Morgunblaðið - 24.02.1998, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 24.02.1998, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 1998 45 I ( I ( ( < ( ( < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < I < FRÉTTIR Málstofa um kvennasáttmála SÞ FRÁ stofnfundi félagsins. f.v. Reynir Helgason, Auður Sveinsdóttir, Jón H. Björnsson, Einar E. Sæmundsen og Reynir Vilhjálmsson. FÍLA 20 ára MANNRÉTTINDASKRIFSTOFA Islands boðar til málstofu um mann- réttindi miðvikudaginn 25. febrúar næstkomandi. Málstofan, sem er öll- um opin, verður haldin í húsi Félags bókagerðarmanna, Hverfisgötu 21, og hefst kl. 20.30. Fjallað verður um tillögu um við- auka við kvennasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Tillaga þessi lýtur að kæru- leið og hefur verið nokkur ár í undir- búningi á vegum mannréttindasam- taka, en umræða um hana fer fram á fundi kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna í New York í byrjun mars. Flutt verða þijú framsöguerindi, Á FUNDI Vísindafélags íslendinga í Norræna húsinu miðvikudaginn 25. febrúar kl. 21 flytur dr. Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlisfræðingur á Norrænu eldfjallastöðinni, fyrirlest- ur sem hann nefnir „Geim-landmæl- ingar: ákvörðun jarðskorpuhreyf- inga á íslandi með SAR-bylgjuvíxl- mælingum úr ratsjárgervitunglum." í erindinu lýsir Freystinn nýrri tækni sem þróuð hefur verið á allra síðustu árum og gerir kleift að skrá SAMTÖK verslunarinnar - FÍS standa fyrir morgunverðarfundi um greiðslukortamál í dag, þriðjudag- inn 24. febrúar, í Hvammi Grand Hótel í Sigtúni. Til umfjöllunar verður nýfallin úr- skurður Samkeppnisráðs vegna greiðslukorta og þau úrræði sem þar sem reifaðar verða hugmyndir um hvort og hvemig kæruleið bæti stöðu kvenna og baráttu fyrir mannréttind- um þeirra á alþjóðavettvangi. Erindin flytja Sigríður Lillý Baldursdótth’, skrifstofustjóri í félagsmálaráðuneyt- inu, sem ræðir um kvennasáttmálann og efni tillögunnar, Ragnar Aðal- steinsson hæstaréttarlögmaður segir frá gildandi kæruleiðum samkvæmt mannréttíndasamningum Sameinuðu þjóðanna og Jóhanna K.Eyjólfsdóttír, ífamkvæmdastjóri íslandsdeildar Amnesfy Intemational, fjallar rnn kæruleiðir og nauðsynlegai- aðgerðir tíl að tryggja mannréttíndi kvenna. jarðskorpuhreyfmgar með mikilli nákvæmni án nokkurra mælinga á jörðu niðri. Aðferðinni hefur verið beitt síðan 1992 til að ákvarða jarð- skorpuhreyfingar á Reykjanesskaga og Kröflusvæðinu, en síðan þá hefur land sigið um nokkra sentímetra á ári á báðum svæðum, og verður þeim niðurstöðum lýst og þær túlk- aðar. Fyiárlesturinn er ókeypis og öll- um opinn. kaupmenn geta gripið tíl. Framsögu- menn á fundinum verða: Anna Bima Halldórsdóttir írá Samkeppnisstofn- un, Haukur Þór Hauksson, varafor- maður Samtaka verslunarinnar og Jó- hannes Jónsson, kaupmaður í Bónusi. Þátttökugjald er 1.000 kr., morg- unverður innifalinn. 