Morgunblaðið - 24.02.1998, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 24.02.1998, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDÁGÚR 24. FEBRÚAR 1998 LISTIR Hannover. Morgunblaðið. GUNNAR Kvaran sellóleikari lagði á dög-unum land undir fót og hélt í tónleikaferð til Þýska- lands. Á leið sinni til megin- landsins áði Gunnar, eins og svo margir ferðalangar, í Kaup- mannahöfn þar sem hann lék fyrir fullu húsi við góðar undir- tektir áhorfenda sem og gagn- rýnenda. Þrennir tónleikar í Suður-Þýskalandi fylgdu í kjöl- farið; í Trossingen 15. febrúar, Stuttgart 17. febrúar á vegum íslendingafélagsins þar og ioks í Abstatt 18. febrúar þar sem Gunnar hóf tónleikaröð ársins í bænum en Rúnar Emilsson er skólastjóri Tónlistarskólans í Abstatt og stendur jafnframt fyrir tónleikaröðinni. Gunnar hafði Qölbreytt úrval verka með í för. Einieikssvítur Bachs númer 1. og 3. skipuðu veglegan sess á efnisskránum sem voru mismunandi á hverjum stað. Þá lék Gunnar „Skýin“ eft- ir Karólínu Eiríksdóttur en verkið var samið sérstaklega fyrir hann. Fyrri sónata Brahms í e-moll opus 38 fyrir selló og pí- anó hljómaði á tónleikunum í Abstatt en þar fékk Gunnar úkraínska píanóleikarann Alex- ander Burdenko í lið með sér. Gunnar Kvaran á ferð um Þýskaland Smærri verk eins og Vokalísa Rachmaninovs, Svanurinn úr Karnivali dýranna eftir Saint- Saéns, Rondo eftir Boccherini, Tarantellu eftir W.H. Squire og Serenötu (Kvöldlokkur) eftir Henze flutu með. Gunnar Kvaran sagðist í sam- tali við blaðamann Morgunblaðs- ins vera þakklátur fyrir að hafa átt þess kost að halda í þessa ferð núna. „Það er íslenskum tónlistannönnum sérstaklega mikilvægt að fara utan af og til,“ sagði Gunnar að lokuum síðustu tónleikunum í Abstatt. „Þótt það sé auðvitað alltaf ynd- islegt að leika fyrir Islendinga er ómetanlegt að halda utan með tónlistina sína og spila fyrir aðra áheyrendur og fá nýja vinda í seglin. Tónlistarmenn á íslandi búa við þau kröppu kjör að hafa allt of fáa möguleika til að koma fram. Menn eru að Ieggja nót við dag í frítíma sín- um við að æfa stórar og glæsi- legar efnisskrár og hafa kannski ekki tækifæri til að koma nema einu sinni fram. Þannig erum við alltaf að þreyta frumraun með ný verk og náum ekki að dýpka eða víkka túlkunina sem er nauðsynlegt til að flutningur verði sannfærandi. Fáir virðast hafa skilning á mikilvægi þess að flytja sama verkið aftur og aftur á tónleikum. Meira að segja aðilar í hópi tónlistar- manna virðast af óskiljanlegum ástæðum ekki átta sig á þessu,“ sagði Gunnar Kvaran sellóleik- ari en hann leggur áherslu á að fara reglulega utan til kennslu og tónleikahalds bæði til Banda- ríkjanna og Evrópu. „Það er líka svo gott að skoða tilveru sína á íslandi úr vissri fjarlægð, hitta nýtt fólk og hlusta á aðra - kom- ast í annað menningarumhverfi. Þessar ferðir hafa gefíð mér mikið og hvatt mig til dáða,“ bætti Gunnar við. Staðarblöðin í Trossingen og Abstatt lofuðu leik Gunnars og þökkuðu þessa góðu heimsókn frá Islandi. Morgunblaðið/Þórarinn GUNNAR Kvaran var á faraldsfæti nýlega og lék fyrir Dani og Þjóðverja. MORGUNB LAÐIÐ Ó, Carol! KVIKMYNPIR Stjörnubfn, Laugarásbfó ÞAÐ GERIST EKKI BETRA (As Good As It Gets) irk Leikstjóri Jamcs L. Brooks. Hand- ritshöfundur Mark Andrus og James L. Brooks. Kvikmyndatökustjóri John Bailey. Tónlist Hanz Zimmer. Aðal- leikarar Jack Nicholson, Helen Hunt, Greg Kinnear, Cuba Gooding, Jr., Skeet Ulrich, Shirley Knight. 