Morgunblaðið - 24.02.1998, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 24.02.1998, Blaðsíða 37
ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 1998 37^ MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ AÐALBJORG JÓHANNSDÓTTIR + Aðalbjörg Jó- hannsdóttir fædd- ist í Sogni á Dalvík 28. janúar 1915. Hún lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri 17. febrúar síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Jó- hann Jóhannsson, kaupmaður og síðar útibússtjóri KEA, f. 1875, d. 1945, og kona hans, Guðlaug Baldvinsdóttir, ljós- móðir, f. 1875, d. 1964. Aðalbjörg var yngst þriggja barna þeirra sem upp komust. Hin voru Baldvin, útibússtjóri KEA á Dalvík, f. 1901, d. 1975, og Jórunn, hús- móðir á Dalvík, f. 1906, d. 1990. Fóstursystir þeirra var systur- dóttir Jóhanns, Rannveig Stef- ánsdóttir, húsmóðir og handa- ,Að kveðja er að deyja svolítið." Þetta orðtak Frakka leitar á hugann þegar ég kveð Aðalbjörgu Jóhanns- dóttur, Óllu frænku, í hinsta sinn. Með henni hverfur síðasti tengiliður minn við það umhverfi sem mótaði mig á bernsku- og unglingsárunum á Dalvík. Ég man eftir Óllu jafnlengi og ég man sjálfan mig. Þær systur, Jói-unn og hún, stóðu móður minni næst alia tíð, þær bjuggu nokkurn veginn á sama blettinum aliar þrjár og samgangur milli þeiri-a var stöð- ugur, nánast daglegur. Alla var þeirra langyngst og kveður síðust. Alla í Sogni var hún löngum nefnd á Dalvík. Hún fæddist í Sogni, húsi sem faðir hennar reisti í miðju Dal- víkurþorpi sem þá var að verða til. Þegar hún var á þriðja ári seldi hann kaupfélaginu húsið og fjöl- skyldan fluttist í annað hús niðri í fjörunni sem fólk nefndi einnig Sogn, þótt Jóhann og Guðlaug hefðu ekki ætlast til þess. Þarna niður frá bjó Alla með móður sinni þegar ég man fyrst til. Þá var hún handa- vinnukennari við skólann; móðir mín hafði gegnt því starfi á undan henni og tók við því aftur um skeið eftir að Alla fór að vinna hjá kaupfélaginu. Um svipað leyti réðst hún í það stór- ræði að byggja sér hús við Hólaveg sem þá var verið að leggja, og varð það númer 5. Þangað fluttust þær mæðgur og Alla bjó þar áfram eftir lát móður sinnar, lengst af uppi í risi eftir að hún hafði selt neðri hæðina. Þarna á risinu gisti ég alltaf í Dal- víkurferðum mínum síðustu áratugi og kynntist henni þá betur en ég hafði gert á unglingsárum. Sambúð fólks við umhverfi sitt er með ýmsum hætti. Sumir láta það kæfa sig, leggja svo mikið kapp á að þóknast því að einstaklingssvipmót- ið verður dauflegt. Aðrir reyna að loka að sér og einangrast frá öðru fólki, verða það sem kallast sérvitr- ingar. Ég býst við að það hendi frek- ar þá sem einhleypir eru. En Alla frænka gerði hvorugt af þessu. Hún hafði lifandi áhuga á fólki og fylgdist vel með því sem gerðist á Dalvík og í þjóðfélaginu almennt. Hún lagði rækt við frændsemi og vináttu flest- um fremur. En hún lagði líka rækt við sjálfa sig og átti sér hugðarefni sem hún sinnti af miklum áhuga. Náttúrufræði, einkum grasafræði, var henni hugfólgin, einnig garð- rækt, og matjurtirnar sem hún ræktaði í garðinum við húsið sitt voru sannarlega gróskumiklar. Hún safnaði líka jurtum og pressaði og gaf þær Safnahúsinu á Dalvík, þar sem má líta þetta safn hennar uppi á spjöldum. Seinni árin fékk AUa mikinn áhuga á ættfræði, sérstaklega svarf- dælskum ættum. Enga bók las hún jafnmikið og Svarfdælinga, hið merka mannfræðirit Stefáns Aðal- steinssonar um búendur í Svarfað- ardal eins langt aftur og rakið verð- ur. Þá fór hún að kynna sér sína eig- in ætt rækilega og birti