Morgunblaðið - 03.01.1998, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 03.01.1998, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1998 MARGMIÐLUN MORGUNBLAÐIÐ ...livað annað? Opið 10-19 virka daga 10-16 virka daga 1^-17 sunnudaga B.T.Tölwur Grensásvegur 3 • Sími: 5885900 • Fax : 5885905 www.bttolvur.is • bttolvur@mmedla.is DVD Encore Dxn Frábært DVO drif með MPE6-1 korti og tveimur frábænim leikjum. Ekkiklikkaá þessari margmiðlunarbombu. DVD myndir MiKið úrval af toppmyndum Sony Playstatio Fullt af leikjumTvony Playstation P( leikir Mikið úrval af leikjum fyrir P( Alfræði- bók á geisladisk Vinsælasta alfræðibók heims er gefín út á geisla- disk og kallast Encarta. Fyrir stuttu kom út ný út- gáfa hennar, kallast Encarta 98, og á henni er meðal annars að fínna 30.000 greinar um ýmis efni. FÁTT hentar betur íyrir geisladiskaútgáfu en al- fræðibækur. Tölvutæknin gerir að verkum að auðvelt er að fletta upp og leita í gögnum, aukin- heldur sem hægt er að vista hljóð og hreyfímynd- ir ef vill og þannig gefa ýtarlegri mynd af við- fanginu en ef bara væri stuðst við prentað mál. Helsta alfræðibók heims er Britannica al- fræðibókin, sem fá má í fjölmörgum stórum bindum eða einum geisladisk. Reyndar ber geisladisksútgáfan af Britannicu þess nokk- uð merki að vera upphaflega sett saman fyrir prentmiðil því hún er stirðbusalega upp sett og fráleitt nógu lifandi. Þess í stað hefur önnur alfræðibók ná forskoti í tölvutæku formi, Encarta alfræðibók- in frá Microsoft, sem kom út fyrir skemmstu í fimmtu útgáfu og kallast Encarta 98. Hægt er að fá tvær útgáfur Enearta 98, venjulega útgáfu og svonefnda Þrá vél- menni rafær? Deluxe. í lúxuspakkanum eru þrír geisladiskar og verulega aukið myndefni, en að auki fylgja ýmis forrit, þar á meðal eitt til að auðvelda rann- sóknir, ekki bara fyrir Encarta, heldur til að sanka saman upplýsingum úr ýmsum áttum, slá þær inn á eins konar gataspjöld og ná þannig að halda utan um grind að ritgerð eða stærra verki. Þann hugbúnað má setja beint inn á harðan disk tölvunnar, en ekki alfræðibókina sjálfa sem dregur nokkuð úr notagildi hennar. Reyndar ber að geta þess að Encarta 98 er komin út á DVD-disk með ýmsum Hálfur tíundi klukkutimi af hljóði I Encarta 98 Deluxe eru 30.000 greinar, 12.000 myndir og teikningar, 140 hreyfimynd- skeið og 4.000 tónlistar og hljóðbútar, samtals hálfur tíundi klukkutími af hljóði. Meðal kosta er gagnvirkni, þ.e. til að mynda er hægt að velja frasa og tölvan flytur hann á ýmsum tungumál- um. Margir kannast við Encarta 97, en til viðbótar við aukið efni og uppfært eru leitarmöguleikar Encarta 98 töluvert betri, því ekki er bara leita í atriðisorðum, heldur leitar forritið í greinunum sjálfum sem gefur nákvæmari leit þó hún sé fyr- ir vikið á köflum full umfangsmikil. Hægt er að fara sýndarferð og skoða ýmsar furður í 360° skoðunarferð og þannig svipast um í Höfðaborg, Tikal, París, musteri í Kathmandu og Westminster kirkju, svo fátt eitt sé talið. Til að tryggja að ávallt séu nýjustu upplýs- ingar innan seilingar gefst notendum Encarta kostur á að sækja mánaðarlegar uppfærslur á heimslóð Microsoft. Einnig er þar að finna mik- ið vefslóðasafn, alls 10.000 slóðir, en með í pakkanum eru 5.000 slóðir. Encarta stenst Britannieu ekki snúning sé litið til lengri greina og fræðilegs bakgrunns, en á móti kemur að hún hentar bráðvel fyinr unglinga og böm, ekki síst í ljósi þess að inn- byggður er leikur sem er til þess ætlaður að hvetja börnin til að leita sér fróðleiks, en vitan- lega þurfa þau að kunna ensku til að njóta leiksins. Hugbúnaðinn leiðir notandann í gegnum uppsetningu á tölvu viðkomandi, en eins ekki er hægt að setja hugbúnaðinn allan inn á harðan disk tölvunnar og því þarf að skipta um diska ef svo vill tU að að það sem leitað var að sé ekki á disknum sem er í drifinu. Eins og áður getið hefur Microsoft gefið út Encarta á DVD diski og kemst þá allt alfræðiritið fyrir á einum diski, en á sama disk er einnig að finna Virtual Globe, sem er mikið landfræðirit, og uppflettisafn