Morgunblaðið - 26.02.1998, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 26.02.1998, Qupperneq 2
2 FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Rúta rann 30 metra niður hlíð milli Tálknafjarðar og Patreksfjarðar Stöðvaðist á steini „ÉG VAR á leið upp brekkuna þegar vindstrókur skall á okkur og allt varð ein iða. Ég sló af, sá stiku en fór öfugu megin við hana þannig að bíll- inn fór fram af kantinum, datt á hliðina og rann eins og sleði niður eftir á snjónum," segir Torfi Andrésson ökumaður langferðabifreiðar sem fór út af veginum á leið milli Tálknafjarðar og Pat- reksfjarðar um miðjan dag í gær og rann um þrjátíu metra niður bratta hlíð. I bílnum, sem tekur 21, voru tveir farþegar auk bílstjóra, og varð einn maður fyrir lítilsháttar meiðslum. Bifreiðin er talin stórskemmd. Bifreiðin var að aka eftir svonefndri Hálsgötu í Tálknafirði á leið til Patreksfjarðar, en aksturinn var á vegum íslandsflugs. Blindhríð var og slæm skilyrði til aksturs þegar óhappið átti sér stað. „Bíllinn stoppaði loks á steini í hlíðinni, sem er eins gott því annars hefðum við runnið um hundrað metra til viðbótar. Ég þorði ekkert að hreyfa mig á meðan við runnum áfram, enda blindhríð og við höfðum enga hugmynd um hvað beið okkar fyrir neðan. Ég sat enn við stýrið þeg- ar við stöðvuðumst," segir Torfi. Hann kveðst telja það mikla heppni að ekki fór verr. Lán að bfilinn valt ekki „Hh'ðin þama er snarbrött en það sem varð til bjargar var að bifreiðin fór á hliðina á veginum og rann þannig niður í stað þess að velta niður. Þetta fór miklu betur en á horfðist," segir Skúli Berg, lögregluvarðstjóri á Patreksfirði. „Á þriðjudag rigndi á þessum slóðum, aðfaranótt miðvikudags íraus og síðan snjóaði ofan á allt saman, þannig að menn geta gert sér aðstæður í hugarlund." Annar farþeginn skarst lítilsháttar á höfði, en hann sat vinstra megin í bifreiðinni og kastaðist yfir á hægri hlið. Ökumaður og farþegar klæddu sig í kuldagalla í bílnum og komust upp á veg þar sem nærstaddir vegaeftirlitsmenn komu að ör- skömmu seinna. Fluttu þeir manninn sem varð fyrir meiðslum á heilsugæslustöðina á Patreks- firði þar sem hlúð var að sárum hans. Bifreiðin er talin mikið skemmd. Til marks um mýkt skriðsins niðurávið má þó benda á að allar rúður nema framrúðan eru heilar. Umhverfisráðstefna Norðurlanda A Stefnu Is- lands lýst HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra mun í dag lýsa framtíðar- sýn Islands í umhverfismálum á umhverfisráðstefnu á vegum Norð- urlandaráðs. Á ráðstefnunni, sem lýkur á morgun, verður fjallað um stefnu Norðurlanda í umhverfismál- um eftir ráðstefnuna í Kyoto og helstu verkefni sem framundan eru. Ráðstefnan er liður í undirbúningi Norðurlandanna íyrir næstu um- hverfisráðstefnu Sameinuðu þjóð- anna sem haldin verður í Buenos Aires í nóvember á þessu ári. Uppstokkun í utanríkis- þjónustunni UMTALSVERÐ uppstokkun innan utanríkisþjónustunnar hefur verið ákveðin, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. Eiður Guðnason, sendiherra íslands í Noregi, mun á næstunni koma heim til íslands og í hans stað verður Kristinn P. Árna- son sendiherra í Ósló, en hann hefur verið skrifstofustjóri viðskiptaskrif- stofu utanríkisráðuneytisins. Gunn- ar Pálsson, sendiherra íslands hjá Sameinuðu þjóðunum í New York, flyst til Brussel og tekur við sendi- herrastarfi Islands hjá Atlantshafs- bandalaginu, en Þorsteinn Ingólfs- son, sem verið hefur sendiherra Is- lands hjá NATO, fer til New York og tekur við starfi sendiherra ís- lands hjá Sameinuðu þjóðunum. Jón Egilsson, yfirmaður alþjóða- skrifstofu utanríkisráðuneytisins verður sendiherra Islands í Moskvu, en eins og fram hefur kom- ið, kemur Gunnar Gunnarsson heim til starfa í utanríkisráðuneytinu. Ólafur Egilsson verður sendi- herra í Kína og Hjálmar Hannesson sendiherra í Kína kemur heim og tekur við stjórn alþjóðaskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Þá hefur verið ákveðið að Stefán Jóhannes- son, skrifstofustjóri almennrar skrifstofu utanríkisráðuneytisins, taki við viðskiptaskrifstofunni í stað Kristins og að Stefán Skjaldarson, sem verið hefur fyrsti sendiráðsrit- ari sendiráðsins í Ósló, taki við al- mennri skrifstofu utanríkisráðu- neytisins. