Morgunblaðið - 24.02.1998, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 24.02.1998, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ HESTAR ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 1998 35 AÐSENDAR GREINAR ' Landsmót ‘98 Reiknað með á þriðju milljón í þátttökugjöld SKRÁNINGAGJÖLD á kynbóta- hrossum voru nýverið ákveðin á fundi framkvæmdastjómar lands- mótsins, en þetta mun í fyrsta skipti sem greiða þarf slík gjöld fyrir kyn- bótahross á landsmótum. Þá verður einnig að greiða skráningagjöld fyr- ir þátttakendur í gæðingakeppni, töltkeppni og kappreiðum eins og verið hefur. Fyrir þátttöku í ræktunarbússýn- ingu þarf að greiða 35.000 krónur en sýningar þeirra fara fram á föstudögum og laugardögum og verður dregið um á hvomm degi hópamir fá að koma fram. Skilyrði fyrir þátttöku eru þau að hrossin sem fram koma séu fædd hjá sama aðila, fæst skulu hrossin vera 5 en flest 6. Leyfilegt er að skrá 2 vara- hesta. Verði mikil þátttaka áskilur mótsstjórn sér rétt til forskoða hópana og velja úr þeim. Þess er getið að ekki er um keppni að ræða heldur aðeins sýningu. Hvert ræktunarbú fær eina siðu í mótsskrá þar sem ræktandinn get- ur kynnt ræktun sína og þá starf- semi sem fram fer á viðkomandi búi í stuttu máli og birt merki ræktun- arinnar. Þá er ræktanda boðið að skila inn segulbandsspólu með tali og tónum sem leikinn verður meðan á sýningu stendur. Ennfremur verður ræktendum gefinn kostur á að kynna ræktun sína í sýningarbás eða -tjaldi með dreifingu mynda eða bæklinga. 35 þúsund á heiðurs- verðlaunahestana Fyrir stóðhesta til heiðursverð- launa þarf að greiða 35.000 krónur en til fyrstu verðlauna 25.000 krón- ur. Fyrir stóðhesta sex vetra og eldri kostar 15.000 krónur en 10.000 krónur fyrir yngri stóðhestana. Fyrir hryssur sýndar til heið- ursverðlauna þarf að greiða 15.000 krónur en 5.000 krónur fyrir ein- staklingshryssur. 85 stiga lágmark í töltkeppnina Fyrir gæðinga í A- og B-flokki skal greiða 2.000 krónur en 1.000 krónur fyrir böm, unglinga og ung- menni. I töltkeppnina þarf parið (maður og hestur saman) að hafa náð 85 stigum á þessu eða síðasta ári og greiða 3.000 krónur. Hvað varðar ski-áningu í tölt- og gæðinga- keppni er tekið fram að viðkomandi hestamannafélag sé ábyrgt íyrir greiðslu skráningagjalda sem greið- ast um leið og skráning fer fram. Fyrir þátttöku í kappreiðum skal greiða krónur 2.000 krónur en þess ber að geta að vegleg peningaverð- laun verða greidd íyrir þrjú fljót- ustu hrossin í hverri grein. Hæstu verðlaunin eru greidd fyr- ir 250 metra skeið eða 80 þúsund fyrir fyrsta sæti, 40 þúsund fyrir annað sæti og 20 þúsund fyrir þriðja sæti. í 150 metra skeiði verða greiddar 60 þúsund krónur fyrir fyrsta sæti, 30 þúsund fyrir annað sæti og 15 þúsund fyrir þriðja sæti. Fyrir fyrsta sæti í 300 metra stökki greiðast 40 þúsund krónur, fyrir annað sæti 20 þúsund og 10 þúsund fyrir þriðja sæti. Lágmarkstímar eru settir til verðlauna, í 250 metra skeiði 24,5 sek., í 150 metra skeiði 16,5 sek. og 23,5 sek í stökkinu. í áætlun sem framkvæmdastjórn mótsins hefur gert er reiknað með að heildartekjur vegna þátttöku- gjalda verði 2.675.000 krónur. Fyrir kynbótahross er gert ráð fyrir 1.170.000 krónum og 700.000 krón- um fyrir ræktunarbússýningar. Gæðingakeppnin á að skila 