Morgunblaðið - 24.02.1998, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 24.02.1998, Blaðsíða 50
50 ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ sími 551 1200 Stóra sóiðið kt. 20.00: MEIRI GAURAGANGUR — Ólafur Haukur Símonarson Mið. 25/2 laus sæti — sun. 1/3 — mið. 4/3 — sun. 8/3. GRANDAVEGUR 7 - Vigdís Grímsdóttir Leikgerð: Kjartan Ragnarsson og Sigriður M. Guðmundsdóttir. Rm. 26/2 örfá sæti laus — lau. 7/3. HAMLET — William Shakespeare Fös. 27/2 - fim. 5/3. FIÐLARINN Á ÞAKINU — Bock/Stein/Harnick Lau. 28/2 nokkur sæti laus — fös. 6/3. YNDISFRÍÐ OG ÓFRESKJAN - Laurence Boswell Sun. 1/3 kl. 14 - fös. 8/3 kl. 14. Litta sóiðið kt. 20.30: KAFFI — Bjarni Jónsson Fim. 26/2 — sun. 1/3 — lau. 7/3. Smiðaóerkstœðið kt. 20.00: POPPKORN - Ben Elton Mið. 25/2 - fös. 27/2 - fim. 5/3. Sýnt í Loftkastalanum kt. 21.00: LiSTAVERKIÐ — Yasmina Reza Rm. 26/2. Ath. hlé verður á svninaum í marsmánuði. Miðasalan er opin mánud.—þriðjud. kl. 13—18, miðvikud.—sunnud. kl. 13—20. Simapantanir frá kl. 10 virka daga. NÝ1T LEIKMT EFTIR GUÐRÚNU ÁSMUNDSOðTTUR HEILAGIR SYNDARAR Mið. 25. febrúar. Fös. 27. febrúar. Þri. 3. mars Uppselt Sýnt kl. 20.30. SÝNT i ÚVÍGÐUM HLUTA GRAFARVOGSKIRKJU MIÐASÖLUSÍMI 535 1030 Kaííilíikiiúsið] HLAÐVARPAIMUM Vesturgötu 3 Svikamylla (Sleuth) eftir Anthony Shaffer Forsýning í kvöld kl. 21 uppselt Frumsýning fim. 26/2 kl. 21 uppselt 2. sýn. fös. 27/2 kl. 22 örfá sæti laus 3. sýn. mið. 4/3 kl. 21 laus sæti 4. sýn. lau. 7/3 kl. 21 laus sæti Revían í den lau. 28/2 kl. 15.00 laus sæti Svikam yllumatseðill: Ávaxtafylltur grísahryggur með kókoshjúp ^Myntuostakaka m/skógarberjasósu y Miðasala opin fim-lau kl. 18—21. Miðapantanir allan sólarhringinn í síma 551 9055. > í * ía i d J^jjrriíí n Bcnixi l i i föstudag 27. feb. kl. 20.00 laugardag 28. feb. kl. 20.00 laugardag 7. mars kl. 20.00 laugardag 14. mars kl. 20.00 isi.i NSKA óimíh.w Sími 551 1475 .'..T- Midasala er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 15-19. HIHHÍIH ii MaC ’m |flntb° 'kincs i i "jjý á m % $ í uppfærslu nemenda Verzlunarskóla Islands I kvöld 24. feb. kl. 21.00, síðasta sýning. SYNT I LOFTKÍ; TALANUM BUGSY MALONE Öskudagur 25. feb. kl.18 örfá sæti laus lau. 28. feb. kl. 16 örfá sæti laus sun. 1. mars kl. 13.30 uppselt sun. 1. mars kl. 16.00 uppselt lau. 7. mars kl. 13.30 örfá sæti laus FJÖGUR HJÖRTU eftir Ólaf Jóhann Ólafsson fös. 27.2. kl. 21 uppselt lau. 28.2. kl. 21 uppselt sun. 1. mars kl. 21 örfá sæti laus fim. 5. mars kl. 21 Á SAMA TÍMA AÐ ÁRI fös. 6.3 kl. 23.30 (Miðnætursýning) mið. 11. mars kl. 21 Síðustu sýningar LISTAVERKIÐ fim. 26. feb. kl. 21 Loftkastalinn, Seljavegi 2, Miðasala s. 552 3000, fax 562 6775, opin 10-18 og fram að sýningu sýn.daga. I) Sldasti Bærinn í alnum Miöapantanir í síma 555 0553. MiOasalan er opin niilli kl. 16-19 alla daga nema sun. Vestur}»ata 11. Halnarilrði. SÝninnar liefjast klukkan 14.00 * lainarfj.mYirleíKþiisiö ízff| HERMÓÐUR OG HÁÐVÖR 11. sýn. lau. 28/2 kl. 14 örfá sæti 12. sýn. sun. 1/3 kl. 14 ðrfá sætl Aukasýnínq sun, 1/3 U. 17 Lau. 7. mars kl. 14 nokkur sæti Sun. 8. mars kl. 14 nokkur sæti Aukasýning sun. & mars kl. 17 Lau. 14. mars kl. 14 nokkur sæti Sun. 15. mars kl. 14 i sg Eitt blað fyrir alla! Hwpntilð^iti - kjarni málsins! FÓLK í FRÉTTUM Kvikmyndahátíðin í Berlín Fjarstæða og fyndni í fyrirrúmi Coen-bræður frumsýndu myndina „The Big Lebowski“ á hátíðinni í Berlín. Davíð Krist- insson og Rósa Erlingsdóttir tóku þá tali. JEFF Bridges, John Goodman og Steve Buscemi í „The Big Lebowski." AÐUR en sýning hófst varð ljóst að það voru talsvert fleiri áhorfendur en sæti rúmuðu í risastórum sýn- ingarsalnum. Áður