Morgunblaðið - 24.02.1998, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 24.02.1998, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 1998 21 ERLENT Viðræður framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna við ráðamenn í Bagdad Niðurstaðan sögð styrkja stöðu Saddams Husseins Bagdad, Kuweit, London. Reuters. ÞÓTT ríkisstjórnir vestrænna ríkja muni vísa því á bug, bendir flest til að Saddam Hussein íraksforseti komi til með að standa uppi sem sá sem hagnast mest á friðsamlegri lausn deilunnar um vopnaeftirlit Sa- meinuðu þjóðanna í landi hans. Þetta er að minnsta kosti mat frétta- skýrenda í Miðausturlöndum. Að þeirra mati er fjarri því að hin háværa og langvinna deila hafi graf- ið undan einræðisherranum eins og menn á Vesturlöndum höfðu bundið vonir við. Þvert á móti þykir hætt við því að þegar upp verður staðið hafi Saddam tekizt að styi'kja tök sín á valdataumunum innanlands og stöðu sína almennt gagnvart nágrannaríkj- unum. Arásarhættu bægt frá Honum hefur sennilega tekizt að bægja hættu á hernaðarárás undir forystu Bandaríkjamanna frá ríki sínu í annað sinn á ijórum mánuðum, auk þess að tvísti'a einingu alþjóða- samfélagsins og að bæta tengsl Iraks við sum nágrannan'ki. Enn- fremur þykir trúlegt að honum hafí tekizt að þoka málum nær því að refsiaðgerðunum sem landið hefur verið beitt í nafni SÞ verði aflétt, ef öryggisráðið tekur þeirri niðurstöðu vel sem Kofi Annan, framkvæmda- stjóra samtakanna, tókst að semja um í viðræðum sínum við íraska ráðamenn í Bagdad um helgina, sem lyktaði með undirritun samkomulags í gærmorgun. Annan átti þriggja klukkustunda langan fund með Saddam Hussein seint á sunnudag, en áður hafði framkvæmdastjórinn setið á rökstól- um við Taiæq Aziz, utanríkisráð- heiTa Iraks, í þrjá daga. Öll helztu málin, sem samkomulag þurfti að nást um, tókst að leysa í viðræðum þeirra Annans og Aziz, að undan- skildu því sem mestur ágreiningur stóð um: Kröfu Iraka um að vopna- efth'litsmönnum verði sett ákveðin tímamörk til að stunda leit í bygg- ingum forsetans. Athygli vakti að ekki var laust við að Annan hældi hinum umdeilda íraksleiðtoga á blaðamannafundi í gærmorgun. „Forsetinn var mjög vel upplýstur og hafði fulla yfirsýn yfir staðreynd- ir málsins. Ég var honum þakklátur fyrir að við skyldum eiga hreinskiln- ar og uppbyggilegar viðræður og að lokum staðráðnir í að leysa þessa deilu með samningum,“ sagði Annan. í mótsögn við ímynd Saddams á Vesturlöndum sem miskunnarlauss einræðisheiTa sagðist Annan hafa átt við hann „mjög, mjög vinsamleg- ar“ viðræður. Afnám viðskiptabanns í nánd? Opinberlega vék Annan ekki orði að því hvort afnám viðskiptabanns- ins á írak hefði færzt nær eða ekki, en hann vakti athygli á kvörtun Iraka undan því að ekki hefði verið létt neitt á viðskiptabanninu þrátt fyrir alla þá afvopnun sem átt hefði sér stað síðastliðin sjö ár. Robin Cook, utanríkisráðhen-a Bretlands, sagði á sunnudag að hann teldi - ólíkt Bandaríkjamönnum - að mögulega yi'ði viðskiptabanninu aflétt „fljótlega" ef Irakar sýndu nú vopnaeftirlitsmönnum undanbragða- laust samstarf. Stjórnmálaskýrendur bentu á að þótt Saddam Hussein hefði neyðzt til að sætta sig við óhindraða leit að efna- og sýklavopnum á hallarlend- um sínum þá hefði hann styrkt stöðu sína að ýmsu leyti. Ef leit vopnaeftirlitsmanna skilar ekki árangri innan tveggja mánaða eða svo má gera ráð fyrir stóraukn- um þrýstingi á að viðskiptabanninu verði aflétt. „Saddam vinnur á tveimur víg- stöðvum - fyrst hjá leiðtogum ann- arra arabaríkja sem sögðust nær all- ir frábiðja sér ái'ásir á Irak,“ sagði Mahdi Abdul Hadi, palestínskur fréttaskýrandi. „I öðru lagi eru Ara- bar götunnar alveg á hans bandi, jafnvel þótt hart hafi verið haldið aft- ur af mótmælaaðgerðum í Jórdaníu, Egyptalandi og Palestínu." Saddam ennþá ógn við umheiminn Jafnvel þótt svo fari að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna, sem hlýðir í dag á skýrslu Kofís Annans um atburði helgarinnar, skyldu verða þau að fall- izt