Morgunblaðið - 03.01.1998, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 03.01.1998, Blaðsíða 50
50 LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN VIGDÍS KRISTINSDÓTTIR, Tjarnargötu 40, Keflavík, andaðist á Sjúkrahúsi Suðurnesja þriðjudaginn 30. desember. Erla María Andrésdóttir, Andrés Kristinn Hjaltason, G. Brynja Hjaltadóttir, Guðmundur Hjaltason, Steinþóra Eir Hjaltadóttir, Hjalti Guðmundsson, Jóhanna María Einarsdóttir, Leifur Gunnar Leifsson, Helena Svavarsdóttir, Kristinn Óskarsson og barnabamabörn. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir, sonur, afi og langafi, KRISTJÁN ÞÓRÐARSON, Héðinsbraut 9, Húsavfk, lést 31. desember á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Jarðarförin fer fram frá Húsavíkur- kirkju þriðjudaginn 6. janúar kl. 14.00. Friðrika Jónasdóttir, Ragnar og Valborg, Rósa og Alexander, Dalrós Jónasdóttir, börn og barnabörn. t Ástkær eiginkona mín, og móðir okkar KATRÍN ÓLAFSDÓTTIR, Austurvegi 32, Selfossi. lést 25. desember. Útförin fer fram frá Selfosskirkju í dag, laugardaginn 3. janúar kl. 13.30. Guðmundur Elías Guðmundsson, Ólafur H. Guðmundsson, Guðrún Guðmundsdóttir, Ámi Guðmundsson Sólveig Guðmundsdóttir, Guðmunda Guðmundsdóttir, Gústav Karlsson, Gunnar Malmquist, og fjölskyldur. t Móðir okkar og tengdamóðir, BORGHILDUR JÓNSDÓTTIR, Fornhaga 25, Reykjavík, lést 19. desember sl. Útförin hefur þegar farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum innilega samúð, vináttu og hlýhug. Hrafn Þórisson, Bera Þórisdóttir, Svala Þórisdóttir, Guðrún Bjarnadóttir, Njörður P. Njarðvík, Melhem Salman og fjölskyldur. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, JÓN BJÖRN HELGASON, Þinghólsbraut 17, Kópavogi, lést að heimili sínu 30. desember sl. Kolbrún Gunnlaugsdóttir, Þorbjörg Jónsdóttir, Ólafur E. Ólafsson, Kristín Anna Jónsdóttir, René Sedney, Ásdfs Ýr Ólafsdóttir, Kolbrún Ólafsdóttir, Jón Karel Sedney. BJÖRGMUNDUR GUÐMUNDSSON + Björgmundur Guðmundsson fæddist í Bæ í Árnes- hreppi á Ströndum 31. janúar 1921. Hann lést 25. desem- ber síðastliðinn á Fjórðungssjúkrahús- inu á Isafirði. For- eldrar hans voru Steinunn Hjálmars- dóttir, f. 24. janúar 1886 í Kjós, Árnes- hreppi, og Guðmund- ur Guðmundsson, f. 24 sept. 1883 í Bæ, Árneshreppi. Björg- mundur ólst upp hjá Guðmundi P. Valgeirssyni _ og Jensínu G. Óladóttur, Bæ, Árneshreppi, frá 9 ára aldri. Fyrri kona Björgmundar var Lovísa Loftsdóttir, f. 31. okt. 1922 á Bólstað í Kaldrananes- hreppi. Þau eignuðust þijú börn saman, þeirra elst er Edda Björg, hjúkrunarfræðingur, f. 1941. Sambýlismaður hennar er Bragi Björgvinsson, þau búa á Breið- dalsvík. Edda á þrjá syni, þeir eru Páll, f. 1961, Einar Már, f. 1963, og Guðbjartur, f. 1980. 2) Bragi, húsasmiðameistari, f. 1943, kvæntur Guðrúnu Jóhanns- dóttur, þau búa í Bolungarvík og eiga þijú börn, Fríðu, f. 1963, Björgmund, f. 1964, og Jóhann, f. 1967. 3) Fríða, f. 1945, d. 1961. Fríða var kjördóttir Guðmundar Valgeirssonar og Jensínu Óla- dóttur í Bæ. Seinni kona Björgmundar var Ágústína Bernharðsdóttir, f. 24. okt. 1919 á Kirkjubóli í Valþjófs- dal og eignuðust þau saman fimm börn. Þeirra elst var Gerður, f. 1945, en hún lést 7. apríl 1988. Hennar maður var Krisfján Grét- Kveðja frá barnabörnum „Passið ykkur, elskurnar mín- ar,“ sagði afi oft þegar við vorum að ærslast í sveitinni hjá honum. Þessi orð lýsa vel því hversu vænt ar Jónsson, Stöðvar- firði, og eignuðust þau fimm börn, Ágústu Björgu, f. 1967, Drffu Jónu, f. 1969, Jón Valdimar, f. 1978, Steinunni Gerðu, f. 1982, og Önnu Sigríði, f. 1985. 