Morgunblaðið - 24.02.1998, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.02.1998, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Nefnd um smíði nýs varðskips Dró sig í hlé vegna hagsmuna- árekstra AÐALHEIÐUR Eiríksdóttir, fjármálastjóri hjá Slippstöðinni hf. á Akureyri, hefur sagt sig úr nefnd, sem skipuð var til að fjalla um smíði nýs varðskips fyrir Landhelgisgæsluna vegna þess að Slippstöðin hefur áhuga á verk- efninu. Kvaðst Aðalheiður hafa gert það þar sem þar kynni að koma að seta hennar í nefndinni og staða hennar hjá Slippstöðinni færu ekki saman. Höfum áhuga á verkinu „Við höfum áhuga á þessu verki þegar þar að kemur,“ sagði Aðal- heiður í gær. „Okkur sýndist það geta verið óheppilegt að ég sæti í nefndinni vegna þess að við höfð- um hugsað okkur að taka þátt í út- boði eða sækjast eftir verkefninu hvemig sem að því verður staðið. Okkur sýndist því að þetta væri aðeins spurning um hvenær ég yrði vanhæf.“ Aðalheiður, sem var tilnefnd af iðnaðarráðuneyti, bætti því við að ef til vill hefði verið óheppilegt að hún skyldi gefa kost á sér til setu í nefndinni í upphafí. Nefndarstarf- ið væri hins vegar ekki það langt komið að eitthvað, sem nú væri að gerast hjá henni, gerði hana van- hæfa. Nefndin var skipuð 23. desem- ber og hefur þegar hafíð störf. Hafsteinn Hafsteinsson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, sagði að erfitt væri að segja til um það hvað nefndin yrði lengi að komast að niðurstöðu, en sennilega yrði Landhelgisgæslan komin með nýtt varðskip eftir tvö til þrjú ár. Hann sagði að gert væri ráð fyrir að skipið yrði mun stærra, en núver- andi varðskip. 3.000 lestir og 30 manna áhöfn „Það er reiknað með að það verði í kringum 3.000 lestir," sagði hann. „Við gerum ráð fyrir um 30 manna áhöfn.“ Nefndin er fímm manna. Haf- steinn er formaður hennar en einnig sitja í henni Þórhallur Ara- son fjármálaráðuneyti, Sólmundur Jónsson dómsmálaráðuneyti og Guðrún Zoéga lögfræðingur. Ekki fengust upplýsingar um það í gær hver yrði tilnefndur í nefndina í stað Aðalheiðar. Loðnufrysting á Japansmarkað hafín í Neskaupstað morguiioiauio/ ÞRÍR loðnubátar á veiðum austast á Lónsvík, sem er á milli Austurhorns og Vesturhorns, f gær. nn Ragnarsson Það besta sem við höfum séð Aðeins örlítið brot af hrygningargöng- unni, segir Hjálmar Vilhjálmsson SÚLAN EA landaði loðnu í Nes- kaupstað í gær og var þegar farið að flokka hana í frystingu á Japansmarkað. Að sögn Hjálmars Vilhjálmssonar, fiskifræðings hjá Hafrannsóknastofnun, er aðeins brot af hrygningargöngunni komið og er stærstur hluti hennar við landgrunnskanthm suður af Aust- fjörðum. „Loðnan flokkast vel,“ sagði Jón Gunnar Siguijónsson, verkstjóri í loðnufrystingunni í Neskaupstað. „Þetta er það besta, sem við höfum séð. Nú er þetta að byrja og allir eru kátir.“ Hjálmar Vilþjálmsson sagði í gær að veiðin hefði verið góð frá því hún hófst út af Hvítingum og væri nú verið að veiða í austan- verðri Lónsvík, milli Austurhorns og Vesturhorns. „Það eru ansi mikil hrogn í þess- ari loðnu, 16 til 18%,“ sagði Hjálm- ar, sem kom í land í Reykjavík með rannsóknaskipinu Árna Friðriks- syni um ellefuleytið í gærmorgun. „Hún er að vísu í tiltölulega köld- um sjó enn, en þegar hún fer að færa sig vestar hlýnar fljótlega og þá vex kynþroskinn hraðar en hann heftir gert hingað til.“ Hann sagði að því væru ekki eft- ir nema vika eða 10 veiðidagar í þessari torfu. „Hins vegar er þetta ekki nema örlítið brot af hrygningargöng- unni,“ sagði hann. „Langmestur meirihluti af göngunni er enn út við landgrunnskantinn út af sunn- anverðum Austíjörðum. Fyrir tveimur dögum var heilmikill mökkur af loðnu á leið úr kantin- um í stefnu suðaustur f átt að norð- urenda Þórsbanka, sem er á milli íslands og Færeyja." Að sögn Hjálmars er sú loðna sýnu skemmra komin: „Þegar við vorum þama var hrognafyllingin ekki nema milli 11 og 13%, sem er hefðbundið viðmið þegar loðnan er að gefa í til að koma sér upp undir landið." Hjálmar sagði að sennilega ætti eftir að veiða um 400 þúsimd tonn af kvótanum og sennilega tækist að veiða upp í hann ef ekki skylli á verkfall: „Menn þurfa samt sem áður að halda æði vel á spöðunum því að þetta er nokkuð mikið af fiski.“ Gott að flokka Jón Gunnar í Neskaupstað sagði að mikill munur væri á loðnunni, sem Súlan landaði í gær, og því, sem áður hefði komið á land: „Átan er komin niður og karlinn er stór. Það er gott að flokka þetta. Það er allt á uppleið og við vonum að þetta verði stanslaust á meðan veð- ur leyfir.