Morgunblaðið - 03.01.1998, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.01.1998, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ ___________________________________VIÐSKIPTI___________________ Viðskipti á Verðbréfaþingi íslands námu 189 milljörðum króna árið 1997 Aukningin nam rúm- lega 58% á milli ára Veltan var um 28 milljarðar króna í desembermánuði HEILDARVIÐSKIPTI ársins á Verðbréfaþingi íslands námu tæp- um 189 milljörðum króna og er aukningin rúmlega 58% frá árinu 1996. Viðskipti á Verðbréfaþingi í desember síðastliðnum urðu hin mestu í einum mánuði í sögu þings- ins eða alls 27,7 milljarðar króna. Það er 1,5 milljörðum meira en í fyrri metmánuði, október síðast- liðnum. Margfalt metár 15. desember var mesti við- skiptadagur í sögu Verðbréfa- þingsins en þá námu viðskiptin 3,4 milljörðum króna. Tíu stærstu við- skiptadagar þingsins voru allir á árinu 1997 og af tíu mestu við- skiptamánuðum í sögu þess voru átta á árinu 1997. Helstu ástæður hinnar miklu veltuaukningar eru aukin þátttaka banka og sparisjóða á Verðbréfa- þingi, aukin útgáfa verðbréfa, meiri þátttaka fjárfesta og breyttir viðskiptahættir að því er kemur fram í fréttatilkynningu frá þing- inu. Aukin þátttaka bankanna Bankar, sparisjóðir og aðrar íjármálastofnanir hafa í vaxandi mæli fært fjárstýringaraðgerðir inn á markaðinn en áður voru þær einkum framkvæmdar á milli- bankamarkaði og með viðskiptum við Seðlabankann. Þannig koma sveiflur í lausafjárstöðu mun skýr- ar fram á verðbréfamarkaðnum en áður tíðkaðist. Jafnframt hefur útgáfa bankavíxla aukist og orðið skipulegri en viðskipti með þá hafa stóraukist. Á sama tíma hafa við- skipti með ríkisvíxla og ríkisbréf minnkað enda er minna af þeim í umferð en áður vegna minnkandi lánsfjárþarfar ríkissjóðs. Aukin útgáfa verðbréfa Verðbréfum á skrá þingsins hef- ur fjölgað um 6% og eru þau nú um 325 talsins og verðbréfaflokkar hafa stækkað. Skráðum hlutafé- lögum fjölgaði mest, úr 32 í 51 eða um tæp 60%. Skuldabréfa- flokkum fjölgaði lítillega en veru- legar breytingar urðu þó á þeim hluta markaðarins. Ríkissjóður og Húsnæðisstofnun gefa nú út mun færri flokka bréfa en áður en margir þeirra verða hins vegar miklu stærri en fyrr. í stað þeirra flokka sem eru útrunnir hafa kom- ið margir nýir flokkar skuldabréfa, einkum frá fjármálastofnunum en einnig frá fyrirtækjum í öðrum rekstri. Meiri þátttaka fjárfesta Verðbréfaþing telur viðskipta- mynstur hlutabréfa og annarra bréfa benda til þess að þátttakend- ur á markaði séu nú mun virkari í viðskiptum en áður. Viðskipti á þinginu eru jafnari og dreifast meira á árið en áður tíðkaðist. Sérstaklega er þetta áberandi með hlutabréf og desembermánuður, sem var áður stærsti viðskipta- mánuður slíkra bréfa, er nú aðeins meðalmánuður. Mestu hlutabréfa- viðskipti í einum mánuði í sögu þingsins urðu t.d. í apríl síðastliðn- um. Breyttir viðskiptahættir Viðskiptahættir hafa breyst og þingaðilar hafa í auknum mæli gerst viðskiptavakar með stóra flokka skuldabréfa. Þá hafa við- skipti í senn aukist og orðið sýni- legri, þ.e. farið fram í viðskipta- kerfi þingsins. Viðskipti með skráð bréf utan þings hafa að sama skapi