20 ár eru liðin í dag, þriðjudaginn 24. febrúar, frá stofnfundi Félags íslenskra landslagsarkitekta, FILA. Þá voru félagsmenn 5 tals- ins en féiagið er öi*t vaxandi fag- HEILBRIGÐISHÓPUR Gæða- stjórnunarfélags íslands heldur málþing á Hótel Loftleiðum undir yfirskriftinni Heilbrigðiskerfi á krossgötum - Gæðin í öndvegi, mið- vikudaginn 25. febrúar kl. 9.30-14.30. Á málþinginu verður Dr. A. Blanton Godfrey, forstjóri Juran Institute Inc., aðalfyrirlesari. Dr. Godfrey er menntaður í eðlis- fræði og er með doktorsgráðu í töl- fræði. Hann hefur jafnframt starfað víða sem ráðgjafi í gæða- og sam- einingarmálum fyrir heilbrigðis- stofnanir. Dr. Godfrey mun m.a. fjalla um reynslu annarra sjúkra- stofnana af sameiningu, skýra frá rannsóknarniðurstöðum um árang- ur og skilvirkni sameiningar. Jafn- framt mun hann koma inn á for- sendur fyrir árangursríkri samein- félag og í dag eru félagsmenn 40. í tilefni afmælisins munu félag- ar og makar hittast í hátíðar- kvöldverði í Kornhlöðunni/Lækj- arbrekku kl. 20. ingu og fjalla um áhrifin á þjón- ustugæði og kostnað. Einnig mun Anna Lilja Gunnars- dóttir, forstöðumaður áætlana- og hagdeildar Ríkisspítala, flytja er- indi um framtíðarsýn í heilbrigðis- þjónustu með tilliti til aukinnar samvinnu sjúkrahúsa og JóiyFrevr Jóhannsson erindi um Islend- ingseðlið og óttann við breytingai- frá sjónarhóli Hafnfirðings. Námstefnan er ætluð stjórnend- um, millistjórnendum og öðru starfsfólki í heilbrigðiskerfinu auk þess að höfða til þeirra sem áhuga hafa á umræðu og faglegri umfjöll- un um stjórnun á breytingatímum. Nánari upplýsingar og skráning á skrifstofu Gæðastjórnunarfélags Is- lands eða á heimasíðu félagsins http://www.centrum.is/gsfi Fatasöfnun fyrir bágstadda í Litháen TÍU Kiwanisklúbbar á Eddusvæði standa fyrir fatasöfnun fyrir bág- stadda í Litháen í samstarfi við Kiwanisklúbba í Litháen sem sjá urn dreifingu. Á laugardag og sunnudag, 28. og 29. febrúar, milli kl. 10 og 18 verður hægt að koma með fot að Stórhöfða 36 fyrir framan Frjó hf. Fötin skal flokka í karlmanns-, kvenmanns- og barnafót. --------------- Afhenti trúnaðarbréf RÓBERT Trausti Ámason sendi- herra hefur afhent Alija Izetbegovic, forseta Bosníu-Hersegóvínu, trúnað- arbréf sitt sem sendiherra íslands með aðsetur í Kaupmannahöfn. ------♦-♦-♦---- Fræðslufundur um uppgræðslu í Grafningi og við Hveragerði UMHVERFISFRÆÐSLUSETRI Ð í Alviðru heldur fræðslufund um Gróður fyrir fólk í landnámi Ingólfs miðvikudaginn 25. febrúar kl. 20.30. Ingvi Þorsteinsson, formaður sam- takanna og Jóna Fanney Friðriks- dóttir, framkvæmdastjóri, kynna samtöldn og starfsemina framundan. Áhersla verður lögð á uppgræðslu í Grafningi og í nágrenni Hveragerðis. ■ AF óviðráðanlegum orsökum fell- ur Opið hús Heimahlynningar Krabbameinsfélagsins niður í kvöld. Fyrirlestur um um- hverfísmál VÉLADEILD Tækniskóla íslands gengst á þessari önn fyrir fyrirlestr- aröð um umhverfismál. Miðvikudag- inn 25. febrúar mun Magnús Steph- ensen, deildarstjóri SOPRU, halda fyrirlestur sem ber heitið „Förgun og endurvinnsla á sopri“. Fyrirlesturinn er opinn öllum áhugamönnum um málefnið en að honum loknum er gert ráð fyrir opn- um umræðum. Fyrirlesturinn vai-ður haldinn í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi, sal D og hefst hann kl. 17. ------♦-♦-♦---- Leiðrétt Robert E. Rowthorn