og meiðslum. Sala þeirra hef- ur verið stöðvuð. Innflytjandi blysanna telur ýmislegt benda til að raki hafí komist í blysin og skemmt þau. Að sögn Skarphéðins Njálssonar, varðstjóra hjá lögreglunni í Reykja- vík, eru blysin með merkingunni A 6205, A 6206 og A 6207. Á bleikum miða eru leiðbeiningar á íslensku um notkun. Skarphéðinn segir að ekkert sé athugavert við innflutning blysanna, hann sé að öllu leyti lög- legur og að nauðsynlegar upplýsing- ar um þau liggi fyrir. Ljóst sé hins vegar að einhver galli valdi því að þau hafi sprungið á þennan hátt og valdið slysum. Blysin voru seld við Skeifuna 8 í Reykjavík og við Um- ferðarmiðstöðina en innflytjandinn er Steinvík. Talið er að samtals hafi kringum 9 þúsund blys af þessum þremur gerð- um selst en þau voru bæði seld í fjöl- skyldupakka og fjögur saman í pakka. Skarphéðinn segir að kærur hafi borist vegna slysa sem hlotist hafa af blysunum. Af 27 manns, sem leituðu til slysadeildar á nýársnótt, voru 20 með meiðsl af völdum hand- blysa sem urðu þegar logaði út úr hlið blysanna. Skarphéðinn hvetur menn til að gæta að því hvort þeir hafi blys með áðurgreindum merk- ingum enn undir höndum og skila þeim til lögreglu til eyðingar, ef svo er, eða til seljenda ef menn vilja reyna að fá þau endurgreidd. Lögi-eglan heldur samráðsfúnd í byrjun árs með nokkrum stærstu innflytjendum skotelda til að fara yf- ir hvað megi betur fara í þessum efn- um og hvað skuli heimila til notkun- ar hérlendis. Raki líkleg orsök gallans Lögreglan tók skýrslu af innflytj- endum blysanna í gær. Annar þeirra sagði í samtali við Morgunblaðið að í yfirheyrslunum hefði komið fram að rétt hefði verið staðið að innflutn- ingnum. Blysin væru frá viður- kenndum framleiðanda í Kína og þau hefðu verið á markaði hér í sex ár. Hann sagðist harma mjög þau óhöpp sem orðið hefðu vegna notkunar blysanna. Mál þetta yrði rannsakað hér á landi og í Kína. Ymislegt benti til að raki hefði komist í blysin í gámi sem fluttur var inn í desember. Þá væri ekki hægt að útiloka fram- leiðslugalla. Hann útilokaði hins veg- ar að um gamla vöru væri að ræða. Þetta væru ný blys sem komið hefðu til landsins í gámi í desember. Skipið hefði lent í vondu veðri á leið til landsins og raki hefði verið fremst í gámnum þegar hann var opnaður. Blysin hefðu verið prufuð áður en þau voru send á markað og ekkert hefði bent til að neitt af þeim væri gallað. Innflytjandinn sagði að varan væri tryggð og framleiðandinn í Kína væri sömuleiðis tryggður. Hann sagðist engu geta svarað um bótaá- byrgð. Það mál væri til skoðunar. Mikið að gera á slysa- deild á nýársnótt MUN meira var að gera hjá slysa- deild Sjúkrahúss Reykjavíkur um nýliðin áramót en þau síðustu og leituðu 80 manns til deildarinnar frá miðnætti á gamlárskvöld til morg- uns á nýársdag. Jón Baldursson yf- irlæknir segir það um 20 fleiri en um mörg undanfarin áramót. „Þetta er bæði talsvert meira en um venjulega helgi og meira en um síðustu áramót. Slys af völdum flug- elda voru 27 en eru venjulega ekki nema um 10 og þar af voru 20 af völdum handblysa sem sprungu í höndum fólks,“ segir Jón Baldurs- son. „Þegar við sáum hversu mörg slysin voru af völdum handblysanna létum við lögregluna vita, þetta var orðið mál sem varðaði almanna- heill,“ sagði Jón ennfremur. Hann sagði að venjulega væri mest um áverka og slys af völdum ofbeldis og áfengisneyslu en þau hefðu þó verið í minna lagi en áður. „Það var mjög líflegt hér, einn læknir á vakt að næturlagi og við lifðum á því að fá aðstoð lækna frá öðrum deildum.“ Jón Baldursson sagði mikið álag á læknum slysadeildarinnar og sagði það fyrirsjáanlegt áfram. Búið væri að auglýsa fjórar stöður sér- fræðinga á deildinni, sem hefði ver- ið ákveðið áður en deila unglækna kom upp en það tæki nokkrar vikur og jafnvel mánuði að manna þær. Kvaðst Jón vona að unglæknamálið leysist sem fýrst, læknar slysadeild- ar myndu fagna því mjög. Hringdu núna * v- , **rlr heP* &■ HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS oOO OÖll vænlegast til vinnings Morgunblaðið/Ámi Sæberg Kært vegna nauðgnn- ar og lík- amsárása EIN nauðgun og þrettán lík- amsárásir voru kærðar til lögreglunnar í Reykjavík um áramótin. Heldur rólegra var hjá lögreglunni nú en fyrir ári, að sögn Ómars