nokkuð um þau efni í Norðurslóð, því hún var vel ritfær. Árið 1983 birti hún grein- ina „Þórður hökulangur og niðjar vinnukennari á Dal- vík, f. 1902, d. 1993. Aðalbjörg gekk í barna- og unglinga- skóla á Dalvík, tók gagnfræðapróf frá Menntaskólanum á Akureyri 1935 og próf frá Húsmæðra- skólanum á Lauga- landi í Eyjafirði 1940. Hún átti heima á Dal- vík alla ævi. Hún kenndi handavinnu stúlkna við Barna- og unglingaskólann 1948-56 og annaðist jafnframt ljósböð í skólanum 1944-56. Síðan vann hún við af- greiðslustörf í vefnaðarvörudeild útibús KEA fram um 1980. Hún var ógift og barnlaus. Utför Aðalbjargar fer fram frá Dalvíkurkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. hans, - í fótspor feðranna í móðu- harðindunum". Þar segir hún í lokin, eftir að hafa rakið margvíslegan fróðleik um þetta ættfólk sitt: „Mér hafa fundist móðuharðindin vera í þvílíkri órafjariægð. En það er þá ekki lengi’a en svo að þarna eru langa-langa-langafar mínir og ömm- ur, börn þessa voðalega tíma. Sann- arlega hef ég færst nær þessu fólld og kynnst því ofurlítið. Og nú þykir mér orðið reglulega vænt um það allt saman.“ - Það er ekki undarlegt að konu sem bar slíkan hug til for- mæðra sinna og forfeðra þætti vænt um það ættfólk sem nú lifir, enda var það svo, og þær kenndir voini henni endurgoldnar. Margir voru þeh- sem fengu jólakveðju frá Öllu. Einhvern tíma var hún að segja mér frá ungum ættingjum sem hún vildi halda tengslum við þótt hún þekkti þá ekki mikið. „En ég er frænka þeirra allra fýrir því,“ sagði hún. Þarna hitti hún einmitt naglann á höfuðið og kannski betur en hún sjálf vissi. Frummerking orðsins frændi er vinur og frænka er þá vin- kona. í þeirri merkingu var Alla frænka allra sem hún hafði sam- skipti við, hvort sem þeir voru í skyldleika við hana eða ekki. Alla var lágvaxin, hnellin og lá hátt rómur. Að skaplyndi var hún hress og kát, víl eða vol fundust ekki í fari hennar. Hún var tilbúin að leggja á nýjar slóðir sem sést á því að hún eignaðist tölvu komin undir áttrætt, ekki síst til að geta komið ættrakningum sínum í aðgengilegt form. Það er bjart yfir minningunni um Öllu frænku. í minni vitund er hún órjúfanlega tengd þeim heila og trausta heimi sem var skjólgarður ungum gróðri sem þar óx upp. Hall- dór Laxness leggur okkur hér sem oftar orð á tungu. Þetta er heimur sem einu sinni var, segir hann, „og reyndar lángt frá því að vera góður, þó hann væri á margan hátt betri en okkar heimur núna; en á þessari liðnu tíð kom hlýtt hjartalag, grand- vör framkoma og virðíng fyrir náún- ganum í staðinn fyrir réttlæti úr tölvu; þar var sú fegurð í mannlegri sambúð sem ekki varð lifað án þrátt fyrir alt og alt og alt.“ (I túninu heima, 228.) Við kveðjum Öllu frænku með hugheilum þökkum fyrir hennar löngu og góðu návist og allt sem hún gerði til að auðga líf okkar. Hún hvíli í friði. Gunnar Stefánsson. Elskuleg uppáhaldsfrænka okkar, hún Alla, er látin, nýorðin 83ja ára gömul. Óviða var svo ljóst hvað ald- ur er afstætt og órætt hugtak sem samvistum með Öllu. Hún var mikið náttúrubarn og elskaði og virti ekki aðeins allt sem lifði heldur einnig moldina, grjótið og landslagið. Hún bar allt til enda forvitni og fróðleiks- fýsn barnsins og einlæga gleði yfir nýjum uppgötvunum. Á áttræðis- aldri fékk hún sér tölvu og án þess að hafa nokkru sinni lært fingrasetningu eða átt neina fyrri reynslu af tölvum setti hún sig vel inn í stýrikerfi og nauðsynleg forrit til að koma ættfræðirannsóknum sínum á blað. Þau skrif eru nú mörg hundruð blaðsíður með smáu