Morgunblaðið - 03.01.1998, Blaðsíða 48
,48 LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1998
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
+ Sveinn Krist-
jánsson, bóndi
Efra-Langholti í
Hrunamanna-
hreppi, fæddist í
Langholtsparti í
Flóa 18. janúar
1910. Hann lést á
heimili sínu 23. des-
ember síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru hjónin Krist-
ján Diðriksson frá
Króki Hraungerðis-
hreppi, f. 16.4.
1861, d. 17.12.1922,
og Guðríður Sveins-
dóttir frá Rauðafelli undir
Eyjafjöllum, f. 14.5. 1872, d.
23.1. 1967. Sveinn var níundi í
röð tólf systkina, en þau eru í
aldursröð: Diðrik Krislján,
Sveinbjörg, Einar, Gissur, Vig-
dís, Jón (eldri) Jón (yngri), Úlf-
hildur, Sveinn (yngri) og Gísli.
Auk þess eignaðist faðir hans
dótturina Jónínu fyrir hjóna-
band. 011 eru systkinin látin
nema Sveinn og Úlfhildur.
Sveinn var á fyrsta ári þegar
móðurbróðir hans, Sveinn
Sveinsson, og kona hans, Jó-
hanna V. Jónsdóttir, í Efra-
Elsku frændi, mig langar til að
minnast þín með örfáum orðum og
þakka þér fyrir þær stundir sem
við áttum saman.
Ég minnist þeirra stunda þegar
þú komst í heimsókn að Drumb-
oddsstöðum á útmánuðum til föður
míns, alnafna þíns og bróður. Þá
þótti sjálfsagt að kíkja í fjós og fjár-
hús, meta fóðrun búfjárins og spá
'f hvern grip, aldur, ættemi, holdafar
og síðast en ekki síst byggingarlag.
Þannig var velt upp hvers mætti
vænta af þessari eða hinni kúnni
eða þessum kynbótahrút. Að vera
lítill strákhnokki kominn vel á legg
og geta fylgt ykkur bræðrum hvert
fótmál um peningshúsin, hlustað og
séð hvernig þið báruð ykkur að við
að meta bak, malir, lærahold hrút-
anna eða lambgimbranna í fjárhús-
inu og júgurlag nýbæranna í fjós-
inu, þessar stundir voru mér lær-
dómsríkar og ógleymanlegar.
í mínum huga má meta þessar
heimsóknir þínar á við margar
kennslustundir í búfjárfræðum í
landbúnaðarháskóla. Þannig varst
frændi, þú hafðir framúrskar-
andi vit á skepnum og búskap al-
mennt enda bar félagsbú ykkar
uppeldisbræðra Jóhanns og þitt í
Efra-Langholti ótvírætt vitni þess
að þarna voru alvöru bændur sem
Langholti Hruna-
mannahreppi, tóku
hann í fóstur. Þegar
Sveinn var tæplega
12 ára gamall tóku
hjónin bróðurson
Jóhönnu, Jóhann
Einarsson, f. 15.10.
1919, d. 5.3. 1995,
líka í fóstur. Þeir
fóstbræður tóku
síðar við búinu í
Efra-Langholti af
fósturforeldrum
sínum og bjuggu
þar félagsbúi.
Sveinn var
ókvæntur og barnlaus, en Jó-
hann kvæntist Sigríði Kristjönu
Magnúsdóttur, f. 20.01. 1918,
d. 27.11. 1971, en þau eignuð-
ust fjögur börn. Sveinn starfaði
sem matsmaður hjá Sláturfé-
lagi Suðurlands á Selfossi á
haustmánuðum í áratugi eða
allt frá stofnun þess og fram
til ársins 1990. Hann lét sig
miklu skipta allt er varðaði
búskap og ræktun og tók virk-
an j>átt í félagsstarfi bænda.
