Morgunblaðið - 24.02.1998, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 24.02.1998, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ .__________________________________MENNTUN____________________________________________ Sagnfræði Hvernig er söguvitund unglinga, og hvernig er þjóðernisvitundin? Lagt er til að íslandssagan verði fléttuð saman við mannkynsssögu í kennslu. Gunnar Hersveinn kynnti sér tillögur um sögukennslu í skólum og ræddi við sagnfræðinga sem glíma við spurninguna „Hvernig á að kenna nútímabörnum sögu?“ / Island er ekki eyland í sögukennslu • Er mikilvægt að vita hvers vegna Jón Sigurðsson var kallaður Jón forseti? ✓ # Islenskir skólanemar eiga að skilja Island í alþjóðlegu VITUND íslendinga er meðal annars tilfínning fyrir íslandssögunni og að íslenskt mannlíf er breyt- ingum undirorpið. Hún felst líka í því að hafa mynd af stöðu sinni og að geta borið hana saman við stöðu fólks á liðnum tímum, bæði hér og í öðrum löndum. Þekking á fortíðinni er talin nauðsynleg til skilnings á nútímanum og talin geta varpað Ijósi á framtíðina. Islensk menning er sögð grunnurinn að tilvist þjóðar- innar og sögukennsla í skólum þar af leiðandi lykill að skilningi á stöðu Islendinga í samfélagi þjóðanna. I sögunni eru forsendur að rökum fyrir ákvörðunartöku um framtíð þjóðarinnar. Svara þarf spurningum eins og: „Hverjar eru rætur ís- lenskrar þjóðar og hvernig bjó hún um sig í ónumdu landi og myndaði þar sjálfstætt samfélag? Hvaða merkingu hefur menningararfleið þjóðarinnar?" Eða hvað? Er þetta ef til vill að- eins mýta? Er einhver ástæða til að vegsama veraldlega og andlega sögu þjóðarinnar ef sjálfsmyndin er að breytast og náttúran hefur leyst söguna og tunguna af hólmi í vitund yngri kynslóða? Unglingar eru ekki sérlega söguglaðir Forvinnuhópur um námsgreinar á sviði samfélagsgreina hefur undan- farið glímt við mikilvægi sögu- kennslu í skólum og skilaði nýlega drögum að lokaskýrslu á slóðinni www.ismennt.is/vefir/namskra/sam- felags/skyrsla/htmi. Hér verður rýnt í stöðu sögunnar í skólum og m.a. spurt hvort söguvitund unglinga sé þverrandi, meðal annars vegna um- ræðu í þjóðfélaginu um sjálfsmynd íslendinga. Gunnar Karlsson prófessor í sagnfræði við Háskóla Islands tók nýlega þátt í samevrópskri könnun á samhengi söguvitund unglinga og segir frá nokkrum niðurstöðum í Tímariti Háskólans (2. tbl. 3. árg.). Hann ályktar þar að íslenskir unglingar séu eins og hverjir aðrir unglingar: „Þeir eni ekkert sérlega söguglaðir, þeir bera ekki merki þess að við sé- um af neinni sérstakri söguþjóð eða hámenningarþjóð öðrum fremur en þeir eru ekki menningarsnauðir heldur," segir Gunnar en hvað segja Sigurður Ragnarsson fulltrúi Félags sögukennara í forvinnuhópnum og Þorsteinn Helgason sagnfræðingur og starfsmaður hópsins? „Hvað er söguvitund?" spyr Þor- steinn, „er það að þekkja ártöl, merka atburði, hvers vegna Jón Sig- urðsson var kallaður Jón forseti? Söguskoðunin er ekki eins skýr og einfóld og hún var í bók Jónasar frá Hriflu sem kennd var um áratuga skeið. Hvað á að búa í vitundinni? Tengslin við umheiminn, daglegt líf fólks, saga skoðana, saga tilfinninga og hlutur kvenna fyrr á öldum? Eða saga stofnana og stjórnmála?" Sigurður Ragnarsson er kennari í Menntaskólanum við Sund og segist í sinni kennslu merkja að mann- kynssagan höfði meira til nemenda og hann finnur líka ólíkan áhuga kynjanna á sögu. „Heimstyrjaldim- ar verða oft sérstakt áhugamál ákveðins hóps stráka og þeir viða að sér þekkingu um þær, einnig stjórn- málasaga. Stúlkur verða oftar áhugasamar um hið nálæga, menn- ingarlega og hversdagslega." Þeir segjast báðir hafa merkt að náttúruvitundin hafi verið að eflast, meðal annars vegna umræðu um umhverfismálin. íslandssaga með aiþjóðlegri vídd A áttunda áratugnum