letri. Eðlislæg ft-óðleiksíysn hennar bar hana áfram við hvorttveggja að læra á tölvuna og safna upplýsingum um ættir og áa en einnig svo fjölmargt fleira. Hún gerði fyrir fáum árum merkilega útdrætti og greinar úr dagbókum afa síns, Jóhanns Jóns- sonar á Ytra-Hvarfi, sem var hrepp- stjóri og oddvití sveitarstjórnar Svarfdæla á öndverðri síðustu öld. Þessi dagbókarbrot sem birtust í Norðurslóð gáfu einstaka sýn í mannlíf á Islandi fyrir hundrað ár- um, sorgir fólks og gleði og þau vandamál sem verið var að leysa á þeim tíma. Þessi ritstörf hennar sýna vel ást hennar og áhuga á mannfólkinu og jákvæða og upp- byggilega fróðleiksfýsn hennar sem var algerlega laus við dóma eða að Alla meiddi neinn með óábyrgu tali. Fyrir skömmu sagði hún við okk- ur að ef hún væri fíkill væri hún moldarfíkill. Hún hafði slíka unun af gróðri og garðrækt að það lét engan ósnortinn sem henni kynntist. Garð- urinn hennar bar þess gleggstan vott en varla eru tvö tré í garðinum af sama afbrigði sömu gerðar. Alla var hinn hreinræktaði náttúruvís- indamaður. Þótt garðurinn hennar hafi lengi verið afskaplega fallegur var hann þó fyrst og fremst til- rauna- og rannsóknastofa Öllu. Alla var óþreytandi við að gera tilraunir og gladdist yfir árangrinum ein með sjálfri sér án nokkurrar ytri umbun- ar eða launa. Síðasta vetur gerði hún tilraunir með fræ af stóru al- askaöspinni sinni í blómabakka fyrir utan gluggann á annairi hæð. Hún var stolt af að hafa komið til nokkrum plöntum af fræjunum en óttaðist að þær hefðu þomað og kalið þegar dvölin fyrir sunnan varð lengri en til stóð. Alla notaði ekki aðeins garðinn til að rannsaka plöntur, þar rannsakaði hún líka tilhugalíf þrasta og íylgdist með hreiðurgerð, viðkomu og endur- komu fuglanna að ári og þekkti þá hverjir voru ungar úr hennar garði og hvernig fullorðnu fuglarnir skil- uðu sér aftur. Mýsnar sem flestir garðeigendur hefðu reynt að losa sig við vora vinir hennar sem hún gaf nöfn. Þótt það væri eftir tvö hjarta- áfoll í upphafi þessa árs sá Alla allt annað í rósunum sem henni voru færðar á sjúkrabeðinn en flestir sjúklingar. Hún tók af stilkum þeirra afleggjara og leitaði upplýs- inga um hvernig best væri að koma slíkum rósaafleggjurum til, hvaða afbrigði væru vænlegust og hvernig best væri að geyma þá þar til hún kæmist heim. Öllu fannst hún enn eiga margt ógert og vart væri komið að leiðar- lokum og undraðist hversu margt fullorðið fólk væri yngra en hún. „Mér finnst alltaf að ég sé yngst en uppgötva svo oft að ég er elst,“ sagði Álla. í jákvæðasta skilningi týndi Alla aldrei barninu í sér og bjó yfir einlægri gleði yfir öllu því sem til- veran birtir okkur. Samvistum við hana var ekki til neitt kynslóðabil. Við sóttumst eftir félagsskap hennar allt frá fyrstu bernsku okkar því hún hafði svo mörgu jákvæðu að míðla jafnframt því sem í hennar augum voru allir jafn áhugavert og merki- legt fólk hver sem aldur, staða eða kyn var. Alla sannaði okkur sem þekktum hana að fólk hefur hlut- verki að gegna alla ævi. Samvistir við hana og samtöl örvuðu þessa þætti í okkur sem voru henni svo eðlislægir allt til enda. Af öllu hjarta þökkum við Öllu allt það jákvæða, góða og uppbyggilega sem hún gaf lífi okkar. Ritað er að sælir séu þeir sem af hjarta eru lítil- látir. Enginn sem við höfum kynnst er þá í dag sælli en Alla. Guð blessi hana og minningu hennar. Helgi Jóhann Hauksson, Unnur Aðalbjörg Haukssdóttir, Alda M. Iiauksdóttir, makar og börn. Hún Alla frænka mín, 83ja ára, dó þriðjudaginn 17. febrúar, hún var ótrúlega góð við mig og var