Morgunblaðið - 03.01.1998, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 03.01.1998, Blaðsíða 68
(58 LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1998 MORGUNB LAÐIÐ Vinaleg drottning hryllings- mynda ► COURTENEY Cox vakti fyrst at- hygli árið 1984 þegar hún dansaði við sjálfan Bruce Springsteen í myndband- inu við lagið „Dancing in the Dark“ sem komst á toppinn það ár. Það var Jeikstjórinn Brian De Palma sem valdi Courteney úr stórum hópi umsækjenda og í kjölfarið fékk hún hlutverk í sjónvarps- myndum. Hún lék kærustu Michael J. Fox í þáttunum „Family Ties“ og lék á móti Jim Carrey í myndinni „Ace Ventura" svo eitt- hvað sé nefnt. Það var hins vegar fyrir rúmum þremur árum að hún fékk hlutverk í nýjum þáttum um sex hressa vini að stjarna hennar fór að skína skærar. Cour- teney var sú eina af sexmenningunum í „Friends" sem var þekkt andlit en að sögn Lisu Kudrow, sem leikur Phoebe, var hún aldrei með stjörnustæla og small inn í hópinn. Það var svo á síðasta ári að vin- irnir í „Friends" fóru að sjást á hvíta tjaldinu við misjafnar undirtektir. Cour- tenev lék fyrst í lítt þekktri mynd ijConiinandnients" en þar á eftir birtist hún sem fréttakonan ákafa í hryllings- myndinni „Scream" sem sló óvænt í gegn. Núna í desember var svo frumsýnd fram- haidsmyndin „Scream 2“ en persóna Cour- teney var ein fjögurra aðalleikaranna sem lifðu af fyrri myndina. Courteney Cox fæddist 15. júní 1964 í Alabama og á að baki næstum fimmtán ára feril sem fyrirsæta og leikkona. Hún hitti leikarann Michael Keaton árið 1989 og var í sambúð með honum þar til fyrir tveimur ár- >im og segist enn vera að jafna sig eftir skilnaðinn. Hún hefur verið orðuð við mót- leikara sína, þar á meðal Liev Scrieber úr „Scream 2“, en sjálf segir hún þau einungis vera góða vini. Aðdáendur leikkonunnar geta fylgst með Courteney Cox og vinum hennar í „Friends" á laugardagskvöldum á Stöð 2. COURTENEY Cox er hvekkt eftir tvær vinsæl- ar hryllingsmyndir á tveimur árum og horfir ekki á blóðugu atriðin í „Scream“-myndunum. FOLK I FRETTUM Söluhæsta tónlist í Bandaríkjunum 1997 i iSí DANSSKÓLI STVALDSSONAB aldrinum 10-25 ára kemur hinn frábæri Amir El Falaki með allt bað nviasta í dag. Þessi ótrúlegi dansari verður með námskeið í janúar. Það fyrsta hefst 7. janúar! Námskeið fyrir börn, unglinga og fullorðna í alnraennum dönsum hefjast 12. janúar. Innritunarsíminn er 552 0345 kl. 13. Sæti Diskur / plata / spóla Tónlistarmenn Seld eintök 1. Spice Spice Girls 5,3 milljónir 2. Pieces of You Jewel 4,3 milljónir 3. No Way Out Puff Daddy 3,4 milljónir 4. Sevens Garth Brooks 3,4 milljónir 5 Middle of Nowhere Hanson 3,2 miiljónir I 6. Life flfter Death Notorious B.I.G. 3,2 milljónir 4 7- Bringing Down The Horse Wallflowers 3,1 milljón 8. Falling Into You Celíne Dion 3,0 milljónir 9. Space Jam (úr kvikmynd) 2,9 milijónir 10. ■f You Light Up My Life LeAnn Rimes 2,9 milljónir SPICE Girls prýða forsíðu nýjasta tölublaðs Vogue. Kryddpíur vinsælar vestanhafs SÖNGVARINN Garth Brooks er fyrstur tónlistar- manna til að tróna fimm vikur í röð í efsta sæti banda- ríska vinsældalistans síðan No Doubt sló í gegn í árs- byrjun 1997. Nýjasta skífa hans „Sevens" seldist í tæplega 700 þúsund eintökum í síðustu viku. Hann er ekki sá eini sem heldur velli því sldfurnar „Let’s Talk About Love“ með Celine Dion, „Higher Love“ með Barbra Streisand og „You Light Up My Life“ með LeAnn Rimes hafa einnig verið í fjórum efstu sætunum undanfarnar fjórar vikur. Þegar litið er yflr árið þarf fáum að koma á óvart að kryddpíumar í Spice Girls eiga söluhæstu tónlist í Banda- ríkjunmn árið 1997. Nýjasta skífa þeirra „Spice“ hefur selst í 5,3 milljónum eintaka eða milljón fleiri eintökum en næsta skífa sem nefhist „Pieces of You“ með Jewel. LAUGARDAGSMYNDIR SJONVARPSSTÖÐVANNA Stöð 2 ► 21.00 Það er Harold Ramis sem leikstýrir myndinni Með fjöl- skylduna á heilanum - (Stuai't Saves His Family, ‘95), og er ein ástæðan fyrir því að hún er forvitnileg