Morgunblaðið - 24.02.1998, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.02.1998, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Umræður um sjávarútvegsmál á Alþingi Alþýðubandalagsmenn mæla fyrir sex þingmálum Þingmenn Alþýðubandalags og óháðra mæltu fyrir fímm frumvörpum til laga og einni þingsályktunartillögu, sem öll tengj- ast sjávarútvegsmálum, á Alþingi í gær, en samtals hafa þeir flutt níu þingmál á þessu þingi sem tengjast þessum málaflokki. KRISTINN H, Gunnarsson, þing- maður Alþýðu- bandalags og óháðra, mælti fyr- ir fjórum frum- vörpum sem lúta að sjávarútvegi á Alþingi í gær. í þeim eru lagðar til breytingar á þrennum lögum; lögum um stjóm fískveiða, lögum um veiðar í fiskveiði- landhelgi Islands og lögum um rann- sóknir í þágu atvinnuveganna. Stein- grímur J. Sigfússon, þingmaður Al- þýðubandalags og óháðra, mælti fyrir frumvarpi til laga um ráðstafanir í sjávarútvegsmálum en í því frum- varpi eru lagðar til breytingar á þrennum lögum; lögum um stjórn fiskveiða, lögum um umgengni um nytjastofna sjávar og lögum um tekjuskatt og eignarskatt. Þá mælti Hjörleifur Guttormsson, þingmaður Alþýðubandalags og óháðra, fyrir þingsályktunartillögu um rannsóknir á áhrifum veiðarfæra á vistkerfi hafs- botnsins. I umræðum á eftir kom fram al- menn ánægja meðal þeirra þing- manna sem til máls tóku, með frum- vörp og tillögu alþýðubandalags- manna og sögðu þeir Lúðvík Berg- vinsson og Gísli S. Einarsson, þing- flokki jafhaðarmanna, að endurskoð- un og umræða um stefnumótun í fisk- veiðistjórnun þyrfti sífellt að fara fram. Þá kom fram í umræðunni vilji nokkurra þingmanna til þess að heimila fijálsar loðnuveiðar út vertíð- ina, til að tryggja það að loðnukvótinn klárist. Stórútgerðarmenn sitji ekki í sfjórn Frumvarpið um breytingu á lögum um rannsóknir í þágu atvinnuveg- anna flytur Kristinn H. Gunnarsson ásamt Hjörleifi Guttormssyni, þing- manni Alþýðubandalags og óháðra. I frumvarpinu er lagt til að yfirstjóm Haffannsóknastofnunar verði færð undir umhverfisráðuneytið og þar með hafrannsóknir, friðun og ákvörð- un um heildaraflamark úr einstökum fiskistofnun. Þannig myndi um- hverfisráðuneytið gera tillögur um almennt skipulag veiðanna, setja al- mennar reglur um notkun veiðarfær- anna og veita ráð- gjöf um friðunar- aðgerðir og notk- un veiðarfæra, að því er fram kom í máli Kristins. Kristinn sagði að með þessu væri lögð ríkari áhersla en verið hefði á umhverfisþátt rannsókna og stjóm á álagi við hagnýtingu auðlinda. „Þetta er ítrekað með því að færa mikilvæg- ar ákvarðanir og tillögugerð úr hönd- um beinna hagsmunaaðila til um- hverfisráðuneytisins," sagði hann. „Það er fullkomlega fráleitt að stórút- gerðarmenn sitji í stjórn Hafrann- sóknastofnunar og ráði þar miklu um tillögur stofnunarinnai- um veiði úr einstökum stofnum. Eitt er víst að ekki hafa þeir sóst eftir því að sitja í stjóm stofnunarinnar til þess að hafa engin áhiif.