Microsoft sem í eru American Heritage orðabókin, tilvitn- anasafn Columbia Bookshelf Premi- r Web Search, sem byggir á leit á 400.000 völdum vefslóðum og svo mætti telja. stuttu kom út leikur byggð- ur á myndinni að hluta og ber hennar nafn. ✓ I kvikmyndinni Blade Runner er þeirri spurningu velt upp hvað það sé sem geri okkur mennsk. Fyrir LEIKIR Blade Runner, leikur fyrir Windows 95 sem gerir kröfu um 90 MHz Penti- um hið minnsta, með 16 Mb innra minni, 2 MB hljóðkort sem styður DirectX 5.0, fjögurra hraða geisla- drif og 150 Mb rými á hörðum diski. Westwood framleiðir. MARGIR kannast við myndina Blade Runner og sumir við bókina sem myndin er byggð á, Do Androids Dream of Electric Sheep eftir Philip Kendred Dick. Undan- farið hafa menn svo beðið með önd- ina í hálsinum eftir leiknum Blade Runner sem sækir innblástur í myndina að nokkru. Kvikmyndin er mögnuð, ekki síst eftir að aulalegur endir var klipptur aftan af henni og annar trúverðugri settur við. Samnefndur leikur bygg- ir þó ekki á myndinni nema hvað stemmningu varðar og grunnþátt söguþráðarins, þ.e. leikandinn er lögreglumaður sem leita á að vél- menni, eftir að hópur slíkra sleppur til jarðar. Jörðin er drungalegur staður þegar hér er komið, í nóvem- ber 2019, alltaf rigningarsuddi og sífellt lágskýjað sem hvort tevggja er afleiðing kjarnorkustyrjaldar. Eins og getið er er ætlunin að leita uppi vélmenni og hefst þegar leik- andinn, rannsóknarlögreglumaður- inn Ray McCoy, er kallaður á stað þar sem glæpur hefur verið fram- inn. Grafíkin í leiknum vekur þegar hrifningu og ekki minnkar hún þeg- ar spyrst að ekki þarf að kaupa þrí- víddarskjákort til að njóta hennar, nóg er að hafa almennilegt hefð- bundið skjákort, sem er vissulega tilbreyting frá 3Dfx-leikjunum. Eins og getið er er rannsóknar- lögreglumaður aðalpersóna leiksins og hægt að velja viðmót hans, allt frá því að vera hvers manns hug- ljúfi, og fá engu áorkað, eða að vera hvumpinn og skapstyggur, sem gef- ur bestan árangur. Vélmennin finn- ast með því að kanna vísbendingar og hægt að fletta ýmsu upp í tölvu lögreglunnar, en þess ber að geta að um leið og leikandinn er að leita að vélmennum eru aðrir lögreglu- menn líka að leita og því má segja að leitin sé kapp við tímann. Til að koma í veg fyrir að keppinautarnir nái að njóta ávaxta erfiðis manns, er þó hægt að fara í verslun eina skammt frá fátækrahverfi borgar- innar og fá þar breytt vasatölvu sem vistar vísbendingar. Þannig er hægt að sækja gögn hinna í móður- tölvuna án þess að láta eigin vís- bendingar af hendi. Leikurinn er reyndai’ upp fullur með slíkum skemmtilegum smáatriðum. Vélmennaleitin er aðalatriðið og iðulega þarf að gera Voigt-Kampff- próf á grunuðum til að ganga úr skugga um hvort þeir séu af holdi og blóði. Þegar vélmenni er fundið er síðan spurningin hvað á að gera, eyðileggja það á staðnum eða láta sem ekkert sé en sú ákvörðun hefur mikil áhrif á framvinduna og í raun gæti eins komið í ljós að Ray McCoy sé vélmenni sjálfur. Einnig skiptir máli að skjóta ekki saklausa vegfarendur, því ef upp kemst verður viðkomandi handtekinn og þátttöku hans í leiknum þar með lokið. Til að eigendur hafi nennu til að leika leikinn oftar en einu sinni bryddar framleiðandinn upp á því að láta hlutverkaskipan breytast í hvert sinn sem hann er endurræst- ur, þ.e. vélmennin eru ekki sömu fígúrur og í fyrri skiptin, en einnig er endir leiksins mismunandi eftir framvindunni. Þó enn séu menn að fjarlægjast upphaflega spurningu Philips K. Dicks, hvað geri okkur mennsk, er hún nálæg í leiknum, en það fer reyndar nokkuð eftir vilja þess sem leikur; hann getur látið sem ekkert sé, skotið eins og hann eigi lífið að leysa og fengið medalíu í lokin, eða farið að fá samúð með vélmennun- | um sem kjósa það eitt að fá að „lifa“ sín fjögur ár innan um fólk. Þetta gefur leiknum dýpt og þegar við bætist skemmtileg grafík, hæfilega þungar þrautir og frábær sögu- þráður er Blade Runner eigulegur í meira lagi. Árni Matthíasson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.