alltaf að gefa mér eitthvað. Hún átti heima á Dalvík svo að ég sá hana ekki oft. Hún var mjög flink með brennipenna, einu sinni til dæmis brenndi hún heilt dúkkurám og út- koman var stórkostleg, hún gaf syst- ur minni það. Hún var eins og amma við okkur. Hún var oft hjá okkur á afmæli systur minnar, 31. desember. Hún brenndi einu sinni litla tunnu handa mér og sendi í pósti. Svo gaf hún mér fullt af dóti sem ég fann hjá henni. Ein jólin gaf hún mér lítið hús úr steini og þúsundkall, og síð- ustu jól gaf hún mér litla sæta styttu sem hún bjó sjálf til og þúsundkall. Hún var besta frænka sem hægt var að hugsa sér. Svo um jólin brenndi hún og litaði litla flöskuupptakara og svo líka klukku, myndin var mjög flottur lax. Hún var heima hjá mér svona einum og hálfum mánuði áður en hún dó, svo kom hún aftur heim til mín eftir þónokkra dvöl á spítala og fór svo fljótlega aftur á spítalann. Hún ræktaði lúpínur í garðinum hjá sér, þess vegna var garðurinn hjá henni mjög litríkur, gult, rautt, fjólublátt, bleikt og allskyns litir. Þar eru líka allskyns tré og fleiri jurtir. Fyrir nokkrum árum fékk hún Macintosh-tölvu og fór að skrifa ættfræði ættar sinnar án nokkurrar æfingar. Hún var voðalega góð við allt og alla í kringum sig. Hún átti ekki mikla peninga, samt var hún alltaf að gefa manni ýmislegt. Hún er svo sannarlaga uppáhalds frænka, hún var svo góð að það ligg- ur við að hún hafi verið of góð, en „góðmennskan á sér engin takmörk" eða hvað? En það vill svo til að allir deyja einhvern tímann og það gerði hún frænka mín um þessar mundir. Svo ég vona bara að henni líði vel uppi á himnum því hún er jú besta frænka sem hægt er að hugsa sér. Þinn frændi, Einar Axel Helgason, 9 ára. Elskuleg „Alla frænka“ er látin. Hún var móðursystir mín en líka miklu miklu meira. Frá því að ég man eftir mér talaði hún við mig eins og jafningja, sagði mér sögur, fór með mig upp í fjall til berja og í blómaskoðun. Hún tók okkur systk- inin með að veiða á bryggjunni og mig með sér í síldarsöltun frá því ég var 10 ára gömul. Síðan kom að börnunum mínum og svo barna- börnum. Þegar börnin komu í heim- sókn til hennar á Dalvík tjaldaði hún venjulega úti á bletti hjá sér ef það var sólskin og þar var skemmtilegt að vera. Alltaf gaf hún sér tíma. Alla var einstaklega Ijúf og kát og iðin, eins og dæmið um tölvuna hennar sýnir. Þegar hún var komin á átt- ræðisaldur fékk hún sér tölvu og var langt komin með að skrá ættartal okkar, mikið rit, þegar hún lést. Alla fór þrisvar með mér til út- landa og þar af var hennar fyrsta ut- anlandsferð til Kanarí 1978. Þar naut hún þess aldeilis að skoða gróð- urinn og grjóthleðslurnar svo og sandinn og sjóinn. Hún bjó alla tíð í íbúðinni sinni eftir að hún flutti úr Sogni. Að Hólavegi 5 var vin fyrir okkur sem skruppum norður síðustu árin. Hún fylgdist vel með öllum af- komendum systkina sinna og kom orðið suður um jól til að hjálpa okk- ur við laufabrauðsgerð. Það var svo á nýársdag nú sem hún veiktist al- varlega. En hún vildi fara norður og þar lést hún. Það er mikið tómarám sem myndast við lát Öllu. Ekki leng- ur þessar kátu, hressilegu kveðjur, ekki lengur rökræður um hvað eina, bæði í pólitík, náttúranni og mann- legu lífi. Ég vona, að hún geti haldið áfram að sinna öllum þessum áhugamálum í Paradís hjá Guði sínum. Kveðja, Kristín H. Tryggvadóttir. Að koma og fara það er lífsins saga og nú er elsku Alla frænka far- in og við setjumst niður og hugsum til hennar og rifjum upp liðnar sam- verustundir með henni. Það var svo skemmtilegt að ræða við