Morgunblaðið - 24.02.1998, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 24.02.1998, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 1998 27 Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson LEIKHÓPURINN er nokkuð jafn og koniast allir ágætlega frá sínu, segir m.a. í dómnum. Sfldin er kom- in í Tungurnar beggja handa og naut ég alls hins nýja og ókannaða sem við blasti i seinni hluta leiðarinnar, sér í lagi þá byggð strjálaðist, opin 'og gróðursæl í svæði tóku við. A leiðarenda reyndist nokkuð flókið að komast til hallarinnar, leið- beiningar engar, merkingar hinar frumstæðustu ef nokki'ar og menn allstaðar að grafa, grafa og grafa í spreng. Bersýnilega var verið að iskipta um holræsakerfi og fleira sem liggur neðanjarðar, enda í sov- éthlutanum gamla. Hugðist í fyrstu | ganga og litast um, en uppgötvaði að nokkurri stund liðinni að slíkt væri fóráð, tók leigubíl og reyndist vega- lengdin til muna lengri en mig hafði I grunað. il Sanssouci hafði ég áður komið, en þá í hópferð með yfirnefnd Tvíæringisins í Rostock ásamt fylgdarliði, og átti þaðan góðar endurminningar um annan sólbjartan sumardag. Með í för voru Sigurður Sigurpsson mál- ari, Anna kona hans, Arni Berg- mann blaðamaður og fyrrum spúsa mín. Giska frábrugðið að vera aleinn á ferð, hafði þó sína kosti og að þessu sinni var ekki einungis aðal- höllin skoðuð, heldur foi-vitnast um allt annað á vel skipulögðu svæðinu. Reyndist vera stóram meira af hof- um og hörgum en sýndist í fyrstu og vegalengdirnar á milli nokkrar. Beinar og breiðar götur mörkuðust af torgum, gosbrunnum og mynda- styttum. En fyrir góða skaparans skikkan reyndist mögulegt að stytta sér leið um víðan gi'ænan angan- vanginn er alla vegna breiðir úr sér með strjálum trjám, voldugum krón- um, lundum og unaðslegu skógar- þykkni í bland, drjúgu fuglalífi í lofti og á láði. Opnunar Myndhússins hafði víða verið getið í heimspress- unni, enda Friðrik mikli hér eins og í mörgu öðru langt á undan tíman- um, var satt að segja að leggja grunn að seinni tíma lisasöfnum. En nú varð ég fyrir nokkrum vonbrigð- um, ekki einungis fyrir yfirmáta þéttpakkaða veggi, íburðarmikið og takmarkað rými, heldur speglaðist mótljósið frá hinum stóru gluggum á þann veg á málverkin að illmögulegt var að njóta þeirra sem skyldi. Sýnu lakara að safnið var ekki eins mikil- vægt og af var látið, en það hefur sína skýringu. Fyrir hið fyrsta hafði það ýmissa hluta vegna rýrnað í tím- ans rás og verk í láni á öðrum söfn- um, og svo hefði einvaldurinn betur mátt hlýða eigin hjarta en taka mark á fræðingum tímanna. Fyrir þeim vora menn líkt og Leonardo og Rafael nefnilega ekki nógu góðir í safn hins germanska stórmennis! Fyrir utan nokkur mikils háttar frumverk van Dycks og Rubens, ásamt perlu eftir Charavaggio, sem vakti óskipta athygli reyndist nokk- ur hluti myndanna verkstæðisvinna og eftirgerðir, en vel að merkja í há- um gæðaflokki. En safnið er þó heimsóknar virði og á fögi'um degi er upplagt að eyða dagsstund á staðnum, taka lífinu með ró, minnast upplýsingaaldar og vitrænna sam- ræða þeirra Friðriks mikla og Voltaire. Franski heimspekingurinn var í þrjú ár gestur Friðriks, sem lét innrétta sérstakt herbergi fyrir hann í aðalhöllinni. I