verði á niðurstöðuna og hemaðar- árás á írak þai' með afstýrt — í bili — þá munu Bandaiíkjamenn og bandamenn þeiri'a halda enn um sinn þeim herafla sem búið er að byggja upp á og við Persaflóann, því ekki mun veita af því til að nægur þrýstingur sé fyrir hendi til að Saddam Hussein virði nýjustu skuldbindingar sínar. Og víst þykir að eins lengi og hinn metnaðarfulli ein- ræðisherra - sem hefur tekizt að koma sér upp gereyðingarvopnabúri þrátt fyrir allt eftírMt og alþjóðlegar skuld- bindingar - helzt við völd í Irak, þá muni ríki hans vera ógn við ríkin í kring og öryggi heimsins í heild. Reuters KOFI Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna (t.v.), á fréttamannafundi með Tareq Aziz, varaforsætisráðherra íraks, við undirritun sam- komulags SÞ og Iraksstjórnar í Bagdad í gærmorgun. Samningnum tek- ið með fyrirvara íbúum ESB-landa fjölgar lítillega Lúxemborg. Reuters. ÍBÚAFJÖLDI í aðildarlöndum Evrópusambandsins (ESB) jókst lítillega á liðnu ári, með fleiri ný- bura og færri látna en árið 1996. Þetta kemur fram í skýrslu hag- stofu ESB Eurostat um mann- fjöldaþróuu í sambandinu, sem birt var í gær. Samkvæmt áætlun Eurostat fjölgaði fæðingum í ESB-löndun- um annað árið í röð, í þetta sinn um 0,4% eða í 4.061.500 nýbura- fæðingar samtals. Þetta er smáræðisaukning frá því 1995, þegar metfáir nýburar komu í heiminn í sambandinu, 4.001.800, en mjög langt frá því sem var á miðjuin sjöunda ára- tugnum, þegar um tveimur millj- ónum fleiri nýburar komu árlega í heiminn í þessum löndum en nú. Andlátum fækkaði í flestum ESB-löndum, að meðaltali um 0,1% í 3.721.400 á árinu í fyrra, sem þýðir að fbúum ESB fjölgaði í heild um 340.100. I upphafi árs 1997 var heildar- íbúafjöldinn í aðildarlöndunum fimmtán 373,7 milljónir. Ekki þykir sennilegt að áfram- hald verði á fjölgun fæðinga fram yfir aldamót, þar sem kon- ur sem tilheyra stóru árgöngun- um sem fæddust um miðjan sjö- unda áratuginn komast brátt af barneignaraldri. Brussel, London, Róm, Bagdad. Reuters. UTANRÍKISRÁÐHERRAR aðildar- ríkja Evrópusambandsins (ESB) fógn- uðu í gær samkomulagi því sem Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna (SÞ), gerði við Tareq Aziz, aðstoðarforsætisráðherra Iraks. NoktaTr ráðherrar sögðu þó, að þeir vildu kynna sér samkomulagið betui' áður en þeir felldu um það dóm. Robin Cook, utanríkisráðherra Bretlands, sagði að samkomulagið væri „upp- örvandi" en skoða þyrfti það nánar. Cook sagði í gær að samkomulagið sýndi svo ekki yrði um villst að það hefði verið rétt að beita Iraka þrýst- ingi með því að hóta loftárásum yrðu þeii' ekta skilyrðislaust við ta'öfum um óheftan aðgang vopnaefth'litsmanna. ESB hefm* lítið látið tíl sín heyra í heild í deilunni og þegar utam'íkisráð- herra Hollands, Hans van Mierlo, vai' spurður um þögn ESB sagði hann að fastaseta Bretlands og Frakklands í öryggisráðinu hefði gert að verkum að erfitt hefði verið að móta samræmda stefnu ESB-ríkja í máH er varðaði SÞ. Þjóðverjar tóku undir með Banda- ríkjamönnum og Bretum og kváðust ekki vilja segja endanlega af eða á um samkomulagið fyrr en það hefði verið skoðað nánar. Italir tóku í sama streng, en talsmaður Romanos Prodis, forsætisráðherra, sagði hann vera „mjög ánægðan" með að sam- komulag hefði náðst. Dagblöð í írak sögðu ekki margt í gær um samkomulagið. Ekkert þeirra greindi beinlínis frá því að samkomulag hefði náðst, en Babel, sem er í eigu sonar Saddams Hússeins og áhrifamesta blað í land- inu, sagði í leiðara að „frumskógar- lögmálið" hefði orðið undir. Sagði í leiðaranum að samkomu- lagið væri til marks um að vilji þjóða heims, sem höfnuðu styrjöld og árás um, hefði reynst sterkai'i en hið bandai-íska frumskógarlögmál. Þá veittist Babel að Madeleine Albright utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og kallaði hana „ljóta gamla konu“. SETTU SVIPÁ HEIMILIS Mikið úrval af fallegum smávörum. V A HÚSGAGNAHÖLLIN Bfidshöfði Z0 -112 Rvík - S:510 8000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.