Morgunblaðið - 24.02.1998, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 24.02.1998, Blaðsíða 40
■»40 ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Áslaug Káradóttir var fædd í Víði- keri í Bárðardal 22. mars 1941. Hún lést á heimili sínu, Fremri- stekk 4 í Reykjavík, 17. febrúar síðastlið- inn. Foreldrar hennar eru Kári Tryggvason, rithöfundur, f. 23. júlí 1905, og Margrét Björnsdóttir, f. 14. janúar 1907, nú bú- j, sett á Kópavogsbraut ' 1A í Kópavogi. Ás- laug var yngst fjög- urra systra, þeirra Hildar, f. 22. ágúst 1933, Sigrún- ar, f. 20. ágúst 1936, og Rannveig- ar, f. 14. nóvember 1938. Áslaug ólst upp hjá foreldrum sínum í Víðikeri en fluttist með þeim 1954 til Hveragerðis en bjó síðan í Reykjavík. Áslaug eignaðist eina dóttur, Áslaug vinkona mín - farin, flogin, frjáls! Síðast þegar ég sá hana stóð hún við stofugluggann sinn í appel- sínurauðum slopp - við hliðina á henni í glugganum stóð appel- sínurauð havaírós. Þær voru eitthvað svo líkar þar sem þær stóðu - falleg- ar, þokkafullar og sérstakar. Áslaug örlítið þreytt að sjá, ekki að undra, í glímunni miklu við krabbameinið og havaírósin blaðlítil, enda vetur. Það eru komin 26 ár síðan við Ás- laug hittumst fyrst. Það var á skrif- stofu Neytendasamtakanna. Um leið og ég sá hana fannst mér hún spenn- andi kona, svo óvenjuleg í klæða- burði og með óvenjulegan húmor sem heillaði mig. Við vorum ólíkar v.og komum úr ólíku umhverfí en urð- um strax frá fyrstu stundu góðar vinkonur. Að kynnast Áslaugu var eins og að ganga inn í nýjan heim. Hennar heimur var fuliur af bókum. Hennar heimur var fullur af ljóðum og list- um. Hennar heimur var fullur af öðruvísi lífsviðhorfum. Ég naut þess innilega að fá að vera með í hennar heimi. Hún var svo vitur, svo skemmtileg. Áslaug átti yndislega fjölskyldu, hún kom úr hreiðri þar sem foreldr- arnir, Margrét og Kári, voru umvefj- andi og gefandi - systur hennar þrjár voru henni kærar, ekki bara sem systur, heldur líka sem bestu vinir. Áslaug hafði sérstakar hug- -myndir um hvemig hún vildi hafa eigið fjölskyldulíf. Úlfhildur einka- dóttirin var þar í aðalhlutverki, ást hennar og gleðigeisli. „Eilíf1 ást bundin hjúskaparheiti var ekki hennar „cup of tea“. Hún vildi vera frjáls, hún vildi eiga sig sjálf eins og stórar kvenpersónur í stórum sög- um. En enginn veit sína ævina . . . inn í líf Áslaugar kom Erlendur, sá og sigraði hjarta vinkonu minnar svo gjörsamlega að öll hennar fyrri fyr- irheit hurfu sem dögg fyrir sólu. Hún var innilega hamingjusöm, ástin lýsti af henni. Árið 1983 giftum við okkur báðar vinkonurnar og Áslaug gifti sig meira að segja í kjólnum sem ég hafði ætlað að gifta mig í - _Jiannig fléttaðist líf okkar Áslaugar skemmtilega saman. Síðustu fjögur árin kom óvæginn fylgisveinn inn í líf Áslaugar. Þessi fylgisveinn fylgdi henni í fyrstu þétt eftir og hélt henni fast í heljargreip sinni. Þó virtist um tíma eins og hann hefði tapað og orðið að sleppa af henni klónni. Hún endurheimti frelsi til að vera hún sjálf með Erlendi og „Úlfínum“ sínum sem hún elskaði svo heitt. En fylgisveinninn gaf sig ekki. Þegar við hittumst stutta stund nú -Á janúar, var margt breytt í lífí Ás- laugar vinkonu minnar, við vissum það báðar, stundin var heilög. En tvennt var algjörlega óbreytt. Henn- ar óviðjafnanlegi húmor, hann var þarna á sínum stað og hún - sama daman