minnkað. Vöruskiptajöfnuðurínn óhagstæður fyrstu 11 mánuðina 1997 Halli á vöruskiptum 100 millj. idglPSí mest seldu fólksbíla- l^tegundlrnar Breyt.frá ■ w 3llt árið 1997 fyrra ári Fjöldi % % 1.Tovota 1.757 17,3 +12,7 2.Volkswaqen 1.103 10,9 +9,9 3. Subaru 1.039 10,2 +93,8 4. Mitsubishi 953 9,4 +55,0 5. Hyundai 756 7,5 +31,9 6. Nissan 743 7,3 -2,5 7,Opel 679 6,7 +48,3 8. Suzuki 551 5,4 +9,8 9. Ford 418 4,1- +16,4 10. Renault 403 4,0 +29,6 11.Honda 349 3,4 +87,6 12. Ssanqvona 203 2,0 +153,8 13. Peuaeot 176 1,7 +109,5 14. Daihatsu 165 1,6 +120,0 15. Mazda 150 1,5 +26,1 Aðrar teg. 701 6,9 -14,0 Samtals 10.146 100,0 +26,2 K Bifreiða- innfiutn. árin1996 og 1997 VORU-, SENDI- og HÓPFERÐA- BÍLAR, nýir 1.164 1996 1997 1996 1997 Fjórðungi meiri innflutningur Rúmlega tíu þúsund nýir fólksbílar voru fluttir til landsins á nýliðnu ári og nemur aukningin 26,2% á milli ára. Toyota er sem fyrr í fyrsta sæti með um 13% innflutningsins eða 1.757 bíla, Volkswagen er í öðru sæti en Subaru t' hinu þriðja. Af meðfylgjandi töflu sést að innflutningur eykst mismikið eftir tegundum. Aukningin nemur um 10% á Volkswagen, 94% hjá Subaru og 55% á Mitsubishi bifreiðum. Innflutningur á Ssangyong jeppum jókst um 153% á árinu. 1.164 nýir vöru- sendi- og hópferðabifreiðar voru fluttar til landsins á árinu og nam aukningin 31,5%. -kjarni málsins! FLUTTAR voru út vörur fyrir 118,9 milljarða króna fyrstu ellefu mán- uðina á nýliðnu ári, en fluttar inn vörur fyrir um 119 milljarða. Halli var því á vöruskiptunum að fjárhæð 100 milljónir króna á tímabilinu, en á sama tíma árið áður stóðu þau í járnum. í nóvembermánuði voru fluttar út vörur fyrir 11,3 milljarða og inn fyrir tæplega 10,9 milljarða og voru vöruskiptin því hagstæð um 400 milljónir, en í nóvember árið áður var jafnvægi í vöruskipt- unum. Eins og sjá má á meðfylgjandi yfirliti var verðmæti vöruútflutn- ings fyrstu ellefu mánuðina um 6% meira á föstu gengi en á sama tíma- bili í fyrra. Þessa breytingu má einkum rekja til sölu Flugleiða á einni af flugvélum sínum í janúar og til aukningar á útflutningi iðnað- arvara, aðallega á áli. Á móti minnkaði verðmæti útflutnings á heilfrystum fiski. Sjávarafurðir voru 72% útflutningsins og var verðmæti þeirra 1% meira en á sama tíma árið áður. Verðmæti útfluttrar iðnaðarvöru jókst hins vegar um 17%, en þar af var verð- mæti útflutts áls 26% meira og verðmæti kísiljárns 1% meira. Heildarverðmæti vöruinnflutn- ings fyrstu ellefu mánuði þessa árs var 6% meira á föstu gengi, en á sama tíma árið áður. Mestan þátt í auknum vöruinnflutningi áttu fjár- festingarvörur, sérstaklega til stór- iðju, en einnig jókst innflutningur á fólksbílum, á neysluvörum og á eldsneyti og smurolíum. Á móti kom samdráttur í innflutningi á skipum. Daewoo kaupir 53,5% í SsangYong SSANGYONG Motor Company, framleiðandi Musso og Korando jeppanna, hefur staðfest við um- boðsaðila sinn á íslandi, Bílabúð Benna, að selt hafi verið allt að 53,5% hlutafjár í SsangYong Motor til annarra fjárfesta. Kaupandinn er Daewoo Motor Corp., annar stærsti bílaframleiðandi í Kóreu. Daewoo var fyrir sameininguna eitt af 24 stærstu fyrirtækjum í heimi samkvæmt lista