Útför Sveins fer fram frá
Hrunakirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 11.
stýrðu búi. Það var ekki aðeins lit-
ið til búsins í Efra-Langholti sem
fyrirmyndar bús af nágrönnum og
nærsveitabændum heldur einnig á
landsvísu. Til marks um þetta man
ég eftir því að það var þáttur í
„Handbók bænda“ til nokkurra ára
sem bar yfirskriftina „Þeir skara
framúr“. Þá voru teknir tali nokkr-
ir bændur og látnir segja frá bú-
skap sínum. Þessi viðtöl áttu að
vera öðrum bændum til fróðleiks
og eftirbreytni. Eitt árið voru þið
fósturbræður í Efra- Langholti
teknir tali, það var góður skóli að
lesa þá grein. Ég man að ég las
greinina í handbókinni oft þó að
ég væri aðeins unglingur í föður-
húsum og ekki orðinn bóndi þá, í
henni leyndist margt sem gott var
að vita. Milli línanna mátti lesa
hversu samhentir þið voruð við
búið og bættuð hvor annan upp í
fjölbreytileika bústarfanna.
Elsku frændi, ég vil þakka þér
fyrir heimsóknir þínar til okkar í
Litla-Armót. Þær voru okkur ómet-
anlegar því að sjálfsögðu fórst þú
í gripahúsin og gafst umsögn að
skoðun lokinni. Ekki varst þú
móðgandi þó að einhverju væri
kannski áfátt, ekki þurfti að óttast
það. Því framkoma þín öll og nær-
gætni við menn og málleysingja
var engu lík, hún speglast í orð-
spori þínu og verkum. Það varst
ekki síst þú sem sannfærðir mig
um það að gott væri að búa í Flóan-
um. Það var ekki bara vegna þess
að ég hafði keypt næsta hól við
fæðingarstað þinn, víðsýni þín var
meiri.
í mörg haust vannst þú í slátur-
húsi SS á Selfossi. Þar var þér
falið eitt mesta trúnaðarstarf sem
unnið er í hveiju sláturhúsi, kjöt-
matið. Þarna kynntist þú fjölda
fólks úr Flóanum og víðar. Allt
þetta fólk veit ég að þú átt að vin-
um, það hef ég fundið. Elsku föður-
bróðir, fyrir allt þetta vil ég þakka.
Þú skilur við þessa jarðvist með
reisn, sáttur við menn og málleys-
ingja.
Hvíl þú í friði og hafðu þökk
fyrir allt. Blessuð sé minning þín.
Baldur I. Sveinsson.
Þorláksmessa hófst með öðrum
brag þessi jól. Svenni gamli, eins
og við nefndum Svein Kristjánsson
dags daglega, var látinn. Hafði lát-
ist í svefni um nóttina. Hann fékk
þá ósk sína uppfyllta að mega
hverfa úr jarðvistinni hljóðlega.
Svenni og Jóhann Einarsson,
tengdafaðir minn, ólust upp hjá
hjónunum Sveini Sveinssyni og Jó-
hönnu V. Jónsdóttur í Efra:Lang-
holti í Hrunamannahreppi. Á þeim
var tíu ára aldursmunur en þeir
voru fóstbræður. Fyrir mér fékk
orðið fóstbræður allt aðra merk-
ingu en þá sem ég hafði úr íslend-
ingasögunum eftir að ég kynntist
þeim.
Svenni kvæntist aldrei og var
barnlaus, en hann naut þó návistar
barna eftir að Jói tengdapabbi kom
með unnustu sína Sigríði Magnús-
dóttur að Efra-Langholti um 1942
og allt fram til dauðadags. Börn
tengdaforeldra minna eru fjögur,
Borghildur, Jóhanna, Einar Pálmi
og Sveinn Flosi. í tvö ár var ég
ráðskona hjá þeim fóstbræðrum
eftir að tengdamamma dó seint á
árinu 1971. Dætur okkar Pálma
voru þá eins og þriggja ára. Sam-
band Svenna við yngri dótturina,
Díönnu, varð strax mjög sérstakt.