sem fyrr, er hún glansaði um í síðum pilsum, með óteljandi háls- festar, frumlega eyrnalokka og löng munnstykki. Hún sagði mér að hún ''i.efði óskað sér að fá nýjan fallegan tílfhildi, f. 3. septem- ber 1968 með sambýl- ismanni sínum Degi Þorleifssyni, sagn- fræðingi, f. 13. októ- ber 1933, en þau bjuggu saman í fjög- ur ár 1968-1972. Hinn 2. júní 1983 gift- ist hún eftirlifandi eiginmanni sínum, Erlendi Lárussyni, tryggingastærðfræð- ingi og forstöðu- manni Vátrygginga- eftirlitsins, f. 1. júlí 1934. Hún starfaði lengst af við skrifstofustörf, sein- ast hjá skipadeild Sambandsins, síðar Samskipum hf. frá 1979 þar til í nóvember 1997. títför Áslaugar fer fram frá Há- teigskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. slopp í jólagjöf — af því að nú færi hún að verða svo veik! Svona var Áslaug. Já, í mínum huga er og verður Áslaug vinkona mín hetja - hetja lífsins - sérstak- lega þegar fylgisveinninn - dauðinn - var mættur á staðinn og beið þess óþolinmóður að taka hana i fangið og fara með hana á braut - þá var hún stærst. Og nú er hún farin - ég trúi því að hún sé frjáls sem aldrei fyrr og að ljóminn sem fylgdi henni alltaf, baði hana nú geislum sínum. Góða ferð, góða vinkona. Helga Mattína, Grímsey. Okkur systkinin langar í fáum orð- um að minnast móðursystur okkar, Áslaugar. Það fyrsta sem kemur upp í hugann er hvað Áslaug frænka var alltaf glæsileg eða eins og hún hefði orðað það sjálf - elegant. Útgeislun hennar var einstök. Hvai- sem Ás- laug frænka kom fylgdi henni fersk- leiki og glaðværð. Orðheppni hennar og kímnigáfa naut sín vel í góðra vina hópi. Það er stórt skarð höggvið í systrahópinn, en þær hafa alla tíð verið mjög samrýmdar. Það fór ekki framhjá neinum þegar þær systur komu saman, íjörugar samræður og hlátrasköll. Hún minnti á kvæði og kossa og kvöldin björt og löng og hvíta, fieyga fúgla og fjaðraþyt og söng. Og svipur hennar sýndi, hvað sál hennar var góð. Pað hló af ást og æsku, hið unga villiblóð. Ég bý að brosum hennar og blessa hennar spor, því hún var mild og máttug og minnti á - jarðneskt vor. (Davíð Stefánsson) Síðustu árin kom berlega í ljós hvað Áslaug frænka var sterk. Hún vann hverja orrustuna á fætur annarri við illvígan sjúkdóm. Jafn- vel á erfíðustu stundum var kímni hennar skammt undan. Að lokum fór það þó svo að hún tapaði stríð- inu. Þó engum hafi dulist að hverju stefndi er erfítt að trúa því að Ás- laug frænka sé ekki lengur á meðal okkar, en minningin um hana lifir. Gott er sjúkum að sofna, meðan sólin er aftanrjóð, og mjallhvítir svanir syngja sorgblíð vögguljóð. Gott er sjúkum að sofa, meðan sólin í djúpinu er, og ef til vill dreymir þá eitthvað, sem enginn í vöku sér. (Davíð Stefánsson) Elsku Erlendur, Úlla, amma, afi, systur og aðrir aðstandendur. Við sýstkinin og fjölskyldur okkar biðj- um góðan Guð að blessa ykkur og styrkja. Eyjólfur, Margrét og Gunnhildur. Kankvís og frjáls í fasi kom Ás- laug Káradóttir til Skipadeildar Sambandsins og tók senuna. Þá voru aðrir tímar, fyrirtækið frekar lítið en skipin þó fleiri en seinna varð og sigldu grámáluð víða um höf með SÍS-merkið á grænum skorsteinunum, en það kölluðu gár- ungamir „gæruna“ í háðungarskyni. Þröngt var þarna í gamla Sam- bandshúsinu, lúinn dúkur á gólfum og búnaður fábreyttur. Starfsmenn hver í kallfæri við annan. Fólk sem þurfti afgreiðslu var inni á