550.000 krónum, töltkeppnin 135.000 krón- um og kappreiðar 120.000 krónum, en greiddar verða, ef lágmarkstím- ar nást, 315.000 krónur í verðlaun í kappreiðum. Áfengi bannað á sýningnm og keppni Að endingu er þess sérstaklega getið í plaggi frá fi’amkvæmda- stjóminni að neysla áfengis meðan á keppni og eða sýningum stendur sé bönnuð. Leiki minnsti grunur á slíku verði viðkomandi vísað um- svifalaust frá keppni. Hér er að sjálfsögðu átt við knapa á sýningar- eða keppnishrossum. Valdimar Kristinsson Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Æskulýðsdagur hesta- mannafélaganna VEL VAR mætt á æskulýðsdag hestamannafélaga á höfuðborg- arsvæðinu sem haldinn var að venju í reiðhöll Gusts í Glaðheim- um á sunnudag. Fella varð niður mörg fyrirhugaðra skemmtiat- riða vegna veikinnar sem virðist ganga um þessar mundir. Voru það því eingöngu hestar af Glað- heimasvæðinu sem komu fram að þessu sinni. Þrátt fyrir þetta tókst ágætlega til og skemmtu hinir ungu gestir sér konunglega. I lokin var boðið upp á tertu sem var í formi stærstu skeifu lands- ins og unga fólkinu boðið á hest- bak þar sem teymt var undir í reiðskemmunni. Vöktu reiðskjót- arnir mikla athygli og mynduðust langar biðraðir. Ber að sameina sveitarfé- lög á höfuðborgarsvæðinu? UNDANFARIN ár hafa augu manna beinst að því að sveit- arfélögin í landinu séu of smá og að þau þurfi að sameinast og stækka til að valda betur hlutverki sínu í stjórnskipan okkar. Mörg sveitarfélög hafa ruglað saman reytunum upp á síðkastið og fleiri sam- einingar virðast í fyr- irsjánlegar. Samein- ingaralda þessi hefur ekki náð ennþá til sveitarfélaga höfuð- borgarsvæðisins. Þó fóru fram almennar kosningar um sameiningu nokkurra þeirra árið 1993, en hugmyndirnar hlutu ekki náð fyrir augum íbúanna þá. Þar til á allra síðustu vikum hefur lítið far- ið fyrir umræðu um þörf á samruna sveitarfélaganna á höfuðborgar- svæðinu, ef frá er talin sameining Reykjavíkur og Kjalarness. Akvörðun íbúa Kjalarneshrepps verður að teljast skynsamleg. Hreppurinn er það fámennur að nær útilokað verður að keppa við þjónustustig t.a.m. Mosfellsbæjar og Reykjavíkur. Hins vegar er Kjalameshreppur ríkur af hentugu byggingarlandi sem Reykjavík er í mikilli þörf fyrir. Sammni þessara tveggja gjörólíku sveitarfélaga verður að teljast merk tíðindi, því að bein landfræðileg tenging er ekki til staðar. Huga þarf að svæðinu í heild Sveitarstjórnarmenn í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæð- inu hljóta nú að huga að stöðu svæðisins í heild. Byggðin frá Kjal- amesi í norðri til Hafnarfjarðar í suðri er að ná saman. Landfræðileg skil eru óljós. Hverjir aðrii- en kunnugir átta sig t.d. á því að þegar Reykjanesbrautin er ekin frá Kaplakrika í Hafnarfirði, er farið um tvö bæjarfélög, Garðabæ og Kópavog á örfárra kílómetra kafla, áður en komið er til Reykjavíkur? Bæirnir em samvaxnir og mynda í raun eina borg. Höfuðborgarsvæðið er orðið eitt atvinnusvæði, sam- göngur hamla ekki íbúum í Grafar- vogi að sækja vinnu til Hafnarfjarð- ar frekar en öðrum í Breiðholtinu sem aka til sinnar vinnu í Kvosinni. Nokkur samvinna á sér nú stað á milli sveitarfélaganna á Stór- Reykjavíkusvæðinu. Hún hefur að mati þess sem þetta ritar verið of lítil. Með aukinni samvinnu og sam- þættingu verkefna