Smára Armannssonar aðstoðaryfir- lögregluþjóns. Mestur erill var vegna afskipta af ölvuðu fólki og erjum í heimahúsum. Fæm voru þó teknir grunað- ir um ölvun við akstur um þessi áramót eða 21 á móti 29. Kona kærði nauðgun til lögreglunnar í Reykjavík um klukkan 4 á nýársnótt og hafði atburðurinn gerst í húsi í miðborginni. Skömmu síðar var maður handtekinn og var hann að kvöldi nýársdags úr- skurðaður í gæsluvarðhald í viku. Ein alvarleg líkamsárás var kærð um miðnætti á gamlárskvöld. Tveir bræður, fæddir 1980 og 1981, veittust að manni við brennuna við Ægisíðu. Hafði flugeldur frá þeim farið í manninn og hann beðið þá að fara varlega en þeir brugðust ókvæða við og réðust að manninum. Veittu þeir honum talsverða áverka í andliti og víðar og var hann hugsanlega talinn nefbrotinn. Þeir hlupu síðan á brott en náðust skömmu síðar. Var þeim sleppt eftir yfírheyrslu. Þeir hafa oft áður komið við sögu hjá lögreglunni vegna afbrota. Morgunblaðið/Þorkell. VINKONURNAR Alyson Perry og Angela Brown fögnuðu nýju ári í Perlunni. Fjöldi útlendinga fagnaði áramótum á íslandi Flugeldar, brennur og snjór helsta aðdrátt- araflið BRENNUR, flugeldar og snjór segir Haukur Birgisson, markaðs- stjóri Ferðamálaráðs íslands, að hafi trúlega laðað að um 1500 er- lenda ferðamenn til að fagna nýju ári á íslandi. Endanlega tölu segir hann þó ekki liggja fyrir, en telur líklegt að fjöldinn sé svipaður og í fyrra. „Bandaríkjamenn, Svisslending- ar, Þjóðverjar og Japanir eru í miklum meirihluta. Frá Bandaríkj- unum komu fleiri nú en í fyrra, en aftur á móti færri frá Þýskalandi. Batnandi efnahagsástand í Banda- ríkjunum og markvisst kynningar- starf á Islandi þar í landi á efalítið þátt í aukningunni. Mér virðist er- lendu gestirnir vera á öllum aldri þótt meirihlutinn sé miðaldra og vel efnum búinn.“ Á vegum Ferðaskrifstofu Guð- mundar Jónassonar komu á sjötta hundrað erlendir gestir, flestir Bandaríkjamenn og Svisslending- ar. Að sögn Hjördísar Davíðsdótt- ur í sérhópadeild kom lítill hluti annan í jólum en þeir siðustu á gamlársdag því seinkun varð á flugi vegna óveðurs þann þrítug- asta. „Svisslendingamir fóru á dansleik á Hótel Sögu á gamlárs- kvöld, en Bandaríkjamenn, Bretar, Japanir og fleiri fögnuðu nýju ári í Perlunni. Ilótelstjórum stærstu hótelanna í Reykjavík bar saman um að fjöldi erlendra hótelgesta um ára- mótin hafi verið örlítið minni en í fyrra. Á Hótel Sögu voru þeir 270, Hótel Islandi 173, Hótel Borg 75, Hótel Loftleiðum 215, Hótel Esju 160 og Grand Hótel 173, en þar voru þeir þó fleiri en í fyrra. Ein- ar Olgeirsson, hótelstjóri Hótel Esju og Hótel Loftleiða, segir her- bergisnýtinguna um áramótin 70- 80%. Mættust á miðri leið Flestir erlendu gestirnir fóru af landi brott í gær. Gömlu skólasyst- urnar Alyson Perry, nemi frá Boston, og Angela Brown, ensku- kennari í Nurnberg í Þýskalandi, báðar bandarískar, ætla þó að dvelja hér fram í næstu viku. Þeim fannst tilvalið að mætast á miðri leið og fagna nýju ári saman á Is- landi, enda hafa báðar áhuga á norrænni sögu og menningu. „Við fórum í Perluna á gamlárskvöld og skemmtum okkur mjög vel. Ut- sýnið var stórkostlegt og miklu fleiri flugeldar á lofti en við áttum von á. Einnig höfðum við gaman af að sjá brennuna við sjóinn þótt við legðum ekki í að fara að henni.“ Þær stöllur höfðu heyrt að ís- lendingarnir sem safnast saman við brennurnar yrðu sumir alldrukknir og fyrirferðarmiklir. Þeim fannst því ekki ráðlegt að blandast í þann hóp þar sem erfitt yrði um vik fyrir Alyson, sem er sjónskert, að fóta sig áfram í slíku margmenni. En Alyson segist ekki geta kvartað yfir neinu og hún hafi vel greint ljósadýrðina frá Perlunni og skemmt sér prýðilega það sem af er dvölinni. Angela tek- ur í sama streng og segir að von þeirra vinkvenna hafi ræst þegar fór að snjóa á gamlársdag. „Loftið er einstaklega hreint og vatnið tært. Einu vonbrigði okkar eru að allar búðir eni lokaðar annan jan- úar, en þá ætluðum við einmitt að gera svolítil innkaup." Þótt Alyson og Angela hafi fyrst og fremst komið hingað til að end- urnýja gömul kynni, segja þær að áramótin á íslandi hafi komið skemmtilega á óvart „... brennur, flugeldar og snjór, allt eins og best er á kosið“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.