138 mín. Bandarfsk. TriStar 1997. SUMAR myndir eru þeirrar nátt- úru að maður vill ekki að þeim ljúki, ekki ósvipaðar skemmtilegu hófi með áhugaverðu fólki, sem skilur við mann með bros á vör. Af þessu fína sauðahúsi er Það gerist ekki betra, nýjasta verk James L. Brooks. Ef á að skilgreina myndina nánar flokk- ast hún undir rómantíska gaman- mynd. Aðalpersónan, Melvin Udall (Jack Nicholson), gerir hana hins vegar harla óvenjulega. Udall er nefnilega léttsturlaður sérvitringur, menn eins og hann eru almennt kall- aðh’ „skrýtnir", fólk víkur hæversk- lega hjá þeim á götu og forðast að líta í augu þeirra. Udall gerir gott betur. Hann er ekki aðeins undar- legur í háttum (forðast sprungur í gangstéttum, notar eigin plasthnífa- pör, er óþolandi vanafastur), heldur er hann mannhatari af verstu gerð. Tjáskipti hans við fólk takmarkast við svívirðingar. Udall, sem er vin- sæll rithöfundur, býr í fjölbýlishúsi við sjálfa Fimmtu tröð. Ekki líkar honum betur við kjölturakka ná- gratinans á móti en eiganda hans, listmálarann Simon (Greg Kinnear), sem er samkynhneigður, og er það síst til að bæta álit hans í geð- vonskulegum sjónum Udalls. Eini ljósi punturinn í lífi hans er gengil- beinan Carol (Helen Hunt) á veit- ingahúsinu sem hann sækir allajafn- an. Hún hefur undarleg áhrif á Udall, sem gengur hægt að skilja að hann ér ástfanginn. Kynni hans af Carol, hommanum Simon og ekki síst rakkanum, verða hægt og bítandi til þess að múrarnir í kringum þennan óalandi og óferj- andi furðufugl taka að bresta. „Þú færð mig til að vilja verða að betri manni,“ segir hann á ögurstundu við Carol. Það er alltaf jafn ánægjuleg upp- lifun að fara brosandi af bíómynd, með endurnýjaða trú á tilveruna í kollinum. Myndir eins og Það gerist ekki betra eru ekkert annað en vítamínsprauta fyrir sálarlífíð. Hér fer margt gott saman. Upp úr öllu stendur gamli sjarmörinn Nichol- son, enda í klæðskerasniðnu hlut- verki sem fellur að hans bestu og geggjuðustu hæfileikum eins og flís við rass. Hér fær firringin í rithöf- undinum í Shining að njóta sín, í bland við McMurphy í Gaukshreiðr- inu, Van Horne í Nornunum í Eastwick. Udall minnir sem sagt á bestu og eftirminnilegustu hlutverk stórleikarans, þar sem hann fær að virkja þennan ólýsanlega sprengi- kraft sem býr í manninum og við fá- um vonandi að njóta sem oftast á komandi árum. Maður sér engan leikara fyrir sér sem hefði ráðið jafn kúnstuglega við Udell, túlkað allar hans undarlegu geðsveiflur, frá al- gjöiTÍ mannvonsku, í gegnum sáran einmanaleika til endurheimtar lífs- gleðinnar í lokin. Það er óborganlegt að fá að hafa félagsskap af Jack. Hann er engum líkur. Brooks sýnir hvað hann er glöggur í leikaravali að kjósa Helen Hunt í veigamikið hlutverk Carol. Hunt er kunnust úr urmul misgóðra sjón- varpsmynda og einkum minni háttar