Morgunblaðið - 24.02.1998, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 24.02.1998, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ 36 ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 1998 A----------------------------- AÐSENDAR GREINAR Fasta og föstuhald ENGINN einstak- lingur hefur haft dýpri og varanlegri áhrif á trúarlíf Islendinga en Hallgrímur Pétursson. Mörg af versum og orðatiltækjum Passíu- sálma hans hafa verið á vörum þjóðarinnar allt til þessa dags. Enginn Islendingur efast um snilld þeirra hvað mál- far, ljóð og stíl snertir, né trúarhita, bæn og innileika. Fyrstu bænir sem ís- lensk böm læra eru úr Passíusálmunum og sjaldan eða aldrei er látinn kvaddur á Islandi án þess að sunginn sé sálmur eftir Hallgrím. Stærsta kirkja landsins ber nafn hans. Hún var reist af íslensku þjóðinni sem þakkarsveigur í minningu Hall- gríms Péturssonar. Það var gæfa mín að fá að þjóna í þeirri kirkju um árabil og verða vitni að þeirri djúpu virðingu pg kærleika sem almenn- ingur á íslandi ber til Hallgríms Péturssonar og sálma hans, trúar, orðsnilldar og visku. Islenska þjóð- ,in stendur í ómetanlegri þakkar- skuld við Hallgrím Pétursson og þann arf sem hann lét okkur í té í sálmum sínum. Um aldir voru Passíusálmarnir lesnir og sungnir á flestum heimil- um landsins á föstunni. Ríkisút- varpið hefur um langa hríð útvarp- að lestri Passíusálmanna daglega frá upphafí níuviknaföstu til páska. Ríkisútvarpið á heiður skilinn fyrir það. Þjóðin kann vel að meta lestur Passíusálmanna og fylgist með og ræðir hvemig viðkomandi lesari leysir sitt hlutverk af hendi. Og nú hefur Ríkisútvarpið tekið tölvu-. tæknina í þjónustu sína og sent Passíusálmana út á alnetið. Ég vil fyrir hönd þjóðkirkjunnar og allra þeirra fjölmörgu Islendinga sem unna Passíusálmunum þakka Ríkis- útvarpinu fyrir þessa þjónustu. Ég vil líka þakka Svanhildi Oskarsdóttir fyrir lest- urinn það sem af er þessu tímabili. Guð blessi hana og alla sem leggja hönd og huga að verki að því að þjóðin fái að heyra og njóta þess auðs sem Passíu- sálmamir geyma. A vinnustað mínum safnast starfsfólkið saman á hverjum morgni í upphafi vinnudags og les Pass- íusálm. Það er dýr- mætt okkur öllum sem njótum. Þann sið ættu fleiri að taka upp, á vinnustöðvum og stofnunum, umfram allt í kirkj- um landsins. Það gefur ómetanleg- an styrk. Persóna og saga Hallgríms Pét- urssonar hefur snortið fólk djúpt. Hann lifði mikil örlög og vissi vel hvað lífið er. Gæfa og gleði, smán og niðurlæging, sorg og þjáning, allt Persóna og saga Hall- gríms Péturssonar hef- ur snortið fólk djúpt, segir herra Karl Sigur- björnsson. Hann lifði mikil örlög og vissi vel hvað lífíð er. þetta þekkti hann. Sá sem yrkir í Passíusálmunum þekkir af eigin reynslu breyskleika mannsins og synd, og hefur þreifað á fyrirgefn- ingu syndanna. Hann þekkir líka sorgina og óttann við dauðann ekki bara af afspurn heldur á sjálfum sér. Og loks blasir við að hann þekkir þann styrk sem trúin á Jesú Krist gefur, hann þekkir skjólið í skugga krossins og kraft upp- risunnar. Allt þetta gefur Passíu- sálmunum dýpt og hljóm sem eng- an lætur ósnortinn. Passíusálmam- ir eru ómetanlegur fjársjóður bæna og lífsvisku. Jesús Kristur lagði áherslu á bæn og föstu. Hvað er fasta? Flest- ir vita það. Það er að neyta ekki fæðu eða alla vega að neita sér um einhverja fæðu tímabundið. Fasta nútímans er oftast í læknisfræði- legum tilgangi eða til þess að koma „línunum í lag“. En í trúarlífi hefur fasta dýpri tilgang, að láta á móti sér í mat og drykk til að einbeita sér að andlegum hlutum. Fastan er tími sjálfsprófunar, og til að dýpka og þroska trúarlíf sitt, samfélag