Morgunblaðið - 24.02.1998, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 24.02.1998, Blaðsíða 60
Atvinnutryggingar MORGUNBLAÐW, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Talsmenn Myllunnar-Brauðs hf. í kjölfar úrskurðar Samkeppnisráðs Afsláttur til stórmarkaða hefur ekki nýst neytendum Stórmarkaðirnir mótmæla fullyrðingum Myllunnar TALSMENN Myllunnar-Brauðs hf. sögðu í gær að afsláttur Myllunnar og Samsölubakarís til stórra matvöruverslana hefði aukist úr 10 í 40% á undanfómum fjórum árum án þess að það hefði skilað sér í lægra verði til neytenda. Stóru mat- vörukeðjumar fengju 100 milljónir á ári í formi afsláttar og álagningar á brauðmeti án þess að ^^það skili sér til neytenda. Fulltrúar nokkurra stórmarkaða sem Morgun- blaðið ræddi við í gær mótmæltu þessum fullyrð- ingum. Segja þeir að afsláttur á brauðum hafí skilað sér til neytenda í beinni lækkun, ýmsum tilboðum og hagræðingu í verslununum. Óskar Magnússon, forstjóri Hagkaups, segir að ef rætt sé um 100 milljóna króna afslátt hjá Myllunni gefí það einungis til kynna að verðlisti fyrirtækisins sé endaleysa. Samkeppnisráð ógilti síðastliðinn föstudag yf- irtöku Myllunnar-Brauðs hf. á Samsölubakaríi hf. sem tilkynnt var Samkeppnisstofnun 22. desem- ber. Telur samkeppnisráð að yfirtakan leiði til •■—"'*markaðsyfírráða Myllunnar og dragi verulega úr samkeppni. Forsvarsmenn Myllunnar telja að með úrskurðinum sé samkeppnisráð að draga taum stórmarkaða og að horft sé framhjá hags- munum neytenda. Um 55% markaðshlutdeild á Suðvesturlandi Meðal helstu raka samkeppnisráðs fyrir ógild- ingu samrunans er að Myllan og Samsölubakarí selji framleiðslu sína nær eingöngu til matvöru- verslana og annaiTa fyrirtækja og hafí matvöru- verslanimar um 85% markaðshlutdeild á því svæði sem fyrirtækin selja vörur sínar á. Þá segir Morgunblaðið/Kristinn SAMSÖLUBRAUÐ og Myllubrauð hafa keppt um athygli neytenda í stórmörkuðum. að samanlögð velta Myllunnar og Samsölubakarís hafi á síðasta ári verið 14 sinnum meiri en þess fyrirtækis sem næst komi þeim tveimur í sölu á brauðvörum til matvöruverslana. Samkeppnisráð telur að Myllan og Samsölu- bakarí hafí um 55% hlutdeild smásölumarkaðar- ins í brauði og kökum á Suðvesturlandi og að næstu fyrirtæki hafi milli 3-5%. Þá telur sam- keppnisráð augljóst að markmið Myllunnar með yfirtökunni sé af markaðslegum toga og segir að áætlanir fyrirtækisins um hagræðingu sýni að hún verði aðeins óveruleg. Forráðamenn Myllunnar íhuga að áfrýja úr- skurði samkeppnisráðs en til þess hafa þeir fjög- urra vikna frest. Kolbeinn Kristinsson, fram- kvæmdastjóri Myllunnar, segir úrskurðinn von- brigði. Fyrirtækið hafi selt eignir til að greiða hluta kaupverðsins og byrjað hafi verið á lítils háttar hagræðingu. Hann telur samruna eina svarið við kröfu stórmarkaða um afslætti sem hafi ekki skilað sér að fullu út í verðlagið og segir að samkeppnisráð hafi algjörlega tekið afstöðu með þeim en ekki neytendum. Erlend samkeppni yfirvofandi Þá telja forráðamenn Myllunnar að erlend samkeppni muni aukast hérlendis. Hægt sé orðið að framleiða brauðdeig og frysta þau hefuð og geri ný ofnatækni það mögulegt að flytja þau hingað og baka við einfaldar aðstæður. A Fréttavef Morgunblaðsins á sunnudaginn var greint frá úrskurði Samkeppnisráðs í máli Myllunnar og Samsölubakarís. A Fréttavefnum má finna úrskurð Samkeppnisráðs, viðbrögð Myllunnar hf. og gi-einingu á ársreikningum Samsölubakarís og Myllunnar. Slóð Fréttavefjar- ins er www.mbl.is ■ Leiðir til/30-31 ■ Kaupmenn/13 Eidur af völdum fikts barna MIKLAR skemmdir urðu vegna sóts og reyks í tveggja hæða einbýlishúsi á Arnarnesi í gærmorgun eftir að eldur kom þar upp. Tvö böm, 4 og 5 ára, höfðu verið að fikta með eld- færi, með þeim afleiðingum að eldurinn barst í pappír á neðri hæð hússins og breiddist út. Eldurinn kom upp um klukk- an 11 í gærmorgun. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Hafnarfirði var talsverður eld- ur í húsinu þegar slökkviliðið kom að en búið var að ráða nið- urlögum eldsins og reykræsta um klukkutíma síðar. Fullorðinn maður í húsinu fékk snert af reykeitrun en börnin sluppu með skrekkinn. Út af í Norð- urárdal MAÐUR meiddist á höfði þegar jeppi sem hann ók fór út af veginum og ofan í skurð við Hraunsnef í Norðurárdal um áttaleytið í gær- kvöld. Maðurinn fékk far í Borgarnes með fólki sem átti leið hjá og ók honum á heilsugæslustöðina en það- an var hann fluttur á sjúkrahúsið á Akranesi. Snjókoma var og hálka þegar óhappið átti sér stað. Maður- inn var einn í bflnum sem er mikið skemmdur, að sögn lögreglu í Borg- arnesi. - Eldur í sölu- skála ELDUR kviknaði í gömlum sölu- skála Nestis við Ártúnsbrekku um klukkan 14 í gær, þegar ver- ið var að rífa hann. Skammt frá söluskúrnum eru eldsneytistank- ar en samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu í Reykjavík var lítil sem engin hætta á að eldur- inn næði til þeirra. Verktakar voru að rífa skúrinn og er talið að eldur hafi kviknað út frá logsuðutæki eða slípirokk sem notaður var til að skera sundur járnbita í honum. Sam- kvæmt upplýsingum frá slökkvi- liði var aðkoman ljót vegna mik- ils reyks og margir vegfarendur héldu að bensínstöðin stæði í björtu báli. Tankbíll við höndina Vegna þessa var viðbúnaður slökkviliðs talsvert mikill. Hins •^%vcgar var eldurinn viðráðanleg- ur frá upphafi og réð þar miklu að verktakarnir höfðu þá fyrir- hyggju að leggja bifreið með vatnstanki skammt frá skúrnum og gátu þeir því sprautað vatni á eldinn umsvifalaust eftir að hann kom upp. Slökkviliðið í Reykja- vík slökkti þann eld sem eftir var -«og gætti þess að niðurrif skúrs- ins gengi áfallalaust fyrir sig. Morgunblaðið/Kristinn MIKILL reykur myndaðist af völdum eldsins í skúrnum og héldu marg- ir vegfarendur að eldurinn logaði í bensínstöð við hlið söluskálans. Samningar lækna og TR dragast Deilt um gjald- skrá skurðlækna ÁGREININGUR um gjaldskrá í skurðlæknisgreinum er meðal þess sem deilt er um í samningaviðræðum sérfi-æðinga og Tryggingastofnunar ríkisins. Kristján Guðjónsson, deild- arstjóri sjúkratryggingadeildar TR, og Guðmundur I. Eyjólfsson, for- maður samninganefndar sérfræð- inga, segja báðir að tæplega sé raun- hæft að gera ráð fyrir að hægt verði að skrifa undir samninga fyrr en um næstu helgi. Fyrir helgi sagði Guðmundur að ekki væri hægt að skrifa undir samn- inga vegna þess að ekki lægi fyrir hvaða breytingar heilbrigðisráðu- neytið hygðist gera á ferliverkum. Hann sagði í gær að þessi mál hefðu skýrst mikið og ekki væri lengur beð- ið eftir ákvörðunum úr ráðuneytinu. Það væru hins vegar nokkur erfið mál eftir, sérstaklega þau sem tengd- ust rekstri skurðstofa. Samninga- menn væru núna að reyna að koma sér saman um hvernig bæri að meta kostnað af rekstri skui’ðstofa. Vilja klára alla samninga Erfiðlega hefur gengið að ná samningum við lækna sem sagt hafa upp samningi við TR eins og bækl- unarskurðlækna og þvagfæralækna. Guðmundur sagðist gera ráð fyrir að reynt yi’ði að klára samninga við all- ar sérgreinar, en þær eru 17. Það yrði svo að koma í Ijós hvort læknar myndu sætta sig við að vinna eftir þessum samningum. Kristján sagði að nokkur erfið mál væru eftir m.a. í samningum við lækna í skurðlæknisgreinum. Ófrá- gengin atriði væru í öllum samning- um, einnig þeim sem menn hefðu tal- að um að væru á lokastigi. Hann sagði að unnið yrði áfram að frá- gangi samninga næstu daga, en það væri tæplega raunhæft að gera ráð fyrir að hægt væri að ljúka samning- um fyrr en um næstu helgi. --------------- Stýrið hvarf í hafíð STÝRI rækjubátsins Guðrúnar Bjargar ÞH frá Húsavík losnaði og hvarf í hafið í heilu lagi á miðunum við Flatey á Skjálfanda sl. föstudag í norðan 7 vindstigum og síðan hefur hvorki sést af því tangur né tetur. Skipverjum tókst að stýra bátnum til hafnar með bómunni en Fram ÞH kom þeim til aðstoðar og dró Guð- rúnu Björgu síðasta spölinn til hafn- ar á Húsavík. Fimm skipverjar voru um borð en að sögn skipstjórans, Óskars Karlssonar, voru þeir aldrei í hættu. ■ Týndu stýrinu/14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.