Morgunblaðið - 24.02.1998, Page 52

Morgunblaðið - 24.02.1998, Page 52
52 ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM BÍÓIN í BORGINNI Sæbjörn Valdimarsson / Arnaldur Indriðason / Hildur Loftsdóttir BÍÓBORGIN Seven Years in Tibet ★★ Áhrifamikil og einstaklega falleg mynd um sjálfselskan og kald- lyndan nasista sem verður betri maður af veru sinni í Tíbet. Fiubber ★★ Dáðlítil, einsbrandara gaman- mynd um viðutan prófessor og tölvufígúrur. Robin Williams hefur úr litlu að moða. Ágæt skemmtun fyrir smáfólkið. George of the Jungle ★★‘A Bráðskemmtileg frumskógar- della um Gogga apabróður og ævintýri hans. The Devil’s Advocate ★★★ Pacino sem djöfull í lögfræðings- mynd (!) og stórkostlegt útlit gera myndina að fínni skemmt- un. SAMBÍÓIN, ÁLFABAKKA Seven Years in Tibet ★★ Áhrifamikil og einstaklega falleg mynd um sjálfselskan og kald- lyndan nasista sem verður betri maður af veru sinni í Tibet. Flubber ★★ Dáðlítil, einsbrandara gaman- mynd um viðutan prófessor og tölvufígúrur. Robin Williams hefur úr litlu að moða. Ágæt skemmtun fyi-ir smáfólkið. Titanic ★★★'/2 Mynd sem á eftir að verða sígiid sökum mikilfengleika, vandaðra vinnubragða í stóru sem smáu og virðingar fyrir umfjöllunar- efninu. Falieg ástarsaga og ótrú- lega vel unnin endurgerð mynd- ar um eitt hrikalegasta sjóslys veraldarsögunnar. Ég veit hvað þú gerðir í fyrrasumar ★★ Laglega gerð B-mynd í ung- lingahrollsstíl. Heldur upp nokk- urri dulúð áður en hún dettur of- an í gamalkunnan lummufarveg. Stendur engan veginn upp úr meðalmennskunni. Á báðum áttum ★★★ Ameríska púrítanastoltið og kvikmyndaklisjurnar eru dug- lega rassskellt í skemmtilegri gamanmynd um manninn í skápnum. Devii's Advocate ★★'/á Djöfsi er sprelllifandi og rekur lögfræðiskrifstofu í New York. Leggur snörur fyrir breyskar sálir. Allt er líkt og vant er. Vel leikin, faglega gerð í flesta staði, framvindan brokkgeng, skemmtigildið mikið. Aleinn heima ★★■/2 Það má hlæja að sömu vitleys- unni endalaust LA Confidentíal ★★★'/2 Frambærilegri sakamálamynd en maður á að venjast frá Hollywood þessa dagana. Smart útlit, laglegur leikur og ívið flóknari söguþráður en gerist og gengur. HÁSKÓLABÍÓ Safnarinn ★★★ Mjög spennandi fjöldamorð- ingjatryllir með hinum einstaka Morgan Freeman í hlutverki lögreglumanns. That Old Feeling ★V2 Byrjar vel en koðnar fljótlega niður og verður hvorki fugl né fiskur. Sjakalinn ★★ Langdregin spennumynd, laus- lega byggð á verki Forsyths og hinni klassísku mynd Zinnem- ans. Stenst ekki samanburð en dólar í meðallaginu. Taxi ★★‘/2 Carlos Saura fjailar á áhrifarík- an hátt um nýfasisma á Spáni og kemur boðskapnum til skila. Titanic ★ ★ ★ '/2 Mynd sem á eftir að verða sígild sökum mikilfengleika, vandaðra vinnubragða í stóru sem smáu og virðingar fyrir umfjöllunar- efninu. Falleg ástarsaga og ótrú- lega vel unnin endurgerð mynd- ar um eitt hrikalegasta sjóslys veraldarsögunnar. Stikkfrí ★★'/2 Islensk gaman- og spennumynd þar sem