en ljósin slokkn- uðu höfðu því tugir manns komið sér fyrir í tröppum eða stillt sér upp við veggi salarins. Við venjulegar að- stæður hefðu menn sennilega ákveð- ið að gera aðra tilraun síðar. En skiljanlega vildi enginn fara af frum- sýningu á nýjustu mynd Coen- bræðra „The Big Lebowski". Skömmu síðar birtist á hvíta tjald- inu skrælnaður runni sem skoppar hægt og rólega í átt að sögusviðinu: Los Angeles. Hin fjarstæða kímni bræðranna kitlar hláturtaugar áhorfenda allt þar til yíir lýkur og þá er ákaft klappað. Og það eru ekki bara frumsýningargestir sem eru ánægðir. Myndin hefur fengið með afbrigðum góða dóma í þýskum fjöl- miðlum. Eftir að hafa staðið í 113 mínutur upp við vegg í troðfullum sýningar- salnum var ánægjulegt að fá að setj- ast til borðs með Coen-bræðrunum á hótelherbergi neðar í götunni. Hinn hláturmildi og afslappaði Ethan hef- ur ekki látið frægðina hafa mikil áhrif á klæðaburðinn sem hefur lítið breyst frá því hann nam heimspeki við Princeton háskóla. Ethan segir námið ekki hafa nýst sér þegar hann sneri sér að kvikmyndagerð og hann verður fólur við tilhugsunina um það hvað orðið hefði úr honum ef hann hefði ekki náð fótfestu innan kvik- myndaiðnaðarins. Hinn svartklæddi Joel er þremur árum eldri, 42 ára, þónokkuð há- vaxnari og er vanur því að bregða sér í hlutverk hins yfirvegaða eldri bróður. Að loknu námi í New York University Film School starfaði hann við gerð nokkurra ódýrra hryll- ingsmjmda. Þrátt fyrir að bræðurnir séu tveir aðskildir einstaklingar virð- ast þeir sem einn maður þegar sam- ræðurnar hefjast. Alltaf sömu skoð- unar, annar kinkar kolli á meðan hinn segh- frá og síðan rennur orðið frá Coen til Coens líkt og vel heppn- uð afhending keflisins frá einum boð- hlaupara til annars. Sömu sögu er að segja af verka- skiptingunni. Á pappírunum segir að Ethan sé framleiðandinn, Joel leik- stjórinn og að handritið skrifi þeir saman. En bræðurnir benda á að verkaskiptingin sé langt frá þvi að vera svona skýr. Og í framhaldi af því segir Joel: „Þegar við erum að skrifa handrit fórum við inn í her- bergi og byrjum að ræða málið í ró- legheitunum. Síðan sofum við mikið, erum alltaf að fá okkur blund.“ Eth- an hlær: „Við vitum í rauninni ekkert hvert við stefnum; við erum með margar hugmyndir í gangi í einu og þegar á líður virðast sumar þeirra meira hrífandi en aðrar.“ Handritin eru mjög nákvæm, allar hálfkláruðu setningamar, hvert ein- asta „humm“ eða „ehh“, allt er þetta í handritinu frá upphafi. „Við gerum sjaldnast breytingar á handritinu á meðan upptökur standa yfir,“ segir Joel. „Við þróum ekki handritið með leikurum líkt og Mike Leigh gerir. Starfsaðferðir hans eru áhugaverð- ar, en hvað þetta varðar vinnum við með hefðbundnum hætti.“ Sjö myndir á rúmum áratug Þrettán ár eru liðin frá því að fyrsta handrit bræðranna varð að veruleika. Kvikmyndin hét Blood Simple. í kjölfarið fylgdu Raising Arizona (1987) og Miller’s Crossing (1990). Lengi vel var litið á bræð- urna sem furðufugla óháða kvik- myndaiðnaðarins. Þrátt fyrir að myndirnar eigi sér rætur í banda- rískri menningu hefur velgengni margra myndanna þó verið meiri í Evrópu. Og það voru tímamót í lífi bræðr- anna þegar Barton Fink stóð uppi sem sigurvegari kvikmyndahátíðar- innar í Cannes fyrir sjö árum. Auk þess sem myndin hlaut Gullpálmann var Joel valinn besti leikstjórinn og John Turturro var verðlaunaður fyr- ir túlkun sína á handritaþræl í Hollywood sem þjáist af ritteppu, innilokunarkennd og geðtruflunum. (Hver man ekki eftir slímugu vegg- fóðrinu sem lekur niður veggi hótel- herbergisins þar sem rit- höfundurinn situr við störf?) Fyrir