Morgunblaðið - 24.02.1998, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 24.02.1998, Blaðsíða 52
52 ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM BÍÓIN í BORGINNI Sæbjörn Valdimarsson / Arnaldur Indriðason / Hildur Loftsdóttir BÍÓBORGIN Seven Years in Tibet ★★ Áhrifamikil og einstaklega falleg mynd um sjálfselskan og kald- lyndan nasista sem verður betri maður af veru sinni í Tíbet. Fiubber ★★ Dáðlítil, einsbrandara gaman- mynd um viðutan prófessor og tölvufígúrur. Robin Williams hefur úr litlu að moða. Ágæt skemmtun fyrir smáfólkið. George of the Jungle ★★‘A Bráðskemmtileg frumskógar- della um Gogga apabróður og ævintýri hans. The Devil’s Advocate ★★★ Pacino sem djöfull í lögfræðings- mynd (!) og stórkostlegt útlit gera myndina að fínni skemmt- un. SAMBÍÓIN, ÁLFABAKKA Seven Years in Tibet ★★ Áhrifamikil og einstaklega falleg mynd um sjálfselskan og kald- lyndan nasista sem verður betri maður af veru sinni í Tibet. Flubber ★★ Dáðlítil, einsbrandara gaman- mynd um viðutan prófessor og tölvufígúrur. Robin Williams hefur úr litlu að moða. Ágæt skemmtun fyi-ir smáfólkið. Titanic ★★★'/2 Mynd sem á eftir að verða sígiid sökum mikilfengleika, vandaðra vinnubragða í stóru sem smáu og virðingar fyrir umfjöllunar- efninu. Falieg ástarsaga og ótrú- lega vel unnin endurgerð mynd- ar um eitt hrikalegasta sjóslys veraldarsögunnar. Ég veit hvað þú gerðir í fyrrasumar ★★ Laglega gerð B-mynd í ung- lingahrollsstíl. Heldur upp nokk- urri dulúð áður en hún dettur of- an í gamalkunnan lummufarveg. Stendur engan veginn upp úr meðalmennskunni. Á báðum áttum ★★★ Ameríska púrítanastoltið og kvikmyndaklisjurnar eru dug- lega rassskellt í skemmtilegri gamanmynd um manninn í skápnum. Devii's Advocate ★★'/á Djöfsi er sprelllifandi og rekur lögfræðiskrifstofu í New York. Leggur snörur fyrir breyskar sálir. Allt er líkt og vant er. Vel leikin, faglega gerð í flesta staði, framvindan brokkgeng, skemmtigildið mikið. Aleinn heima ★★■/2 Það má hlæja að sömu vitleys- unni endalaust LA Confidentíal ★★★'/2 Frambærilegri sakamálamynd en maður á að venjast frá Hollywood þessa dagana. Smart útlit, laglegur leikur og ívið flóknari söguþráður en gerist og gengur. HÁSKÓLABÍÓ Safnarinn ★★★ Mjög spennandi fjöldamorð- ingjatryllir með hinum einstaka Morgan Freeman í hlutverki lögreglumanns. That Old Feeling ★V2 Byrjar vel en koðnar fljótlega niður og verður hvorki fugl né fiskur. Sjakalinn ★★ Langdregin spennumynd, laus- lega byggð á verki Forsyths og hinni klassísku mynd Zinnem- ans. Stenst ekki samanburð en dólar í meðallaginu. Taxi ★★‘/2 Carlos Saura fjailar á áhrifarík- an hátt um nýfasisma á Spáni og kemur boðskapnum til skila. Titanic ★ ★ ★ '/2 Mynd sem á eftir að verða sígild sökum mikilfengleika, vandaðra vinnubragða í stóru sem smáu og virðingar fyrir umfjöllunar- efninu. Falleg ástarsaga og ótrú- lega vel unnin endurgerð mynd- ar um eitt hrikalegasta sjóslys veraldarsögunnar. Stikkfrí ★★'/2 Islensk gaman- og