Svenni hafði ávallt verið mjög árris-
ull og fór sjaldan ofan seinna en
fimm að morgni. Svo vildi til að
Díanna hafði mjög sérstakar svefn-
venjur en fótaferðatími hennar var
um klukkan fjögur að morgni. Það
varð mjög fljótt venja hjá Svenna
og Díönnu að eiga góðar stundir
saman þegar aðrir sváfu. Allt fram
á síðasta dag kom sérstakur hljóm-
ur í rödd Svenna þegar hann nefndi
nafn Díönnu. Þennan sama hljóm
heyrði ég fyrst er ég kom að Lang-
holti þegar Svenni kallaði til nafna
síns, Sveins Flosa. Oft heyrðist
hann líka þegar hann nefndi systk-
inin sín og síðast en ekki síst þeg-
ar hann talaði til Þórðar, yngsta
sonar Flosa. Svenni var góður vinur
bama fóstbróður síns, síðar annar
afi í Langholti fyrir börn þeirra.
Við vorum rík að því að eiga hann
að og ekki síst bömin okkar að
eiga þarna auka-afa.
Ég bar mikla virðingu fyrir
Svenna, hann var sérstakur maður,
sem bjó yfir mikilli vitneskju sem
hann var tilbúinn að deila með öðr-
um, ef þeir sýndu því áhuga. Ég
man sérstaklega eftir rekstrarferð
með féð á fjall, þegar hann fór að
kenna mér nöfnin á fjöllunum sem
blöstu við á leiðinni. Honum þótti
gaman að syngja og dansa. Þau
voru að rifja það upp systkinin fyr-
ir stuttu að það hefði verið Svenni
sem kenndi þeim ræl og skottís.
Þau sögðu mér það líka unglingarn-
ir sem voru hjá okkur á sumrin að
það væri ekkert leiðinlegt þótt við
færum eina kvöldstund að heiman.
Þá tók Svenni sig til og kenndi
þeim að spila eða að dansa og söng
oftast með.
Önnur saga finnst mér ávallt
sérstök en Svenni fór einu sinni til
útlanda, nánar tiltekið til Skotlands
í bændaferð. Hann var mjög ham-
ingjusamur að koma aftur heim.
Hljóp upp á alla tinda og hóla, fram
og til baka, og sagði síðan, að hann
byggi á fegursta stað í heiminum
og vildi hvergi annars staðar vera.
Enginn matur fannst honum betri
en íslenskur sveitamatur. Hann
spurði oft að því hvaða kjöt við
borðuðum, hversu oft við hefðum
lambakjöt og hvort við borðuðum
feitt. Hann hafði þá trú að ekki
væri til neitt hollara en ekta ís-
lenskt smjör, feitt kjöt, nýtt eða
saltað og vísaði oftast á sjálfan
sig. Sjáið mig, allt þetta læt ég
ofan í mig og hef alla tíð verið við
góða heilsu. En hann viðurkenndi
að mikil hreyfing yrði að fylgja
með.
Fyrir 23 árum kom Sveinn Flosi
með unnustu sína, Jónu Soffíu
Þórðardóttur, að Efra-Langholti og
þegar fram liðu stundir tóku þau
við félagsbúinu, það er að segja
kúabúinu, en þeir Jóhann og Svenni
héldu sig við sauðféð. Smátt og
smátt dvínaði vinnugeta Svenna en
hann lét sig samt aldrei vanta í
fjósið. Jóna Soffía og Flosi eiga
miklar þakkir skilið fyrir þá umönn-
un sem þeir nutu fóstbræðurnir af
þeirra hálfu.
Svenni ræktaði allt sem líf átti,
hvort sem það var landið, málleys-
ingjar eða menn. Hann var afar
félagslyndur og á seinni árum not-
aði hann mikið símann til þess að
rækta vini sína. Nú á jólaföstunni
þegar jólakortin fóru að streyma
inn var símtækið óspart notað. Síð-
asta dag hans hér á meðal okkar
voru þær heimasæturnar í Efra-
Langholti hjá honum mestallan
daginn við jólahreingerninguna. Þá
var Svenni stöðugt í símanum að
koma sínum jólakveðjum á fram-
færi. Við það tækifæri lét hann í
ljós þá ósk að mega fá að sofna
hinsta svefni rólega í sínu rúmi.
Við erum þakklát fyrir að hann
fékk að ráða á hvem hátt hann
færi.
Elsku Svenni minn, þakka þér
fyrir samveruna og fyrir hversu
góður þú varst börnum okkar allra.
