Morgunblaðið - 24.02.1998, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 24.02.1998, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 1998 13 Kaupmenn segja neytend- ur njóta afsláttar á brauði Kaupmenn í stórverslunum segja að sá afsláttur sem fenffist hafí á brauði frá framleiðendum hafí í öllum tilvikum skilað sér með einum eða öðrum hætti til neytenda. Þeir segja hins vegar að afslátt- urinn sem fengist hafí sé ekki í líkingu við það sem forsvarsmenn Myllunnar-Brauðs hf. hafi haldið fram. FORSVARSMENN Myllunnar- Brauðs hf. hafa lýst því yfir að af- sláttur Myllunnar og Samsölubak- arís til stóru matvöruverslananna hafi á undanfórnum fjórum árum aukist úr 10 í 40% án þess að það hafi skilað sér í lægra vöruverði til neytenda, og jafnframt að stóru mat- vörukeðjumar séu að fá 100 milljónir króna á ári í formi afsláttar og álagn- ingar á brauðmeti án þess að það skili sér í buddu neytenda. Einar Öm Jónsson, kaupmaður í Nóatúni, sagði í samtali við Morgun- blaðið að hann teldi þessi ummæli varla svaraverð. Hann hefði ekki orð- ið var við svona mikinn afslátt og greinilegt væri af orðum forsvars- manna Myllunnar að eitthvað meira væri að sækja í þessum viðskiptum þótt bætt kjör hefðu vissulega fengist upp á síðkastið. Hann sagði að sá af- sláttur sem hefði fengist hefði leitt til aukinnar hagi'æðingar í versluninni og þar með skilað sér til neytenda. Tilboð og sérmerkingar á lægra verði Jón Asgeir Jóhannesson hjá Bón- us sagði að ofangreind ummæli gæfu ekki rétta mynd af málinu og sá af- sláttur sem Bónus hefði fengið væri á bilinu 12-15% undir verðskrá Myll- unnar. Afslátturinn hefði skilað sér í auknum tilboðum til neytenda og þó aðallega í sölu á brauði sem sér- merkt væri Bónus og selt væri á LITLU munaði að illa færi þegar jeppi og dráttarvél Konráðs P. Jónssonar, bónda á Böðvarshólum í Húnaþingi, fóru niður um ísinn á Vesturhópsvatni í Víðidal á laug- ardag. Konráð fór ásamt konu sinni og tveimur dætrum út á ísilagt vatn- ið til að ná í kindur sem hafa gengið úti í vetur. „Við keyrðum út á vatnið til að ná í kindurnar sem voru langt norður með því. Við vorum með kerru aftan í jeppanum og héld- um norður vatnið eftir að við höfðum náð kindunum og skiiuð- um þeim af okkur. Á heimleiðinni ókum við nokkru austar eftir vatninu. Þar var hroði á ísnum sem var reyndar víðar á vatninu. Þarna var greinilega tvískinnung- ur. Annað svell var um einum metra neðan við yfirborðssvellið. Jeppinn sökk að aftan alveg upp fyrir afturhjólið en framendinn var upp úr. Við komumst út úr bílnum á þurru og konan mín og dæturnar komust í annan bíl sem var við vatnið," sagði Konráð. Konráð hélt síðan heim á leið og náði í dráttarvél sína. „Ég hélt að þetta væri bara krap sem mað- ur getur alltaf lent í. Dráttarvélin er með ámoksturstæki og ég var byijaður að toga í bflinn en þá 30-40% lægra verði en annað brauð sem merkt væri framleiðandanum. „Það þýðir hins vegar ekki að ein- blína einungis á þennan afslátt því undanfarin ár hafa tilboð verið á brauðum hjá okkur aðra hverja viku þar sem afslátturinn hefur kannski verið 50-60%. Framlegðin hvað brauðin varðar hefur því ekki aukist neitt í líkingu við það sem þarna er verið að gefa í skyn. Menn hafa verið að fá meira pláss fyrir þessa vöru og aukna sölu og þá hafa magnafslættir eðlilega