varð um- deild breyting á námskrá grunn- skóla sem fólst í samþættingu landa- fræði, sögu og félagsfræði. Henni var fylgt í nokkur ár en þá komu ým- Morgunblaðið/Golli STRAKAR hafa oft áhuga á sögu heimstyrjaldanna en stiílkur á sögu alþýðunnar. Þorsteinn Helgason og Sigurður Ragnarsson sagnfræðingar. is vandamál upp, skortur var á námsefni og í ljós kom að greinamar vom áfram sundurgreindar í flestum grannskólum og í Kennaraháskólan- um. Næsta námskrá kom svo árið 1989 og bráðlega tekur ný gildi. „Við gerum tillögu um að sagan verði samþætt öðram greinum fram að 5. bekk, sjálfstæði eftir það, en aftur sem hluti af öðrum samfélagsgrein- um í lok grannskólans undir nafninu þjóðfélagsfræði," segir Sigurður, „en það er fag sem á að leiða nemendur inn í gangverk samfélagsins." Nýjungin er að í 5.-9. bekk verður Islandssagan ekki kennd í sérstöku hólfi heldur verður henni fléttað saman við mannkynssöguna. „Einnig verður lögð meiri áhersla á sambúð lands og lýðs eða hvernig náttúran og hamfarir hennar hafa orkað á líf og kjör landsmanna,“ seg- ir Sigurður. „Það er líka nýtt að meiri áhersla verður á Norðurlöndin, en þau era okkur kunnuglegust og standa okk- ur næst,“ segir Þorsteinn, „íslands- sagan helst svo í hendur við sögu Norðurlanda og Evrópu og verður kennd þannig.“ Þessi hugmynd er talin geta stuðl- að að rótfestu og sjálfsagt er að „hagnýta sér tengslin við norrænu frændþjóðimar, nýbúa á íslandi sem koma víðaað , ennfremur nýbyggðir Islendinga erlendis íyrr og nú, eink- um í Vesturheimi." Þetta yrði við- leitni til að hjálpa nemendum að festa rætur á heimasióð og byggja brú til fjarlægari heima.“ Lítil þjóð þarf að horfa til margra átta og sækja á mörg mið, og að mati Sigurðar og Þorsteins þurfa nem- endur að hafa yfirsýn yfir allar heimsálfur og menningarheildir, og BROT úr drögum forvinnu- hóps sem endurskoðar sögu- kennsluna. „Saga er lykill að skilningi á stöðu íslendinga í samfélagi þjóðanna fyrr og nú og marg- háttuðum samskiptum lands- manna við umheiminn á öllum öldum Islandsbyggðar. Mikil- vægt er að saga íslands sé jafnan sett í alþjóðlegt sam- hengi, en þekking á ákveðn- um undirstöðuþáttum al- mennrar mannkynssögu er forsenda fyrir því að það verði gert á árangursríkan hátt. Því er nauðsyulegt að nemendur öðlist innsýn í meg- indrætti í sljórnmála-, menn- ingar-, og hagsögu Evrópu og séu ljósar rætur og upphaf vestramnar menningar. Þótt saga íslands hafi frá upphafi mótast af samskipt- um landsins við umheiminn hafa hin erlendu áhrif þó einkum verið sterk undan- gengnar tvær aldir. „ þeir nefna til dæmis tengsl íslands og Norður-Ameríku sem rekja má allt aftur til Vínlandsferða íyrir þús- und áram og að Bandaríkin virðist hafa svipað aðdráttarafl og Norður- löndin í hugum bama nú á dögum. Sigurður og Þorsteinn eru sam- mála um að nýjungar í sögukennslu standi og falli með námsefninu og segja að það þurfi að gera stórátak í námsefnisgerð. „Framboðið verður alltaf að vera fjölbreytt og endur- nýjunin hröð,“ segir Þorsteinn, „en kennaramenntun þarf líka að efla.“ í drögum forvinnuhópsins er lagt til að hrint verði í framkvæmd áformum um að lengja kennaranám- ið í 4. ár vegna þess að markmiðs- setningin gerir auknar kröfur til kennara og að núna er undir hælinn lagt í grannskólum hvort kennarar sem sinni samfélagsgreinum hafi til þess sérmenntun. „Við viljum að fjórða árinu verði varið í sérsviðin," segir Sigurður. „í framhaldsskólum eru hinsvegar flestir sögukennarar með B.A.-próf í sagnfræði.