Morgunblaðið - 24.02.1998, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 24.02.1998, Blaðsíða 26
MORGUNBLAÐIÐ 26 ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 1998 LISTIR MICHAELANGELO Merisi da Caravaggio, Hinn vantrúaði Tómas, olía á léreft, 107 x 146 sm, sirka 1595. Myndhúsið Sanssouci. OSCAR Kokoschka, Málverk af Herwarth Walden 1910, olía á léreft 100 x 69,5 sm. Ríkislistasafnið Stuttgart. Grátt og gullið sumar Sjónmenntavettvangur Framboð mikilsháttar stórsýninga í Berlín var yfírgengilegt í janúarmánuði og í seinni grein sinni telur Bragi Asgeirsson fólk kunna vel að meta þá miklu yfírsýn, upplýsingastreymi og hlutlægni sem var aðal þeirra og að það sé í og með lykillinn að gífurlegri aðsókn á þær. HEINRICH Zille, Strandlíf í Berlín, 1912, svartkrít, akvarella og þekjulitir 31 x 49,3 cm. Borgarlistasafnið Berlín. SIGMAR Polke, Málverk, blönduð tækni. Einkaeign. EKKI fer hjá því, að iðulega komi upp í huga minn hve lærdómsríkt og mikilsvert var að ná að skoða sýninguna „Tímabil módernismans á 20 öld“ í byggingu Martins Gropiusar í Berlín, rétt áður en henni lauk í lok júlímánaðar. Þarnæst sýninguna „Þýskalandsmyndir“ (frá 1945), sem fylgdi á eftir og lauk ellefta janúar, sem var jafnframt síðasta fram- kvæmdin í sýningahöllinni fyrir lok- un hennar og gagngerar endurbæt- ur. Báðar falla inn í samræður dags- ins líkt og hnífur í smjör, aukinheld- ur voru þær lausar við þá miðstýr- ingu fólksins með, ofurhæfileikana, sem telur sig öðrum færari að ryðja hinum einu og tandurhreinu núlist- um braut, og fara létt með að úrelda núliðna fortíð og allt annað í samtíð- inni um leið. Báðar blessunarlega lausar við sýningarstjórarembing, listhúsaplott, snobb og yfirlæti sem einkenndi stórframkvæmdir líkt og Dokumenta í Kassel og Tvíæringinn í Feneyjum. Sú staða er komin upp, að margur listamaðurinn hefur minni áhuga á að nálgast gjörning- ana iyrir þá sök að þeir fá æ meiri svip af því sem hlotið hefur heitið Disneyland listarinnar. Auk allra þeirra útjöskuðu fimmaurabrandara frá áttunda áratugnum sem eru fylgifiskur þeirra, og eiga að ögra og laða almenning að líkt og á öll önnur Disneylönd og fjölleikahús heimsins. Virðist eina ráðið sem þetta fólk kann til að fá aðsókn á framkvæmd- ir sínar. í árvissu uppgjöri listrýna tíu heimsblaða í „art Das Kunst- magazin" í Hamborg, eru allar þess- ar sýningar einhvers staðar í fyrsta og öðru sæti um mikilvægustu og verstu framkvæmdir ársins, einkum verður Dokumenta illa úti. Sex segja hana þá verstu, en einn þá bestu fyr- ir nýja landvinninga á sviði mynd- banda og kvikmynda, einnig þá verstu fyrir leiðindi og hrokafulla sýningarstjórn. Tvíæringurinn í Feneyjum fær slaka einkunn svo sjaldan sem hann er nefndur, en eðlilega eru þar einnig gerðar und- antekningar Trúlega réttmæt athugasemd varðandi sýninguna um módernis- mann, að sýningarstjórarnir tveir, Christos M. Joachimides og Norm- an Rosenthal, hafi mikið til dregið fram uppáhaldsverk sín. En hvað gátu þeir annað og hvenær afhjúpa sýningar ekki viðhorf sýningar- stjóra þeirra og/eða sýningar- nefnda? Og svo má einnig spyrja, hvenær er skoðun ábyrgs listrýnis, sem talar síður þvert um hug sér, ekki spegilmynd af viðhorfum hans? Hins vegar fellst ég ekki allskostar á þann framslátt Axels Hechts, aðal- ritstjóra tímaritsins, sem er einnig nafnkenndur listrýnir, að sýningin Þýskalandsmyndir hafi gefið raun- sæja mynd af þróuninni í Austur- og Vestur-Þýskalandi. Saknaði til að mynda nokkurra mjög frambæri- legra myndlistarmanna sem helst veikti framlag austanmanna. í einu tilviki komst yfirlit mál- verka Georges de la Tour í Stóru höllinni í Pan's á blað sem besta sýn- ingin, sem var vel af sér vikið í þess- um hópi. Einn nefndi safn Franks Gehry í Bilbaó, sagði að jafnvel þótt um húsbyggingu væri að ræða og þversagnarkennt þætti, væri hún að sínu mati æsilegust sjónlifun ársins á vettvanginum. Vel að merkja er þetta rökræða, samræða sem er óvæg, skilmerkileg