sitt við Krist. Það gerist með kyrrð og bæn, og með því að leitast við að lifa látlausara lífi. Fasta merkir að við prófum okkur sjálf, skoðum og íhugum hvað það er sem gefur líf- inu gildi í raun og veru - og hvers vegna við þurfum á frelsaranum að halda, og boðskap hans. Hún er bæn í verki, viðleitni til að einbeita sér að bænalífi og að láta eitthvað á móti sér til að geta gefið öðrum. Það þurfum við að læra hér á landi. Bæn og fasta em mikilvæg í kenn- ingu Jesú, fasta sem er bæn í verki. Þegar Jesús talar um föstu er ljóst að hann gengur út frá henni sem sjálfsögðum þætti trúarlífsins. Hann rökstyður hana ekki. En um- fjöllun hans er af sama toga og hjá spámönnum Gamla testamentisins. Þeir lögðu áherslu á að fasta er ekki bara hlýðni við ytri venjur, heldur endurnýjun hugarfars. Þar segir: „Nei, sú fasta, sem mér líkar, er að leysa fjötra rangsleitninnar, láta rakna bönd oksins, gefa frjálsa hina hrjáðu og sundurbrjóta sér- hvert ok. Það er að þú miðlir hinum hungruðu af brauði þínu.“(Jes.58.6- 7.) Frá fornu fari hefur fasta verið bundin ákveðnum dögum og tíma- bilum. Til forna föstuðu kristnir menn jafnan á sjötta degi vikunnar, þeim degi er Kristur var krossfest- ur, og af þeim sið dregur dagurinn Karl Sigurbjömsson STUNDUM hendir það okkur að misskilja hlutina viljandi eða óviljandi. Góður maður sagði eitt sinn að mis- skilningur væri einhver alversti skilningur sem hægt væri að leggja í hlutina. Ég hef orðið var við misskilning í sambandi við svokallað kvóta- brask. Sumir leggja þann skilning í umræð- una, að banna eigi að millifæra aflaheimildir. Þannig verða til fyrir- sagnir í fjölmiðlum eins ~^og: „Við erum mjög háðir því að geta leigt kvóta til okkar. Annars verður enginn rekstrargrundvöll- ur“. Þeir sem svona tala hafa mis- skilið eitthvað. Kvótakerfið var sett á til að stjóma fiskveiðum og milli- færa aflaheimildir og aflakvóta. Ein útgerð sneri sér að rækju og seldi þorskkvótann. Önnur útgerð sneri sér að síld og leigði frá sér annað o.s.frv. Þessi sérhæfing með skipti á aflaheimildum var forsenda kvóta- kerfisins og á sér hagfræðilegan rökstuðning sem fáir mótmæla. , Þetta er kallað hagræðing. Það sem deilan snýst um í dag er bara alls ekki þetta. Deilan varð til vegna þess að nokkrar útgerðir með fiskverkum fóru að nýta sér aðstöðu sína, í skjóli úthlutaðra forréttinda, til þess að þvinga niður fiskverð með því að „skaffa kvóta“ (tonn á móti tonni). Með því móti fénýttu ^þeir aflaheimildir til þess að þvinga niður verð á hráefni. Tilgangurinn var að græða aukalega og út- rýma samkeppni í fisk- vinnslu með því að ryðja burtu þeim sem ekki áttu kvóta. í leið- inni þvinguðu þeir nið- ur laun áhafnar hjá út- gerðinni sem gerðist „leiguliði". Með þessu móti hófust illindin. Skipti á aflaheimildum eru í sjálfu sér rökrétt hagræðing. Því mót- mæla fáir. En skipti á aflaheimildum með því að lækka laun áhafnar og ryðja burtu samkeppni í fisk- vinnslu er þreföld hagræðing. Þannig varð til orðið „kvótabrask" sem er býsna kurteisislegt orð yfir þann gjörning að þvinga fjármagn frá þriðja og fjórða aðila í skjóli for- réttinda (sjómönnum og fiskverk- endum sem ekki eiga útgerð). Hagnaðurinn af þessu braski hefur hækkað verð á veiðiheimildum það mikið að verð á leigukvóta á þorski er stundum hærra en hægt er að fá fyrir fisk með haus og hala! Er ekki maðkur í mysunni? Er ekki braskið forsenda hárrar ávöxtunar afla- heimilda þegar kíló á þorskkvóta er komið yfir 700 krónur! Skömmtunin virðist forsenda hárrar verðmynd- unar og fnykurinn af því hvers vegna sumir vilja ekki auka afla- heimildir í þorski angar hér norður á hjara veraldar, á móti vindi! Verði