gafli og frjálslegt andrúmsloft. Þá komu stundum konur skipverj- anna, oft með krakkadobíuna með sér að ná í laun manna sinna sem sáust ekki í landi svo vikum eða mánuðum skipti. Eða þá að einhver farmaðurinn var mættur á kakíbux- um með meldingar varðandi skip og áhöfn og blíndi á okkur sem sátum við skrifborðin og botnaði ekkert í hve marga þurfti hjá einni útgerð til að naga blýanta. Allt var í návígi og gerði fólkið sem vann hjá Skipadeildinni sam- hent og vakandi hvað fyrir annars kjörum og aðstæðum. Öðrum fremui1 skóp Áslaug samhygðina sem batt okkur. Kát og kímin í aðra röndina, en afdráttarlaus og ekki höll undir málamiðlun í hina. Hún lifði fyi’ir aðra menningarstrauma en mörg okkar sem vorum henni samtíða. Næmi fyrir íslensku máli, ljóðum og lausavísum var við brugðið. Fólk lað- aðist að henni hversdagslega og á gleðistundum var hún hrókur alls fagnaðar. Mér fannst ég eiga hana að sérstökum vini, svo var um fleiri. Við komum saman nú í byrjun desember, fólk sem vann hjá Skipa- deild Sambandsins í eina tíð. Vildum sjá hvert annað, fínna hlý handtök og viðra gamla daga. Áslaug átti hugmyndina að þessu hófí og stóð að því ásamt nokkrum vinum sínum hjá Samskipum. Þetta var notalegt kvöld, en neist- ann vantaði. Áslaug var veik heima og að okkur vinum hennar læddist tregi. Nú er hún látin. Gamlir félagar úr Skipadeild Sam- bandsins votta ástvinum hennar samúð, kveðja heillandi konu og kæran vin. Kári Valvesson. Ljós ber á rökkurvegu, rökkur ber á ljósvep. Líf ber til dauða, og dauði til lífs. (Þorsteinn Valdimarsson) Við urðum að sjá á bak Áslaugu allt of fljótt. Hún kom inn í líf okkar fyrir sautján árum, þegar hún hóf sambúð með Erlendi og tengdist okkur fjölskylduböndum, hún og Úlfhildur dóttir hennar. Við kynnt- umst líka fjölskyldu Áslaugar, for- eldrum hennar Margréti Björnsdótt- ur og Kára Tryggvasyni, rithöfundi og kennara, systrum hennai-, mökum þeirra og börnum. Þessi stórfjöl- skylda er um margt óvenjuleg og það sem mest einkennir hana er mikil samheldni og væntumþykja, sem nærir alla sem eru þeim nálæg. Yfir Áslaugu var sérstakur þokki. Hún var glæsileg og fáguð í fram- komu og mikill fagurkeri, sem fylgd- ist vel með því sem við bar í heimi bóka, leiklistar, tónlistar og mynd- listar. Henni féll vel að handleika pensil og setja upp vef og heimilið bar handbragði hennar og góðum smekk fagui-t vitni. Hún var trygg- lynd og átti marga vini og veitti þeim af auðlegð hjarta síns. Það voru hátíðastundir þegar við vorum með Áslaugu og Erlendi, ann- að hvort á heimavelli eða á ferðalög- um um landið og við eigum margar dýnnætar minningar frá samvei'u- stundum okkar þai- sem rætt var um heima og geima langt frá argaþrasi hversdagsleikans. Það kom eins og reiðarslag þegar Áslaug greindist með krabbamein fyrir fimm árum. Hún bar sig vel og vildi ekki láta sjúkdóminn stjórna lífi sínu meir en nauðsyn krafði. Hún gafst aldrei upp og þrautseigja henn- ar og viljaþrek gaf okkur vonir um að hún hefði sigur. Þær vonir brugð- ust, en við reynum að sefa sorgina með trú á að þrautum hennar sé lok- ið og að aðskilnaðurinn sé aðeins tímabundinn. Við vottum Erlendi, Úlfhildi, Mar- gréti og Kára og öðrum ástvinum hennar samúð okkar. Vertu sæl, Áslaug og hjartans þakkir fyrir árin sem við áttum sam- leið. Minning þín lifir í hugum okkar. Elsa G. Vilmundardóttir, Pálmi