bækur hefur ratað, að þeim hafi eitt sinn orðið sundurorða og Voltaire horfið snúð- ugur til Englands. En birtist svo öll- um að óvörum og þá spurði Friðrik forviða; hví snýrð þú aftur? Voltaire svaraði; ég vil síður búa í landi sem hefur 200 trúarbrögð en þar sem menn kunna aðeins að búa til tvær tegundir af sósum! Sýningin Þýskalandsmyndir var mjög upplýsandi um þróunina beggja vegna múrsins og mörgum mun hafa komið styrkur austan- manna á óvart, sumir lítið síðri hin- um nafnkenndu markaðssettu bóg- um úr vestrinu. Auðvitað mun raun- særri og íhaldssamari, en yfirburða- menn í handverki, og trúa mín er að í framtíðinni munu málarar eins og Werner Túbke, Willi Sitte, Hans Grundig og Wolfgang Mattheur á vissan hátt þykja jafn mikilvægir og hinir nafntoguðustu í vesturhlutan- um. Sýningin var risastór og sýning- arskráin eftir því, en að þessu sinni bauð hún upp á full mikið lesmál, sem gerði að verkum að færri en ella nálguðust hana. En hér gat maður fylgt því hvernig tvö ólík stjórnkeríi markaðssettu myndlist og hagnýttu hvort á sinn hátt til framningar blóðríkri þjóðreisn. Enn minntist ég þess glögglega, að á Munchenaráram mínum síðast á sjötta áratugnum þurftu framsækn- ir listamenn í vesturhlutanum helst á þeim uppslætti að halda, að hafa sýnt í útlandinu, draumurinn var lof um verk þeirra í París. En þróunin hefur um margt snúið dæminu við, Þjóðverjar hafa ræktað sína eigin ímynd á þann veg að myndlistar- vettvangur landsins er einn hinn virtasti í heiminum og í harðri sam- keppni við Bandaríkin. En hann hverfist ekki um einn möndul líkt og New York, London og París, heldur er dreifðari og þýskar borgir í ríf- andi innbyrðis samkeppni um for- ystuna. Exil, heimildarsýning í Nýja þjóð- listasafninu um evrópska myndlist- armenn í útlegð á tímabili þjóðern- issósíalismans, var viðburður sem ég vildi ekki hafa misst af. Sem kunn- ugt er áttu þeir með athafnasemi sinni, sýningum, kennslu og fyrir- lestrum drjúgan þátt í að gera Bandaríkin að því stórveldi sem þau seinna urðu í núlistum. Eiga þýskir myndlistarmenn ekki minni þátt I því en franskir, hollenzkir og spænskir. Heimamenn tóku þessum ásum vel sem vænta mátti, sem sumir voru stórlega vanmetnir í heimalöndum sínum. Eins og fyrr á öldinni þyrsti menn einfaldlega í ný- hugmyndir frá gamla heiminum og sum þekktustu listhús New York- borgar opnuðu þeim dyr sínar ásamt því að Peggy Guggenheim reyndist þeim hollur haukur á bergi. Banda- ríski listheimurinn fór líkt að og Japanir löngu seinna, er yfirtóku hugmyndir úr vestrænum bílaiðnaði og bættu um betur Svipað og mynd- listarmennirnir þróuðu jafn amer- íska list og nokkuð amerískt getur verið, hefur japanskur bflaiðnaður sín ótvíræðu sérkenni. vernig Þjóðverjar og Banda- ríkjamenn vinna saman að markaðssetningu listamanna sinna er hið nýja safn samtímalistar, Hamburger Banhof, til vitnis um. Ekki einungis að úrvali verka ásanna í þýskri núlist sé haldið fram, heldur sömuleiðis Bandaríkj- anna. Einnig að jafnaði ein sérsýn- ing í gangi, að þessu sinni á verkum hins nafnkennda Sigmars Polke. Hann var maður ársins 1997 með risastórri yfirlitssýninu í Þjóðlista- höllinni í Bonn á miðju ári og minni sýningum víða. Polke hefur skrifað bók um þrjár lygar