Morgunblaðið - 03.01.1998, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1998 55
I
MINIMINGAR
,i ----------------------------
árum mínum í Háskóla íslands. Þá
vantaði mig aðstoð við son minn
Bjöm Þór, þá þriggja ára gamlan,
sem þau tóku þá oft með sér sem
lítinn vinnumann með sér í Saltvík-
ina. Til að halda drengnum vakandi
á þeim ferðum eignuðu þau sér
nokkrar lækjarsprænur á leiðinni
P sem þau fylgdust með. Enn í dag
| fylgist Bjöm Þór með „læknum hans
afa“, „læknum hennar ömmu“ og
„læknum sínum". Amma ásamt afa
studdi mig í gegnum námið mitt af
mikilli þrautseigju enda hefði hún
amma farið í nám og orðið góður
fjármálastjóri ef það hefði verið í
boði á hennar yngri ámm. Eitt
haustið komu þau norður til okkar
Guðmundar svo ég gæti sinnt rit-
gerðarsmíðum, við amma göntuð-
9 umst með það að hún hefði verið
'í) „au-pair“ hjá mér þá og eftir að
; \ Valþór Bjarki fæddist tók hún hann
" líka í stóra fangið sitt og gætti hans
fyrir mig svo ég kæmist á ráðstefn-
ur og fundi. Litlu mennimir mínir
eiga erfítt með að skilja að amma
langa sé farin frá okkur en við erum
öll afar rík að minningum um stór-
kostlega ömmu, konu sem var alltaf
svo hlý og góð við okkur, konu sem
^ kenndi okkur svo margt sem við
9 konium til með að búa að áfram.
Amma Ása stóð sem klettur við
j hlið afa Sveinbjöms í einu og öllu,
gætti þess að litlir fætur færa ekki
of snemma inn til hans þegar hann
var sofandi eftir vaktavinnuna en
sá líka til þess að við skriðum upp
í til hans þar sem við fengum eina
músasögu eða svo. Hún var einka-
bílstjórinn hans hin síðari ár og víl-
aði ekki fyrir sér að keyra Evrópu
k þvera til að heimsækja mig til Vín-
" ar hvað þá að koma norður til Dal-
víkur á hveiju ári. Amma var klett-
) urinn sem hann hefur stutt sig við
í gegnum lífið og því er missir afa
mikill en við reynum að styðja hann
áfram, amma mín, og pössum hann
fyrir þig. Ég kveð þig, elsku, hlýja
kraftakonan mín, með þessu ljóði:
Þú gættir okkar, glöð við undum hjá,
þær góðu stundir blessum, amma kæra,
nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá,
í hljóðri sorg, og ástarþakkir færa.
(Ingibjörg Sigurðardóttir.)
Elsku afi, mamma og pabbi,
bræður mínir og fjölskyldur, látum
minningarnar um þessa sterku for-
móður okkar styrkja okkur í sorg-
inni.
Áslaug Valgerður
Þórhallsdóttir og
fjölskylda.
Þegar jólin voru að ganga í garð
kvaddi þennan heim móðursystur
mín Áslaug Sigurðardóttir. Mér er
það bæði ljúft og skylt að minnast
hennar nú að leiðarlokum. Ekki
datt mér í hug að ég væri að kveðja
hana í síðasta sinn, þegar ég kom
við hjá henni nú rétt fyrir jólin með
sendingu fyrir mömmu.
Minningar sem tengjast þér, kæra
frænka, era allar ijúfar og skemmti-
legar. Þinn góði eiginleiki var að
sýna öllum umhyggju og hjálpsemi,
og fór mitt æskuheimili ekki var-
hluta af því. Samband móður minnar
Kristjönu og þín var alveg sérstakt,
það einkenndist -af virðingu og sy-
strakærleik. Þegar ég var bam man
ég eftir að það var verið að senda
pakka á Miklubrautina, og innihald-
ið var oft broddur, kjöt og feitt
hangikjöt. Til baka komu sendingar
sem innihéldu ýmislegt góðgæti, það
var oft brotakex frá Frón sem okkur
systkinum þótti gott, fyrir jólin var
það oft rauðkálshaus, rauðrófur og
fleira góðgæti sem ekki fékkst þá
úti á landi.
Mín fyrsta ferð til Reykjavíkur
var ekki skemmtiferð, ég þurfti að
fara á sjúkrahús þá 10 ára gömul.