“ Saga með heimspekilegu ívafi Niðurstaðan er að forvinnuhópur- inn vill að nemandinn sjái sjálfan sig í sögulegu ljósi með alþjóðlegri tilvísun. Áhersla verði á samband hans við harðgera náttúru. Hann fá- ist við sögu þjóða en líka lífshlaup einstaklinga eða þætti í sögu heima- byggðar og geti sett sig í spor fólks á fyrri tíð, metið mismundi sjónar- mið, hagsmuni og tilfinningar. Sömuleiðis er mikil áhersla lögð á færnisþátt, svo sem að afla heimilda og meta þær og að koma þekkingu sinni á framfæri, munnlega og skrif- lega. Segja má að ný áhersluatriði í sögukennslu endurspegli að ein- hverju leyti þá deiglu sem þjóðernis- viðhorf Islendinga era í um þessar mundir, þótt breytinguna sé eflaust erfitt að mæla. I drögum forvinnuhópsins á Net- inu, að markmiðum samfélagsgrein- ar, gefst öllum sem málið varðar og áhugamönnum tækifæri til að gera athugasemdir. Einnig eru þar mark- mið landafræði tíunduð, og þjóðfé- lagsfræðinnar, og bent á að aðferðir svonefndrar barnaheimspeki geti verið notadrjúgar í grunnskólum. skólar/námskeið skjalastjórnun Skjalastjórnun 2: Skjöl í gæðaumhverfi Námskeið haldið 9. og 10. mars. (mánud. og þriðjud.). Gjald kr. 13.000. Námskeiðsgögn o.fi. innifalið.' Skráning hjá Skipulagi og skjölum í síma 564 4688, fax 564 4689. Inngangur að skjalastjórnun Námskeið haldið 2. og 3. mars. (mánud. og þriðjud.). Gjald kr. 13.000. Bókin, „Skjalastjómun" innifalin. Skráning hjá Skipulagi og skjölum i síma 564 4688, fax 564 4689. 1 ýmislegt ■ Tréskurðarnámskeið Örfá pláss laus í mars og apríl. Hannes Flosason, sími 554 0123. Nýjar bækur NÁMSGAGNASTOFNUN gefur út fjölbreytt námsgögn á ári hverju, aðallega fyrir grunnskólann. Um er að ræða fræðslumyndbönd og kennsluforrit auk kennslubóka og handbóka fyrir kennara. í haust hafa m.a. eftirfarandi titlar komið út. Efninu er raðað eftir náms- greinum. Meira síðar. I Landafræði Landafræði handa ungliiigum 1. hefti: Þetta er önnur af tveimur bókum sem ætlaðar eru til kennslu í landafræði á unglingastigi. í bók- inni er m.a. fjallað um fræðigrein- ina landafræði, kort, sögu jarðar, náttúrafar og loftslag, vötn, höf og orku. Einnig er stuttur yfirlitskafli um Evrópu. Bókin er þýdd og stað- færð úr sænsku af Þorsteini Þor- steinssyni. I móðurmáli Mályrkja III: Grannnámsefhi í ís- lensku fyrir unglingastig þar sem íylgt er hugmyndum um heildstæða móðurmálskennslu. Framhald af Mályrkju I og II. Mályrkja III er einkum ætluð 10. bekk. Hér eru teknir saman þeir þræðir sem lágu um Mályrkju I og Mályrkju II. Ein vinnubók mun íyigja efninu. Kennsluleiðbeiningar era einnig fyr- irhugaðar með efninu. Höfundar: Höskuldur Þráinsson og Silja Aðal- steinsdóttir. Skrifað í skrefum - Handbók kennara: Sigríður Heiða Bragadótt- ir, Auður Ögmundsdóttir og Helgi Grímsson hafa tekið saman handbók um kennslu ritunar. Höfundar ganga út frá kenningum fræði- manna um ferlisritun og byggja á eigin reynslu af öllum stigum gnmn- skóla. Bókinni fylgir ítarefhi sem bú- ið er að koma fyrir á heimasíðu Námsgagnastofnunar. Slóðin er http://vvwv.ismennt.is/vefir/nams/ Skræða: Önnur grannbókin af þremur fyrir miðstig þar sem feng- ist er við helstu þætti móðurmáls. Áhersla er lögð á munnlega tjáningu og hvers kyns ritun. Bókinni fylgja tvær verkefnabækur. Höfundar efn- isins eru Gísii Asgeirsson og Þórður Helgason. I náttúrufræði Orka: Þessi bók er í bandarísk- um flokki bóka um aimenn náttúru- vísindi sem er ætlaður efstu bekkj- um grunnskóla. Áður hefur komið út í þessum flokki bókin Einkenni iífvera. I Orku er fjallað um eðli vís- inda og vísindaleg vinnubrögð. Þá er fjallað um orku í ýmsum mynd- um svo sem varmaorku, rafmagn, segulmagn, hljóð, ljós og kjarnorku. Hálfdán Ómar Hálfdánarson þýddi og staðfærði bókina. Morgunblaðið/Ásdís I kristinfræði Kristin fræði - Birtan: Þetta er fjórða bókin um kristin fræði eftir Iðunni Steinsdóttur og sr. Sigurð Pálsson. Áður hafa komið út Brauð lífsins, Ljós heimsins og Upprisan og lífið. Birtan er ætluð 4. bekk grannskóla. Gaman er að geta þess
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.