“ Kristinn sagði ennfremur að ástand einstakra fiskistofna um þess- ar mundir svo sem karfa og grálúðu væru skýr dæmi um hagsmunagæsl- una. „Það vekur því undrun að Haf- rannsóknastofnun skuli gera h'tið úr brottkasti afla og verja aflakvótakerf- ið baki brotnu. I sjávarútvegi em fleiri hagsmunir en hagsmunir stórút- gerðarmanna og LIU og fræði- og vísindastofnun verður að geta skihð sig frá einstokum hagsmunahópum. Æ sér gjöf til gjalda og það skyldi enginn láta sér detta í hug að Krist- ján Ragnarsson og félagar skattleggi sjálfa sig um liðlega einn milljarð króna til þess að gefa Hafrannsókna- stofnun nýtt og fullkomið skip án þess að ætla sér að fá eitthvað í stað- inn. Það sér hver maður að ákvörðun í Hafrannsóknastofnun getur haft áhrif á gengi hlutabréfa í stórum útr gerðarfélögum eins og Granda og því ætti framkvæmdastjóri þess fyrfr- tækis ekki að sitja í stjórn Hafrann- sóknastofnunar eins og nú er,“ sagði Kristinn. „Það er algjört gmndvallar- ! ■$ r'l tí-í-sí.. ' aUt níírViflÚ'ÁVÍ i/ki-: iKidbj 1 ri;,,’y IÍ ALÞINGI atriði að skilja stofnunina frá hags- munaaðilum eins og lagt er til í fmm- varpi mínu og háttvirts þingmanns, Hjörleifs Guttormssonar." Lög um sljóm fiskveiða falii úr gildi Annað frumvarpið sem Kristinn mælti fyrir í gær kveðui- á um að Iög um stjómun fiskveiða falli úr gildi 1. september árið 2002. Meðflutnings- menn era Margrét Frímannsdóttir og Svavar Gestsson, þingmenn Al- þýðubandalags og óháðra. Kristinn sagði að með samþykki frumvarpsins tæki Alþingi af öll tvímæli um forræði sitt til lagasetningar um nýtingu fiskistofna og að óumdeilt verði gildi núgildandi laga um þjóðareign á fiski- stofnunum. Kristinn sagði að stöðugar deilur væm uppi um núgildandi kerfi og að ekki væri sjáanlegt að lát verði á þeim. „Augljóst er að kerfið ver sér- lega vel hagsmuni stórútgerðar, einkum frysti- og vinnsluskipa, en bátaútgerðin og ísfiskskip eiga í vök að verjast. Undanfarin ár hefur hall- að mjög á flesta sjávarútvegsstaði landsins og fylgist sú hnignun og minnkandi hlutur landvinnslunnar að í vinnslu botnfiskafla og vaxandi hlut sjóvinnslunnar. Minnkandi hlut- ur landvinnslunnar er svo í beinu sambandi við undanhald dagróðra og ísfiskveiða.“ Kristinn sagði einnig at- hyglisvert að á þessu árabili hefði berið beitt fádæma niðurskurði í veiðum á þorski og velti það upp spurningunni um samband milli nið- urskurðarins og styrkari stöðu stór- útgerðarinnar. „Hafa margir velt því fyrfr sér hvort ákvörðun um þennan niðurskurð á þorskveiðum hafi gert frystiskipum kleift með hjálp lagaá- kvæða þeim í vil að kaupa til sín afla- heimildir bátaflotans,“ sagði Krist- inn m.a. Kristinn skýrði því næst frá því að í greinargerð með umræddu fram- varpi, sem landsfundur Aíþýðubanda- lagsins hefði lýst stuðningi við, væri gerð grein fyrir meginatriðum stjóm- unar fiskveiða sem leysa eigi núver- andi löggjöf af hólmi. „Ný löggjöf þarf að gera nýjum mönnum kleift að hefja útgerð og nýta legu sjávar- byggða við nálæg fiskimið með öfiug- um strandveiðum. Þá þarf löggjöfín að nýta kosti stórútgerðar og loks að endurspegla áherslu á að mengun hvers konar verði sem minnst við sjó- sóknina. Umgengni um lifríki hafsins miðist við að spilla því ekki og að veið- ar úr fiskistofnunum takmarkist við að ganga ekki á stofnstærð umfram endumýjunargetu og