mynda á tjaldinu. Tvw'ster er ein af fá- um undantekningum, en hún var brellumynd þar sem lítið var lagt upp úr leikaravalinu. Hér fær hún tæki- færi til að sýna hvað hún getur í margslungnu hlutverki. Hún stenst prófíð og skapar trúverðugustu per- sónu myndarinnar, einmana, ein- stæða móður sem gerir sér tilbreyt- ingarsnautt lífið erfiðara en það þarf' að vera. Hér nýtur sín í fyrsta skipti glæsileiki hennar, hnarreist yfir- bragðið og skínandi, blæbrigðaiTkur leikur. Brooks hefur aldeilis tekist að reisa hana úr öskustónni. Kinnear fer yfir allan tilfmninga- skalann í tilfinningaríkri og ekki síð- ur kómískri túlkun. Gerii- Simon að einkar viðkunnanlegri persónu. Shirley Knight er gustmikil í hlut- verki móður Caro' og þá bregður íyrir tveimur starfsbræðrum leik- stjórans, Lawrence Kasdan og Harold Ramis, í gestahlutverkum lækna. Ekki er allt gull sem glóir. Brooks kastar höndunum til per- sónu Cuba Goodings, Jr., sem hang- ir í lausu lofti, og sjálfsagt hafa fag- menn ýmislegt að athuga við sinna- skipti geðsjúklingsins - þótt kynni hans af Carol fái hann til að éta töfl- umar sínar. Og rithöfundar um ár- angur undir sémskufarginu. Að- alljóðurinn á þessari frumlegu og bráðskemmtilegu mynd er þó útlits- munurinn á hinni unglegu og aðlað- andi Hunt og veðraðs yfirbragðsins á Nicholson sem leynir því ekki, þrátt fyrir Ray Ban sólgleraugun, frísklega töffarastælana og úlfs- glottið, að hann er fullroskinn fyrir mótleikara sinn. En því að láta slíka smámuni angra sig? Sæbjörn Valdimarsson í i ) t ) > \ t i t t ) ) ) Af fíngrum fram sem fótum TÖNLIST Hallgrfmskirkja ORGELTÓNLEIKAR Vcrk eftir Bach, Liszt og Nilsson; spuni um gefið stef. Mattias Wager, orgel. Hallgrímskirkju, sunnudaginn 22. febrúar kl. 20:30. REYNSLAN af orgeli Hallpáms- kirkju sýnir, að gott hljóðfæri í við- eigandi akústík getur dregið ýmsa hagstæða dilka á eftir sér, þ.á m. tekjur vegna hljóðritana. Var org- elsólisti dagsins t.a.m. hingað kom- inn vegna hljómplötuinnspilunar. Sinfóníuhljómsveit Islands er annað dæmi um gott „hljóðfæri“ - en þar vantar því miður akústíkina, s.s. not- hæft tónlistarhús. Ekki er að efa, að með tilkomu þess myndu álíka auka- sporzlur falla SÍ í skaut sem nú verð- ur ekki komið auga á í fljótu bragði. Mattias Wager frá Stokkhólmi er ekki fyrsti erlendi organistinn sem fellur fyrir hljómtöfrum Hall- grímsorgels, og hvað sem segja má um kirkjuna til annarra tónlist- amota, þá virðist heyrð hennar henta orgelinu vel, ef hlustað er úr sæmilegri nálægð. Eftir viku dvöl hér við upptökur var alltjent ljóst, að hann kunni þegar sitthvað á eig- inleika hússins og valmöguleika orgelsins, því tímasetningar þagna og mótun hendinga tóku greinilega mið af því sem naut sín bezt niðri meðal hlustenda, og sást um leið hversu ómissandi nýja gólfhljóm- borðið er til hljómleikahalds. Dagskráin hófst með umritun Bachs á hinum kunna konsert Vi- valdis í a-moll fyrir 2 fiðlur og strengi. Einleikarinn kynnti munn- lega (á ensku, eins og yngri Skand- inava er háttur núorðið) öll verkin í upphafi, og kom þar fram, að konsertinn væri úr safninu L’estro armonico [hljómrænar