2) Guðmundur Stein- ar, bóndi á Kirkju- bóli, Valþjófsdal, f. 1948, kona hans er Sigríður Magnús- dóttir og eiga þau fjóra syni, Björg- mund Örn, f. 1975, Magnús Kristján, f. 1976, Eyþór, f. 1978, og Bernharð, f. 1984. 3) Anna Kristfn, sjúkraliði, Bolung- arvík, f. 1949, hennar maður er Markús Guðmundsson, þeirra börn eru Guðmundur Jón, f. 1971, Ágúst Helgi, f. 1972, en hann lést af slysförum 2. nóv. 1991, og yngst er Katrfn Dröfn, f. 1976. 4) Sigríður, býr í Bol- ungarvík, f. 1955. Hennar maður er Sigmundur Þorkelsson og eiga þau eina dóttur, Gerði Ágústu, f. 1992. 5) Eyjólfur, raf- virkjam., Kópavogi, f. 1958, kvæntur Berglindi R. Péturs- dóttur, þau eiga saman þijú börn, elst er Hanna Kristín, f. 1988, Ómar Andri, f. 1991, og Eva Björg, f. 1996, auk þess á Eyjólfur eldri dóttur, nefnd Iris Lóa, f. 1982. Björgmundur bjó lengstan hluta starfsævi sinnar á Kirkju- bóli f Valþjófsdal, en þau hjón fluttu til Bolungavíkur árið 1988 og hafa búið þar sfðan. Utför Björgmundar verður gerð frá Kirkjubólskirkju í Val- þjófsdal f dag og hefst athöfnin klukkan 14. honum þótti um okkur öll. Afi var ríkur maður því sá er ríkur er elskar alla sína samferðamenn og er elskaður til baka. Þessa vænt- umþykju fengum við barnabörnin hans í ríkum mæli og var hann JÓNA RAGNHEIÐUR VILHJÁLMSDÓTTIR + Jóna Ragnheiður Vilhjálmsdóttir fæddist á Eystra Skorholti 20. ágúst 1909. Hún lést á Sjúkrahúsi Akraness 24. desember síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Vilhjálm- ur Jónsson, f. 13.9. 1867, d. 8.5. 1964, og Eyrún Guðmunds- dóttir, f. 14.6. 1876, d. 9.9. 1962. Jóna ólst upp á Akranesi, fyrst í Teigarkoti og sfðan Þinghól. Jóna giftist 29.6. 1929 Hendrik Kr. Steinssyni frá Siglufirði, f. 24.9. 1905, d. 17.7. 1994. Þau hófu búskap í Akurgerði 1, síðan Þegar okkur systkinunum barst sú frétt nú um hátíðamar að Jóna hans Hinna frænda hefði látist um eftirmiðdag á aðfangadag, var okk- ur efst i huga þakklæti fyrir okkar góðu kynni í rúm 40 ár sem við fengum að vera samferðafólk Jónu Vilhjálmsdóttur, þeirrar góðu konu sem nú hefur kvatt jarðvist eftir 88 ára lífsgöngu. Fyrstu minningarnar sem við börnin úr bamahóp Jóns og Önnu eigum um Jónu og Hinna frænda, em móttökurnar sem við fengum er foreldrar okkar fluttu með okk- ur tíu úr Fljótunum „suður“ á Akranes. Víst er að við systkinin skynjuðum á mismunandi hátt hverjar breytingar yrðu á högum okkar við að flytja úr fámennu og góðviljuðu sveitasamfélagi og „suður“ í stórbæinn Akranes í í Akurgerði 2, Akranesi, frá 1948 og bjuggu alla sína tíð þar. Börn þeirra voru: Anna Jóna, f. 14.3. 1930, d. 22.9. 1945, Inga Lilja, f. 6.2. 1934, d. 3.6. 1935, Hreggviður Steinn, f. 19.2. 1937, kona hans er Sigrún Sigurjóns- dóttir og eiga þau þrjá syni og fimm barnabörn. Vil- hjálmur Rúnar, f. 5.11. 1951, kona hans er Aðalheiður Oddsdóttir og eiga þau tvo syni. títför Jónu fór fram frá Akra- neskirkju 2. janúar. margmennið og þekkja fáa. En við fengum fljótt að kynnast því að við vorum ekki á flæðiskeri stödd að eiga Jónu og Hinna frænda að. Okkur elstu börnunum er sú minn- ing kær sem við eigum um þessi heiðurshjón að kveldi þess dags sem við fluttum á Skagann. Hreggviður eldri sonur þeirra hafði komið norður á drossíunni sinni og suður fór hann með fyrsta farminn af fjölskyldunni. Móðir okkar sat aftur