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins eru líkur á því að Eiður Guðnason taki við starfi Jóhanns Sigurjónssonar sem sendiherra auðlinda- og hafréttarmála. Búast má við að breytingar þessar komi til framkvæmda snemmsumars. Útflutningur á hrossum stöðvaður ÚTFLUTNINGUR á hrossum hefur verið stöðvaður um óákveðinn tíma vegna smitandi hitasóttar í hrossum. Yfirdýralæknir hefur ítrekað þau til- mæli til hrossaeigenda, tamninga- manna, jámingamanna, hrossahirða, hrossaflutningamanna og annarra sem umgangast hross að samgangur milli hesthúsa verði takmarkaður eins og frekast er unnt og að hrossaflutn- í SÉRBLAÐI Morgunblaðsins Við- skipti/Atvinnulíf í dag er fjallað um hugbúnaðariðnað á íslandi. Sér- staklega er fjallað um rekstrarum- hverfi greinarinnar, útflutning, margvíslegar nýjungar og nokkur hugbúnaðarfyrirtæki. ingar milli hesthúsahverfa og lands- hluta verði stöðvaðir. Enn fi-emur að hvers kyns hestasamkomum, s.s. mótum og námskeiðum, verði frestað þar til nánari upplýsingar liggja fyrir um orsakir veikinnar. Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir hrossasjúkdóma, segir að veikin sé ekki í rénun. Send voru blóðsýni úr sýktum hestum til rannsóknar í Sví- þjóð. Niðurstöður úr rannsókninni hafa ekki borist og sagði Sigríður að þeirra væri ekki að vænta fyrr en í næstu viku. Fylfullum hryssum hætt „Við ei-um ekki ráðþrota gagnvart veikinni. Faraldsfræðin bendir til þess að þarna sé um að ræða veiru- sýkingu sem er smitandi. Veirur eru í eðli sínu erfiðar í greiningu og við höfum ekki aðstæður til greiningai- hér á landi,“ sagði Sigríður. Hún sagði að veirusýkingar í hest- um væru mjög sjaldgæfar hér á landi en þó ekki einsdæmi. „Það kom upp veirusjúkdómur í hrossum fyrir tveimur árum í Reykjavík. Mótefna- mælingar hafa líka sýnt að það eru í gangi veirusýkingar sem valda mjög litlum einkennum. Allra vægustu veirurnar hafa því verið í hrossum hérlendis," sagði Sigríður. Hún sagði að ekki væri að óttast að hinn almenni reiðhestur yrði fyrir varanlegum skaða vegna sjúkdóms- ins en öllu óljósara væri með afdrif hryssna. „Það er ekki útilokað að fyl- fullar hryssur sem fá mjög háan hita láti, en það er ekki neitt skráð tilvik um það,“ sagði Sigríður. Morgunblaðið/Guðmundur St. Valdimarsson HEIMAEY VE hafði náð gððu kasti, þegar þessi mynd var tekin af skipinu að veiðum um 13 sjómílur austur af Eystra Horni. 25 skip á mið- unum en brælan hlífði loðnunni LITIÐ var um að vera á loðnu- miðunum í gær. Um það bil 25 skip voru á miðunum í gær- kvöldi frá Lónsbugt að Stokks- nesi og höfðu talsvert séð af loðnu en lítið fengið, sögðu skipverjar á Heimaey VE þeg- ar Morgunblaðið hringdi um borð í gærkvöldi. Það var hins vegar talsvert komið í nótina hjá þeim þegar myndin var tekin á miðunum. Vitlaust veð- ur var fram eftir degi í gær en undir kvöld voru áhafnir loðnubátanna farnar að geta unnið og á níunda tímanum í gærkvöldi var staðan þannig að einhveijir voru búnir að fá slatta en ekkert sem þótti í frá- sögur færandi. Fékk nótina í skrúfuna Loðnuskipið Guðmundur VE fékk veiðarfæri í skrúfuna á þriðjudagskvöld og lá fyrir akkerum skammt úti fyrir Hornafirði þar til aðstoð björg- unarskipsins Eldingar GK barst. Elding tók Guðmund í tog inn til Berufjarðar þar sem kafara tókst að losa frá skrúf- unni í gærmorgun. Engin hætta á ferðum Sigmar Gíslason, stýrimaður á Guðmundi VE, sagði að nótin hefði rekist í skrúfuna þegar verið var að draga hana inn. Nótin skemmdist lítillega. Sig- mar sagði að engin hætta hefði verið á ferðum og fannst raun- ar lítið til um atburðinn þegar Morgunblaðið náði tali af hon- um. Guðmundur VE hafði náð þremur köstum og fengið um 700 tonn af loðnu þegar festist í skrúfunni. Sigmar sagði að tekist hefði fljótlega að slíta nótina úr skrúfunni og ná henni um borð. Aflanum var landað í Fáskrúðsfirði í gær og stóð til að Guðmundur færi aft- ur út eftir löndun. Fjögurra til fimm tíma sigling er á miðin. Ólga meðal hjúkrunarfræðinga 70-80% stefna að uppsögn starfa MIKILL óróleiki er meðal hjúkrunarfræðinga á sjúkra- húsum vegna launamála og að ekki hafa náðst samningar um nýtt launakerfi. Samkvæmt óformlegri könn- un sem gerð var á deildum Rík- isspítalanna og á Sjúkrahúsi Reykjavíkur kom í ljós að 70-80% hjúkrunarfræðinga sem spurðir voru á þessum stofnunum sögðust stefna að því að segja upp störfum sínum frá 1. apríl nk. vegna óánægju með launakjör og stöðu kjara- mála. Ef ekki nást ásættanlegir samningar um nýtt launakerfi, að mati hjúkrunarfræðinga, fyrir 1. apríl og til uppsagna komi munu þær koma til fram- kvæmda 1. júlí næstkomandi. Heilbrigðisráðherra er heimilt skv. lögum að framlengja upp- sagnarfrestinn í þrjá mánuði til viðbótar eða til 1. október komi til uppsagna í vor. \ \ I I I \ V
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.