Lárusson. í dag kveðjum við kæra vinkonu okkai', Áslaugu Káradóttur, en hún hefur verið samstarfskona okkar í Samskipum frá því um mitt ár 1979. Áslaug var afar geðþekk og glaðleg kona. Hún talaði fallegt og vandað mál svo unun var á að hlusta. Hún var mikill fagurkeri hvað viðkom menningu og listum og átti afskap- lega auðvelt með að miðla öðrum af reynslu sinni. Hún sagði svo skemmtilega frá að okkur fannst sem við hefðum verið með henni á ferðalögum hennar erlendis, farið í leikhús, á ljóðakvöld eða á tónleika. Hún vai- „elegant" heimskona og eig- um við öll okkar góðu minningar tengdar henni, hvort sem er við leik eða störf. Áslaug var mjög traustur sam- starfsmaður sem gott var að leita til. Með jákvæðu hugarfari tókst henni að leysa vel úr öllum málum. Við urðum afar hrygg þegar við fréttum af hennai- illvíga sjúkdómi, en með sínum sterka persónuleika hjálpaði Áslaug okkur og var aðdáunarvert að sjá hvað hún barðist af miklu æðruleysi fram á síðasta dag. Áslaug átti kærleiksríka fjöl- skyldu, en slíkt er lífsins lán hverjum sem það höndlar. Ástkær eiginmað- ur hennar og dóttir lögðu sitt að mörkum svo henni auðnaðist að vera heima þegar sjúkdómurinn herjaði á og létti það henni mjög síðustu spor- in. Við vitum það að hamingjan felst ekki síst í því hvernig við tökum því sem að höndum ber. Það að sýna þol- gæði og missa ekki vonina er hvað mikilvægast hverjum manni. Við lítum til baka með þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast Ás- laugu og vinna með henni, en sá far- sæli tími hefði gjarna mátt vera lengri. Við sendum ástvinum öllum okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum góðan Guð að styrkja Er- lend og Úlfhildi í sorg þeirra. Samstarfsfólk hjá Samskipum. Kæra vinkona, ég get varla gert mér í hugarlund hvernig lífið verður eiginlega án þín, en ég hugga mig við að allar góðu minningarnar lifa þó með okkur áfram. Við vorum 18 ára þegar Siggi frændi kynnti okkur forðum og hélst sá vinskapur alla tíð. Ég minnist fyrstu Þýzkalandsdvalar okkar þar sem við kynntumst hvor annarri mjög náið og reyndi þar verulega á vinskapinn. Ég man líka eftir ógleymanlegum helgarferðum okkar til Hveragerðis þar sem við nutum gestrisni foreldra þinna, man eftir þér hjá okkur á Holtsgötunni, hversu vel þú reyndist alltaf móður minni og okkur öllum. Ferðin okkar til Dublin um árið þegar við heim- sóttum Úlfhildi. Mikið var gaman og þú varst alltaf jafn „pjöttuð" og gerðir sjálf mest grín að því. Við höfum sannarlega hlegið oft og mikið saman. Ég sé þig í anda með gítarinn þar sem þú treður upp og syngur „Ég þekki konur með eld í æðum“. Ég dáðist að þér hversu vel þú gast fylgst með námi Úlfhildar og allar þær bækur sem þér tókst að lesa. Vinátta okkar rofnaði aldrei þótt við værum árum saman fjarri hvor annarri. Við gátum alltaf tekið upp þráðinn að nýju. Ég man aldrei eftir þér í vondu skapi, þú varst alltaf glöð og kát, eiginlega man ég ekki eftir neinu slæmu í fari þínu, samt varstu svo mannleg. Fyrir nokkrum dögum þegar þú varst orðin fárveik spurði ég um líð- an þína og þú svaraðir bara: „Segðu mér heldur frá leikritinu sem þú sást í gær“. Þú lést þér alltaf annt um aðra og gerðir lítið úr eigin vanlíðan. Áslaug, ég þakka þér fyrir allt, líf- ASLAUG KÁRADÓTTIR ið hefði sannarlega verið dauflegra án þín. Ég og fjölskylda mín vottum öll- um vinum og