má spara um- talsverðar fjárhæðir og eins í mörgum tilfellum að bæta þjónustuna við íbúana. Hér nefni ég aðeins eitt dæmi. Hvaða skynsemi er fólgin í því að halda úti tvöföldu strætisvagna- leiðakerfi SVR og Al- menningsvagna á höf- uðbrgarsvæðinu sem myndar eina heild. Svæðisskipulag vantar Þegar kemur að skipulagsmálum vantar oft samvinnu þeirra sem sjá um þau mál. Hver bæjarstjóm vinnur að sínu aðalskipulagi. Þar er hugað m.a. að íbúðahverfum, útivistarsvæðum og tengibrautum. Allir reyna þó að forðast stofnæðarnar ógurlegu sem tengja byggðirnar saman og eru nauðsynlegar, eigi samgöngur að ganga greiðlega fyrir sig. Eitt sinn var starfrækt Skipulagsskrifstofa höfuðborgarsvæðisins, en henni var ætlað að samræma og huga að heildarþörfum Stór-Reykjavíkur- svæðisins. Endanleg tillaga hennar Aðalatriði er, segir Einar Sveinbjörnsson, að sameining leiði til hagræðingar í rekstri. um svæðisskipulag fyrir höfuðborg- arsvæðið hlaut ekki náð fyrir aug- um þeirra sveitarstjórna'sem hlut áttu að máli og í kjölfarið var skipu- lagsskrifstofan lögð niður. Skipu- lagsóreiðan veldur því sífelldri tog- streitu milli einstakra sveitarfé- laga. Nefna má ólík sjónarmið Garðabæjar og Kópavogs um flokk- un vatnsverndarsvæða ofan byggð- arinnar og nýlegar deilur um teng- inu Fífuhvamms í Kópavogi við Jaðarsel í Breiðholti. Nú hefur verið ákveðið að endur- vekja samráð um svæðisskipulag fyrir höfuðborgarsvæðið. Skipuð hefur verið nefnd með fulltrúum allra sveitarfélaganna og er henni ætlað að skila af sér nánast fullbú: inni tillögu að svæðisskipulagi. I bæjarstjórn Garðabæjar gagnrýndi ég á dögunum að í vinnuhóp þenn- an, sem ætlað er að marka stefnuna um landnotkun næstu áratugina, hafi eingöngu verið kosnir embætt- is- og tæknimenn sveitarfélaganna. Ekki vil ég gera lítið úr getu tækni- mannanna til að fást við þessi mál, en stefnumörkun sem þessi er klár- lega á sviði kjörinna stjórnmála- manna. Pólitískar illdeilur og hjaðningavíg meirihluta og minni- hluta í Hafnarfirði og Reykjavík urðu m.a. til þess að líklegra þótti til árangurs að halda stjórnmála- mönnunum utan skipulagsvinnunn- ar a.m.k. fyrsta kastið. Bætt þjónusta og rekstrarhagræðing Væru hins vegar öll sveitarfélög- in á höfuðborgarsvæðinu sameinuð í eitt, yrði vitanlega slíkt samráð í skipulagsmálum óþarft. Ekki ætla' ég að leggja mat á það hér og nú hvort æskilegast væri að stíga skrefið til fulls í sameiningu sveit- arfélaganna á höfuðborgarsvæðinu í eina Stór-Reykjavík með ríflega 160.000 íbúa. Magnús Gunnarsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks í Hafnarfirði, hefur vakið máls á samruna Hafnarfjarðar, Garðabæj- ar og Bessastaðahrepps. Djarft fnimkvæði Magnúsar hefur vakið athygli, en skoðun mín er sú að sameining þessara þriggja sveitar- félaga auk Kópavogs komi einnig fyllilega til greina. Aðalatriðið er að sameining leiði til hagræðingar í rekstri, svo veita megi betri þjón- ustu án þess að hækka þurfi skatta og álögur. En ekki er allt gull sem glóir, í annarri grein minni verða vegnir og metnir kostir og gallar frekari sam- einingar sveitarfélaganna á höfuð- borgarsvæðinu. Höíundur er veðurfræðingur. Föndur FaKafeni 14 Sími 5812121 Trévörur í rrriklu úrvali Einar Sveinbjörnsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.