Morgunblaðið - 03.01.1998, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1998
MORGUNB LAÐIÐ
FRÉTTIR
Sjö milljarða viðskipti með
kreditkortum á 24 dögum
VIÐSKIPTI með kreditkortum
voru um sjö milljarðar frá 1. til 24.
desember sl., ef frá eru taldar rað-
greiðslur og greiðslur í handvirk-
um vélum.
Velta á kreditkortum hjá Visa-
Island nam 5,7 milljörðum króna á
tímabilinu, sem er um 19% aukning
frá sama tímabili í fyrra, og velta á
kreditkortum hjá Kreditkortum hf.
nam 1,3 milljörðum á þessu tíma-
bili, sem er um 16,5% aukning frá
því í fyrra.
Aukning
í debetkortum
Úttektir með debetkortum hjá
Visa-ísland námu 4,5 milljörðum
króna frá 1. desember sl. og fi-am til
jóla og er það um 35% aukning frá
sama tímabili í fyrra. Að sögn Em-
ars S. Einarssonar forstjóra Visa-ís-
land er sú aukning að hluta til vegna
aukinnar notkunar debetkorta.
Samanlagt námu viðskipti með
kortum Visa-ísland í desertiber um
tíu milljörðum króna. Að sögn Ein-
ars eru það um 2,5 til 3 milljarðar
umfram það sem venjulegt er aðra
mánuði ársins.
Atli Örn Jónsson aðstoðarfram-
kvæmdastjóri Kreditkorta hf. gerir
hins vegar ráð fyrir að veltan á
kreditkortum hjá Kreditkortum hf.
sé um 20% hærri í desember en í
meðalmánuði.
-
ÉSjífl
má EG
Morgunblaðið/RAX
Sjálfstæðismenn gagnrýna vinnubrögð varðandi Geldinganes
Grjótnám sam-
þykkt eftir frestun
Skipa-
viðgerðir
um jólin
STÆRSTUR hluti fiskiskipaflot-
ans var í höfn um jdl og áramót og
notuðu margir tfmann til að dytta
að skipunum. Siglingastofnun tek-
ur allmörg skip til skoðunar á
þessum tfma og útgerðarmenn
leggja áherslu á að þau séu f full-
komnu ástandi þegar skipaskoð-
unarmaður kemur um borð. Síld-
ar- og loðnuflotinn fer ekki á sjó
fyrr en um miðjan janúar og þetta
er því góður tími til að sinna við-
haldi á honum. Á myndinni er ver-
ið að skipta um ljós í Guðrúnu
Hlfn BA-122.
Lífifi ti criufii
vid t>ig
V» HaaaM Ijili |UI* «J*lrt
I&kvmAni I nbnlhlutvorbi
MEÐ blaðinu í dag fylgir átta
síðna auglýsingablað frá Happ-
drætti SIBS.
BORGARSTJÓRN samþykkti í
gær á sérstökum aukafundi tillögu
borgarráðs um grjótnám í Geld-
inganesi. Sjálfstæðismenn lögðu
fram bókun þar sem meðferð þessa
máls var gagnrýnd harðlega.
Á síðasta borgarstjórnarfundi,
18. desember sl., var þetta mál
einnig til umfjöllunar og var þá fellt
á jöfnum atkvæðum. Pétur Jónsson,
borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans,
sat þá hjá við atkvæðagreiðsluna og
fór síðan fram á frestun málsins.
Gengið var til atkvæða um frestun-
ina og hún samþykkt með 8 atkvæð-
um gegn 7.
í bókun sjálfstæðismanna segir
að grjótnám í Geldinganesi sé
fyrsta aðgerð R-listans til að breyta
ákjósanlegasta íbúðarsvæði í borg-
EMBÆTTI ríkissáttasemjara barst
samtals 101 kjaradeila á nýliðnu ári
og hefur sáttasemjari aldrei haft
jafnmörg mál til meðferðar á einu
ári. Framundan eru til úrlausnar
kjarasamningar sjómannastéttarinn-
ar.
Samkvæmt upplýsingum Póris
Einarssonar ríkissáttasemjara tókst
að ljúka 96 kjaradeilum sem vísað
var til sáttameðferðar á seinasta ári.
inni í stóriðnaðar- og hafnarsvæði.
Þetta gerist á sama tíma og fólks-
fjölgun sé gífurleg í nágrannabæj-
arfélögum en aðeins um 1% í
Reykjavík.
I bókuninni segir ennfremur:
„Undirbúningur við sprengingar og
grjótnám á þessu fallega svæði í for-
grunni Reykjavíkur hófst í byrjun
desember án heimilda borgarstjóm-
ar þar sem deiliskipulag skorti. Þeg-
ar málið var loks lagt fyrir borgar-
stjóm 18. desember sundraðist R-
listinn. Borgarstjóm felldi því til-
lögu um deiliskipulagið og þar með
að hefja aðgerðir við grjótnám sem
þó vom augljóslega hafnar. Borgar-
stjóri virti lögmæta ákvörðun borg-
arstjómar að vettugi og lét halda
áfram undirbúningi sprenginga og
Síðasta málið sem leitt var til lykta
hjá sáttasemjara var kjaradeila
starfsmanna Sinfóníuhljómsveitar
íslands og viðsemjenda, sem leyst
var aðfaranótt gamlársdags.