ættingjum innilega samúð, sérstaklega þó Úlfhildi, Er- lendi, foreldrum og systrum. Ég vona að Guð veiti ykkur styrk. Björg. Hún Áslaug er dáin. Mikið eru þessi orð endanleg og sár. Við viss- um reyndar að að þessu stefndi þar sem Áslaug var búin að vera mikið veik en samt heldur maður alltaf í vonina. Ég minnist þess þegar ég hitti Ás- laugu fyrst, ég veit ekki hvor var feimnari, ætli það hafí ekki bara ver- ið jafnt á báða bóga. En það stóð ekki lengi yfir því að Áslaug var þannig að ekki þýddi neitt að vera feiminn. Eftir því sem árin liðu urð- um við góðar vinkonur og gat ég leitað til hennar hvenær sem var ef mér lá eitthvað á hjarta, þá var gott að setjast niður með kaffíð og spjalla, líka ef það var bara um dag- inn og veginn. Það eru ekki allir sem upplifa það að kveðjast tvisvar en þó urðum við fyrir því. Áslaug var mikið veik fyrir þremur árum og var henni vart hug- að líf. Sem betur fer náði hún sér að mestu leyti og gat haldið áfram sínu daglega lífi og að ferðast en það var henni dýrmætt. Mikið var gaman að ferðasögunum og myndunum sem voru teknar við þau tækifæri. Alltaf var Áslaug jafnfín og falleg, smart í tauinu og vel til höfð. Þótt hún væri orðin veik aftur keypti hún sér „fok- dýra kápu“ þegar hún fór út í haust, alla leið til Ástralíu. Áslaug skrapp líka til Danmerkur og talaði mikið um þá ferð. Ég veit að henni fannst yndislegt að geta verið á flakki með systrum sínum. Það var alltaf jafn- gaman að fjölskylduveislunum þar sem kornflekskakan hennar ömmu var aðalnúmerið og verður það ansi skrýtið þegar hana fer að vanta, af því að það var alveg sama hvað ég reyndi að baka hana, hún mistókst alltaf og varð bara aldrei eins og ömmu kaka. Elsku Áslaug, þótt þú sért farin þá ertu samt alltaf hjá okkur, í huga okkar og hjarta. Ég á mér uppá- halds spakmæli sem segir: Þeir dánu eru vinir sem dauðinn getur ekki svipt oss. (André Maurois.) Einhvern daginn hittumst við aft- ur, hafðu þökk fyrir allt og allt. Þín tengdadóttir, Sýta. Það var alltaf eitthvað sérstakt við að koma á heimili Áslaugar Káradóttur. Við komum í fylgd Úlf- hildar dóttur hennar og viðmót Ás- laugar var slíkt að manni leið um- svifalaust vel. Hún hafði einstakt lag á að láta öllum líða vel í návist sinni og hafði óbilandi áhuga á öllu sem við tókum okkur fyrir hendur. Hún talaði alltaf við okkur sem jafningja, jafnvel þegar við vorum aulalegir unglingar sem eru ekki beinlínis þekktir fyrir samræðulist. Ekki spillti fyrir þessum heimsóknum hvað heimfli hennar var fallegt og notalegt, uppfullt af hlutum sem gaman var að skoða og heyra hvað- an komu. Hún þreyttist ekki á að kynna okkur fyrir óvenjulegum mat, því hún var einstök smekkmann- eskja á mat og vín, og ávallt áhuga- söm um að prófa eitthvað nýtt. Það leið ekki á löngu þar til við fórum að taka hana okkur til fyrirmyndar með matarboðum og vínsmökkun- um. En það sem einkenndi hana mest og það sem við munum geyma helst í minningunni var hennar skemmtilega kímnigáfa og létta lund. Þessi einstaka skapgerð henn- ar var bæði henni og hennar nán- ustu mikill styrkur síðustu árin. Við viljum votta Erlendi og Úlfhildi, Margréti og Kára og öðrum ná- komnum, okkar innilegustu samúð. Gunnþórunn Guðmundsdóttir og Gunnar Gunnarsson. • Fleirí niiiuiingurgreiimr um Áslaugu Káradóttur bíða liirtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.