aukist, en þó ekkert í þessu formi. Þarna er einfaldlega verið að fara með rangt mál,“ sagði Jón Ás- geir. Sveinn Sigurbergsson hjá Fjarð- arkaupum sagði að hann kannaðist ekki við að afslátturinn frá Myllunni hefði aukist um tugi prósenta og nær lagi væri að hann hefði aukist um 3%. Brauðin kæmu verðmerkt til Fjarðarkaupa frá framleiðandanum og þegar um afslátt væri að ræða þá væru þau seld á tilboðsverði þar sem lækkunin á samlokubrauði væri kannski úr 200 kr. í 109-119 kr. Slík tilboð væru að meðaltali tvisvar í mánuði og tækju þá bæði framleið- andinn og verslunin á sig verðlækk- unina sem skilaði sér beint til neyt- enda. ,Aí>nars er það ekki þeirra að ákveða smásöluverðið því það ákveð- ur hver og einn fyrir sig,“ sagði Sveinn. brotnaði ísinn undan henni. Þar var ég sunnan við sprunguna og enginn tvískinnungur þar,“ sagði Konráð. Dráttarvélin er með húsi og hún hvarf á einu augabragði í djúpið. Konráð tókst hins vegar með naumindum að stökkva út úr henni og blotnaði aðeins lítilshátt- ar í fæturnar. Hann telur að dýpið þarna sé um fimm metrar. „Þetta hefði getað farið mjög illa. Þetta gerðist eins og hendi væri veifað. Ég hringdi í björgun- arsveitina á Hvammstanga,“ sagði Konráð. Björgunarsveitarmenn skoðuðu aðstæður og náðu í símastaura og drumba ásamt rafstöð og vírum. Vörubfll var hafður til taks í landi, í um 500 metra íjarlægð. Símastaurar voru settir kringum bflinn og smíðaður var gálgi fyrir aftan hann. Síðan var hann hífður upp þar til hægt var að koma símastaurum undir bflinn aftan- og framanverðan og hann síðan dreginn í Iand. Konráð segir að bfllinn, 1992 ár- gerð af Nissan Patrol, sé merki- lega lítið skemmdur. Hann segir að til standi að reyna að bjarga dráttarvélinni úr vatninu næsta vor. Mestu um vert sé að engan hafi sakað eftir hrakningana. Verðlisti einungis í áróðursskyni? Óskar Magnússon, forstjóri Hag- kaups, sagði að á smásölustiginu ríkti virk samkeppni og vöruverð færðist til nánast daglega á ýmsum vörum. Veittir væru mismunandi af- slættir og hugsanlegt væri að af- sláttur frá einum hefði aukist og minnkað frá öðrum á sama tíma vegna þess að viðskiptum hefði verið beint í auknum mæli í aðra átt en áð- ur hefði verið. „Ég held að framsetning með þessum einfalda hætti gefi því ekki rétta mynd af því sem um er að ræða,“ sagði Óskar. Hann sagði að fenginn afsláttur skilaði sér langoftast beint til neyt- enda, en hins vegar væri kjarni málsins sá að ekki væri þörf á neinu sérstöku eftirliti með því á meðan samkeppnin væri með þeim hætti sem hún er. Hann sagði að ef rætt væri um 100 milljóna króna afslátt frá Myllunni til stóru matvörukeðj- anna þá gæfi það einungis til kynna að verðlisti Myllunnar væri enda- leysa. „Ef það er búinn til einhver vit- leysisverðlisti sem allir fá einhvem HARÐUR árekstur þriggja bif- reiða varð á gatnamótum Miklu- brautar og Lönguhlíðar laust eftir hádegi í gær. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu eru tildrög árekstursins enn í rann- sókn. Okumenn tveggja bifreiða afslátt af þannig að halda megi því fram að einhverjir fái tugi eða hund- ruð milljóna í afslátt þá geta menn rétt sagt sér það hvaða vit er í slík- um verðlista. Hann er þá bara búinn til í áróðursskyni," sagði Óskar. Ekkert óeðlilegt á ferðinni Hann sagði að keppinautar á smá- sölumarkaðnum væm að bítast með ýmsum ráðum og það gerðu þeir meðal annars með því að lækka verð og bjóða upp á tilboð og það út af fyrir sig sæi um þessi mál. „Ef einhver einn er að nýta sér eitthvað umfram það sem eðlilegt er á mai-kaðnum þá verður hann ein- faldlega fyrir barðinu á því. Án þess að ég ætli að ræða einstök dæmi um verðlagningu á einstökum vöruteg- undum í brauðmeti þá held ég að þar sé ekkert óeðlilegt ástand á ferðinni. Ég vek hins vegar athygli á því að Myllan hafði sérstaka forgöngu um það að hækka verð á brauði rétt eftir að kjarasamningar voru gerðir í fyrra og launakostnaður jókst, en við höfum hins vegar ekki getað hleypt öllum þeim hækkunum út í verðlagið sem komið hafa til okkar. Um það eru fjölmörg dæmi,“ sagði Óskar. voru fluttir á sjúkrahús með minniháttar meiðsli á hálsi, baki og höfði. Tvær bifreiðar af þremur voru Qarlægðar með kranabifreið og var slökkviliðið fengið til að hreinsa burt sýru sem lekið hafði úr einni þeirra. Samgöngnráðherra um lýsingu á Hellisheiði Ekki raun- hæf hug- leiðing „ÉG TÓK ekki orð borgarstjóra svo að hún væri reiðubúin að borga kostnaðinn úr borgarsjóði,“ sagði Halldór Blöndal samgöngu- ráðherra, en Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri hefur í bréfi til ráðherra og bæjarstjóra Selfoss boðið fram einhvers konar þátttöku Rafmagnsveitu Reykja- víkur í að lýsa upp veginn yfir Hellisheiði. „Við erum að tala um verulega fjármuni eða 200 milljónir króna, sem að meirihluta munu falla á Sunnlendinga," sagði Halldór. „Minn skilningur er nú sá að þörf fyrir vegaframkvæmdir á Suður- landi og gatnagerðarframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu sé það mikil að hugleiðingar af þessu tagi séu ekki raunhæfar. Enda er umferð á heiðinni ekki svo mikil eftir upplýs- ingum mínum frá Vegagerðinni að hún réttlæti það að fara í þessa fjárfestingu. Svo má ekki gleyma árlegum rekstrarkostnaði og gott er að fá einhverja reynslu af lýs- ingunni á Reykjanesbraut," sagði ráðherra. Andlát TRYGGVI PÉTURS- SON TRYGGVI Pétursson, fýrrverandi bankaútibússtjóri, er látinn á 89. aldursári. Tryggvi fæddist á Eyr- arbakka 25. nóvember 1909. For- eldrar hans voru Pétur Guðmunds- son skólastjóri og kona hans, Elísa- bet Jónsdóttir. Tryggvi varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1931. Eftir stúdentspróf var hann heimil- iskennari á Reykjum í Mosfells- sveit í tvo vetur. Árið 1934 réðst hann til starfa til Búnaðarbankans og starfaði þar samfleytt til ársins 1980. Tryggva voru falin margvísleg störf fyrir bankann. Hann var rit- ari Kreppulánasjóðs og ritari stjórnar Kreppulánasjóðs bæjar- og sveitarfélaga til ársins 1938. Tryggvi var fulltrúi og síðar deild- arstjóri í víxladeild Búnaðarbank- ans frá 1938-1967 og jafnframt deildarstjóri afurðalánadeildar frá stofnun hennar 1963 til 1967. Tryggvi tók við stöðu útibússtjóra Búnaðarbankans í Hveragerði 1967 og gegndi stöðunni til starfs- loka árið 1980. Tryggvi var formaður skóla- nefndar skólahéraðs Hveragerðis- og Ölfushreppa 1970-1973. Hann var ennfremur safnaðarfulltrúi Hveragerðis 1969-1978. Tryggvi kvæntist Guðrúnu Jóns- dóttur og eignuðust þau fjögur böm. Fjölskylda hætt komin í Húnaþingi s Is brotnaði undan jeppa og traktor Morgunblaðið/Árni Sæberg Þriggja bíla árekstur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.