hugdettur, 1711.] Mun Bach að líkindum hafa umritað þennan konsert, eins og fleiri úr gjöfulum sjóði hins feneyska „föður einleikskonserts- ins,“ á Weimarárunum 1708-17, þar sem flest orgelverk hans litu dags- ins ljós. Hinn ferski sunnanblær Vi- valdis, ásamt ríkulegri notkun á sekvenzum og valhoppi um fimm- undahringinn, er næsta „nútímaleg- ur“ hjá fyrirrennurum Bachs norð- an Alpafjalla, og lék Wager þetta spræka verk af lipru öryggi, þó svo að rúbatí hans (einkum í hæga þættinum), líkt og nú er í tízku með- al sumra barokktúlkenda, verkuðu stöku sinni svolítið ýkt. Það gilti þó ekki um nr. 3, Aríu Bachs í F-dúr BWV 587 (umritun úr Les Nations, tríósónötu e. F. Couperin), þar sem eðli verksins bauð upp á mikið rú- bató, enda mótun Wagers úthugsuð og sannfærandi. „Mountains" eftir eftir Svíann Anders Nilsson (f. 1954) var að sögn innblásið af klettamyndum í norsk- um firði sem minna á hrunda dóm- kirkju; að mörgu leyti litríkt verk, sem spannaði breiðan effektaskala frá lágværu tísti til einhverra gríðar- legustu hljómklasa sem undirr. hef- ur heyrt grenja úr pípubatteríi Kla- is-orgelsins í seinni tíð. Þó að leikur- inn væri innlifaður og nákvæmur, komst verkið samt ekki hjá að verka langdregið eftir fyrstu 5-6 mínút- urnar, þegar höfundur virtist farinn að teygja lopann. 20-30% stytting hefði að hkindum verið til bóta. Franz Liszt gerði að sögn tvær umritanir á „Weinen, Klagen, Sorgen, Zagen“ Bachs, aðra fyrir orgel, hina fyrir píanó. Með því að píanóútgáfan er lengri og dramat- ískari, kaus Wager að umrita hana sjálfur fyrir orgel. Var sú umritun að sönnu tilkomumikil áheyrnar, enda hlaðin miklum andstæðum sem buðu upp á flest sem rómantík- in getur krafizt af hljóðfærasnill- ingi. Verkið, sem samanstóð af passacaglíutilbrigðum á „lamento"- þrábassalínu og endaði á sálminum Was Gott tut, das ist wohlgetan með tilþrifamiklum niðurlagskafla, var snilldarvel leikið af Mattias Wa- ger og registrað af slíku hugviti, að hljómaði sem Hallgrímsorgelið hefði verið valið sérstaklega fyi’ir hljóðritun á þessu volduga verki. Sú foma list hljómborðleikara fyrri tíma sem dó út í konsertsölum l á 19. öld og lifir nú aðeins í jassi og meðal færustu orgeleikara, nefni- * lega hinn frjálsi spuni eða snarstefj- ) un, var síðust á dagskrá. Douglas Brotchie sást færa sænska starfs- bróður sínum lítið blað sem reynd- ist geyma stef Jóns Nordal úr Ottu- söngvum að vori. Eftir nokkra um- hugsun hóf Wager að útfæra hið sérkennilega lýdísk-leita stef með áberandi trítónus-tónbilum, og þó að fúgufíklar fengu ekki ósk sína ) uppfyllta að sinni (það brá fyrir tví- ^ radda kanon, en síðan ekki meir), . enda stefið frekar óhöndlulegt til * slíkra nota, var impróvísasjónin gerð af miklu hugviti og næmu lita- skyni. Hún var allnútímaleg í anda en engu að síður mjög fjölbreytt, með allt frá tröllslegum klösum, ið- andi þrástefjum og -rytmum niður í vart heyranleg fuglstíst og dyn- mjúkar kattarsnertlur, að sjálf- sögðu að ógleymdu fótfimu I pedalsólói, og myndaði verðugan ) endi á velheppnuðum tónleikum. | Ríkarður Ö. Pálsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.