“ Lykilatriði við flokkun loðnunn- ar er að ná karlloðnunni út og að kvenloðnan sé sem stærst. Þrír bátar sigla með loðnu til Neskaupstaðar, Súlan, Börkur NK og Beitir NK. Súlan kom sfðast með 900 tonn, Börkur 2.000 tonn og Beitir 1.300 tonn. Bátamir era um sex klukkustundir á miðin. „Það er nóg að gera núna og verður það næstu daga,“ sagði Jón Gunnar. „Nú era um 30 manns á vakt við að flokka og frysta. Við keyrum á tólf tíma vöktum og það er unnið allan sólarhringinn." Seyðisfjqrður ^Neskaupstaður Reyðar-,*Hskifjörður ^ flðrður .>áskrúðsfjðrður Breiðdalsvik. ‘Stöðvarfjðrður Djúpivogyr*"’ j & ' Pvpey Hvalbokur í gær voru skipin að ná góðum loðnuköstum út afLónsvík ■16V J4V Berjast um loðnuna Hann sagði að loðnan færi í gáma þegar hún hefði verið fryst og síðan yrði hún flutt til Japans. Þrjú japönsk fyrirtæki kaupa loðnuna, sem er fryst í Neskaup- stað, og er Nomura stærsti við- skiptavinurinn með tvo þriðju hluta þess, sem fryst er. „Hér eru staddir þrír japanskir matsmenn, einn frá hverju fyrir- tæki,“ sagði Jón Gunnar. „Þeir beijast um loðnuna. Einn er f skipinu, annar f nýja frystihúsinu og sá þriðji í því gamla.“ „Við erum að byija og höfum fengið eitt 150 tonna kast,“ sagði Atli Sigurðsson, skipstjóri á Gígjunni VE. „Það er verið að banka á því hérna.“ Þetta var þriðji túr Gígjunnar eftir að loðnunnar varð vart og er báturinn kominn með 1.600 til 1.700 tonn samanlagt. „Við höfum verið að veiða svip- aða loðnu í öllum túrunum," sagði hann. „Það hefur ekki verið land- að í frystingu enn þá og ég held að frystingin sé rétt að byrja af einhveiju viti núna.“ Gígjan var á veiðum í austan- golu suður af Austurhorni, aust- ast á Lónsvík, þegar símasam- band náðist síðdegis í gær. „Okkur líst ágætlega á loðn- una, sem við erum að fá núna,“ sagði Atli. „Ætli það séu ekki ein- ir tíu bátar á veiðum hér.“ Hjálmar Vilhjálmsson sagði að öll loðnuveiðin væri á sama stað þótt hægt væri að veiða víðar. Loðnan væri smátt og smátt að sí- ast inn á landgrunnið og kæmi inn í flekkinn, sem nú væri verið að veiða úr, og því kláraðist hann ekki. Atli sagði að best veiddist í ljósaskiptunum kvölds og morgna. Hann vonaðist til að fylla bátinn í gærkvöldi og sagði að þá biði hátt í sólarhringsstím til Eyja. „Veiðin hefur verið misjöfn í dag,“ sagði hann þegar spurt var hvemig öðrum bátum vegnaði. „En það var góð veiði í morgun.“ Hjálmar sagði að ekki yrði farið út aftur á Árna Friðrikssyni, en fylgst yrði með aflabrögðum og sýni tekin úr loðnunni, sem landað væri. Loðnu hefur verið landað víða frá því að veiði hófst, þar á meðal í Vestmannaeyjum, í Neskaupstað, á Reyðarfirði, Eskifirði, Fáskrúðs- flrði, Hornafirði og Akranesi. Vdkri i rig/á m i rui i a% Þarftu að láta vekja þig eða minna þig á eitthvað? Það gerir þú með því að ýta á □ 55 E3, ákveð- inn tíma (t.d. 0730) og ED Nánari upplýsingar um verð og sérmónustu Landssímans færðu í síma 800 7000 eða SÍMASKRÁNNI. LANDS SÍMINN Á gjörgæslu eftir að hafa keyrt á ljósastaur RÚMLEGA tvítug stúlka liggur á gjörgæsludeild á Sjúkrahúsi Reykja- víkur eftir að bifreið sem hún var í lenti á ljósastaur á Hafnarfjarðar- vegi um klukkan 21 á fóstudags- kvöld. Ungur maður sem var með henni í bifreiðinni var einnig fluttur á slysadeild eftir óhappið en meiðsli hans reyndust minniháttar. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglu myndaðist mikil hálka á götum á íöstudagskvöld. Bifreiðin ók eftir Hafnarfjarðarvegi á norðurleið en skammt norðan við Amameslæk virðist sem stúlkan, sem var öku- maður bifreiðarinnar, hafi misst stjóm á henni. Afleiðingamar urðu þær að bfllinn Morgunblaðið/Jón Svavarsson BIFREIÐIN rann til sökum hálku og skall á ljósastaur, sem gekk inn í bílinn miðjan. snerist á veginum og skall vinstri hlið hans á ljósastaur sem gekk inn í miðjan bflinn. Stúlkan slasaðist illa, hlaut m.a. alvarleg beinbrot og inn- vortis meiðsl. Hún lá á gjörgæslu- deild í gærdag, samkvæmt heimild- um Morgunblaðsins, en virtist vera á batavegi. Bifreiðin er talin gjörónýt og þykir, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu, mesta mildi að ekki fór verr. Fyrr sama kvöld slasaðist eldri kona í árekstri á Vífilsstaðavegi, að því að talið er, vegna hálku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.