Morgunblaðið - 24.02.1998, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 24.02.1998, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 1998 25 LISTIR Fyrirlestur um mynd- list í Hafn- arborg BANDARÍSKA listakonan Joan Backes, heldur fyrirlestur um list sína og sýnir litskyggnur í Hafnarborg, menningar- og lista- stofnun Hafnarfjarðar, á morg- un, þriðjudag, kl. 20.30. Joan Backes lauk MFA námi í listmálun frá Northwestern Uni- versity í Illinois árið 1985 og hef- ur unnið að list sinni síðan og sýnt verk sín víða um heim. Auk þess hefur hún kennt við listahá- skðla, m.a. í Kansas og nú við Brown University á Rhode Is- land. Árið 1989 fékk hún Fulbright styrk til starfa hér á landi og kom síðan árið 1991 og sýndi verk sín í Hafnarborg. Einnig hlaut hún styrk úr sjóði The American-Scandinavian Founda- tion til að vinna að verkum sínum í vinnustofu Edvard Munch í Noregi. Joan Backes dvelur nú í gestavinnustofunni í Hafnarborg og mun sýna verk sín þar 24. febrúar. Ein verundarmynda Helgu. Verundar- myndir NÚ stendur yfír málverkasýning Helgu Sigurðai-dóttur á Kaffí Króki, Sauðárkróki. Helga er sjálfmenntuð í list sinni og málar verundarmyndir sem eru unnai- í gegnum hugleiðslur og bænir. Þetta er 16. sýning Helgu og verður opin í mánuð. Tónleikar í Vinaminni TÓNLISTARFÉLAGIÐ á Akra- nesi heldur tónleika í félagsheim- ilinu Vinaminni miðvikudaginn 25. febrúar kl. 20.30. Það eru þau Guðrún Birgis- dóttir flautuleikari og Peter Máté píanóleikari sem leika verk eftir Mozart, Schubert, Sa- int-Saéns og Poulenc. LEIKLIST Sauðkindin, Leikfélag MK Fé lagshei nii I i Kópavogs FRÆNKA KALLA Höfundur: Brandon Thomas. Leik- stjóri: Stefán Sturla Sigurjónsson. Leikendur: Friðrik Óskar Friðriks- son, Vignir Rafn Valþórsson, Gunnar Magnússon, Lárus Axel Sigurjónsson, Atli Ottesen, Kristinn Þorsteinsson, Hreiðar Oddsson, Heiða Aðalsteins- dóttir, Hólmfríður Rós Rúnarsdóttir, Helga Guðrún Snjólfsdóttir, Hulda Ósk Traustadóttir, Kristín María Birgisdóttir, Ilildur Sigfúss. Ljósa- hönnun: Alexander Ólafsson og Run- ólfur Einarsson. Ljósamaður: Gunnar Karl Pálsson. Tónlist: Björn Viðars- son og Albert Ásvaldsson. Frumsýnt föstudaginn 20. febrúar. EINA sauðkind Kópavogskaup- staðar er leikfélag menntaskólans, sem frumsýndi fyrir helgi leikritið Frænku Kalla, fjórða verkefni sitt frá stofnun. Það fjallar um Kalla og Kobba, sem leigja saman íbúð. Þeir ætla báðir að trúlofast kærustum sínum og halda því matarboð, í hverju þeir ætla að bera upp bónorðið. Þeir fá Níels, hálfgerðan lúða, til að vera þjónn, auk þess sem Kalli býður frænku sinni, sem býr í Brasilíu, er ekkja og „billjónessa". Allt í lagi með það, nema; það koma miklu fleiri en gert var ráð fyrir. Söguþráður verksins er kominn TOJVLIST Bústaðakirkja KAMMERTÓNLEIKAR Flutt voru verk eftir Schumann og Chausson. Einleikarar: Edda Er- lendsdóttir og Guðný Guðmundsdótt- ir ásamt strengjakvartett. Sunnudag- urinn 22. febrúar 1998. HEIMSPEKINGAR hafa reynt að skilgreina tónlist með saman- burði við ritaðan (talaðan) texta og þar með að tónlist lúti sömu lög- málum varðandi hendingaskipan og texti, túlki þær tilfínningar og þau blæbrigði sem útlista