málverksins, og hér er síðmódernisminn á fullu. En skyldi ekki vera hægt að yfirfæra einhverjar lygar á megnið af mál- verkum hans sjálfs, sem á stundum virkjar tilviljanir til hins ítrasta í bland við ski'eytikenndar, léttkeypt- ar aðferðir, brellur úr auglýsinga- iðnaðnum og sull með liti? En óneit- anlega er Polke snjall í sínum hrein- ustu og afdráttarlausustu verkum. Sjálf safnbyggingin, drifhvít að utan sem innan, er frábær og býr yfir ótakmörkuðum möguleikum. Stór verslun með listaverkabækur á jarð- hæð og veitingabúð á annarri hæð, sem er líkust snilldarlegri innsetn- ingu í opið rými. A þessum stað búa orkufrumur til framtíðar, en aðsókn- in mætti vera mun betri sem á sér nærtækar orsakir, yfirmarkaðssetn- ingu. Lengi hef ég haft taugar til Brúcke-safnsins, en þangað er nokk- uð langt að fara og dálítið snúið fyrir ókunnuga. Sunnudaginn 4. janúar var síðasti dagur sýningar á verkum stofnanda þess, Karls Schmidh- Rottluffs (1884-1976), og ekki til set- unnar boðið. Brucke-hópurinn var stofnaður í Dresden 1905, af fjórum arkitektúrnemum, þeim Ernst Lud- wig Kirchner, Erich Heckel, Fritz Bleyl, og Schmith-Rottluff, árið eftir bættust þeir Max Pechstein og Emil Nolde í hópinn og Otto Mueller 1910. Árið 1911 færði hópurinn sig yfir til Berlínar og starfaði þar síð- an. Safnið er í villu er liggur dálítið afsíðis, og mun auðugt af verkum þeirra félaga en -rýmið frekar tak- markað, hins vegar þröng á þingi svo viðdvölin varð ekki löng. Um þessar mundir er þar sýning á verk- um E.L. Kirchner, sem taldist hæfi- leikamestur þeirra félaga og stend- ur til 3 maí. Sem að líkum lætur lá leið mín á nýopnað Guggenheimsafn á Unter den Linden, og þar stóð yfir mögnuð sýning á verkum hins mikla franska málara og frumkvöðuls litakúbism- ans, Roberts Delaunay (1885-1941). Safnið er á jarðhæð stórbyggingar og helst er hin volduga framhlið og miklu dyr kennimark þess. Það er ekki stórt og mun ætlað fyrir mark- andi sérsýningar. Inni er yfirmáta hátt til lofts og hvíti liturinn á veggj- unum sá lífrænasti sem ég hef aug- um litið, hann er ekki þekjandi en ber í sér eitthvert ofurfíngert net smáskugga sem gefa honum aukna dýpt. Mikið er borið í safnið sem ber ríkidæmi vitni í öllum sínum klára og sláandi einfaldleika. ið miðbik Unter den Linden sker Friedrichstrasse breið- götuna þráðbeint til beggja átta og á leiðinni að Franz- öischestrasse og Gendarmenmarkt sýnist hún vera stásslegasta versl- unargata borgarinnar og nú komst ég í návígi við glæsilegar ski-eyting- ar og mikið Ijósaflóð, en við enda Unter den Linden sér yfir til Niko- laihvei’fisins, sem er mjög forvitni- Iegur hluti borgarinnar, stutt er í brána yfir Spree ogjþaðan lá leiðin í átt til Ráðhússins. I nágrenni þess er Eprahim-höllin, með sinni fögru og íburðarmiklu forhlið, lengstum nefnd horn Berlínar. Þessi höll og fræga kennileiti var rústuð í stríðinu en hefur verið endurbyggð. Allar fjórar hæðirnar era nú sýningarsal- ir, og þar var sýning á æviverki teiknarans Heinriehs Zille (1858- 1929), sem var eins konar hliðstæða Daumiers í París, Storms Petersen í Kaupmannahöfn, Alberts Engström í Stokkhólmi og Ragnvalds Blix í Osló. Allir drógu þeir dám af um- hverfi sínu, þótt harla ólíkir væru, og trauðla