og opinská, stendur enda á traustum og grónum merg. Að skoða þverskurð myndverka frá Evrópu og Norður-Ameríku, sem skara allar greinar módernism- ans, stunda sína samanburðarfræði óáreittur af hvers konar hlutdræg- um áróðri, er nokkuð sem sýningar- gestir kunna vel að meta. Það undir- strikar hin mikla aðsókn á fram- kvæmdir sem hafa svip af heimildar- skýrslum sem gesturinn rýnir í og dregur sínar eigin ályktanir af. Og það er á sýningum sem slíkum að skoðanir taka helst á sig form og fólk lærir að velja og hafna, jarð- tengja viðhorf sín og treysta eigin dómgreind. Náttúrlega kom megin- hluti myndanna kunnuglega fyrir sjónir frá einstaka sýningum, list- tímaritum og bókum, en það var allt annar handleggur að sjá þær augliti til auglitis í þessu samhengi. Módernisminn telst ekki heimslist í bókstaflegri merkingu, heldur sækir safa og rætur í list Evrópu, fylgdi í kjölfar rómantíkurinnar og áhrifa- stefnunnar, og voru viðbrögð við síð- áhrifastefnunni. í upphafi mótaðist hann á tímaskeiði er menn voru gagnteknir af draumkenndum ímyndum um framtíðina og þeim miklu framförum í náttúruvísindum og tækni, sem þeir skynjuðu að væru í nánd. Ennfremur heimspeki, tónlist og bókmenntum, menn gerðu sér einfaldlega grein fyrir að mann- kynið stæði á þröskuldi nýrra og byltingarkenndra tíma. Hér gat að líta mjmdbönd gerð af þekkingu og innlifun, og voru nokk- uð annað en þau skelfilegu leiðindi sem fálm og grunnhyggni viðvaning- ana framber og listheimurinn hefur verið yfirfullur af um árabil. Menn eins og Ameríkumaðurinn Bill Viola hafa þróað áhrifameðöl miðilsins á sama hátt og mikils háttar málarar meðhöndla liti og pentskúf. Sama má segja um ljósmyndina og þar átti landi hans Cindy Sherman nokkrar mjög eftirminnilegar myndir í yfir- stærðum sem rifu í taugakerfið engu síður en verk framsæknustu myndlistai-manna. Staðfestir að ögrunin er hvorki sönn né bein- skeytt ef hún er ekki borin uppi af djúpri lifun, yfírgripsmikilli þekk- ingu, hugsæi og tilfínningu fyrir miðlinum. A efri hæð var yfirlitssýning um málarann Jeanne Mammen (1890- 1976), sem kom mér stórlega á óvart. Fram kom að kvenþjóðin hafði átt hliðstæðu málara á borð við George Grosz, Otto Dix og Rudolf Sclichter og túlkað samtíð sína á við- líka hráan og afhjúpandi hátt, en af öðrum sjónarhóli. Hún var kona sem elskaði konur, einkum konur nætur- innar, hafði ekki upplifað styrjöldina í návígi; morðin, siðleysið og við- bjóðinn, en ferill hennar telst á allan hátt einstakur á þessu tímaskeiði. Mammen var frammúrskarandi teiknari, en myndir hennar skyldari myndskreytingum sem í frekara mæli en þeirra var lifibrauð hennar, teiknaði m.a. í Simplicissimus. Erin einu sinni varð maður vitni að þýí hve gestum líður vel á slíkum sýn- ingum, svona líkt og á dæmafáum tónleikum sem fólk frá öllum heims- hornum sækir af áhuga og ást, síður til að vera með eða af grunnfærðri sýndarmennsku og skyldurækni. Hér ríkti lífsfyllingin og allstaðar var maður að koma að þar sem ein- hverjir voru í djúpum samræðujn um einstök verk eða samanburðaþ- fræði, kryfja og finna kost og löst á verkunum. Og er það ekki draumur allra listamanna að vekja upp slík viðbrögð hjá hinum menntaða skoð- anda og almenningi um leið, án þess að fræðikenningar, fundahöld og hundrað fyrirlestrar á hundrað dög- um þurfi að koma til, eins og á Dokumenta fraukarinnar úr Frans? A gullnum júlídögum var ofarlega á dagskrá að eyða hluta úr degi í höll Friðriks mikla í Sanssouci-garð- inum, en þar hafði málverkasafn hans í Myndhúsinu svonefnda verið opnað. Til þess þurfti ég, sem bjó á hóteli Nova í Lichtenberg, lengst í austurhlutanum, beint gegnt braut- arstöðinni, að fara í lest þvert í gegnum borgina til Potsdam, lengst upp í sveit í vestri. Það var ekkert tiltökumál en tók tímann sinn og þá varð ég áþreifanlega var við hið mikla umfang borgarinnar. Prýði- legt útsýni var út um gluggana til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.