Þú varst fyrirmynd um heilbrigt
líferni og sjálfum þér samkvæmur
í öllu. Hvíl þú í friði.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinimir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
(V. Briem)
Barbara Wdowiak.
Þú kemur með baggabönd til
mín þegar þú kemur aftur heim,
Bogga mín, var það síðasta sem
Svenni sagði við mig þegar ég
hringdi til að kveðja hann áður en
ég fór í jólafrí. Baggaböndin ætlaði
hann að nota til að flétta ýmis
þarfabönd, en í rauninni var ævi
hans ein samfelld flétta réttlætis
og samviskusemi, hjálpsemi við
menn og málleysingja. Með Svenna
er farinn einn hinna sönnu íslensku
bænda. Þegar ég fæddist hafði
ekki fæðst barn í Efra-Langholti í
50 ár, og oft sagði hann mér hvað
skelfing ég hefði verið ljót enda
fædd átta vikum fyrir tímann.
í raun var Svenni samofinn okk-
ur systkinum frá fæðingu okkar,
einn af fjölskyldunni og vakinn og
sofinn yfir okkur sem hann ætti
okkur, en eftir á hef ég oft hugsað
um hve hann var í raun flinkur,
að skipta sér ekki af því hvernig
pabbi og mamma ólu okkur upp.
Stundum kastaði hann vísu á okk-
ur, en svo sannarlega ekki fyrr en
við áttum það skilið.
Ég ætla ekki að fjölyrða um lífs-
hlaup Svenna. Ég vil þakka honum
samveruna gegnum ævina, hann
var sérstakur maður á svo ótal
margan hátt. Eftir að pabbi dó
fannst mér einhvern veginn
slokkna og dofna lífslöngunin hjá
honum. Hann var afar þakklátur
Flosa og Jónu Soffíu fyrir að sjá
búið dafna í þeirra höndum og fá
að vera í þeirra skjóli í Efra-Lang-
holti til dauðadags - og hann fékk
þann dauðdaga sem hann kaus
sér, sofna að kveldi og vakna ekki
til þessa lífs að morgni.
Svenni minn, ég þakka þér árin
öll. Blessuð sé minning afar sér-
staks manns.
Borghildur Jóhannsdóttir.
SVEINN
KRISTJÁNSSON
+ Jón Jónsson
Brynjólfsson
fæddist í Reykjavík
^30. júní 1933. Hann
lést 14. desember síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru hjónin Jón
Jónsson Brynjólfsson
sútunarmeistari __ og
kona hans Ásta Árný
Guðmundardóttir.
Hann var frumburð-
ur þeirra hjóna. Föð-
urforeldrar Jóns
voru Jón Brynjólfs-
son leðurvörukaup-
maður, Austurstræti
^ 3, og Guðrún Jósefsdóttir. Móð-
urforeldrar Jóns voru Guð-
mundur Lýðsson og Guðrún
Árnadóttir.
Útför Jóns fór fram í kyrr-
Þey.
Jón ólst upp á ástríku heimili
foreldra sinna og tveggja systkina
Htlrétars Kristins og Guðrúnar þar
sem gleði og öryggi
æskunnar réðu ríkj-
um. En þessi fagra
veröld hrundi skyndi-
lega, er faðir hans
varð bráðkvaddur
mánuði eftir ferm-
ingu Jóns árið 1947.
Þessi harmur varð
hinum viðkvæma
unglingi ofraun og
mótaði Iífsviðhorf
hans upp frá því. Það
var eins og hann
tækist aldrei alveg
fyllilega á við við-
fangsefni lífsbarátt-
unnar, teldi það ekki erfiðisins
virði. Ég kynntist Jóni fyrst árið
1967 er ég kvæntist systur hans.
Þá hafði hann verið starfsmaður
Búnaðarbankans síðan hann út-
skrifaðist frá Verslunarskóla ís-
lands.
Jón var alla tíð ókvæntur og bjó
með móður sinni á Smiðjustíg 11Á.
Allt var í föstum skorðum og gekk
sinn vanagang. Hjúskapur okkar
Guðrúnar og síðar Grétars og Fjólu
hleyptu nýju lífi í tilveru hans.