raska ekki jafn- væginu í h'fríkinu." Kristinn sagði að til að ná þessum markmiðum þyrfti að skilja á milli strandveiða og stórútgerða. Strand- veiðar verði samkvæmt opnu kerfi sem byggist að mestu á sóknarstýr- ingu og áætluðum heildarafla en stór- útgerðin verði áfram í aflamarkskerfi með framseljanlegum veiðiheimildum að einhverju leyti. Skattur á söluhagnað Tvö síðustu frumvörpin sem Krist- inn mælti fyrir lúta að breytingum á gildandi löggjöf um stjórn fiskveiða. Þar er m.a. um að ræða tillögur um takmörkun á framsali, upplýsinga- skyldu um verð á keyptum veiðiheim- ildum, bann við veiðum vinnsluskipa og fiystiskipa innan 30 mílna, ívilnun til smábáta á aflamarki minni en 6 tonn og loks er kveðið á um rétt sjó- manna til handfæraveiða enda hafi þefr verið að minnsta kosti 20 ár á sjó. A eftir Ki-istni mælti Steingrímur J. Sigfússon fyrir framvarpi til laga um ráðstafanir í sjávarútvegsmálum. Meðflutningsmenn era Ragnar Am- alds og Hjörleifur Guttormsson, þing- menn Alþýðubandalags og óháðra. Að sögn Steingríms miðar frumvarp- ið m.a. að því að taka á nokkram veigamiklum göllum sem flutnings- menn telja að séu á núverandi stjóm- kerfi fiskveiða, svo og á umgengni um auðlindina og á skattalegri meðferð hagnaðar sem myndast í viðskiptum með veiðiheimildir. í frumvai-pinu er m.a. lagt til að við lög um tekjuskatt og eignarskatt bætist ný grein sem kveði á um að sérstakur 50% skattur skuli lagður á allan söluhagnað í viðskiptum með aflahlutdeild óháð afkomu viðkom- andi fyi-irtækis að öðra leyti. Stein- grímur sagði að það væri skoðun flutningsmanna að það ætti að skatt- leggja söluhagnaðinn ef og þegar hann myndaðist og hjá þeim aðilum sem væra að selja og tækju til sín mikinn hagnað þegar þefr væra að fara út úr greininni. „Það er að mínu mati brýnt að taka á þessum þætti málsins, vegna þess að sá misskiln- ingur veður mjög uppi í umræðunni að hagnaður einstakra aðila sem eru Alþingi ÞINGFUNDUR Alþingis hefst kl. 13.30 í dag. Að lokinni at- kvæðagreiðslu um hvort vísa eigi nokkruni þingmálum til 2. umræðu og nefnda verða eftir- farandi mál tekin fyrir: 1. Hollustuhættir. 2. umr. 2. Dánarvottorð. 1. umr. 3. Áfengis- og vímuvarnaráð. 1 umr. 4. Kosningar til sveitarstjórna. 2. umr. að hætta í útgerð og era keyptir út af öðram, sé rök fyrir því að leggja al- mennan skatt á sjávarútveginn, veiði- leyfagjöld eða eitthvað slíkt.“ Stein- grímur sagði að þvert á móti væri eðlilegast að reyna að skattleggja hagnaðinn þar sem hann myndaðist, en ekki refsa öðram með íþyngjandi skattaákvæðum fyiTr hagnað þeirra sem þegar væra hættfr starfsemi í sjávarútvegi. í lok framsögu sinnar sagði Stein- grímur að löggjöfin og framkvæmd sjávarútvegsmála þyrfti að vera sveigjanleg. í þessu sambandi benti hann á að nú væri nokkuð ljóst að loðnukvótinn myndi að óbreyttu ástandi ekki klárast þá fáu daga sem við því væri að búast að loðnan væri veiðanleg, að minnsta kosti til fiyst- ingar. Sagði hann að við þessar að- stæður ætti að gefa loðnuveiðar fijálsar og hvetja þannig til þess að sá kvóti sem eftir væri yrði nýttur. Þannig yi-ðu þjóðarhagsmunir teknfr fram yfir