má með orðum, og að raðform tónanna, þ.e. tónferlið, beri í sér eigindir stfls og fógur tónlína sé í raun samstofna fagurri samröðun orða. Skýrleiki texta sé því jafn áhugavekjandi og skýrlega mótað lagferli. Víst er að tónskipanin í píanók- vintettinum op. 44 eftir Robert Schumann er einstaklega skýr. Stef verksins eru snjöll og taka at- hygli hlustandans strax og úr- vinnslan einnig. í fyrsta kaflanum er tónmálið eins og samtal, þar sem hljóðfærin skiptast á að leika Beðið eftir Donnu frá Brandoni nokkrum Thomas, Stefán Sturla leikstjóri þýddi og staðfærði, og leikendur þróuðu svo persónur sínar og hlutverk sjálfír. Það má deila um slíkt fyrir- komulag. Lamba-, nautasteik og lax eru vel boðlegur veizlumatur, hvert í sínu lagi. En hvað verður úr ef þessu er öllu hrært saman í matvinnsluvél og borið fram með hamborgarasósu? Ég vil þó ekki segja að sýningin hafi verið eitt- hvert jukk úr blandara, langt í frá. Ég er hrifinn af slíkum tilraunum. An þeirra eru engar niðurstöður og án efa fælust leiksýningar enn í því að kór þyldi upp langar hexa- metrískar kviður án nokkurrar umgjarðar. Stefáni Sturlu leikstjóra hefur tekizt nokkuð vel upp við að raða þessum hlutum upp og mynda úr þeim hina ágætustu sýningu. Fjöldi hlutverka er ekki beint skorinn við nögl; þau eru þrettán, því eins og fyn- sagði komu fleiri í fagrar tónhendingar verksins, eins og t.d. sellóstrófan, sem Sig- urður Halldórsson lék mjög fal- lega. Marsinn frægi er magnað tónverk og þar átti Junah Chung einnig áhrifamikinn leik á lágfíðl- una sína. í síðasta kaflanum reyn- ir Schumann sig við kontrapúnktísk vinnubrögð, sér- staklega undir lokin, sem voru mjög vel mótuð af flytjendum. Guðný Guðmundsdóttir átti sér- lega fallegan leik og með henni á annarri fíðlu lék Ragnhildur Pét- urdóttir. Edda Erlendsdóttir lék á píanóið eins og vera ber í kamm- ertónlist, lék aldrei yfir samleik- ara sína og óf skemmtilegt píanó- hlutverkið mjög fallega saman við strengjaraddirnar og átti þar með mikinn þátt í afburðagóðum flutn- ingi á þessu meistaraverki Schumanns. Konsertinn fyrir píanó, fiðlu og strengjasveit eftir Érnest Chaus- son er langt verk, en þar vantar bæði skýrleika í hugsun og úr- vinnslan er nánast eins út allt verkið, þ.e. samleikur á píanó og fiðlu en strengjakvartettinn er nánast aðeins til undirleiks. Auður Hafsteinsdóttir bættist í hópinn matarboðið en gert var ráð fyrir. Tveir félaga Kalla og Kobba voru hjá þeim fyrir, Mörður Gígja pönkari og Franz Beck „djókari", eigandi íbúðarinnar kom að rukka leiguna, kærusturnar komu með vinkonur sínar, bróðir Kobba kíkir inn og þegar blekkingin er komin í algeran hnút kemur frænka Kalla loks, með vinkonu sína að sjálf- sögðu. Blekkingin sem ég minnntist á felst í því að Franz Beck klæðir sig í kjól og ,festist“ óvart í hlut- verki Donnu Luciu, hinnar fjar- verandi frænku Kalla. Allt verkið er í raun byggt upp á strák í kjól. Þótt Lárus Axel Sig- urjónsson hafi verið mjög góður, sérstaklega eftir hlé, í „drag“- hlutverki sínu, þá er spurning hvort það hafi verið nóg efni í heila sýningu - stór strákur í kjól - enda varð verkið ansi þunnt á köflum. Þá var það helst Gunnar