braskið stöðvað gerist tæplega nokkuð annað en verð á aflaheimild- um lækkar þar sem hagnaðurinn af braskinu minnkar. A skömmtunarárunum gengu bílainnflutningsleyfi kaupum og söl- um með alls kjms ógeðfelldu braski í skjóli úthlutaðra forréttinda. Þetta brask var afnumið og er miður fagur blettur í verslunarsögu landsins. Þeir sem fá úthlutað kvóta í dag og eru svo gráðugir að stunda kvóta- brask eru að grafa sér gröf. Þeir eru í reynd sterkustu talsmenn auðlinda- skatts á sjávarútveg. Þeir sem remb- ast svo eins og rjúpan við staurinn á móti slíku gjaldi en verja braskið með hinni hendinni eru býsna langt frá því að vera trúverðugir. Margur verður af aurum api. Með sama áframhaldi eru þeir aðilar sem ætla að halda áfram með braskið að stór- skaða álit heiðarlegra útgerðar- manna eins og flestir útgerðarmenn eru. Kvótabrask til að þvinga fjár- magn af þriðja og fjórða aðila er að Er ekki braskið forsenda hárrar ávöxtunar aflaheimilda, spyr Kristinn Pétursson, þegar kíló á þorskkvóta er komið yfir 700 krónur? mínu áliti ólögleg fjárþvingun og stenst ekld gagnvart kjarasamning- um sjómanna, samkeppnislög, eða jafnréttisreglu stjómarskrár lýð- veldisins. Ef þetta kvótabrask verð- ur látið afskiptalaust af stjórnvöld- um lengur þá getur mafían gert hag- kvæmnikönnun á því að flytja höfuð- stöðvar sínar til landsins. Höfundur er fískverkandi án út- gerðar. Misskilið kvótabrask Kristinn Pétursson nafn sitt hjá okkur, föstudagur. Sá siður að fasta fyrir stórhátíðarnar er einnig gamall. Tímalengd páska- föstunnar var löngum á reiki. Ymist var hún níu vikur eða sjö, sem síðan varð ofan á. Níuvikna- fasta lifir samt í tímatali kirkjuárs- ins og frá upphafi níuviknaföstu eru passíusálmarnir lesnir í ríkisút- varpinu. Sjöviknafastan eða langafastan hefst með öskudegi. Þá em fjöru- tíu virkir dagar til páska. Þeir minna á dagana fjörutíu er Jesús fastaði í eyðimörkinni eftir skírn sína. Bolludagur og sprengidagur eru leifar kjötkveðjuhátíða fyrir föstubyrjun. Orðið karneval er úr spænsku og merkir að kjötið er kvatt. Oskudagur dregur nafn sitt af því að fyrr á tíðum var fólk signt með ösku við messu þessa dags, sem tákn iðrunar. Við könnumst við orðtakið „að iðrast í sekk og ösku“. Að iðrast merkir að snúa við, breyta um lífsstefnu. Litur föstunnar er fjólublár, litur iðrunar og yfirbótar. Kristið trúarlíf er innlifun. Hvergi kemur það betur í ljós en í trúariðkun föstunnar, dymbilviku og páskum. Að lifa sig inn í hrynj- andi kirkjuársins, og ganga inn í sorg krossins og fögnuð upprisunn- ar, gefur trúarlífinu aukna dýpt og trúnni nýjan hljóm. Lífið er ekki einlitt né í einni vídd, það hefur margræðan hljóm og lit og það allt vill Guð helga. Það sýnir kross Jesú og páskamir hans. Hann vill helga sorg okkar, þjáningu og mótlæti og með honum verður það til blessunar og gleði. Og hann vill helga gleði okkar og gæfu og gefa þá hamingju sem kærleikurinn er, triíin og von- in. Fasta er trú og bæn í verki, það að gefa af sjálfum sér, fórna, vegna þeirra sem búa við bág kjör. Það hefur vissulega glatast úr vitund okkar samtíðar. Þjóð okkar þarf að snúa af vegi sóunar og græðgi sem æ meir ógnar lífi og samskiptum og feta leið hins gjafmilda kærleika. A föstunni skulum við minnast söfn- unarátaks Hjálparstofnunar kirkj- unnar. Að þessu sinni er það helgað baráttunni gegn barnahermennsku. I samtíðinni þirtast ógn og hörm- ungar stríðs og ofbeldis í þeirri skelfilegu mynd að æ oftar eru börn tekin og þjálfuð til hernaðar. Hjálparstofnun kirkjunnar vinnur í samvinnu við erlendar hjálpar- stofnanir að því að koma þessum vesalings fórnarlömbum hatursins til hjálpar. Krossferli’ að fylgja þínum fýsir mig, Jesú kær, væg þú veikleika mínum, þó verð’eg álengdar Qær. Þá trú og þol vill þrotna, þrengiraðneyðinvönd, reis þú við reyrinn brotna og rétt mér þína hönd. Höfundur er biskup íslands. Atkvæðagreiðsla um sj ávarútvegssýningar NOKKUR stór fyr- irtæki sem voru á síð- ustu sjávarútvegssýn- ingu í Laugardalshöll stóðu nýlega fyrir at- kvæðagreiðslu sem átti að skera úr um að að- eins ein sjávarútvegs- sýning yrði haldin hér á landi 1999. Atkvæða- vægið var þannig upp byggt að fyrirtækin fengu eitt atkvæði fyrir hverja byrjaða 10 fer- metra sem þau höfðu á síðustu sýningu. Þann- ig fengu sum fýrirtæki 6-10 sinnum fleiri at- kvæði en önnur. Þeir nýju aðilar sem voru að bóka sig inn á væntanlegar sýningar fengu ekki að kjósa. Ekki fengu all- ir aðilar síðustu sýningar atkvæða- seðla og ekki fengu þeir erlendu að- ilar sem tekið hafa þátt í sjávarút- vegssýningum á íslandi að taka þátt í atkvæðagreiðslunni. Voru þeir þó með um helming af sýningarsvæð- inu á síðustu sjávarútvegssýningu. Það voru fyrst og fremst stærstu íslensku fyrirtækin sem báðu um atkvæðagreiðslu þessa og það voru einnig þeir sem völdu Coopers & Lybrand til að annast atkvæða- greiðsluna, en þetta fyrirtæki er með höfuðstöðvar sínar í sama landi (Englandi) og Nexus Ltd. Það hvað sum stóru íslensku fyr- irtækin hafa litla trú á íslenskum skipuleggjendum og íslenskum tæknimönnum er auðvitað þeirra mál en persónulega tel ég að það byggist á röngu mati samfara van- máttarkennd þessara aðila. Hitt er aftur á móti alvarlegt mál þegar nokkur stór fyrirtæki nota sína afstöðu til að beita þau smærri slíku ofríki. Hvernig ástand halda menn að myndi skapast innan Sameinuðu þjóðanna ef atkvæðavægi þar væri bundið við fólksfjölda hverrar þjóð- ar? Indverjar og Kínverjar myndu ráða öllu. Sama gilti ef farið væri eftir stærð landanna. Það færi lítið fyrir smáríkjum eins og Islandi inn- an samtakanna ef þessi háttur væri hafður á. Það er því mitt mat á áðurnefndri könnnun að hún sé alfarið ómark- tæk og á engan hátt bindandi og alls ekki sæmandi þeim sem að henni stóðu. Eins og áður hefur komið fram í grein eftir mig í Morgunblaðinu þá verður Style Int. ekki með á Nexus sýn- ingunni og ef aðstand- endur FishTech ‘99 sjá sér ekki fært að koma upp sýningu í Laugar- dalshöll á árinu 1999, þá munum við vera með sýningu á okkar eigin vélum í nýju hús- næði okkar við Mið- hraun 12 í Garðabæ. Þangað munum við bjóða okkar viðskipta- vinum. Fyrirtækið Sýningar ehf. sem stóð að skipulagningu Fis- hTech ‘99 var ekki einvörðungu stofnað til þess að sjá um sjávarút- vegssýningar, heldur er það alhliða vörusýningarfyrirtæki og hefur þegar hafið undirbúning að sýningu síðar á þessu ári og einni mjög stórri sýningu árið 2000. Að lokum þetta: Borgarstjórn Reykjavíkur gerði mistök með því að rétta ekki íslenskum aðilum hjálparhönd með því að úthluta þeim Laugardalshöll fyrir FishTech Borgarstjórn Reykja- víkur gerði mistök, seg- ir Ragnar Magnússon, með því að rétta ekki íslenskum aðilum hjálparhönd. ‘99, heldur kaus á óbeinan hátt að stuðla að sýningu erlendra aðila í Kópavogi. Og verði aðeins ein sjáv- arútvegssýning 1999 munu margir segja að borgaryfirvöld hafi á óbeinan og afar klaufalegan hátt flutt sjávarútvegssýninguna frá Reykjavík í Kópavog. Borgaryfir- völd vissu vel að hér var um tölu- verða fjármuni að ræða og því var með öllu óþarft að flytja þá yfir í annað sveitarfélag, samfara því að rýra tekjur þeirra aðila í borginni sem tekjur hafa af sýningum sem þessum. Höfundur er iðnrekandi og fram- kvæmdastjóri Style Int. ehf. Ragnar Magnússon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.