Morgunblaðið - 24.02.1998, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.02.1998, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 1998 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Verslunarráð vill breytingar á skattalögum Staða íslenskra fyrirtækja verri en erlendra keppinauta ÍSLENSK skattalög draga í vissum tilvikum úr samkeppnishæfni ís- lenskra fyrirtækja og gera stöðu þeirra lakari en erlendra keppi- nauta. Þetta er niðurstaða starfs- hóps Verslunarráðs íslands og Coopers & Lybrand - Hagvangs sem fjallað hefur um þessi mál. Á morgunverðarfundi Verslunarráðs- ins á morgun verða kynntar tillögur að breytingum, sem ætlað er að sníða verstu vankanta af skattalög- um. M.a. er lagt til að fyrirtæki fái heimild til frestunar á tekjufærslu söluhagnaðar af sölu hlutabréfa og að skipti á hlutabréfum milli fyrir- tækja, án samruna, verði meðhöndl- uð á sama hátt. Einnig eru lagðar til breytingar á reglum er lúta að sam- sköttun móður- og dótturfélaga, tví- sköttun arðs sem íslenskt fyrirtæki móttekur frá erlendu félagi, tví- sköttunaráhrifum rekstrartaps ís- lenskra félaga vegna erlendra skattgreiðslna, fyrningu viðskipta- vildar og sjómannaafslætti vegna starfa erlendis, svo eitthvað sé nefnt. Birgir Armannsson, lögfræðingur Verslunarráðs, segir að starfshópur á vegum ráðsins hafí að undanförnu fjallað um skattalög með skipuleg- um hætti í samstarfi við Coopers & Lybrand - Hagvang. „Ráðist var í þessa vinnu vegna þeirra breytinga sem hafa orðið á starfskilyrðum ís- lensks atvinnulífs á undanförnum árum. Eftir því sem viðskiptahindr- unum hefur fækkað, hafa íslensk fyrirtæki í auknum mæli aflað sér verkefna erlendis og fjárfest þar með margvíslegum hætti. Við- skiptalöggjöfin hefur tekið mið af þessum breytingum en skattalög- gjöfin hins vegar setið eftir í veiga- miklum atriðum. í sumum tilfellum erú íslensk skattalög hreinlega far- in að draga úr samkeppnishæfni ís- lenskra fyrirtækja og gera stöðu þeirra lakari en erlendra keppi- nauta. Á morgun verða tillögur hópsins er miða að því að sníða ýmsa vankanta af lögunum síðan kvnntar." Reglur torvelda hagræðingu Starfshópurinn leggur m.a. til að heimild til frestunar á tekjufærslu söluhagnaðar, sem nú er bundin við einstaklinga, gildi einnig um fyrir- tæki. Jafnframt verði skipti á hluta- bréfum milli fyrirtækja, án sam; runa, meðhöndluð á sama hátt. í FULLTRÚARÁÐ Eignarhaldsfé- lags Brunabótafélags íslands (EBÍ) leggst gegn framkomnu frumvarpi nokkurra þingmanna, um að Alþingi slíti félaginu, af fullri hörku og skorar á alþingismenn að fella það. EBI hyggst greiða aðildarsveitarfé- lögum sínum ágóðahluta í ár, alls 110 milljónir króna, og er þeim gert að verja fjármununum til að greiða iðgjöld af vátryggingum sveitarfé- laga og til brunavarna. Þetta var samþykkt á fulltrúa- ráðsfundi Eignarhaldsfélags Bruna- Leiðrétting RANGLEGA var farið með fóður- nafn Guðbrands Sigurðssonar, framkvæmdastjóra Útgerðarfélags Akureyringa, í frétt á viðskiptasíðu blaðsins á laugardag. Beðist er vel- virðingar