Það sem ég man mest eftir úr þess-
ari ferð minni og mömmu var að
ég fékk þá í fyrsta skipti ís úr vél,
og auðvitað var það Áslaug sem fór
og keypti hann í Nesti við Elliðaár.
Margar hafa ferðir mínar síðan þá,
verið til Reykjavíkur, ein var þegar
ég var 16 ára gömul og var að fara
í atvinnuleit, þá eins og endranær
vorað það þið Sveinbjörn sem voruð
til halds og trausts og útveguðu
mér vinnu í verslun og alltaf í há-
deginu fór ég og borðaði hjá ykkur.
En þú áttir ekki langt að sækja
þessa eiginleika sem vora þér svo í
blóð bomir frá foreldram þínum i
Hrísdal. Það vora mikil sæmdarhjón
þau Sigurður afi minn og Margrét
amma mín sem komu upp ellefu
bömum sínum sem öll urðu góðir
og gegnir þjóðfélagsþegnar, þó þú
hafir alist upp frá unga aldri hjá
afa þínum Hjörleifi á Hofstöðum og
Matthildi seinni konu hans, þá var
alltaf mikill samgangur við foreldra
og systkini í Hrísdal. Móðir mín
hefur oft talað um það hvað hún sá
eftir þér, þegar þú fórst niður að
Hofstöðum, en margar voru ferðim-
ar sem famar vora þama á milli til
að hitta þig. Þið áttuð síðan efttir
að gifta ykkur saman 9. júní 1946.
Ég man alltaf hvað mér fannst fal-
leg mjmdin sem tekin var af þessum
myndarlegu brúðhjónum ykkur
Sveinbirni og foreldram mínum,
þeim Kristjönu og Þráni heitnum.
Nú að leiðarlokum er mér efst í
huga þakklæti fyrir að hafa átt þig
sem frænku. Þú varst mér sem
önnur móðir, enda voru þið líkar
systumar bæði í útliti og fram-
komu, trúar og tryggar ykkar sann-
færingu og fórað eftir henni.
Kæri Sveinbjörn, þú hefur misst
mikið, ekki bara eiginkonu, heldur
trúan og tryggan vin sem ætíð stóð
sterk við hlið þér. En fagrar minn-
ingar um þína góðu konu milda
sorgina og gera hana bærilega þeg-
ar fram líða stundir.
Fyrir hond móður minnar færi
ég þér, kæra Áslaug, bestu þakkir
fyrir alla tryggð, vináttu og öl) sam-
ferðarspor.
Innilegar samúðarkveðjur færi
ég og fjölskylda mín Sveinbimi,
Þórunni, Þórhalli og fjölskyldunni
allri á þessari erfiðu stundu.
Hún er konan sem kyrrlátust fer
og kemur þá minnst þig varir
og les úr andvaka augum þér
hvert angur, sem til þín starir.
Hún kemur og hlustar, er harmasár
hjörtun i einveru kalla.
Hún leitar uppi hvert tregatár.
Hún telur blöðin, sem falla.
Og hún er þögul og ávallt ein
og á ekki samleið með neinum.
Því hún er sorgin, sem sefar hvert mein,
og sífellt leitar að einum.
(Tómas Guðmundsson)
Blessuð sé minning þín.
Gréta.
það leyndi sér aldrei þegar Jónas
tók lagið.
Jónas var afar vel á sig kominn
og gjörvilegur á yngri árum, sem
meðal annars kom fram í mikilli
kvenhylli og nýttist honum til hins
) ágæta kvonfangs. Það mátti segja
A að fengu færri en vildu, enda virt-
ist Sigga alltaf vera býsna ánægð
imeð föranautinn og ekki var að
heyra að hallaði orði milli þeirra
þó að gustaði um sali þegar Jónas
var að koma úr réttunum. Það urðu
jafnan umskipti á honum þegar vín-
ið leysti innri eld, sem annars var
bundinn í reglu hversdagslífsins.
Það urðu mikil tilþrif á hraustmenn-
inu þegar tilfinningarnar fengu út-
W rás um hendurnar, hvort sem farið
^ var ómjúklega um matborðið, til
áherzlu eða til að sýna vinahót, sem
' gátu orðið nokkuð svæsin, ef kunn-
inginn hafði ekki sézt lengi. Það
skal ósagt látið hvort hann bókstaf-
lega reif eyrað af honum Gumma
heitnum í Áuðsholti, í fagnaðarlát-
unum, eftir langan aðskilnað, eins
og sagan sagði. En það gat orðið
mikill fyrirgangur. Kannski var það
^ sama eðlið og þegar hann kepptist
w við erfiðisverk, eins og væri lífíð
A að leysa. Þá gekk víst undan Jón-
asi og ekkert hálfkák.
