Morgunblaðið - 03.01.1998, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 03.01.1998, Blaðsíða 69
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1998 69 í gönguferð með Sigurbirni biskup á aðfangadag FÓLK í FRÉTTUM Fáir vænir fiskar úr torfunni SIGURBJÖRN Einarsson biskup hefur löngum haft það fyrir sið að fara í göngutúr með börnum sín- um að morgni aðfangadags. Hann tók fyrst upp á þessum sið með bömum sínum en síðan hafa barnabörn og „langömmuböm" tekið við. Þegar blaðamaður leit í heim- sókn til Sigurbjörns og Magneu Þorkelsdóttur, eiginkonu hans, að morgni aðfangadags var hann ný- kominn úr gönguferð með nokkrum af langömmubömum sínum sem sátu útitekin og prúð við borðstofuborðið og þáðu veit- ingar. „Þetta eru fáir vænir fiskar úr torfunni og alveg tilviljun hvað kom upp á öngulinn hjá mér,“ sagði Sigurbjörn og brosti góðlát- lega. Hann hefur líka ástæðu til þess því hann er barnmargur maður. Þau Magnea eiga 8 böm, 21 bamabam og 22 langömmuböm. Blaðamaður lítur yfir hópinn og honum verður á að spyrja hvort þau séu búin að ákveða hvað þau ætli að gefa langafa í jólagjöf. Það færíst leyndardómsfullur svipur yfir barnsandlitin og Sigurbjöm flýtir sér að segja: „Hann er nú af- skrifaður á því sviði. Þótt ég vilji nú ekki flokka mig með jólasvein- unum fá þeir víst engar gjafu'.“ En hvað tekur við að lokinni gönguferðinni á aðfangadag? „Það veit maður aldrei - óðar en líð- ur,“ svarar Sigurbjörn. „Við verð- um heima í ró og næði í dag og á morgun fáum við fjölskylduna í heimsókn. Það verða aðeins 40 til 50 manns að þessu sinni. Það em svo margir fjarverandi - búsettir erlendis." „Við fórum á aftansöng klukkan sex og í kvöld förum við á mið- næturmessu. Það eru fastir liðir,“ segir Magnea. „Að öðru leyti sitj- um við hér, horfum hvort á annað og þykjumst hafa gott af því enn,“ segir Sigurbjörn. Aðspurður segir hann að synir þeirra, Karl og Arni Bergur, verði báðir með aftan- söng klukkan sex. Hann lítur á Magneu og segir kankvíslega: „Kannski skiptum við okkur.“ Morgunblaðið/Golli VÉDÍS Pálsdóttir, 7 ára, Sigurbjöm Einarsson biskup, Guðbjartur Há- konarson, 3 ára, Guðrún Mist Sigfusdóttir, 11 ára, Steinunn Vala Páls- dóttir, 5 ára, Þorkell Helgi Sigfússon, 9 ára, og Álfríín Pálsdóttir, 14 ára. Pappírs áramót í New York ► HUNDRUÐ þúsunda fögnuðu nýju ári á Time Square í New York og var mikið um dýrðir. Ríflega 1.500 kflóum af mislitum pappír var varpað úr byggingum sem standa við torgið þegar klukkan sló tólf á miðnætti. Innbiáts-, öryggis- og brunakerfi ELFA-GRIPO ein mest seldu öryggiskerfin í Evrópu. Samþykkt af viðurkenndum prófunarstofnunum og fjarskiptaeftirliti ríkisins. Mjög hagstætt verð. Kapalkerfi frá kr. 13.410 stgr. Þráðlaus frá kr. 19.890 stgr. Úrval aukahluta: Reykskynjarar, sírenur, símhringibúnaður, fjarstillingar. Ódýr og örugg heimilisvernd. Tæknileg ráðgjöf - auðvelt í uppsetningu. MSMS Einar SSS" Farestveit & Co. hf. Borgartúni 28 • Sfmar 562 2901 og 562 2900 „HEYRÐU GÓÐI, TAKTU NÚ SJÁLFAN ÞIG TAKI“ Hrokafull gömul frænka. Lætur fólk hafa það óþvegið. Reykir ekki Við