hana, hún var svo fróð um alla hluti, áhugasöm og yndisleg í alla staði. Alla hafði mikinn áhuga á ættfræði og vann mikið í henni. Hún var mannvinur og ræktarleg og fóru börnin ekki varhluta af því. Hún hafði yndi af því að gefa og gleðja aðra og gjaf- irnar gerði hún gjarnan sjálf og þær voru mjög fallegar. Undanfarin jól áttum við því láni að fagna að hafá ÖIlu hjá okkur og við munum ávallt varðveita þann tíma í hjörtum okk- ar. Síðastliðið sumar heimsóttum við hana. Það var vel tekið á móti okkur og við áttum góðar stundir saman. Þegar við fórum sýndi hún okkur garðinn sinn sem hún hafði svo miklar mætur á og var búin að leggja svo mikla vinnu í, og mikið var hann fallegur. Elsku Alla, við erum þakklát fyrir að hafa kynnst þér og kveðjum þig með virðingu og biðjum Guð um afi geyma þig og varðveita. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Guðlaugur og Valdís. Mig langar með nokkram orðum að minnast minnar elskulegu frænku sem nú er dáin. Með Öllu frænku er farin stór kona, þó ekki hafi hún nú verið há í lofti. Alla fænka var alveg einstök' kona, langt á undan sinni samtíð. Hún hafði t.d. mikinn áhuga á ætt- fræði og fyrir nokkrum árum, áður en tölvan varð almenn heimiliseign, keypti hún sér Macintoshtölvu og ættfræðiforrit til að sinna þessu áhugamáli sínu almennilega. Ég man glöggt hve stolt og spennt hún var, alveg eins og lítil stelpa, þegar hún sýndi okkur þetta nýja leikfang sitt. Álla hafði líka mikinn áhuga á náttúrunni, á mörgum árum safnaði hún alls konar jurtum og blómuin- sem hún þurrkaði og merkti. Hún átti t.d. stórt og merkilegt grasa- safn, sem hún gaf Byggðasafni Dal- víkur, þar sem það er til sýnis. Hún lék sér að því að rækta lúpínur, sem hún átti í öllum hugsanlegum litum, og var alltaf gaman að skoða garð- inn hennar og dást að litadýrðinni hjá henni. Alla frænka var í rauninni mikill alþýðuvísindamaður, ef hún hefði fæðst einhverjum tugum ára síðar er ég sannfærð um að hún hefði numið einhver náttúruvísindi. Áhugi hennar á öllu því sem viðkom lífinu og náttúrunni gerði hana að þeirra manneskju sem hún var, hún lifði lífinu lifandi. Eiginmenn okkar systranna höfðu allir orð á því, eftir að hafa hitt hana í fyrsta sinn, að þarna færi einstök manneskja. Jákvæðni, hennar og glettni og það hve ung í anda hún var gerði það að verkum að það var alltaf gaman að koma til hennar og ræða hin ýmsu mál. Börain okkar tóku strax ástfóstri við hana, því hún gaf börnum alltaf þann tíma sem þau þurftu. Alla giftist aldrei né eignaðist börn, en hún var þeim mun betri við okkur frændsystkinin. Ég á margar góðar minningar frá því ég var lítil og kom í heimsókn á Hóla- veginn til Öllu frænku. Hún átti svo margt sem var skemmtilegt að^ skoða og alltaf gaf hún sér tíma tíf að sitja og ræða málin. Minnisstæð- ust eru mér hreiðrin sem alltaf voru í garðinum hjá henni. Það fyrsta sem ég lærði í náttúrufræði var þegar Alla sýndi mér hreiðrin, ungana og atferli fuglanna sem urpu í garðinum hennar. Þar fræddi hún mig um fuglana og líf þeirra. Mér fannst alltaf eins og hún næði einhverju sambandi við þessa litlu vini sína, þau skildu hvert annað. En nú er hún farin þessi litla hnellna kona sem alltaf var svof gaman að hitta. Fyrir hönd okkar systkinanna og fjölskyldna okkar vil ég þakka þér, kæra frænka, fyr- ir allt það sem þú gafst okkur. Það verður skrítin tilfinning að keyra framhjá Hólavegi 5 og engin Álla frænka til að heimsækja. Kæra frænka, hvíl þú í friði. Inga J. Arnardóttir. ►
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.