Morgunblaðið - 24.02.1998, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.02.1998, Blaðsíða 8
Hðnnun: Gunnar Steinþórsson / FiT / 1998 8 PRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR __Kpikn wlknininii Hann verður í góðum höndum hjá okkur, mr. Clinton, stefna okkar í livalveiðimálum er að nýta og njóta... Afsláttur af öllum AEG vörum f verslun okkar í 8 daga! Djúpsteikingarpottur | Strauborh fí-ibrabantia AEG Einnig afsláttur af: -----------—---------- -----------------------— Emile Henry leirvörum (-*-20%) • Brabantia eldhúsvörum, strauborð ofl. (-s-20%) • Tefal raftæki h-20% Börn sem búa ekki hjá báðum foreldrum Þarf að bæta réttarstöðu barna Jóhannesdóttir BÆTT réttarstaða barna til umgengni við báða foreldra er tillaga til þingsályktunar sem þingmennirnir Asta R. Jóhannesdóttir og Öss- ur Skarphéðinsson lögðu fram á Alþingi fyrir skömmu. „Eg hef orðið vör við hjá einstæðum foreldrum, sérstaklega hjá feðrum sem ekki hafa forræði barna sinna, að þeir eru afar ósáttir við sína rétt- arstöðu og telja að ráða þurfi bót á henni hið fyrsta,“ segir Asta Ragn- heiður Jóhannesdóttir. Hún segir að afar auð- velt sé að brjóta á rétti þeirra sem ekki eru með forræði bama sinna og ástæðan sé ekki síst skort- ur á úrræðum í löggjafanum. „Einnig er ekkert í okkar réttar- kerfi sem hægt er að nota þegar forsjárlaust foreldri sinnir ekki umsjárskyldum við bamið sitt. Það er afar brýnt að taka á þessum málum, ekki síst þegar haft er í huga að árlega eru 40% hjónaskilnaðir af fjölda hjóna- vígslna og þá era slit á óvígðri sambúð ekki talin með.“ Asta Ragnheiður segir að borgað sé með 13.500 börnum gegnum Tryggingastofnun sem segi þó ekki alla söguna um þau börn sem ekki búi hjá báðum foreldr- um sínum þar sem meðlags- greiðslur fari ekki allar í gegnum þá stofnun. - Hvaða úrræðum leggið þið til að sé beitt í þeim tilvikum þegar ágreiningur er um um- gengni barna við báða foreldra? „Eftir að hafa skoðað íslensku löggjöfina og borið hana saman við þær leiðir sem famar em í nágrannalöndum okkar komum við með tillögur um leiðir sem vert er að skoða í þessu sam- bandi. Við teljum að rétt sé að skoða hvort það sé rétt að almennt sé seinagangur í stjórnsýslunni þegar umgengnismál em þar til umfjöllunar. Fólk hefur kvartað yfir því að svo sé. Þá teljum við að skoða þurfí hvort dómsmálaráðuneyti og dómstólar ættu að fara með um- gengnismálin. Það er hagræðing í því að sá sami úrskurði forsjá og ákvarði einnig um umgengni. Stundum er ástæða til að úrskurða ríflegri umgengni við bamið en almennt tíðkast." Asta Ragnheiður segir að á hinum Norðurlöndunum sé heimilað í löggjöf að flytja böm til foreldris með yfírvaldsaðgerð. „Það er vissulega harkaleg að- gerð og getur magnað deilur for- eldra. Engu að síður væri gott að geta gripið til þessa úrræðis í sérstökum tilvikum eins og þeg- ar bam sýnir mótþróa við um- gengni til að þóknast því foreldri sem er með forsjána. Ef þetta úrræði verður í löggjöfinni þarf að sjálfsögðu að beita því mjög varlega." - Þið leggið til að endurgjaids- lausri skilnaðarráðgjöf verði komið á fót? „Við leggjum ríka áhersla á já- kvæð og styðjandi úrræði svo sem að komið verði á fót hið fyrsta endurgjaldslausri skilnað- ►Ásta Ragnheiður Jóhannes- dóttir er fædd í Reykjavík ár- ið 1949. Hún varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1969 og stundaði nám í félagsfræði og ensku við Há- skóla Islands. Ásta Ragnheiður starfaði um árabil sem dagskrárgerð- armaður hjá útvarpi og sjón- varpi, var kennari um skeið, leiðsögumaður og deildar- stjóri hjá Tryggingastofnun ríkisins til ársins 1995 en þá var hún kjörin þingmaður Reykvíkinga. Eiginmaður Ástu Ragn- heiðar er Einar Öm Stefáns- son og eiga þau tvö börn. arráðgjöf og það gert að skilyrði fyrir útgáfu skilnaðarleyfis eða staðfestingu á forsjá að foreldrar hafí sótt visst marga tíma hjá fagfólki í skilnaðarráðgjöfinni.“ Ásta Ragnheiður segir að þessi leið hafi verið farin í Nor- egi og þar hefur hún orðið til þess að dómsmálum í kjölfar skilnaða hefur fækkað um 40%. Hún bendir á að í Danmörku hafi leiðin einnig skilað ótrúlega góð- um árangri. „Félag einstæðra foreldra hef- ur veitt fólki í skilnaðarhugleið- ingum viðtöl við fagmann og þar á bæ segja þeir árangurinn ótví- ræðan.“ - Hvaða leiðir eru þá hugsan- legar fyrir þau böm sem ekki fæðast í hjónabandi? „í þeim tilfellum er til dæmis hægt að íhuga þá leið að börnum yrði skipaður talsmað- ur um leið og ágrein- ingur risi upp um um- gengni. Það er yfírleitt bami til góða að hafa samskipti við báða foreldra sína, slíkt hafa ýmsar rannsóknir leitt í ljós. Þá er rétt- ur barns til samveru við báða foreldra ótvíræður samkvæmt þeim alþjóðasáttmálum sem við erum aðilar að, þ.e. 9. greinar samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins og Mann- réttindasáttmála Evrópu. Þar segir að barn sem skilið hefur verið frá foreldri sínu eða for- eldrum eigi rétt á að halda pei'- sónulegum tengslum og beinu sambandi við þau bæði reglulega sé það ekki andstætt hagsmun- um þess. Því er það engin spurn- ing að fljótt þarf að ráðast í úr- bætur í þessum málum.“ 40% hjóna- skilnaðir af fjölda hjóna- vígslna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.