Morgunblaðið - 24.02.1998, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 24.02.1998, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 1998 15 Grýtubakka- hreppur Eignast hlut í Sjó- ferðum Hráefnismagn Skinnaiðnaðar óbreytt milli ára Möguleikar á frekari gæru- innflutningi kannaðir Grýtubakkahreppur. Morgunblaðið. GRÝTUBAKKAHREPPUR hefur komið til samstarfs við Dalvíkurbæ og fleiri um rekst- ur fyrirtækisins Sjóferðir hf. á Dalvík. Við hlutafjáraukningu í Sjóferðum í byrjun árs lagði Dalvíkurbær fram 2 milljónir króna í hlutafé og Sænes hf. í Grýtubakkahreppi 3,5 milljón- ir og hefur með því eignast rúmlega 30% hlut í fyrirtæk- inu. Sjóferðir hafa boðið upp á hvalaskoðunarferðir frá Dalvík og er ætlunin að breikka starf- semina með fjölbreyttari skoð- unarferðum, viðkomu í fleiri höfnum og skoðunarferðum í landi, auk þess sem siglt verð- ur um Eyjafjörð. Siglt er um með bát Sjóferða, Hrólfi, sem rúmar allt að 40 manns, en hann var smíðaður á Italíu. Heimahöfn Sjóferða verður áfram á Dalvik. Guðný Sverrisdóttir sveitar- stjóri Grýtubakkahrepps hefur verið kjörin formaður stjórnar Sjóferða, þannig að fyrirtæk- inu er að einhverju leyti stjómað frá Grýtubakkahreppi auk þess sem bókhald verður fært þar. Þátttaka Grýtubakkahrepps í Sjóferðum er í beinu fram- haldi af aukinni áherslu á ferðamál, en reynt hefur verið hin síðari ár að auka straum ferðamenna í sveitarfélagið. Fyrsta loðnan í Krossanes FYRSTI loðnufarmurinn á þessu ári barst til Akureyrar í gærmorgun, er Sigurður VE kom með fullfermi, um 1.500 tonn, í Krossanes. Skipið var um einn sólarhring að sigla af miðunum fyrir austan land til Akureyrar og um 18 klukku- stundir tók að fylla skipið í 8 köstum. Á myndinni er Trausti Friðfinnsson, skipverji á Sig- urði VE, að vinna við löndun í Krossanesi. Föstumessa FYRSTA föstumessa vetrar- ins verður í Akureyrarkirkju annað kvöld, miðvikudags- kvöldið 25. febrúar. Lesinn verður kafli úr píslarsögu Jesú Krists, sungið úr passíusálm- um séra Hallgríms Pétursson- ar og að lokum flutt fögur lit- anía. Föstumessurnar verða öll miðvikudagskvöld á fóst- unni og eru allir hjartanlega velkomnir. SKINNAIÐNAÐUR hf. á Akureyri keypti sl. haust 80% þeirra gæra sern til féllu á innanlands- markaði og er það svipað magn og árið áður. Að auki flytur félagið inn talsvert magn gæra frá ná- grannalöndunum og hefur innflutningurinn aukist lítillega milli ára. Hjá Skinnaiðnaði er ráðgert að selja um 520 þús- und skinn á yfirstandandi rekstrarári og þar af er langstærstur hlutinn mokkaskinn. Þetta kemur fram í fréttabréfi félagsins. Þar sagði Bjami Jónas- son framkvæmdastjóri að hráefnismagnið sem fé- lagið hafi yfir að ráða nú sé svipað og árið áður en verið sé að kanna möguleika á að auka gæruinn- flutning enn meira en gert hefur verið. ísbjarnarfeldur sútaður Bjarni sagði að ekki væri fyrirsjáanlegur vöxtur í innlendri sauðfjárrækt á komandi árum og því hafi félagið vakandi auga með þeim tækifærum sem kunna að bjóðast ytra, bæði hvað varðar kaup á hráefni og sölu á þeim afurðum sem úr því hráefni eru unnar. Starfsmenn Skinnaiðnaðar eru af og til beðnir um að súta skinn af dýrum sem ekki eru viðfangs- efni þeirra alla jafna. Þannig hafa t.d. nokkrir ís- bjamarfeldir fengið viðeigandi meðhöndlun. Fyr- ir nokkra var lokið við að súta stærsta ísbjarnar- feld sem borist hefur til félagsins. Gera má ráð fyrir að dýrið hafi verið allt að 3 metrar á hæð þegar það reisti sig upp á afturlappirnar. Það hef- ur því ekki verið neitt grín að mæta birninum augliti til auglitis í auðnum Grænlands, en þar vora heimkynni hans. BRESKA FERÐAMÁLARÁÐIÐ af nýjum ferðabæklingi Flugleiða, Sumarfjöri ‘98, þar sem er að finna nánari upplýsingar um ferðamöguleika í ; Bretlandi. Bæklingurinn liggur frammi á ðllum söluskrifstofum Flugleiða, á ferðaskrifstofunum og á öllum bensínstöðvum Olís. I Ótaltækifæritilaðkynnastbæðiskoskri | sögu og nútíma, list og menningu, stórbrotmni skoskri náttúrufegurð, skosku fjöri og þjóðlegri hefð, góðum mat, andríkum pöbbum og glæsilegum verslunum. FLUGLEIÐIR £t Traustur íslenskurferðafélagi ^ í liinu unduríagra Vatnahéraði, Lake District, í norð-vestur Englandi. Öll nútúnaþægindi og glæsileg aðstaða til livers konar útivistar, leikja, íþrótta og skemmtunar. Gisting í stökum húsum cða íbúðuin. Fcrðir með íslcnskum fararstjóra frá Glasgow til Oasis á liálfsmán- aðarfrcsti í júní, júlí og ágúst. Efþú vilt upplifa sem mest og skemmta þér sem best á einum og sama stað á nokkrum dögum hlýtur London að verða fyrir valinu. Sérstakar Lundúnaferðir í sumar fyrir ungt fólk sem vill njóta lífsins í heimsborginni. Tilvalinn íjölskyldustaöur! -Á 18 W£pjC~1, ? s' ú <?Sí I' j j " p i r« í_i fj, i_j' _j
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.