Jónas var staðfastur framsóknar-
maður og hafði nokkra skömm á
öðrum stjórnmálaflokkum. Lýðræð-
ið og flokkakerfið væri svifaseint
ef allir væru jafnfastir fyrir. Þetta
byggðist á hans traustu trú á sam-
vinnuhugsjónina. Kaupfélagið og
önnur samvinnufyrirtæki gengu al-
^ gerlega fyrir gagnvart hans við-
f skiptum.
Þegar bakveikin og mjaðmaslitið
fóru að segja til sín saknaði Jónas
æskunnar og hreystinnar. Þessum
heilsubrestum var báðum ráðin við-
unandi bót á, en oft mun hann
hafa verið kvíðinn að kvöldi, þegar
giktarverkirnir gagntóku líkamann,
að loknum annasömum degi. Þá
sótti að hugsunin um að verða
óvinnufær og til einskis gagns.
Hann myndi þá tíma þegar allir
urðu að hjálpast að, ef vel átti að
fara. Þá var unnið meira en 5 daga
vikunnar. Þá var ekki heldur hætt
að vinna á vissu aldursári, heldur
gjarnan haldið áfram að gera eitt-
hvað meðan eitthvert þrek var eft-
ir. Auk þess hafði Jónas eðlilega
athafnaþörf, sem stundum er jafn-
vel kölluð ofvirkni nú á dögum, af
þeim sem minni atorku hafa. Hann
hafði áhuga á öllu sem gat orðið
heimilinu til framdráttar, hvort sem
vora almenn búverk, sláturstörf,
smalamennskur, kartöflutínsla, eða
jafnvel veiðiskapur á silung, mink
eða tófu. Alltaf var hann tiltakan-
lega verklaginn og handtakagóður.
Það var því dálítið einkennilegt að
hann skyldi alltaf vera heldur
klaufskur á traktor og bifreiðaakst-
ur gekk honum ennþá miður og
skemur. Klaufaskapur að þessu
leyti var reyndar mótlæti sem flest-
ir jafnaldrar hans urðu að sæta í
árdaga véltækninnar. Annars bún-
aðist Jónasi mjög vel, enda hugsaði
hann fyrst og fremst um að hafa
arð af búinu, hvað sem liði meðal-
vigtinni eða mjólkurinnlegginu á
öðram bæjum, enda orðinn vel efn-
aður á seinni árum búskaparins.
Hann kunni líka betur við að hafa
borð fyrir báru, heyhræddur og
aðgætinn í peningamálum. Og vel
farnaðist stóru heimilinu, undir
stjórn Siggu, sem ljómaði í linnu-
lausu annríkinu. Einnig setti afi,
eða Gamli-Gústi, eins og nágrann-
arnir kölluðu hann, sinn notalega
brag á stórfjölskylduna.
En að því kom að breytingar
hlutu að verða og það var erfitt
hlutskipti hjá Jónasi að þurfa að
fara frá ævistarfinu og setjast að
í iðju- og tilgangsleysi á Selfossi.
Ekki bætti úr skák þegar heilsan
fór aftur að svíkja og nú með höfuð-
verk, gleymsku og sljóleika, svo
hann átti jafnvel til að koma ekki
fyrir sig fólki, sem hann annars
nauðþekkti. Þetta varð að síðustu
til þess að hann fékkst varla til að
fara út úr húsi, þrátt fyrir nokkuð
góða heilsu að öðru leyti og hraust-
legt útlit, eins og alla tíð. Hann
varð því lungnabólgunni feginn. Nú
yrði hann ekki lengur öðram byrði.
Það var fyrir um 30 á.ram að ég
kom, sem oftar, að Kjóastöðum, og
talið barst að minningargreinum.
Eitthvað héldum við að það væra
vafasamar bókmenntir og þar kom
niður tali að Jónas bað mig að skrifa
eftir sig, og það mátti ekki verða
nein mærðarvella. Þetta hefur nú
verið talað í galgopaskap, en orð
skulu standa, sagði Iðu-Páll. Minn-
ingargreinar geta haft margþætt
gildi, fyrir þá sem eftir lifa og
mörgum hollt að rifja upp að þeir
sem um sinn hafa orðið að hopa
fyrir ellinni voru með öðru fasi
meðan ársól lífsins brann á vanga.