er mögulegt að hugsa sér sannverðugri lýsingu á mannlífinu og hvunndeginum í Berlín en þessi riss Zilles. Hann var ekld að draga neitt undan og einkum var fjöl- skrúðugt líf alþýðunnar honum óþrjótandi myndefni. Zille var að auk einn af teiknurum hins fræga skopblaðs Simplicissimus. Hverfið var að mestu rústað í stríðinu en endurbyggt í upprunalegri mynd, eitt hús stóð þó uppi nær óskemmt, svonefnt Knoblauchhaus, og á sér merkilega sögu, byggt 1759-1761. Sama fjölskyldan, ein sú virtasta í Berlín, bjó í húsinu alla tíð, en 1913 komst það í eigu borgarinnar og er nú safn. Atti dýimæta stund í hús- inu sem í hólf og gólf er eins og það var á tímum fjölskyldunnar. Undar- legt þótti mér að búa í Charlotten- burg án þess að hafa litið á víðfræg söfnin, sem ég þekki að vísu vel. Hugðist nota síðasta daginn til end- urfunda við þau öll, en vafðist fyrir mér að ljúka ýmsum erindum, ganga frá sýningarskrám og rogast með níðþungan kassann á pósthúsið á Mierendorftorgi. Það var komið fram yfir nón er því var lokið og þá var að þræða niður bogadregið Mi- erendorfstræti í átt til hallarinnar. Var fullur eftirvætningar að bera þýska rómantík augum, einkum lyk- ilverk Caspars Davids Friedrichs. Er ég nálgaðist hallarbrúna yfir Spree, blöstu við upphafin birtu- hvörf og sviðið líkast málverki frá rómantíska tímabilinu. Greip mig firnasterkum tökum og fylgdi mér um sali hallarinnar og í Egypska safnið undurfagra þar skammt frá, er geymir djásnið mikla, birtingu guðanna. Sjálft höfuðið af Nefretíte drottningu, sem allir verða bergnumdir af. Nýbúið var að lengja sýningartíma safnanna um eina klukkustund sem fáir höfðu áttað sig á þannig að á báðum stöðunum var ég drjúga stund aleinn innan um málverkin og sýningargripina, sem voru einstök forréttindi. Magnaðara gat það trauðla verið og þetta síð- degi situr í minninu líkt og heill og fagur dagur... LEIKLIST Aratunga Leikdeild I ml. Biskupstungna SÍLDIN KEMUR OG SÍLDIN FER Gamanleikur með söngvum eftir Kristínu og Iðunni Steinsdætur. Leik- stjóri: Ingunn Jensdóttir. Tónlistar- stjóri: Hjörtur Hjartarson. Lýsing: Helgi Guðmundsson. Búningar: Krist- ín Olafsdóttir. Leikmynd: Leikstjóri og leikliópur. Leikendur: Sigurjón Kristinsson, Magnús Jónasson, Egill Jónasson, Brynjar Sigurðsson, Sigur- jón Sæland, Jens Jóhannsson, Guðjón Guðjónsson, Camilla Olafsdóttir, Að- alheiður Helgadóttir, Margrét Sverr- isdóttir, Guðný Magnúsdóttir, Asrún Björgvinsdóttir, Iris Svavarsdóttir, Ólafur Ásbjörnsson, Gunnar Guðjóns- son, Kristín Ólafsdóttir, Ágúst Sæland, Eiríkur Georgsson. Frum- sýning föstudaginn 20. febrúar. JÁ, sfldin kemur og sfldin fer, eða eins og Ófeigur bóndi tönnlast á, hún stingur sér. Ófeigur eltir merina sína eftir leikritinu endilöngu og hvikar hvergi frá þeirri sannfæringu sinni að búskapur muni blíva þegar sfldin er löngu farin, enda lítið um að sauð- fé, kýr eða hross stingi sé_r. Sigurjón Kristinsson leikur Ófeig og smellpassar í hlutverkið. Hann snýt- ir sér meira að segja eins og kallarn- ir gera í Skeiðaréttum enn þann dag í dag: Með tilþrifum. Sigurjón á fjörutiu og fimm ára leikafmæli um þessar mundir - til hamingju með það - sem sýnir að þeir sem fá leik- bakteríuna ungir losna ekki aðveld- lega við hana. Þetta