Morgunblaðið - 24.02.1998, Side 7

Morgunblaðið - 24.02.1998, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 1998 7 FRÉTTIR Engir samning- ar við Rolling Stones RAGNHEIÐUR Hansen, sem um árabil hefur unnið að því að fá erlenda tónlistar- menn hingað til lands, segir kolrangt að hljómsveitin Roll- ing Stones sé væntanleg hing- að í sumar. Frétt þess efnis birtist í kvöldfréttatíma Ríkis- sjónvarpsins á sunnudaginn. „Það er rétt að ég hef staðið í viðræðum við hljómsveitina í mjög langan tíma,“ segir hún. „En það er ekkert að frétta af þeim viðræðum og ég hef ekki hugmynd um hvernig þessar sögusagnir komust á kreik.“ Rætt við Listahátíð Ragnheiður staðfestir þó að hún hafi rætt við starfsmenn Listahátíðar, um þátttöku ef til þessa kæmi og fengið já- kvæð viðbrögð frá þeim. Þórunn Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Listahá- tíðar, sagðist í gær vita til þess að verið væri að athuga þetta mál en hún gæti ekkert sagt frekar á þessu stigi máls- ins. Opna Kaupmannahafn- arkeppnin í dansi Koma heim með silfur og brons Kauprnannahöfn. Morgunblaðið. ÍSLENSKU keppendurnir unnu til fernra verðlauna í Opnu Kaupmannahafnar- keppninni í dansi sem fram fór um helgina. Hrafn Hjartarson og Helga Björnsdóttir unnu til silfur- verðlauna í suður-amerískum dönsum í flokki barna 2 á sunnudag. Jónatan Örlygsson og Hólmfríður Björnsdóttir í flokki bama 1 unnu til brons- verðlauna í suður-amerískum dönsum á laugardag og til fjórðu verðlauna í stand- arddönsum á föstudag. Þá unnu Davíð Gill Jónsson og Halldóra Sif Halldórsdóttir til 5. verðlauna í suður-amer- ískum dönsum í flokki ung- linga 1 á sunnudag. Dalvík Tvö innbrot BROTIST var inn á tvo staði á Dalvík aðfaranótt laugar- dags, annars vegar var farið inn í íþróttahúsið í bænum og hins vegar í sportvöruverslun. Samkvæmt upplýsingum lögreglu á Dalvík var litlu stolið í þessum innbrotum, en þó nokkrar skemmdir unnar á báðum stöðum. Málið er ekki upplýst en lögreglan á Dalvík vinnur að rannsókninni. F j ölmiðlakönnun I M G A L L U P j a n ú a r 19 9 8 AUGLJÓST ■■ : |iffss Wrn # e 1 £ Hlustendur 16 - 38 ira * hötuðborgarsvaðlnu 09 ReyKJancsl : : ■ : ; 1 1 — mmmsmmi mxssíís&m &§ 4. i i - Fínn Miðill fsl. Ríkls- útvarpsfélagið útvarplð Matt- hildur Staðreyndirnar tala sínu máli! Það er sama hvernig þú lítur á málið; Fínn Miðill er sá útvarpsmiðill sem nær tíl flestra hlustenda, 16-35 ira, á suðvesturhorni landsins. Vinsældir allra fimm stöðva Ffns Miðils koma bcrlega í Ijós þegar niðurstöður nýlegrar skoðanakannanar eru skoðaðar. Með því að auglýsa í samtengdum auglýsingatfmum Fíns Miðils, nærðu athygii eins sterkasta neytenda- hópsins, þ.e.a.s. yngra fólks á höfuðborgarsvæðinu. Leitið uppiýsinga hjá auglýsingadeild Fíns Miðils í síma 511 6565 og gerið verðsamanburð. Útvarpshlustun á virkum dögum Höfuðborgarsvæðiö - Reyh/anos Spurt var: Á hvaöa útvarpsstöö hlustar þú mest? 16-55 ára 111 Fínn ísl. Rikis- Matt- Miðiil útvarps- útvarplð Htidur féiagið Auglýsíngasímí S11 AÐALSTÖÐIN X _fj\- LlLlLI 'n'l"éJfíit94.3 FÍNN MIÐILL • Auglýsingadcild • Aðaistrarti 6 • 101 Rcykjavík • $ími 51 1 6565 * Fax 5 1 1 6501 • www.fm.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.