hagsmuni kvótakei’fisins. „Það er ekki nokkur vafi á því að við þessar aðstæður er þjóðhagslega hagkvæmt að gefa veiðamar frjálsar og tiyggja að afkastageta flotans, verksmiðjanna og frystihúsanna um allt land nýtist eins og nokkur kostur er þá daga sem eftir era af vertíðinni. Að þessari vertíð lokinni er að sjálf- sögðu ekkert því til fyrirstöðu að kvótinn verði tekinn upp á nýjan leik,“ sagði Steingiimur. Rannsókn á áhrifum veiðarfæra á hafsbotninn Á eftir Steingn'mi mælti Hjörleifui’ Guttormsson fyrir tillögu til þings- ályktunar um rannsóknfr á álirifum veiðarfæra á vistkerfi hafsbotnsins. Meginefni tillögunnar er að Alþingi álykti að skora á ríkisstjórnina að gera Hafrannsóknastofnuninni kleift að gera átak í rannsóknum á áhrifum veiða og veiðaifæra á vistkerfi hafs- botnsins á íslandsmiðum. Til verk- efnisins verði veitt afmörkuð fjárveitr ing næstu þrjú ár með hliðsjón af áætlun frá stofnuninni. I máli Hjörleifs kom m.a. fram að líkur bendi til þess að botnvörpuveið- ar hafi ff á því þær hófust í byrjun 20. aldar gjörbreytt yffrborði hafsbotns- ins víða á Islandsmiðum, sem og ann- ars staðar þai- sem þær væra stund- aðar. Sagði hann að þær verkuðu ekki ósvipað og plógar og herfi á landi, þ.e. þær brjóti m.a. niður ójöfnur og slétti botninn. „Sem næst sléttur botn er forsenda þess að stunda togveiðai’ áfallalaust og því hafa þessar breyt> ingar verið taldar jákvæðar með tilliti til togveiða. Margir sjómenn hafa þó haft áhyggjur af áhrifum þessarar röskunar á lífsskilyrði á sjávarbotni, bæði staðbundnum og einnig hugsan- legum áhrifum á klak fiskistofna," sagði hann. I umræðum á eftir kvaðst Gísh S. Eir.drsson, þingflokki jafnaðarmanna, taka undir efni margra þeirra fram- varpa og tillagna sem þaraa væra til umræðu. Til dæmis tók hann undir það ákvæði að maður sem héfði verið sjómaður á íslensku fiskiskipi í 20 ár samtals ætti rétt á að stunda veiðar með handfæram eingöngu og að hon- um skyldi veitt veiðileyfi á bát minni en 6 brl. Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, taldi að í frum- vörpunum og tillögunni væru ýmis athyglisverð mál og ábendingar sem fyllsta ástæða væri til að taka af mikilli alvöru. Einar tók til dæmis vel í tillögu Steingríms J. um skatt- lagningu söluhagnaðar og sagði að sú leið væri á margan hátt eðlileg nálgun. „Það er augljós mótsögn í því fólgin að ætla sér að leggja auð- lindagjald á þá sem eftir starfa í at- vinnugreininni, vegna þess að menn eru óánægðir með það að menn geti farið út úr greininni,“ sagði hann. „Maður sem er að sigla út úr grein- inni með peningana, hann þarf ekki að hafa áhyggur af þvi hvort lagt sé á auðlindagjald," sagði hann enn- fremur. í lokin tók Einar undir þá skoðun Steingríms J. að heimila frjálsar veið- ar á loðnunni þá daga sem eftir væra af loðnuvertíðinni, því sú staða gæti hæglega komið upp að ekki næðist að veiða útgefnai- aflaheimildfr í loðnu. Þai' með væri verið að skilja eftir í sjónum verðmæti sem yrðu engum til gagns. Lúðvík Bergvinsson, þingmað- ur þingflokks jafnaðarmanna, tók einnig undfr þessa skoðun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.