vitum hvað er erfitt að hætta að reykja Fólk sem aldrei hefur reykt á ekki gott með að skilja hve þörfin fyrir sígarettu getur verið óbærileg. Jafnvel þeir sem hafa fullan hug á að hætta, geta lotið í lægra haldi þegar sígarettan er annars vegar. Þeir sem aldrei hafa reykt halda oft að það að hætta sé einungis spuming um að taka sjálfan sig taki og hafa viljann að vopni. En það að hætta að reykja hefur ekki bara með viljastyrk að gera. Til er eðlileg skýring á því af hverju erfitt er að h<etta Þegar þú hættir að reykja getur þú þurft að berjast við mikil fráhvarfseinkenni vegna þess að líkaminn saknar nikótínsins sem hann er vanur að fá. Til að standast reykbindindi með sem minnstum óþægindum, getur þurft meira en viljastyrk. Góð reyklaus leið er að nota nikótínlyf til að minnka þörf líkamans á nikótíni smám saman og komast þannig yfir erfiðustu vikumar eítir að reykingum er hætt. Að minnka þörfina er lcið til að hætta Nikótínlyf innihalda nikótín í ákveðnum skömmtum sem nægja til þess að minnka nikótínþörfina og þú ert laus við tjöm og kolmónoxíð úr sígarettureýknum. Nikótín er ekki krabba- meinsvaldandi efni og þú munt ekki verða háður nikótíni með því að nota nikótínlyf; sem reykingamaður ert þú þegar orðinn háður nikótíninu en nikótínlyf vom þróuð til að draga úr fráhvarfseinkennum og auðvelda fólki að hætta að reykja. Að ná árangri Þú getur aukið möguleika þína á að standast reykbindindi með því að nota Nicorette®, leiðandi vömmerki um allan heim fyrir nikótínlyf, allt ffá því Nicorette® nikótíntyggi- gúmmí, fyrsta nikótínlyfið, var markaðssett. Mismunandi einstaklingar, mismunandi þarfir, mis- munandi leiðir til að hætta I dag er hægt að fá Nicorette® sem tyggi- gúmmí, forðaplástur og innsogslyf án lyf- seðils. Nicorette® nikótínlyf koma ekki í stað _ _ viljastyrks, en geta veitt þér stuðning þegar þú ákveður að hætta að reykja. 3SSSS NICDRETTE’ NICORETTE Við stöndum meðþér Nicorette® innsogslyf samanstendur af munnstykki sem í er sett rör sem inniheldur nikótfn. Nicorette® innsogslyf er ætlaö til aö auövelda fólki aö hætta aö reykja. Algengur skammtur er a.m.k. 6 rör á dag en þó ekki fleiri en 12 á dag í a.m.k. 3 mánuöi og venjulega ekki lengur en 6 mánuöi. Nicorette® innsogslyf getur valdiö aukaverkunum eins og hósta, ertingu í munni og hálsi. Höfuöverkur, brjóstsviöi, ógleöi, hiksti, uppköst, óþægindi I hálsi, nefstífla og blöörur í munni geta einnig komiö fram. Viö samtímis inntöku á gestagenöstrógen lyfjum getur, eins og viö reykingar, veriö aukin hætta á blóötappa. Nikótín getur valdiö bráöum eitrunum hjá börnum og er efniö því alls ekki ætlaö börnum yngri en 15 ára nema í samráöi viö lækni. Gæta skal varúöar hjá þeim sem hafa hjarta- og æðasjúkdóma. Þungaöar konur og konur meö barn á brjósti ættu ekki að nota lyfiö nema í samráöi viö laekni. Lesiö vandlega leiöbeiningar sem fylgja hverri pakknlngu lyfsins. Markaösleyfishafi: Pharmacia & Upjohn AS, Danmörk. Innflytjandi: Pharmaco hf., Hörgatúni 2, Garðabær. Söluumboð Akureyri: L/ósgj'afinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.