Það getur verið að Jónas hefði
þótt hálfgerður hégómi sumt af því
sem hér er komið á blað, enda er
það eftir sem meira máli skiptir.
Ekki veit ég hvort Jónas hafði tök
á að þakka Siggu almennilega fyrir
samveruna, en það veit ég að hann
hefði viljað gera núna og það má
þá bara árétta það.
Fyrr tilvitnað kvæði endar á þess-
um línum:
A hveiju vori í lundi lifnar skraut,
en lífsins blóra ei nema einu sinni.
Ég vil að lokum óska þess, Sigga,
að þú megir ylja þér við minningar
frá góðu hjónabandi og gleðjast
meðal lífsins blóma afkomenda ykk-
ar.
Valur Lýðsson.
Bombunýj ung*
frá Karpov
Ólympíusafnið í
Lausannc, 1. — 9.
janúar 1998
HEIMSMEISTARAMÓT
FIDE
Anatólí Karpov vann fyrstu skákina
við Indverjann Anand í 104 leikja
maraþonskák.
ÞETTA var gríðarlega mikilvæg-
ur sigur, því aðeins verða tefldar
sex skákir í einvíginu. Það verður
örugglega mjög erfitt fyrir Anand
að jafna metin gegn Karpov, sem
er alveg óþreyttur. Karpov er líka
þekktur fyrir það að vera mjög
sterkur varnarmaður og nú er eng-
in ástæða fyrir hann að taka
nokkra áhættu.
Karpov eyddi greinilega ekki
tímanum til ónýtis meðan Anand
lagði sex erfiða andstæðinga að
velli í Groningen í Hollandi. Hann
hristi fram úr erminni afar öfluga
nýjung í Meran afbrigði Slavnesku
varnarinnar í 17. leik. Þar var
greinilega um heimabrugg að
ræða, Karpov fórnaði riddara fyrir
þijú peð og hættulega sókn.
Anand var greinilega brugðið við
þessa snörpu atlögu og í 26. leik
greip hann til þess örþrifaráðs að
fórna tveimur hrókum í tilraun til
að ná jafntefli með þráskák. En
Karpov átti sterkt svar gegn því,
hann varðist gagnsókninni með því
að láta sjálfa drottninguna af hendi
og við það skýrðust línurnar.
Karpov átti þá hrók og tvö peð
fyrir drottningu í endatafli og virt-
ist eiga bráðan sigur vísan. En
honum fataðist úrvinnslan, missti
annað umframpeðanna klaufalega
og Anand hélt honum í stöðugri
tímapressu. Um síðir náði Karpov
þó áttum og knúði fram vinning
með sinni venjulegu nákvæmni í
úrvinnslu.
Tímamörkin eru þannig að á
fyrstu 40 leikina hafa keppendur
100 mínútur hvor, á næstu 20 fá
þeir 50 mínútur, en fá þá 10 mín-
útna viðbótartíma til að ljúka skák-
inni. En til að forða því að tímas-
kortur ráði úrslitum fá þeir hálfa
mínútu aukalega fyrir hvern leik
sem þeir leika. Á 100 leiki hefur
því hvor keppandi samtals 210
mínútur, eða þrjár og hálfa klukku-
stund.
Mikill
aðstöðumunur
Karpov mætir óþreyttur til leiks
til að verja titil sinn sem
heimsmeistari FIDE, en Anand
hefur setið að tafli allar götur frá
því 10. desember til að tryggja sér
réttinn til að tefla einvígið. Ekki
var útséð um að hann yrði
andstæðingur Karpovs fyrr en á
þriðjudaginn var. Hann fékk því
aðeins tvo daga til að ferðast frá
Groningen til Lausanne og til að
mæta á setningarathöfnina. Anand
hlýtur að vera úrvinda eftir að
hafa slegið út sex öfluga stór-
meistara og sigur Karpovs sannar
ekki mikið.
Þótt Karpov hafi á Sovéttímabil-
inu notið forréttinda í skjóli vel-
þóknunar kommúnistaflokksins, þá
bliknar það í samanburði við þetta.