mun í tólfta sinn sem þetta leikrit þeirra austfírsku systra, Kristínai' og Iðunnar, ratar á fjalirn- ar hjá áhugaleikhúsum, og reyndar er ekki erfitt að skilja vinsældir þess. Hér fara saman íslensk at- LISTA- og menningarnefnd Snæ- fellsbæjar stóð fyrir tónleikum sem haldnir voru í nýju safnaðar- heimili Ingjaldshólskirkju fimmtudaginn 19. febrúar sl. Þar komu til leiks Guðrún Sigríður Birgisdóttir þverflautuleikari og Peter Máté píanóleikari. Peter Máté er fæddur í Tékkóslóvakíu og stundaði nám við Tónlistarakademíuna í Prag. Hann er nú kennari við Tónlistar- skólann í Reykjavík. Guðrún Birgisdóttir lærði á sinni tíð flautuleik hjá Manuelu Wiesler en hefur síðan árum saman stundað framhaldsnám í Frakklandi. Tónleikarnir stóðu á aðra klukkustund en á efnisskrá voru vinnusaga, aldarfarslýsing og íslensk fyndni. Þeir sem muna þennan tíma geta rifjað upp liðna tíð en hinir séð í svipmynd skeið sem sögur fara af. Og það sem mest er um vert er að allir geta skemmt sér. Öll þekkjum við ýktar týpurnar á sviðinu og þykir vænt um að sjá þær aftur, góðhjart- aðar gellurnar, önugan verkstjórann, sjómanninn svala, kjaftakellinguna í sinni símstöðvarparadís. Ingunn Jensdóttir er reyndur leikstjóri sem mikið hefur starfað með áhugaleikhópum, ekki síst á Suðurlandi. Hér hefur henni tekist einkai- vel upp með leikstjórnina. Hún gerir ekki óraunhæfar kröfur til leikhópsins, sem leiðir til þess að hver og einn hefur fast land undii- fótum í hlutverki sínu, hvort sem er I leik eða söng, og fær að njóta sín innan svigrúms reynslu sinnar og hæfileika og bæta þannig jafnvel við sig. Það er góður taktur í hópsenum og þótt ef til vill hefði mátt beita lýs- ingu betur til að fá söngvara í brennidepil slitnar hvorki né teygist á framvindunni. Þar er mest að þakka tónlistinni og hljóðfæraleikn- um, sem hæfa sýningunni vel og ljá henni yfirbragð hins liðna. Leikhópurinn er nokkuð jafn og komast allir ágætlega frá sínu, svo varla er sanngjarnt að telja nokkra þeirra sérstaklega til sögunnar. En Egill Jónasson var einkar sannfær- andi sem Lilli og Kristín Ólafsdóttir hnyttin og skýr í skemmtilegu hlut- verki símastúlkunnar. Já, síldin er svo sannarlega komin í Ai-atungu, því auk góðrar leik- skemmtunar er sýningargestum boðið upp á aldeilis ágætt síldarhlað- borð sem er, eins og allt í þessu æv- intýri, aðstandendum sínum til sóma. Og til að ljúka þessu öllu með glans er svo hægt að fá sér snúning við dillandi hljómsveitarundirleik á eftir. Því auðvitað er slegið upp balli á sfldarplaninu þegar búið er að salta! Guðbrandur Gíslason verk eftir; Wolfgang A. Mozart, Francis Poulenc, Camille Saint- Saens og Franz Schubert. Þrátt fyrir vonskuveður, sein dundi á Snæfellingum þennan dag, var aðsókn þokkaleg. Var mikil ánægja með leik þeirra og komu þeirra hingað vestur, þótt veðr- áttan gerði hana óneitanlega erf- iðari. Fyrr um daginn hafði Guðrún Birgisdóttir haldið námskeið á vegum Tónlistarskóla Hell- issands fyrir unga nemendur í þverflautuleik. í Snæfellsbæ er vaxandi áhugi fyrir tónlist og tónlistarlífi og er mikill menningarauki að komu slíkra gesta. Góðir gestir í safnaðarheimili Ingj aldshólskirkju Hellissandur. Morgunblaðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.