þremur árum sendu þeir frá sér The Hudsucker Proxy en það var ekki fyrr en með sjöttu mynd bræðranna, Fargo (1996), sem þeir hlutu viðurkenningu á Óskarsverð- launahátíðinni. Handrit þeirra var valið það besta auk þess sem sam- býliskona Joels, Frances McDorm- and, fékk óskarinn fyrir túlkun sína á óléttu, stóísku lögreglukonunni. Aðspurðir hvort þeir ætli að fá Frances til liðs við sig aftur, segir Joel að þeir hafi ekki efni á að nota hana eftir að hún fékk óskarinn (og hlær). „Hún er þó alltaf að spyrja mig að því hvenær við ætlum að skrifa annað hlutverk fyrir hana.“ „Og hafið það stórt hlutverk!" heyr- ist í Ethan sem hermir eftir Frances og hlær. Persónusköpun byggð á kunningjum Handritið að The Big Lebowski var tilbúið áður en tökur hófust á Fargo en upptökur töfðust þar sem ekki tókst að samræma vinnuáætlan- ir með aðalleikurunum Jeff Bridges og John Goodman. Aðspurðir á hverju þeir byggðu persónur hand- ritsins, svarar Joel: „Þær eru laus- lega byggðar á persónum í L.A. sem við höfum þekkt lengi, þar á meðal hafnaboltaleikara utandeildarliðs. En hafnaboltinn hentaði okkur ekki nógu vel þannig að við breyttum honum í keiluspil sem er þægileg og félagsleg íþrótt þar sem menn sitja með bjór og sígarettu og rabba sam- an. Einnig er þetta íþrótt sem var miklu vinsælli á árum áður í Banda- ríkjunum og er þannig hluti af liðnu tímabili. Sú staðreynd endurspeglar persónur okkar sem lifa í hinu liðna. Þær hafa lítið breyst frá því á sjö- unda áratugnum." Þetta er ekki fyrsta keilumyndin sem kemur á markaðinn. En það jafnast fátt á við ímyndunaral, Coen- bræðranna. Og þegar þeir eru mætt- ir með tökuvélarnar inn í keiluhöll- ina er fátt sem njörvar hugmynda- flugið niður. Ómótstæðilegt er að sýna hvemig heimurinn lítur út þeg- ar maður stendur inni í rúllandi keilukúlu. Eða að láta aðalpersónuna breytast í keilukúlu sem svífur eftir brautinni í gegnum röð af útglennt- um kvenmannsleggjum. Og að sjálfsögðu verður að leika sér að hinum ólíku frjósemistáknum sem þessi íþrótt hefur til að bera. Jeff Bridges leikur að- alhlutverk myndarinnar, auðnuleysingjann Jeff Lebowski sem kýs að kalla sig „the Dude“. Jeff leggur rækt við iðju- leysi. Hann er langtímaatvinnulaus hasshaus sem gengur um í stuttbux- um úr gardínuefni. Gamli hippinn ber sterkar tilfinningar til tveggja eigna sinna: persnesks teppis og Creedence Clearwater Revival- snældunnar sinnar. Hann veitir Persaflóastríðinu litla eftirtekt að undanskildum draumi þar sem Saddam Hussein birtist honum sem leikari í klámmyndinni „Gutter- balls“. Bridges fann sig í hlutverki „the Dude“ og var áfram í hinum ótrúlega ósmekklega fatnaði þessarar per- sónu þegar hann fór heim á milli upptaka. Aðspurðir hvort þeir hefðu látið Bridges bæta á sig nokkrum kílóum áður en upptökur hófust svarar Joel: „Það þurfti ekki að senda Jeff í fitun. Hann bætti kflóun- um á sig með ánægju. Þegar við kynntum hann fyrir náunganum sem er fyrirmynd persónunnar - en sá er stór og mikill - var hann þögull í fyrstu. En ég sá á honum að hann hugsaði með sér að hann gæti greini- lega látið hvað sem er ofan í sig næstu þrjá mánuðina. Persónan sem Jeff leikur er ekki beinlínis á þeirri heilsu-, fegurðar- og hreystilinu sem er ráðandi í S-Kaliforníu.“ Slysast inn í leiklistina Besti vinur Jeffs er Walter Sobchak sem leikinn er af John Goodman. Goodman, sem var fót- boltakappi á háskólaárunum, smellti sér á leiklistarnámskeið með Kathl- een Turner í kjölfar þess að hann varð að taka sér hlé frá fótboitanum „Þeir virðast sem einn maður þegar samræðurnar hefjast“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.