þrjár bamungar leikkonur bera með sóma hita og þunga dagsins og reyna að koma skikki á misgjörðir foreldranna. Barbara ★★★ Viðbótarfjöður í hatt framleið- andans Pers Holst og leikstjór- ans Nils Malmros. Barbara er fallega tekið og vel leikið drama um miklar ástríður í Færeyjum. KRINGLUBÍÓ Flubber ★★ Dáðlítil, einsbrandara gaman- mynd um viðutan prófessor og tölvufígúrur. Robin Williams hefur úr litlu að moða. Ágæt skemmtun fyrir smáfólkið. Á báðum áttum ★★★ Ameríska púrítanastoltið og kvikmyndaklisjurnar eru dug- lega rassskellt í skemmtilegri gamanmynd um manninn í skápnum. Herkúles ★★★ Sögumenn og teiknarar Disney- verksmiðjunnar i fínu formi en tónlistin ekki eins grípandi og oftast á undanfornum árum og óvenjulegur doði yfir íslensku talsetningunni. Tomorrow Never Dies ★★★ Bond-myndirnar eru eiginlega hafnar yfir gagnrýni. Farið bara og skemmtið ykkur. LAUGARÁSBÍÓ Það gerist ekki betra ★★★'/2 Jack Nicholson í sallafínu formi sem mannhatari, rithöfundur og geðsjúklingur sem tekur ekki inn töflurnar sínar - fyrr en gengilbeinan Helen Hunt, homminn Greg Kinnear og tíkin Snotra vekja í honum ærlegar tilfinningar. Rómantískar gam- anmyndir gerast ekki betri. Vítamínsprauta fyrir geðheils- una. Copland ★★ Kvikmyndastjörnur af ýmsum stærðargráðum leika spilltar löggur í kvikmynd sem bryddar ekld á neinu nýju. Alien Resurrection ★★★ Lítt dofnar yfir Alien-bálkinum með þessu klónævintýri. Weaver frenjulegri en nokkru sinni. Lína langsokkur ★★V2 Teiknimynd um Línu langsokk, ætluð yngstu kynslóðinni. REGNBOGINN Leitin að Amy ★★★ Ovanalega vel gerð mynd um ástir unga fólksins. Fyndin, skemmtileg og vitsmunaleg. Frábær leikur í ofanálag. Copland ★★ Kvikmyndastjörnur af ýmsum stærðargráðum leika spilltar löggur í kvikmynd sem bryddar ekki á neinu nýju. A Life Less Ordinary ★★★ Skotarnir búa til bráðfjmdna ameríska mynd um dreng og stúiku sem eru leidd saman af æðri máttarvöldum. Spice World ★★ Kryddpíurnar hoppa um og syngja og hitta geimverúr eins og Stuðmenn forðum daga. Allt í lagi skemmtun fyrir fólk sem þolir dægurflugur stúlknanna. Með fullri reisn ★★★ Einkar skemmtileg og fyndin bresk verkalýðssaga um menn sem bjarga sér í atvinnuleysi. STJÖRNUBÍÓ Það gerist ekki betra ★★★1/2 Jack Nicholson í sallafínu formi sem mannhatari, rithöfundur og geðsjúklingur sem tekur ekki inn töflurnar sínar - fyrr en gengilbeinan Helen Hunt, homminn Greg Kinnear og tíkin Snotra vekja í honum ærlegar tilfinningar. Rómantískar gam- anmyndir gerast ekki betri. Vítamínsprauta fyrir geðheils- una. Ég veit hvað þú gerðir i fyrra- sumar ★★ Unglingahrollvekja sem nær ekki að skera sig úr urmul slíkra. I meðallagi. Stikkfrf ★★/2 Islensk gaman- og spennumynd þar sem þrjár barnungar leikkonur bera með sóma hita og þunga dagsins og reyna að Úr myndaalbúmí Ijósmyndara Lífsmunstrið sjáist í andlitunum AÐ ÞESSU sinni er gluggað í myndaalbúmið hjá Þór Gíslasyni ljdsmyndara og velur hann mynd- ir sem eru „dálitlu“ uppáhaldi. Hann er um þessar mundir að opna ljdsmyndastofu á Akureyri eftir að hafa staðið í slíkum rekstri á Húsavík undanfarin tvö ár. Þdr segir sérkenni ljdsmyndara fyrst og fremst felast í menntun. „Að vera fagmaður þýðir að mað- ur getur tekið að sér hvaða verk- efni sem er innan Ijdsmyndunar- geirans og nýtt sér þekkingu á efnum og tækjum til þess að leysa úr fldknum verkefnum. Ef maður rekur ljósmyndastofu er það svona álíka og að eiga bifreiða- verkstæði í stað bflskúrs.“ Að sögn Þdrs hefur ljdsmyndari skyldum að gegna gagnvart sam- félaginu í formi skrásetningar og varðveislu á myndum og er þetta eitt af lians mikilvægustu hlut- verkum eins og ómetanleg myndasöfn manna á borð við Sigfús Eymundsson sýni. „Eg vona að ég beri gæfu til þess að mitt safn, þdtt ég verði kannski ekki mjög þekktur ljds- myndari, verði að minnsta kosti sögulega verðmætt," segir Þdr. „Til þess þarf það að vera vel skráð og vel varðveitt. Þegar myndavélar eru orðnar eins út- breiddar og raun ber vitni er hætt við að varðveislan verði út undan og fdlk hætti að fara til ljdsmynd- ara. Það áttar sig ekki á því að mynd sem þykir lítt merkileg í dag getur orðið dýrmæt eftir hálfa öld.“ Þdr segist leita eftir litbrigðum í mannlíil og sterkum afmörkuð- um formum. „Ég reyni oft að draga eitthvað fram í fólki sem ekki sést dags daglega. Stundum segir fdlk um myndir sem ég geri að þær séu ekki mjög líkar mann- eskjunni sjálfri. Þá er ég ánægður því ég hef náð að draga nýja hlið á fdlki fram í dagsljdsið." Aðspurður segist hann ekki endilega leggja áherslu á að fegra fdlk. „Alls ekki,“ bætir hann við. „Ég gef mjög mikið fyrir hráan veruleika - og kannski ýktan eins og örið á Hildu [á meðfylgjandi myndj sem er undirstrikað með lýsingu. Ég vil gjarnan fá til mín fólk sem er munstrað í andlitinu af lífinu." Undanfarin tvö ár hefur Þór mestmegnis fengist við portrett- ljdsmyndun en hann segist stefna á auglýsinga- og iðnaðarljds- myndun og einnig langar hann að fást við náttúruna og umhverfið. ► „ÞESSI sjálfsmynd er tekin fyr- ir jdlakortin sem við sendum í fyrra. Þetta er fyrsta formlega fjölskyldumyndin. Hún fæddist sem hugmynd inni á baðherbergi, var yfirfærð yfir á stúdíd og heppnaðist vonum framar. Allir eru eðlilegir og líkir sjálfum sér á myndinni. Viðbrögðin sem ég hef fengið við myndinnni hafa verið mjög sterk; sumum hefur jafnvel fundist hún jaðra við velsæmis- mörk. Þetta er í fyrsta skipti sem ég hef fengið viðbrögð hjá dkunn- ugu fdlki úti í bæ við jólakortum sem ég sendi vinum og fjölskyldu." ► „ANNA Árnaddttir skipar öndvegissess í mínum huga og margra annarra. Hún var ein- stök bæði í háttum og útliti. Myndin lýsir svo vel þessari konu og aðstæðum hennar. Það eina sem vantar er röddin á segulbandi svo fdlk fái heild- armynd af henni. Þetta var sú mynd í röð mynda sem ég hélt að kæmi síst út þegar ég smellti af en er orðin í dag mín uppáhalds mynd.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.