Fyrsta skákin
Hvítt: Anatólí Karpov
Svart: Vyswanathan Anand
Slavnesk vörn
1. d4 - d5 2. c4 - c6 3. Rc3
- Rf6 4. e3 - e6 5. Rf3 -
Rbd7 6. Bd3 - dxc4 7. Bxc4
- b5 8. Bd3 - Bb7 9. 0-0 -
a6 10. e4 - c5 11. d5 - Dc7
12. dxe6 — fxe6 13. Bc2 — c4
14. De2 - Bd6 15. Rd4 - Rc5
16. f4 - e5
í þessari stöðu hefur iðulega
verið leikið 17. Rf5, nýlegt
dæmi er skák Kasparovs og
Akopjans á Ólympíuskákmótinu
1996, sem lyktaði með jafntefli.
17. Rdxb5! — axb5 18. Rxb5 —
Db6 19. Rxd6+ — Dxd6 20.
fxe5 — Dxe5 21. Hf5 — De7
22. Dxc4 - Hc8
22. — Rcxe4
23. Db5+ - Rcd7 24. Dxb7 -
Hxc2 25. Bg5 - Dd6 26. Da8+
- Kf7?
Gagnsókn svarts gengur ekki
upp. Betra var 26. — Db8 þótt
lakara endatafl gegn Karpov sé
auðvitað ekki fýsilegur kostur.
27. Dxh8 - Dd4+ 28. Khl -
Dxe4 29. Hf3 - Hxg2 30. Kxg2
- Re5
31. Dxg7+! - Kxg7 32. Bxf6+
- Kg6 33. Bxe5 — Dxe5 34.
Hgl?! Lítur vel út, en 34.
Hf2 — h5 35. a4! var mun
nákvæmara.
34. - h5 35. b3 - De2+ 36.
Hf2 - De4+ 37. Kfl+ - Kh6
38. Hg3 - Dbl+ 39. Kg2 -
De4+ 40. Hgf3 - Dg6+!
Nú verður Karpov að láta annað
peðið af hendi til að sleppa úr þrá-
skákum. Samt sem áður er staða
hans unnin þótt úrvinnslan taki
marga leiki. Karpov átti nú mun
minni tíma og Anand lék hratt til
að reyna að þvælast fyrir. Engu
að síður reynist
FIDE—heimsmeistarinn vandanum
vaxinn.
41. Khl - Dbl+ 42. Kg2 - Dg6+
43. Khl - Dbl+ 44. Hfl - Dxa2
45. Hf6+ - Kg7 46. Hf7+ - Kh8
47. Hf8+ - Kg7 48. H8f7+ -
Kg8 49. H7f3 - Kg7 50. h3 -
Dc2 51. Hlf2 - De4 52. Kg2 -
Db4 53. He2 - Dd4 54. He7+ -
Kg6 55. He6+ - Kg7 56. Hg3+
- Kf7 57. Hge3 - Dd5+ 58. Kg3
- Dg5+ 59. Kf2 - Dh4+ 60. Ke2
- Dd4 61. H6e4 - Dal 62. Kd3
- Kf6 63. He6+ - Kf5 64. b4 -
Dcl 65. Kd4 - Dc8 66. b5 -
Dd8+ 67. Kc5 - Dc7+ 68. Kb4
- Df4+ 69. Kb3 - Dc7 70. b6 -
Dd7 71. H3e5+ - Kf4 72. He4+
- Kg3 73. He3+ - Kh2 74. Kc4
- h4 75. Kc5 - Dc8+ 76. Kd5 -
Dd8+ 77. Ke4 - Dd7 78. Kf5 -
Kg2 79. Kg5 - Dg7+ 80. Kxh4
- Kf2 81. H3e5 - Dh8+ 82. Kg4
- Dg7+ 83. Kf5 - Dh7+ 84. Kf6
- Dh4+ 85. Kf7 - Dh7+ 86. Ke8
- Db7 87. h4 - Db8+ 88. Kf7 -
Db7+ 89. Kg6 - Db8 90. h5 -
Dg8+ 91. Kf5 - Dh7+ 92. Kf6 -
Kf3 93. He3+ - Kf2 94. He2+ -
Kf3 95. H2e3+ - Kf2 96. Kg5 -
Dg8+ 97. Kh4 - Dd8+ 98. Kh3
- Ddl 99. He2+ - Kf3 100. Kh2
100. Hel! var fljótvirkara.
100. - Dd8 101. H6e3+ - Kf4
102. b7 - Db6 103. He4+ - Kf3
104. H2e3+ - Kf2 105. He7 -
Dd6+ 106. Kh3 - Db8 107. H3e5
- Kgl 108. Hg7+ og Anand gafst
upp, því hann er óveijandi mát.
Margeir Pétursson
Daði Orn Jónsson