Magnússon sem kíttaði í glufurnar með fáránlegum og oft á tíðum drepfyndnum athugasemdum eða gjörðum þjónsins Níelsar. Umgjörð, hljóð, Ijós og sviðs- mynd var eins og best verður á kosið. Sviðsmyndirnar voru tvær, íbúð félaganna fyrir hlé, en leikur- inn fór svo fram úti í garðinum eftir hlé. Alexander Olafsson, sem sá um ljós, fær stjörnu í kladdann minn. I stuttu máli var þetta góð og skemmtileg sýning hjá hinni ný- endurreistu Sauðkind. Heimir Viðarsson og lék 1. fiðlu í strengjakvartettin- um. Þriðji þátturinn er áhuga- verðastur fjögurra þátta verksins, dramatísk tónsmíð, þar sem brá fyrir einföldum tvíradda konstra- punkti, er léði verkinu sérstæðan svip. í heild var verkið mjög vel flutt og áttu Guðný og Edda þar mestan þátt í að halda þessu verki saman, með frábærum leik sínum. I raun er konsertinn eftir Chausson sónata fyrir fiðlu og pí- anó og er fiðluröddin syngjandi falleg á köflum og mátti vel heyra að Guðnýju lét vel að leika líðandi tónlínur verksins. í píanóhlutverk- inu mátti heyra mörg skemmtileg tilþrif, sem Edda skilaði með glæsibrag. Frábær flutningur Guðnýjar og Eddu í konsertinum eftir Chausson og glæsileg mótun píanókvintettsins eftir Schumann gera þessa tónleika eftirminnilega og verðugan endapunkt á glæsi- legu starfi Kammermúsíkklúbbs- ins 41. veturinn. Samkvæmt mik- illi aðsókn kunna áheyrendur svo sannarlega að meta starf þessa merka félagsskapar og munu trú- lega ekki láta sig vanta til kamm- erfagnaðar næsta starfsárs. Jón Ásgeirsson John Cage á Háskóla- tónleikum HÁSKÓLATÓNLEIKAR verða í Norræna húsinu mið- vikudaginn 25. febrúar kl. 12.30. Leikin verða verk eftir John Cage. Flytjendur eru Pétur Grétars- son, slag- verk, Egg- ert Páls- son, slag- verk og söngur, Steef van Ooster- hout, slag- verk, og Snorri Sig- fús Birgisson, píanó. Tónlist John Cage hefur í áratugi verið bæði skemmtun og umtalsefni. Cage var ávallt í fremstu röð þeirra sem fundu nýja fleti á tónleikaforminu, bæði í tónlistinni sjálfri og framsetningu hennar. Eggert Pálsson stundaði nám í Tónlistarháskólanum í Vín. Hann hefur verið fyrsti pákuleikari í Sinfóníuhljóm- sveit Islands frá 1987. Pétur Grétarsson stundaði tónlistarnám í Boston. Hann leikur djass-, dægur-, leikhús- og kammertónlist jöftium höndum auk þess að vera við- riðinn kennslu og ritun náms- bóka þar að lútandi. Steef van Oosterhout lauk einleikaraprófi frá Sweelinck Conservatorium í Amsterdam 1987. Frá 1991 hefur hann ver- ið fastráðinn við Sinfóníuhljóm- sveit íslands. Snon-i Sigfús Birgisson lauk einleikaraprófi frá Tónlistar- skólanum í Reykjavík árið 1974 og starfaði í Reykjavík sem pí- anóleikari, tónskáld og kenn- ari. Verð aðgöngumiða er kr. 400. Ókeypis fyrir handhafa stúdentaskírteina. Dagskrá Háskólatónleika má nálgast á vefnum. Slóðin er: http://www.rhi.hi.is/~gunnag/t onlist/tonleikar.html.v Sýningum lýkur Ráðhús Reykjavíkur SÝNINGU Sigþrúðar Páls- dóttur, Sissú, Minni-is-borgir, lýkur miðvikudaginn 25. febrú- ar. Glæsilegt starf í 41 ár ...kíktu á merkið! 9 i t DIGITAL A ÍSLANDI Vatnagöröum 14 • sfmi 533 5050 • fax 533 5060 • http//www.digttal.ls
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.