þrátt fyrir að hafa mislukkast gjörsam- lega hvað aðsókn snerti á sínum tíma. Ramis á margar góðar myndir að baki sem handritshöfundur, (Ghostbusters, N.L. Animal House) og sem leikstjóri smellsins Ground- hog Day, (‘93). Stuart (AI Franken) er vinsæll sjónvarpsmaður sem á í vandræðum í fjölskyldulífmu og með Bakkus. Franken ætti að vera kunnugur hlutverkinu þvi hann er einn af fastamönnum sjónvarpsþátt- anna góðkunnu, Saturday Night Li- fe. Þetta er frumsýning myndarinnar hérlendis, sem er sögð í svipaða , gráglettna dúmum og þættimir. Agætir aukaleikarar koma við sögu einsog Harris Yulin, Shirley Knight, Vincent D'onofrio og Laura San Gi- acomo. IMDb gefur 6,5, Gleiberman hjá Entertain- ment Weekly C+, en Roger Eberf-iHHF Sýn ► 21.00 Kossinn - (CrazyFor a Kiss, ‘95) er sjónvarpsmynd sem frumsynd er hérlendis í kvöld. Um hana er ekki margt vitað. Leikstjór- inn, Chris Bould, vann þó til verð- launa á kvikmyndahátíðmni í Berlín 1995 fyrir barnamyndina Jói vinur minn, með John Cleese. Þá má gjarnan benda lesendum á að Bud Cort stingur hér upp kollinum í hlutverki Salina læknis. Cort gerði nafn sitt ódauðlegt með makalaus- um leik í öðra aðalhlutverki „cult-“ myndarinnar um Harold and Maude. Sjónvarpið ► 22.20 Enn ein frum- sýning kvöldsins. Að þessu sinni á glænýrri mynd, Lituð réttvísi - (The Color of Justice), en hún birt- ist fyrst á skjánum í september síð- astliðnum. Efnið er athyglisvert; Fjórir ungir blökkudrengir stela bíl með þeim afleiðingum að þeir verða mannsbanar í ógáti. Síðan gerist atburðarásin innan veggja réttarsalanna þar sem sitt sýnist hverjum. Leikaravalið er forvitni- legt. F. Murray Abrahams leikur dómarann, Bruce Davison, Gregory Hines, Judd Hirsch og fleiri góðkunnir leikarar koma einnig við sögu. Leikstjórinn, Jer- emy Kagan, vekur líka áhuga, hann gerði nokki-ar þokkalegar kvik- myndir fyrir hvíta tjaldið fyrir röskum áratug, þ.á m. The Chosen, The Sting II og Disneymyndina frábæru The Journey of Natty Gann. Síðan sneri hann aftur til sjónvarpsins og hlaut Emmy verð- launin fyrir leikstjórn þáttanna um Chicago Hope 1994. Stöð 2 ► 22.40 Stjörnurnar Alec Baldwin og Demi Moore skína að öllu jöfnu, en því miður eiga allir vondan dag í Kviðdómandanum - (The Juror, ‘96). Moore (það storm- ar af henni í G.I. Jane) leikur einn kviðdómenda í réttarhöldum í máli tengdu Mafíunni. Baldwin leikur hálan skrattakoll sem beitir öllum brögðum til að hafa áhrif á hana. Bragðdauft. ★★ Stöð 2 ► 0.40 Leikkonan snjalla, Jodie Foster, fær tækifæri til að taka á honum stóra sínum í myndi- unni Nell, (‘94), og hún fer sannar- lega hamfómm í hlutverki stúlku sem elst upp í óbyggðum Norður- Karolínufylkis og skilur aðeins sitt eigið tákn- og tungumál. Verður rannsóknarefni tveggja málvísinda- manna (Liam Neeson og Natsha Richardson), sem komast á spor hennai'. Myndin virkar fjári yfir- borðskennd við aðra skoðun og hin reynda Foster tekur svona glans- hlutverk í nefið svo frammistaðan segir ekkert markvert um hæfíleika hennar. Leikstjórnin er ekki af verri endanum í höndum Michaels Apted - sem hefur oft gert betur. ★★!4 Stöð 2 ► 2.30 Besta mynd kvöldsins er að öllum lítóndum súperharð- hausamyndin Sannar Lygar - (True Lies, ‘94), ★★★, með hinni einu, sönnu hetju slíkra mynda, Amold Schwarzenegger. Illyrmið í lítið síðri höndum Arts Malik. Við stjórn- völinn enginn annar en guðfaðir þessa geira kvikmyndanna, sjálfur James Cameron. Það er einmitt ver- ið að sýna nýjustu skrautfjöðrina í hans hatti, Titanic, í bíóum borgar- innar. Hér blandar hann saman rómantík og ofurhasar á gamansam- an hátt. Það ætti engum að leiðast. Sæbjörn Valdimarsson Frá og með I. janúar 1998 tekur HEKLA að sér einkaumboð á íslandi fyrir framleiðanda Skodabifreiða. Frá 2. janúar 1998 mun HEKLA panta alla varahluti í sömu bifreiðar. Aætlað er að fyrstu Skodabifreiðarnar komi til HEKLU á vormánuðum 1998. f Oa> TQr Volkswagen Group HEKLA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.