á mistökunum. skýrslunni kemur fram að algengt sé orðið að fyrirtæki taki hlutafé upp í skuldir eða fyrirtæki skiptist á hlutafé í því skyni að styrkja sam- vinnu sína á einhverju sviði. Þessi aðferð sé velþekkt í atvinnulífinu. „Samkvæmt núgildandi reglum geta skipti á hlutabréfum, án þess að nokkur greiðsla fari fram, leitt til skattskyldu hjá þeim aðila sem lætur hlutabréf af hendi og í því til- viki, sem hér var nefnt, hjá hluthöf- um í báðum félögunum. Slíkar regl- ur mismuna á milli samstarfsforma fyrirtækja og neyða þau til að velja á milli þess að sameinast algerlega eða hafa samstarf sitt laustengdara en þau raunverulega óska. Regl- urnar hefta þannig þróun viðskipta- lífsins og hagræðingu innan þess.“ bótafélagsins í Reykjavík sl. laugar- dag. í frétt frá EBÍ kemur fram að ágóðahlutanum er skipt á milli sveitarfélaganna í samræmi við hlutfall þeirra í Sameignarsjóði EBI. Akureyri fær mest, rúmlega 11,9 milljónir króna. Kópavogur fær rúmlega 9,5 milljónir króna. Reykjanesbær 7,8 milljónir króna, Isafjörður 5,3 milljónir króna og Vestmannaeyjar 4,4 milljónir króna. Önnur sveitarfélög fá minna. Fulltrúaráð EBÍ furðar sig á að fram skuli komið í annað sinn frum- varp nokkurra þingmanna um að Alþingi slíti Eignarhaldsfélaginu. Frumvarpið sé fullkomið vantraust á fulltrúaráðið sem nú sitji og með öllu tilefnislaust. Skorað er á þing- menn að sýna fulltrúum sveitarfé- laga og héraðsnefnda í fulltrúaráð- inu traust með því að fella frum- varpið. Fjárfest- ingarbank- inn kaupir í Kögun 16% hækkun hluta- bréfa á einni viku F JÁRFESTINGARB ANKI at- vinnulífsins hefur keypt um 4% hlutafjár í hugbúnaðarfýrirtækinu Kögun hf., samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Kaupin áttu sér stað á Opna tilboðsmarkaðnum sl. fóstudag og nam andvirði viðskipt- anna tæpri 21 milljón króna. Gengi bréfanna í viðskiptunum var 58 og hafa þau hækkað um 16% frá næst- síðustu viðskiptum sem áttu sér stað 12. febrúar sl. Hlutafé Kögun- ar er 8,6 milljónir króna og er markaðsvirði félagsins tæpar 500 milljónir. Gunnlaugur M. Sigmundsson, framkvæmdastjóri Kögunar, vildi í samtali við Morgunblaðið í gær ekki tjá sig um kaupandann að öðru leyti en því að um stofnanafjárfesti væri að ræða. „Stofnanafjárfestar hafa sýnt Kögun síaukinn áhuga og hafa nokkrir slíkir aðilar, bæði verðbréfa- og lífeyrissjóðir, keypt hlut í því að undanfómu. Hluthöfum hefur fjölg- að og má segja að eigendahópurinn sé orðinn mjög breiður. Rekstur fyr- irtækisins gengur vel og við erum með ýmsar nýjungar á döfinni, erum t.d. að fikra okkur úr því að vera ein- ungis þjónustuaðili fyrir Navision Financials hugbúnaðinn í það að þróa þessa vöru fyrir erlendan markað. Til að sinna upplýsinga- skyldu gagnvart hluthöfum sem best má búast við því að Kögun verði skráð á vaxtarlista Verðbréfaþings.