spennumynd þar sem þrjár bamungar leikkonur bera með sóma hita og þunga dagsins og reyna að koma skikki á misgjörðir foreldranna. Barbara ★★★ Viðbótarfjöður í hatt framleið- andans Pers Holst og leikstjór- ans Nils Malmros. Barbara er fallega tekið og vel leikið drama um miklar ástríður í Færeyjum. KRINGLUBÍÓ Flubber ★★ Dáðlítil, einsbrandara gaman- mynd um viðutan prófessor og tölvufígúrur. Robin Williams hefur úr litlu að moða. Ágæt skemmtun fyrir smáfólkið. Á báðum áttum ★★★ Ameríska púrítanastoltið og kvikmyndaklisjurnar eru dug- lega rassskellt í skemmtilegri gamanmynd um manninn í skápnum. Herkúles ★★★ Sögumenn og teiknarar Disney- verksmiðjunnar i fínu formi en tónlistin ekki eins grípandi og oftast á undanfornum árum og óvenjulegur doði yfir íslensku talsetningunni. Tomorrow Never Dies ★★★ Bond-myndirnar eru eiginlega hafnar yfir gagnrýni. Farið bara og skemmtið ykkur. LAUGARÁSBÍÓ Það gerist ekki betra ★★★'/2 Jack Nicholson í sallafínu formi sem mannhatari, rithöfundur og geðsjúklingur sem tekur ekki inn töflurnar sínar - fyrr en gengilbeinan Helen Hunt, homminn Greg Kinnear og tíkin Snotra vekja í honum ærlegar tilfinningar. Rómantískar gam- anmyndir gerast ekki betri. Vítamínsprauta fyrir geðheils- una. Copland ★★ Kvikmyndastjörnur af ýmsum stærðargráðum leika spilltar löggur í kvikmynd sem bryddar ekld á neinu nýju. Alien Resurrection ★★★ Lítt dofnar yfir Alien-bálkinum með þessu klónævintýri. Weaver frenjulegri en nokkru sinni. Lína langsokkur ★★V2 Teiknimynd um Línu langsokk, ætluð yngstu kynslóðinni. REGNBOGINN Leitin að Amy ★★★ Ovanalega vel gerð mynd um ástir unga fólksins. Fyndin, skemmtileg og vitsmunaleg. Frábær leikur í ofanálag. Copland ★★ Kvikmyndastjörnur af ýmsum stærðargráðum leika spilltar löggur í kvikmynd sem bryddar ekki á neinu nýju. A Life Less Ordinary ★★★ Skotarnir búa til bráðfjmdna ameríska mynd um dreng og stúiku sem eru leidd saman af æðri máttarvöldum. Spice World ★★ Kryddpíurnar hoppa um og syngja og hitta geimverúr eins og Stuðmenn forðum daga. Allt í lagi skemmtun fyrir fólk sem þolir dægurflugur stúlknanna. Með fullri reisn ★★★ Einkar skemmtileg og fyndin bresk verkalýðssaga um menn sem bjarga sér í atvinnuleysi. STJÖRNUBÍÓ Það gerist ekki betra ★★★1/2 Jack Nicholson í sallafínu formi sem mannhatari, rithöfundur og geðsjúklingur sem tekur ekki inn töflurnar sínar - fyrr en gengilbeinan Helen Hunt, homminn Greg Kinnear og tíkin Snotra vekja í honum ærlegar tilfinningar. Rómantískar gam- anmyndir gerast ekki betri. Vítamínsprauta fyrir geðheils- una. Ég veit hvað þú gerðir i fyrra- sumar ★★ Unglingahrollvekja sem nær ekki að skera sig úr urmul slíkra. I meðallagi. Stikkfrf ★★/2 Islensk gaman- og spennumynd þar sem þrjár barnungar leikkonur bera með sóma hita og þunga dagsins og reyna að Úr myndaalbúmí Ijósmyndara Lífsmunstrið sjáist í andlitunum AÐ ÞESSU sinni er gluggað í myndaalbúmið hjá Þór Gíslasyni ljdsmyndara og velur hann mynd- ir sem eru „dálitlu“ uppáhaldi. Hann er um þessar mundir að opna ljdsmyndastofu á Akureyri eftir að hafa staðið í slíkum rekstri á Húsavík undanfarin tvö ár. Þdr segir sérkenni ljdsmyndara fyrst og fremst felast í menntun. „Að vera fagmaður þýðir að mað- ur getur tekið að sér hvaða verk- efni sem er innan Ijdsmyndunar- geirans og nýtt sér þekkingu á efnum og tækjum til þess að leysa úr fldknum verkefnum. Ef maður rekur ljósmyndastofu er það svona álíka og að eiga bifreiða- verkstæði í stað bflskúrs.“ Að sögn Þdrs hefur ljdsmyndari skyldum að gegna gagnvart sam- félaginu í formi skrásetningar og varðveislu á myndum og er þetta eitt af lians mikilvægustu hlut- verkum eins og ómetanleg myndasöfn manna á borð við Sigfús Eymundsson sýni. „Eg vona að ég beri gæfu til þess að mitt safn, þdtt ég verði kannski ekki mjög þekktur ljds- myndari, verði að minnsta kosti sögulega verðmætt," segir Þdr. „Til þess þarf það að vera vel skráð og vel varðveitt. Þegar myndavélar eru orðnar eins út- breiddar og raun ber vitni er hætt við að varðveislan verði út undan og fdlk hætti að fara til ljdsmynd- ara. Það áttar sig ekki á því að mynd sem þykir lítt merkileg í dag getur orðið dýrmæt eftir hálfa öld.“ Þdr segist leita eftir litbrigðum í mannlíil og sterkum afmörkuð- um formum. „Ég reyni oft að draga eitthvað fram í fólki sem ekki sést dags daglega. Stundum segir fdlk um myndir sem ég geri að þær séu ekki mjög líkar mann- eskjunni sjálfri. Þá er ég ánægður því ég hef náð að draga nýja hlið á fdlki fram í dagsljdsið." Aðspurður segist hann ekki endilega leggja áherslu á að fegra fdlk. „Alls ekki,“ bætir hann við. „Ég gef mjög mikið fyrir hráan veruleika - og kannski ýktan eins og örið á Hildu [á meðfylgjandi myndj sem er undirstrikað með lýsingu. Ég vil gjarnan fá til mín fólk sem er munstrað í andlitinu af lífinu." Undanfarin tvö ár hefur Þór mestmegnis fengist við portrett- ljdsmyndun en hann segist stefna á auglýsinga- og iðnaðarljds- myndun og einnig langar hann að fást við náttúruna og umhverfið. ► „ÞESSI sjálfsmynd er tekin fyr- ir jdlakortin sem við sendum í fyrra. Þetta er fyrsta formlega fjölskyldumyndin. Hún fæddist sem hugmynd inni á baðherbergi, var yfirfærð yfir á stúdíd og heppnaðist vonum framar. Allir eru eðlilegir og líkir sjálfum sér á myndinni. Viðbrögðin sem ég hef fengið við myndinnni hafa verið mjög sterk; sumum hefur jafnvel fundist hún jaðra við velsæmis- mörk. Þetta er í fyrsta skipti sem ég hef fengið viðbrögð hjá dkunn- ugu fdlki úti í bæ við jólakortum sem ég sendi vinum og fjölskyldu." ► „ANNA Árnaddttir skipar öndvegissess í mínum huga og margra annarra. Hún var ein- stök bæði í háttum og útliti. Myndin lýsir svo vel þessari konu og aðstæðum hennar. Það eina sem vantar er röddin á segulbandi svo fdlk fái heild- armynd af henni. Þetta var sú mynd í röð mynda sem ég hélt að kæmi síst út þegar ég smellti af en er orðin í dag mín uppáhalds mynd.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.