Kjaradeilur Sjómannasambands-
ins, Farmanna- og fiskimannasam-
bandsins, Vélstjórafélags íslands og
Alþýðusambands Vestfjarða fyrir
hönd sjómanna á Vestfjörðum við út-
vegsmenn vom enn óleystar um
grjótnáms. Nú er boðað til sérstaks
aukafundar í borgarstjóm þar sem
R-listinn hefur skipt út einum borg-
arfulltrúa sínum til að samþykkja
þessar ólögmætu aðgerðir. Það er í
verkahring borgarstjóra að fylgja
eftir ákvörðun borgarstjómar. Með
því að ganga gegn þessari ákvörðun
hefur borgarstjóri sýnt valdhroka
og lítilsvirðingu við ákvörðun borg-
arstjórnar. Það hefur hún gert bæði
með því að stöðva ekki framkvæmd-
ir áður en málið var lagt fyrir borg-
arstjórn og halda þeim áfram þrátt
fyrir synjun borgarstjórnar. Nú hef-
ur borgarstjóri boðað til nýs fundar
til að knýja fram aðra niðurstöðu hjá
R-listanum. Þetta em fáheyrð
vinnubrögð og ógnun við lýðræðið í
borginni.“
samningi
þessi áramót. Þórir segir að þessar
deilur séu mjög erfiðar viðfangs.
„Það komu langtum fleiri mál til
embættisins á árinu en ég átti von á.
Þau urðu fleiri en nokkra sinni áður.
Það má líka segja að gengið hafi bet>
ur að leysa þau en búast mátti við,“
segir Þórir. Hann segir allt árið hafa
verið annasamt því fyrstu kjaradeil-
unum var vísað til embættisins í byrj-
un ársins.
96 málum lauk með
Reyklaus-
ir Bessa-
staðir
ÓLAFUR Ragnar Grímsson,
forseti íslands, greindi frá því
í áramótaávarpi sínu á nýárs-
dag að forsetasetrið á Bessa-
stöðum væri nú reyklaust.
Forsetinn fjallaði í ávarpi
sínu um skaðsemi reykinga og
sagði stjómvöld víða hafa hafið
baráttu gegn reykingum til að
bjarga heilsu fólks og komast
hjá milljarðaútgjöldum í heil-
brigðiskerfinu. „Evrópusam-
bandið hefur nýlega samþykkt
lög sem hamla gegn sölu á tó-
baki, einkum til æskufólks.
Sama hefur verið gert í
Bandaríkjunum og á Islandi
sjást einnig víða merki um nýj-
an tíðaranda. Já, hér á Bessa-
stöðum hefur að fmmkvæði
Guðrúnar Katrínar orðið sú
breyting að forsetasetrið hefur
nú í rúmt ár verið reyklaus
staður - og flestir tekið því
vel,“ sagði Olafur Ragnar.
Yínveitinga-
leyfi í Víðidal
í sex mánuði
BORGARRÁÐ hefur sam-
þykkt að veita Hestamannafé-
laginu Fáki, Víðivöllum í Víði-
dal, almennt vínveitingaleyfi
til sex mánaða.
Leyfið er veitt með því skil-
yrði að hávaði frá hljómflutn-
ingstækjum á veitingastaðnum
valdi nágrönnum ekki ónæði.
I umsögn skrifstofustjóra
Félagsmálastofnunar segir að
um almennt vínveitingaleyfi
fyrir félagsheimili sé að ræða.
I viðræðum við umsækjanda
hafi komið fram að fyrst og
fremst sé um að ræða fóst vín-
veitingaleyfi vegna kvöld-
skemmtana á vegum félagsins
og útleigu á sal vegna einka-
samkvæma. Telur hann stigs-
mun vera á hvort leyfið sé
vegna kvöldskemmtana hjá
fullorðnum eða fyrir opinn bar
að degi til, þar sem stundaðar
em fjölskylduvænar íþróttir
fyrir alla aldurshópa.
Veiðikort
hækka
VEIÐIKORT hækkuðu um ára-
mótin um 100 kr., úr 1.500 kr. í
1.600. Ásbjöm Dagbjartsson
veiðistjóri segir að það sé bundið
í lög að verð á veiðikortum fylgi
breytingum á framfærsluvísitölu.
Ásbjöm segir að veiðikort
hafi ekki hækkað í verði frá
gildistöku laganna sumarið
1994. Engar aðrar breytingar
verða á veiðikortum að þessu
sinni að því undanskildu að
korthöfum býðst að hafa mynd
af sér í kortunum.
Gefin hafa verið út 10 þúsund
veiðikort og skilar hækkunin
því einnar milljónar kr. hærri
tekjum.
Dómsmála-
gjöld hækka
DÓMSMÁLAGJÖLD hækk-
uðu um áramótin um 20%.
Dómsmálagjöld em greidd
vegna aðgerða sýslumanns-
embætta og dómstóla, t.d.
vegna nauðungarsölu og fjár-
náms.
Hækkunin er ekki vísitölu-
bundin heldur er hún gerð með
beinum hætti. Gjöldin em mis-
jafnlega há eftir aðgerðum en
verðlagshækkunin var um 20%.
Hækkunin tengdist að hluta til
fjárlagagerð fyrir næsta ár og
skilar hún um 70-80 milljónum
kr. í auknum tekjum ríkissjóðs.