NAFN Roberts E. Rowthoms, hag- fræðiprófessors við Cambridge há- skóla, var rangt ritað í leiðara Morg- unblaðsins síðastliðinn laugardag og í myndartexta á miðopnu á fostudag- inn. Beðist er velvirðingar á þessu. ------♦♦♦------ > •• Olafur Orn á fundi farar- stjoraklúbbs Ferðafélagsins FUNDUR hjá fararstjóraklúbbi Ferðafélagsins verður í kvöld, þriðjudagskvöldið 24. febrúar, þar sem Ólafur Örn Haraldsson, alþing- ismaður og Grænlands- og Suður- skautsfari, miðlar af reynslu sinni um ferðabúnað, annað sem að ferða- mennsku lýtur og tekur þátt í al- mennum umræðum um þau efni. Samkoman er í Mörkinni 6, risi, og hefst kl. 20.30. Fararstjórar Ferða- félagsins og annað áhugafólk um far- arstjóm hjá félaginu er velkomið. ------♦-*-»---- Fyrirlestrar um Tantra-joga JÓGAKENNARINN Dada Rudres- hvar heldur kynningai-fyrirlestra á vegum Ananda Marga um Tantra- jóga, sem er alhliða æfingakerfi, miðvikudaginn 25. febrúar kl. 20. „Lögð verður áhersla á nokkur meginatriði Tantra-viskunnar og áhrif iðkunarinnar til heildræns þroska, sannrar gleði og heilbrigði. Tíunduð verða andleg markmið Tantra-jóga og hugleiðslu til vitund- ai-vakningar fyrir bættu umhverfi og betri heimi,“ segir í fréttatil- kynningu. Kynningin verður í Lögbergi við HÍ, stofu 101, án endurgjalds. ------♦-*-♦---- Námskeið Greiningar- stöðvar endurtekið GREININGAR- og ráðgjafarstöð ríkisins heldur námskeið um óhefð- bundnar tjáskiptaleiðir á Grand- hóteli dagana 26. og 27. febrúar. Þegar er orðið fullt á námskeiðið og vegna mikillar eftirspurnar hef- ur verið ákveðið að endurtaka það 7. og 8. maí. nk. Skráning er þegar hafin í sfma Greiningar- og ráðgjaf- arstöðvar íTkisins. Námskeiðið er ætlað foreldram og fagfólki sem starfa með bömum og ungmennum sem ekki geta nýtt sé talmál tíl tjáskipta. Sérstaklega verð- ur tekið mið af þörfum hreyfihaml- aðra og lögð áhersla á myndræn tjá- skiptakerfi. Einnig verður fjallað um notkun tölvu með hrejfihömluðum og kynntar nýjungar á því sviði, m.a. forritið „Töflusmiðurinn“ sem auð- veldar mjmdræna framsetningu kennslugagna og samskiptaverkeíha. Kostnaður er 12.000 kr. en 6.000 fyr- ir foreldra hreyfihamlaðra bama. Fjölskrúðug helgi í höfuð- borginni UM HELGINA vora 14 ökumenn stöðvaðir vegna gruns um ölvun við akstur. Um miðjan laugardag var lögreglu tilkynnt um árekstur tveggja ökutækja á Hringbraut við Tjarnargötu. Ökumaður og farþegi kvörtuðu undan eymslum í hálsi og ætluðu sjálfir að leita sér aðhlynn- ingar á slysadeild. Ekið á gangandi Laust fyrir klukkan 18 á laugar- dag var lögreglu tilkynnt um árekstur tveggja ökutækja á Vík- urvegi við Vesturlandsveg. Báðir ökumenn kvörtuðu undan eymsl- um í hálsi og fóru á slysadeild en fjarlægja varð bæði ökutækin af vettvangi með kranabifreið. Skömmu eftir klukkan ellefu á laugardag var lögreglu tilkynnt að ekið hefði verið á gangandi vegfar- anda á Hringbraut við Nýja Garð en þar era götuljós. Hinn gang- andi sem var 12 ára piltur hlaut minniháttar meiðsl á fæti. Síðdegis á sunnudag var lögreglu tilkynnt að ökutæki hefði verið ekið útaf Yesturlandsvegi við Tíðaskarð. Ökumaður var