í með fimm yngstu börnin og tvær roggnar 10 og 11 ára fengu framsætið. Þvílíkt ævin- týri og eftirvænting hjá sveita- bömunum sem aldrei höfðu farið langt frá túnfætinum heima. Ævintýrið fékk mestan ljómann þegar krakkaskarinn var kynntur fyrir Hinna frænda og Jónu. Þau hjónin umvöfðu okkur frá fyrstu óhræddur við að sýna hana og gefa. Það var alltaf gott að vera hjá afa og minningar um þennan glaðlynda kall sem var alltaf svo opinn og hress lifir í huga okkar. Hann var stoltur af öllum sínum afkomendum og hafði mikinn áhuga á öllu því sem við tókum okkur fyrir hendur. Það var eitt af því sem dreif okkur áfram á leið okkar til betri manna og fyrst og fremst til trúarinnar á okkur sjálf. Afi, missti fóður sinn um fímm ára aldur. Fjölskyldan var stór og dreifðist því víða um sveit- ina, var hann tekinn í fóstur hjá Guðmundi og Jensínu í Bæ og leit hann á þau sem foreldra sína. Þetta hefur líklegast haft þau áhrif að ætíð síðan var hann ánægður með það sem hann fékk hversu lítið eða stórt sem það var og alla tíð átti hann erfitt með að þiggja hjálp frá öðrum, en yfir- leitt var hann fyrstur til ef ein- hver annar þurfti á hjálp að halda. Afi var mikill dýravinur og fór alltaf vel með dýrin sín. Hann var einn af þeim fáu er þekkti öll sín dýr með nafni og oft þekkti hann kindur nágrannana betur en þeir sjálfir. Þegar fram líða stundir og hug- ur okkar reikar til baka munum við helst muna eftir honum á Hjallastrætinu í Bolungarvík þar sem hann eyddi síðustu tíu árum ævi sinnar. Glaðlyndi maðurinn sem lagði alltaf sama kapalinn. Maðurinn sem spurði okkur fregna meðan amma tók til kökur og mjólk. Nú haustar að á heiðum oghúmarískóg. Hver söngfugl í dalnum til sóllanda fló. En ein sit ég eftir um andvöku nótt og harma það að sumarið er horfið svona fljótt. (T.G.) Vertu sæil, elsku afi, ást þín ríkir í hjarta okkar um aldur og ævi. Björgmundur, Jóhann, Guðmundur, Katrín, Björgmundur, Magnús, Eyþór og Bernharður. stundu hlýju, kærleika og frænd- semi sem hefur verið okkur öllum ómetanleg. Árlega héldu þau okkur jólaboð sem við eigum öll góðar og ljúfar minningar um. Þá var tekið á móti foreldrum okkar með krakkahópinn, eins og höfðingjar væru. Dúkað borð með sparistell- inu og veitingum, sem Jóna var óspör við að veita, glæða minn- inguna um bernskujól okkar há- tíðarblæ, sem nauðsynlegt er að skapa um hver jól. I þessum boð- um var ekki bara hugsað um að gleðja með mat, heldur voru okk- ur alltaf rétt viðfangsefni til að glíma við, s.s gestaþrautin, spil og bækur. Við vitum að í lífi Jónu og Hinna skiptust á skin og skúrir, þau misstu tvær dætur, aðra komunga, hina í blóma lífsins. Það er hverj- um manni þung raun. Þau voru líka lánsöm því þau eignuðust tvo ynd- islega syni, Hreggvið frænda, sem við vorum alltaf svo stolt af, og hann Vilhjálm, eða Villa litla sem við kölluðum svo og þótti svo mikið vænt um. Nú er komið að leiðarlokum í bili. Við emm þess fullviss að Jóna hefur nú hitt hann Hinna sinn, dætumar og aðra frændur og vini sem em famir á undan. Munu þau bíða okkar hinna, þar sem tíminn er ekki til og þar munum við sam- einast á ný. Elsku Hreggviður og Villi. Við systkinin sendum ykkur samúðar- kveðjur ásamt þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast og vera samferða foreldmm ykkai' og ykk- ur. Guð blessi minningu Jónu Vil- hjálmsdóttur og Henriks Steins- sonar. Böm Jóns og Önnu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.