“ Sameignarfélag tólf starfsmanna Kögunar hf. á 33% hlut í fyrirtækinu og er þar með stærsti hluthafi fyrir- tækisins, Gunnlaugur M. Sigmunds- son og fjölskylda eiga rúm 20% og Sjóvá-Almennar eiga 8%. Afgangur- inn er í eigu um 90 hluthafa. --------------- Haraldur Sumarliðason á Iðnþingi Mikilvægt að breyta FBA í almennings- hlutafélag Á IÐNÞINGI sl. föstudag lagði Haraldur Sumarliðason, formaður Samtaka iðnaðarins, áherzlu á, að nú þegar yrði farið í að selja Fjár- festingarbanka atvinnulífsins hf. og breyta honum í almenningshlutafé- lag. Og bætti við að það sama gilti um ríkisviðskiptabankana. í ræðu sinni sagði Haraldur Sumarliðason m.a.: „Hvað Fjárfest- ingarbankann varðar hefur það sér- staklega verið gagnrýnt, að ætlunin sé að bankinn veiti alhliða banka- þjónustu á borð við gjaldeyris- og verðbréfaviðskipti. Að vísu mun hann ekki þjóna almenningi eða taka við innlánum. Þá hefur það einnig vakið athygli þessar fyrstu vikur í starfseminni, að stærstu fyr- irtækin njóti verulegs forgangs í fyrirgreiðslu frá bankanum. Lítil og meðalstór fyrirtæki á íslenzkan mælikvarða hafi þar minni mögu- leika en áður var í gömlu sjóðunum. Um þetta vil ég aðeins segja, að eðlilega er bankinn enn að skipu- leggja starfsemi sína og því ekld tímabært að hafa uppi mörg orð um hana enn sem komið er. Hitt er mikilvægara að nú þegar verði farið í það að selja FBA og breyta honum í almenningshlutafélag. Það sama gildir um ríkisviðskiptabankana. Yfirgnæfandi staða ríkisins á þess- um markaði hindrar þróun hans og dregur úr nauðsynlegri hagræð- ingu.“ Auglýsing þcsai cr eingöngu birt í uppiýsingaskyni. Skuldabréf Skagstrendings hf., 3. fiokkur 1996 á Verðbréfaþing fslands Verðbréfaþing hefur ákveðið að taka skuldabréf Skagstrendings hf. ð.flokk 1996 á skrá. Bréfin verða skráð föstudaginn 27. febrúar næstkomandi. Skráningarlýsingu er hægt að fá hjá umsjónaraðila skráningarinnar, Kaupþingi hf. Hjá Kaupþingi hf. er einnig hægt að nálgast þau gögn sem vitnað er til í skráningarlýsingunni, svosem samþykktir og síðasta ársreikning. KAUPÞING HF Ármúla 13A • 108 Reykjavfk • S£mi 515 1500 • Fax 515 1509 • www.kaupthing.is Morgunverð arfundur Miðvikudaginn 25. febrúar 1998, kl. 8:00 - 9:30 í Sunnusal, Hótel Sögu SKAÐA SKATTARE GLUR SAMKEPPNISSTÖÐU ÍSLENSKRA FYRIRTÆKJA? • Óhagkvæmt er að flytja arð erlendra dótturíyrirtækja heim. • Ýmis tvísköttunaráhrif hindra umsvif erlendis. • Möguleikar fyrirtækja til þátttöku á hlutabréfamarkaði eru skertir. • Óhagkvæmt er að senda íslenska starfsmenn í verkefni erlendis. RÆÐUMENN:________________________________________________________ Helga Tatjana Zharov, lögfræöingur hjá Coopers Et Lybrand Gunnar Öm Kristjánsson, framkvæmdastjóri SÍF hf. Finnur Ingólfsson, iönaðar- og viöskiptaráðhena. Hagvangi hf. Á fundinum veröa kynntar tillögur Verslunarráðs Íslands og Coopers £t Lybrand - Hagvangs hf. um breytingar á skattalögum til að bæta samkeppnisstöðu íslenskra fyrirtækja í alþjóðlegu umhverfi. Fundargjald (morgunverður innifalinn) kr. 1.500,- Fundurinn er opinn en æskilegt er að tilkynna þátttöku fyrirfram í síma 588 6666 VERSLUNARRÁÐ ÍSLANDS 4 Fulltrúaráð EBÍ Gegn frumvarpi um slit félagsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.