aðstoðaður við að koma bifreiðinni aftur á veginn en hvorki urðu slys á fólki né tjón á ökutæki við óhappið. Kl. 19:36 á sunnudag var lög- reglu tilkynnt að ekið hefði verið á gangandi vegfaranda á Hring- braut við Furumel. Hinn gangandi sem er 47 ára karlmaður hafði ver- 20. til 23. febrúar 1998 ið að fara yfir götuna á gangbraut- arljósum. Hann kvartaði undan eymslum á fæti og öxl og var flutt- ur á slysadeild til aðhlynningar. Innbrot og spellvirki Lögreglu var tilkynnt um sjö innbrot um helgina, það fyrsta á sunnudagsmorgun og var lögreglu tilkynnt að brotist hefði verið inn í verslunarhúsnæði í Breiðholti. Brotist var inní verslun og þaðan komust innbrotsþjófarnir inní sameign. Síðan lá leiðin í fleiri fyr- irtæki. Nokkrai’ skemmdir vora unnar en ekki er ljóst hvort ein- hverjum fjánnunum var stolið. Kl. 00:45 á laugardag var lög- reglu tilkynnt um tvo pilta sem vora að reyna að brjótast inn í ökutæki við Hverfisgötu. Er lög- reglan kom á staðinn var búið að stinga á tvö dekk ökutækisins en tjónvaldar vora horfnir á brott. Kl. 2:10 á laugardag var lögreglu til- kynnt um að stungið hefði verið á alla fjóra hjólbarða ökutækis sem stóð í Kirkjustræti. Ekki er vitað hver tjónvaldúr er. Aðfaranótt mánudags voru fjórir aðilar hand- teknir fyrir rúðubrot í Hafnar- stræti. Meintar árásir í miðbæ Lögreglu var tilkynnt um sex líkamsmeiðingar um helgina. Kl. 2:25 á laugardag var lögreglu til- kynnt um að maður hefði verið sleginn í andlit á veitingastað við Laugaveg. Er lögreglan kom á staðinn var hinn slasaði farinn á brott. Kl. 3:15 á laugardag kom á miðborgarstöð lögreglu 35 ára karlmaður sem sagði að ráðist hefði verið á sig skömmu áður við Hafnarstræti. Arásaraðilar hefðu verið 4 til 5 unglingar, piltar og stúlkur. Maðurinn hafði glatað gleraugum sínum í átökunum auk þess sem unglingarnir höfðu tekið af honum fjármuni úr veski. Mann- inum var ekið heim af lögreglu. Laust fyrir klukkan fimm um nóttina kom á miðborgarstöð lög- reglu 25 ára karlmaður sem sagði að á sig hefði verið ráðist skömmu áður á Lækjargötu. Árásaraðilar voru 2 til 3 piltar sem spörkuðu í hann liggjandi svo brotnaði uppúr tönnum og hann hlaut áverka í andliti. Hinn slasaði ætlaði sjálfur á slysadeild. Kl. 5:02 á sunnudag höfðu lög- reglumenn afskipti af fólki á öku- tæki og fundust áhöld til ííkniefna- neyslu og leifar efna. Kl. 18:03 á sunnudag höfðu lögi’eglumenn af- skipti af tveimur mönnum við Hlemmtorg. Fundust á þeim ætluð fíkniefni og voru þeir handteknir. Næturdvöl á heiði Kl. 3:40 var lögreglu tilkynnt að óttast væri um þrjá einstaklinga á tveimur jeppum sem hefðu ekki skilað sér til baka úr ökuferð. Leit lögreglu og 10 björgunarsveita stóð yfir um nóttina og fundust ökutækin árla morguns við Hengladalsá á Hellisheiði. Ferða- fólkið, fjórar manneskjur, hafði fest aðra bifreiðina og ekki náð að losa hana en haldið kyrru fyrir í ökutækjum sínum. Engum virtist hafa orðið meint af þessari nætur- dvöl á heiðinni. Landmælingar með gervitunglum Morgunfundur um greiðslukort Málþing’ um heil- brigðiskerfíð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.