Fortune Magazine. Að sögn Benedikts Eyjólfssonar, eie-anda Bílabúðar Benna. verður eignaraðild Daimler-Benz í SsangYong Motor óbreytt enda er sameiningin gerð með samþykki Benz. Fyrirtækin hafa haft náið samstarf og mun það halda áfram. SsangYong verður hins vegar sjálf- stæð rekstrareining innan Daewoo. Talið er að helstu kostir sameining- arinnar séu aukin sérhæfing í fram- leiðslu og samhæfðar vörulínur. Framtíðarstefna SsangYong er að auka markaðshlutdeild á öllum sviðum bílamarkaðar. Talið er að brevtinein stvrki bæði fvrirtækin. Aldur öku- tækja miðast við skrán- ingardag ALDUR ökutækja hér á landi mun frá og með 1. janúar miðast við fyrsta skráningar- dag í stað framleiðsluárs eða árgerðar, eins og nú tíðkast í öðrum Evrópulöndum. Þetta er í samræmi við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, þar sem kveðið er á um að öllum aðild- arlöndum beri að nýskrá nýjar fólksbifreiðar með sambæri- legum hætti, skv. evrópsku samræmisvottorði frá 1. jan- úar 1998. í þessu vottorði eru hvorki upplýsingar um fram- leiðsluár eða árgerð ökutækja og skráning þessara atriða fellur því niður, að því er segir í frétt frá Bílgreinasamband- inu. Þar segir einnig að mikil- vægt sé að ein samhæfð skrán- ing sé ríkjandi á markaðnum, sem verði fyrsti skráningar- dagur, enda sé það hagur bíl- kaupenda að tryggt sé að sam- bærilegar upplýsingar um ald- ur ökutækja liggi fyrir við kaup og sölu notaðra bíla. Nýjar reglur um verðtryggingu Lágmarks- binditími inn- og útlána lengist LÁGMARKSBINDITÍMI verð- tryggðra útlána banka og sparisjóða lengdist nú um áramótin úr þremur árum í fimm ár og lágmarksbindi- tími verðtryggðra innlána lengist úr einu ári í þrjú. Þessi breyting bygg- ir á reglum Seðlabankans frá því í júní 1995 og er áfangi að því marki að draga úr notkun verðtryggingar til skamms tíma. í frétt frá Seðlabankanum kemur fram að fyrsti áfangi þessara breyt- inga tók gildi í ársbyijun 1996. Þá var lágmarksbinditími verðtryggðra innlána lengdur í eitt ár og lág- markslánstími verðtryggðra útlána og skuldabréfa í þijú ár. Jafnframt kom fram í reglunum að stefnt væri að lokaáfanga breyt- inga á verðtryggingarreglunum í byijun ársins 2000 þegar heimild til verðtryggingar innlána félli brott, en lágmarksbinditími verðtryggðra útlána og skuldabréfa lengdist í sjö ár. Endanleg ákvörðun um þennan áfanga liggur þó ekki fýrir. -----♦ ♦ ♦----- Mastur keypti 10% hlut Húsa- víkurbæjar MASTUR hf., eignarhaldsfélag 01- íufélagsins, íslenskra sjávarafurða og Samvinnulífeyrissjóðsins, var kaupandi að 10% hlut í Fiskiðjusam- lagi Húsavíkur hf., sem Húsavíkur- bær og félagið sjálft seldu skömmu fyrir jól. Þetta eignarhaldsfélag er jafnframt einn stærsti hluthafinn í Samskipum hf. Sala bréfanna var skráð í við- skiptakerfi Verðbréfaþings skömmu fyrir lokun þingsins á gamlársdag og var þá um leið til- kynnt um nafn kaupanda. Hlutabréf þessi eru að nafnvirði um 62 milljónir og voru seld miðað við gengið 2,8 eða fyrir 174 milljón- ir. Eftir sölu bréfanna er Húsavík- urbær með um þriðjung hlutafjár- ins, en átti fyrir rúmu ári rúmlega helmineinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.