Morgunblaðið - 24.02.1998, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 24.02.1998, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 1998 39^ 3 i i ) ) » í s » J » ) » 1 . missti hann árið 1941. Árið 1953 fluttist Laufey til Reykjavíkur og rak þar lengi þvottahúsið Snorra- laug. Heimili átti hún lengst á Leifs- götu 13. Samband þeirra mæðgna var alla tíð mjög náið og dvaldi hún oft í lengri eða skemmri tíma hjá dóttur sinni á Akranesi. A Brekkunni á Akureyri ólst Ragna upp og árið 1952 lauk hún stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri. Þá um haustið hóf hún nám í heimspekideild Háskóla ís- lands og lagði síðan stund á hjúkr- unamám. Hún hafði kynnst háskóla- stúdentinum Skúla Benediktssyni og gengu þau í hjónaband 19. sept- ember 1953 og mánuði síðar fæddist elsta bam þeirra. Um frekara skóla- nám var því ekki að ræða hjá Rögnu. Á ellefu árum fæddust þeim átta börn. Það átti því fyrir Rögnu að liggja að starfa innan veggja heimilisins. Skúli Benediktsson fæddist á Efra-Núpi í Miðfírði 19. mars 1927, sonur Benedikts Hjart- arsonar Líndal, bónda og hrepp- stjóra á Efra-Núpi og k.h. Ingi- bjargar Guðmundsdóttur. Hann varð stúdent frá MR 1949 og stund- aði síðan nám í guðfræðideild Há- skóla íslands og í íslenskum fræð- um. Þau stofnuðu heimili í Reykja- vík og voru þar til ársins 1958. Skúli varð síðan kennari við Barna- og unglingaskólann á Raufarhöfn vet- urinn 1958-1959 og við Héraðsskól- ann á Reykjum í Hrútafh’ði veturinn 1959-1960. Árið 1960 var Skúli ráð- inn kennari við miðskólann í Ólafs- vík og þar áttu þau heimili til 1966. Bjuggu þau við hlið læknishjónanna, Amgríms Bjömssonar og Þorbjarg- ar Jensdóttur Guðmundsdóttur og varð mikill vinskapur með fjölskyld- unum og minntist Ragna þeirra oft með hlýjum hug. Árið 1966 lá leið þeirra til Akraness, þar sem Skúli gerðist kennari við gagnfræðaskól- ann og bjuggu þau fyrsta veturinn á Lundi við Suðurgötu og síðan á Vitateig 5. Skúli var skemmtilegur maður og einstakur kennari og náði ótrúlegum árangri í íslenskukennslu. Hann var í mörgu mikill snillingur, en hann átti slæman förunaut sem var Bakkus og honum var ofaukið í hjónabandinu. Ragna og Skúli skildu árið 1968. Ragna keypti síðan árið 1969 húsið að Stillholti 8 á Akranesi, sem móðir hennar aðstoðaði hana við að eignast, og hélt þar síðan heimili með sínum stóra barnahópi. Heimili hennar á Stillholtinu kynntist ég fljótlega og varð mér fljótt ljóst að þar fór einstök kona. Með sinni hægð og yfírvegun braust hún áfram með sitt þunga heimili. Aldrei var hægt að heyra á henni annað en lífið hefði verið henni gjöfult. Hún reynd- ist börnum sínum einstaklega vel og þau voru henni einnig góð böm. Ein- stakur samtakamáttur ríkti í fjöl- skyldunni. Tvö bömin búa erlendis, Bergljót og Benedikt, Þorbjörg og Skúli Ragnar búa í Reykjavík, Einar hélt heimili með móður sinni og Laufey, Ingibjörg og Sigríður keyptu sér hús sem næst við hlið móður sinnar. Þegar börnin uxu úr grasi fengu bamabömin og annarra manna börn að njóta hlýju hennar og góðra kosta. Dótturdóttir hennar, Ragna Stefánsdóttir, ólst upp hjá henni. Ragna var greind kona og við- lesin og voru samræður við hana fræðandi og skemmtilegar. Úr mörgum kaffikönnum höfum við dmkkið saman í eldhúskróknum á Stillholtinu. Nú síðast fyrir hálfum mánuði. Þá var ekki á henni að heyra að hún væri á fómm. Á síðastliðnu ári hafði hún greinst með mein sem ekki var við ráðið, en hún mætti ör- lögum sínum af miklu æðraleysi og var ekki að íþyngja öðmm með þeim raunum. Það var mikið lán að fá að kynnast Rögnu Svavarsdóttur, því hún var sannarlega falleg manneskja. Minn- ingin um þessa góðu konu mun lifa hjá öllum þeim sem henni kynntust. Eg kveð þessa vinkonu mína með virðingu og þakklæti. Bömum hennar, barnabörnum og öðmm ástvinum hennar sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur og bið góðan Guð að gefa þeim styrk í sorg þeirra. Megi minningin um hina góðu konu verða ljós á vegi þeirra um ókomin ár. Þorsteinn Jónsson. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar og fósturfaðir, HAUKUR SIGTRYGGSSON, Ennisbraut 8, Ólafsvík, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur laugardaginn 21. febrúar. Steinunn Þorsteinsdóttir, Þorsteinn Reynir Hauksson, Kristín Bjargmundsdóttir, Guðbjörn Smári Hauksson, Rut Hauksdóttir, Hilmar Þór Hauksson, Kristín Lárusdóttir, Þórheiður Lárusdóttir, Peter Lund, Sigurbjörg Jónsdóttir, Snæbjörn Aðalsteinsson, Kurt Hilbrecht, barnabörn og barnabarnabörn. + Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÍÐUR BJARNADÓTTIR frá Hörgsdal á Síðu, fyrrum húsfreyja á Álfaskeiði 10, Hafnarfirði, lést á Sólvangi að morgni laugardagsins 21. febrúar sl. Útförin auglýst síðar. Sigríður Nikulásdóttir, Kjartan P. Kjartansson, Bjarni Jón Nikulásson, Pálína Pétursdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, TRYGGVI PÉTURSSON, fyrrv. útibússtjóri Búnaðarbankans í Hveragerði, Mávanesi 10, Garðabæ, (áður Hólavallagötu 13), andaðist á Landakotsspítala föstudaginn 20. febrúar. Sigríður E. Tryggvadóttir, Ólafía K. Tryggvadóttir, Kristinn Álfgeirsson, Ásta Tryggvadóttir, Erlingur Hallsson, Guðrún S. Tryggvadóttir, Árni Þórðarson, barnabörn og langafabörn. + Okkar kæra móðir, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR, Einarsnesi 28, lést föstudaginn 6. febrúar. Útför hennar fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Einar Kr. Sigurðsson, Anna Kristjánsdóttir, Sigurjón Sigurðsson, Svava Sigurjónsdóttir, Andrés Sigurðsson, Auður Antonsdóttir og aðrir aðstandendur. + Útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, GUÐLAUGAR GÍSLADÓTTUR, Hvolsvegi 27, Hvolsvelli, fer fram frá Háteigskirkju í Reykjavík, fimmtu- daginn 26. febrúar kl. 13.30. Rútuferð verður frá Hlíðarenda, Hvolsvelli, kl. 11.30. Guðni Gunnarsson, Ragnheiður Guðnadóttir, Gunnar Guðnason, Svala Sigurjónsdóttir, Gfsli H. Guðnason, Ásdís Guðnadóttir, barnabörn og barnabarnabarn. + Eiginmaður minn, SIGURÐUR SNORRASON, fra Stóru- Gröf, lést á Sjúkrahúsinu á Sauðárkróki föstudaginn 20. þessa mánaðar. Jarðarförin fer fram frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 28. feórúar kl. 14.00. Þorbjörg Þorbjarnardóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN JÓNSDÓTTTIR, Droplaugarstöðum, áður Bárugötu 30, andaðist á Droplaugarstöðum laugardaginn 21. febrúar. Sigurjón Marinósson, Auður Jónsdóttir, Margrét Sigrún Marinósdóttir, Auður Marinósdóttir, Sigurður Þór Magnússon, barnabörn og barnabarnabörn. + HELGA SVEINSDÓTTIR húsfreyja f Görðum á Álftanesi, lést á Sólvangi í Hafnarfirði að morgni sunnu- dagsins 22. febrúar. Fyrir hönd aðstandenda, börnin. + Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, KJARTAN SVEINSSON raftæknifræðingur, Heiðargerði 3, Reykjavfk, andaðist á heimili sínu laugardaginn 21. febrnar. Bergþóra Gunnarsdóttir, Ragnheíður Hermannsdóttir, Magnús Jóhannesson, Bergþóra Magnúsdóttir, Jóhannes Magnússon. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR BRYNJÓLFSSON bflamálarameistari, Skipasundi 63, Reykjavík, lést á heimili sínu föstudaginn 20. febrúar. Útförin auglýst síðar. Ingibjörg Markúsdóttir, Marta Katrín Sigurðardóttir, Halldór Sigdórsson, Áslaug Brynja Sigurðardóttir, Ármann Óskar Sigurðsson, Frfða Björnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Móðir okkar, MARGRÉT SIGURJÓNSDÓTTIR, Hrafnistu, Hafnarfirði, áður til heimilis á Norðurbraut 13, Hafnarfirði, lést sunnudaginn 22. febrúar. Hrafnhildur Halldórsdóttir, Jónfríður Halldórsdóttir, Margrét Halldórsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.