Börnin fæddust, dvalið var í sum-
arbústað og ferðast saman innan-
lands og til sólarlanda. Jón hafði
mikið yndi af systkinabörnum sín-
um, var ákaflega hændur að þeim
og barngóður.
Seinni hluta starfsaldurs síns
vann Jón hjá Landsbanka íslands,
í aðalbókhaldi. Þangað hringdu
systkinabörn hans í hann og báðu
að fá að heimsækja hann. Það var
alltaf auðsótt mál. Samstarfsfólk
Jóns í bankanum, sem var honum
alltaf ákaflega vinsamlegt og velvilj-
að, lýsti því síðar, hversu miklar
gleðistundir heimsóknir hinna
„ungu vina“ veittu Jóni og með hve
mikilli eftirvæntingu hann beið
komu þeirra á vinnustað. Var jafnan
farið í bíó saman eða veitingahús.
Kunningjahópur Jóns náði lítt
út yfir nánustu fjölskyldu hans og
hann átti fá áhugamál. Helst voru
það stjórnmálin og landsins gagn
og nauðsynjar sem honum þótti
gaman að ræða. í þeim efnum var
hann einn af máttarstólpum Sjálf-
stæðisflokksins eins og allt hans
fólk.
Árið 1972 dó móðir hans, Ásta.
langt um aldur fram aðeins 62 ára
gömui. Við lát hennar var eins og
gamall harmur tæki sig upp aftur.
Jón sem alla jafna var glaður, reif-
ur og viljugur til samskipta við fjöl-
skyldu sína, fór smám saman að
draga sig í hlé. Það var eins og
hann fyndi ekki fótfestuna aftur.
Heimsóknir urðu færri og styttri.
Aðeins 59 ára sagði hann starfí
sínu í Landsbankanum lausu. Vel-
viljaðir vinir og starfsfélagar sem
allir vildu honum vel fengu engu
breytt. Hann gerðist einfari og ást-
vinir hans upplifðu vanmáttugir
hvernig hann dró sig meira og
meira inn í sína eigin skel. Jón var
alls ófáanlegur til að leita sér lækn-
inga t.d. við fótarmeini, sem hann
átti við að stríða.
Ekki er hægt að segja til um
hvernig þessi þróun hefði endað ef
sá sem öllu ræður hefði ekki veitt
honum lausn. Þegar að var komið
lá Jón friðsæll í rúmi sínu og á
öllum ummerkjum að dæma var
ljóst að þegar hann hafði lagst til
svefns hafði hann alls ekki grunað
að hann myndi vakna frammi fyrir
skapara sínum. Hjartað hafði
brostið en af því var hann búinn
að gefa mest.
Jóhann J. Ólafsson.
Nú er elsku Nonni frændi dáinn.
Það er skrýtið að hugsa til þess
að fá hann aldrei aftur í heimsókn
til okkar og spjalla við hann um
daginn og veginn. Nonni frændi
var alltaf svo góður við okkur syst-
urnar. Þegar við vorum litlar leið
ekki sá laugardagur að hann kæmi
ekki í heimsókn til okkar og færi
með okkur systur í göngutúr uppá
leikskólann sem við vorum í og
athugaði fyrir okkur hvort leikskól-
inn væri ekki örugglega læstur því
það var mikið áhyggjuefni okkar
systra hvort svo væri. Eftir göngut-
úrinn á leikskólann var svo farið í
ísbúðina þar sem Nonni frændi
keypti handa okkur stærsta ísinn
sem fékkst í ísbúðinni. Nonni var
mjög barngóður og fengum við
systkinabörnin að njóta þess t.d.
eins og þegar við fórum öll til
Mallorka í sumarfrí.
Nonni frændi var alltaf mjög
áhugasamur um allt sem við tókum
okkur fyrir hendur og var mjög
umhugað um að okkur gengi vel.
Elsku Nonna frænda verður sárt
saknað og munum við geyma minn-
ingu hans í hjörtum okkar um
ókomin ár.
Thelma Aðalheiður
oer Tinna Ástrún.
JÓNJ.
BRYNJÓLFSSON