Morgunblaðið - 26.02.1998, Side 4

Morgunblaðið - 26.02.1998, Side 4
4 FIMMTUÐAGUR 26. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ __________________________FRÉTTIR ________________________ Ogilding samkeppnisráðs á kaupum Myllunnar á Samsölubakaríi Standi ógildingin ganga kaupin til baka KOLBEINN Kristinsson, fram- kvæmdastjóri Myllunnar-Brauðs hf., segir að úrskurði Samkeppnis- stofnunar um ógildingu á yfirtöku Myllunnar á Samsölubakaríi verði áfrýjað alia leið en nokkum tíma muni taka að ganga frá áfrýjun úr- skurðarins til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Hann segir að ógildingin muni hafa í för með sér verulegt tjón íyrir báða aðila, en ef af ógildingu yfirtökunnar verði muni Mjólkursamsalan sem átti Samsölu- bakarí greiða kaupverðið til baka og Myllan skila hlutabréfunum í fyrir- tækinu. Kolbeinn segir að þetta geti hugsanlega haft í for með sér skaða- bótakröfur fram og til baka. „Ógilding þýðir það einfaldlega að menn verða á þeim reit sem þeir voru á áður en skrifað var undir samninginn. Þetta er gríðarlega mikið tjón fyrir bæði fyrirtækin. Fyrir Mylluna er þetta mikið tjón því hún er búin að leggja í milljóna- kostnað út af þessu og það mun kosta milljónir að ógilda þetta. Fyr- ir fyi-rverandi eigendur Mjólkur- samsölunnar er þetta tjón því þeir hafa afhent okkur fyrirtækið og við erum búnir að fara þar í gegnum allt og þekkjum það jafn vel og okk- ar fyrirtæki," sagði Kolbeinn. Mikið áhyggjuefni fyrir framleiðsluiðnaðinn Kolbeinn sagði að ástæða þess að ekki hefði verið leitað mats hjá Samkeppnisstofnun á kaupunum á Samsölubakaríi áður en kaup- samningur var undirritaður væri sú að ótryggt hefði verið að ekki myndi fréttast af væntanlegum kaupum. „Ef menn hefðu getað verið 100% öryggir með að öll sú vinna hefði farið fram í fullum trúnaði og full- víst hefði verið að ekkert hefði kvis- ast út þá hefðu menn getað gert þetta, en í okkar litla samfélagi eru 100% líkur á að það hefði ekki tek- ist. Þá hefðum við alveg eins getað gleymt þessu því viðbrögð margra aðila hefðu þá getað gert það að verkum að menn hefðu bara hætt við,“ sagði Kolbeinn. Hann sagði úrskurð samkeppnis- ráðs fela það í sér að horfið væri 50 ár aftur í timann þegar mönnum var úthlutað hverfum sem þeir máttu starfa í. „Núna erum við komin með stofnun sem segir að ef þú ert duglegur og stendur þig vel þá mátt þú ekki verða stór og sterk- ur. Þarna er á ferðinni misskiln- ingur hjá stofnuninni því menn mega verða stórir og sterkir en ekki berja á öðrum. Þessi markað- ur er svo ofboðslega virkur í sam- keppninni að við kæmumst aldrei upp með neina slíka hluti því vinir okkar í stórmörkuðunum myndu þá einfaldlega fjármagna ein- hverja til að setja upp bakarí eða einfaldlega gera það sjálfir. Síðan er það neytandinn sem getur valið úr tugum bakaría og hann þarf því ekki að fara í Hagkaup eða Bónus til að kaupa sín brauð,“ sagði Kol- beinn. Hann sagði að ef úrskurður Sam- keppnisstofnunar fengi að standa þá væri það mjög mikið áhyggjuefni fyi’ir framleiðsluiðnaðinn hér á landi í framtíðinni. „Þá held ég að menn verði að fara að skoða sín mál, hvort það sé yfir- leitt hægt að starfa hérna á ís- landi," sagði hann. Hörður Kristjánsson í bakaríinu í Austurveri Gæti vel hugsað mér búðarskenk í stórmarkaði Morgunblaðið/Kristinn HORÐUR Kristjánsson, bakarameistari í Aust- urveri, þjónaði Bónus um árabil. „ÉG gæti vel hugs- að mér að afgreiða brauð og kökur við búðarskenk í stór- markaði ef mér væri gefinn kostur á því, en það hefur ekki verið til þessa,“ segir Hörð- ur Kristjánsson, bakarameistari og eigandi bakarísins í Austurveri í Reykjavflt, aðspurð- ur um hvort hann hefði áhuga á að reka viðskipti í stórmarkaði. Bakaríið Austurver rekur tvær verslanir í Reykjavík, aðra í Aust- urveri við Háaleitisbraut og hina við Rangársel í Seljahverfi. „Ég hefði síður áhuga á að blanda mér í slaginn um hilluplássið, Myllan og Samsölubakarí hafa einokað það og við fáum ekki einu sinni að reka þar inn Iitlu tána,“ segir Hörður ennfremur. Hann kveðst reiðubúinn að vera með í útboði ef stórmarkaður gæfi kost á þvf en sagði það ekki hafa verið uppi á teningnum hjá þeim. Brauð frá Austurveri voru seld í Bónus og segist Hörður hafa haft hillupláss í Bónus frá upphafi, eða 1989, fyrst í versluninni í Skútu- vogi og sfðan í öllum öðrum versl- unum Bónuss til nóvemberloka 1996. „Ég var kallaður á fund f Bónus haustið 1996, en þá hafði ég framleitt fyrir þá Bónusbrauðin ásamt fleiri brauð- og kökutegund- um frá því að Bónus-verslunin var stofnuð. Þeir sögðust vera með til- boð í framleiðslu á brauðum fyrir 48-50 krónur og var ég spurður hvort ég vildi framleiða á því verði. Þá sagði ég bara nei takk; ég gat ekki boðið slíkt óraunhæft verð því hjá mér var það um það bil 100 krónur. Þessi Iækkun þeirra hefur ekkert skilað sér í verðinu, svo mikið veit ég,“ sagði Hörður ennfremur og sagði slíkt verð algjörlega óraunhæft fyrir bakarí eins og hans. Hann segir afkastagetu bakarís- ins geta verið um 400-600 brauð á klukkustund, ef allt gengur upp, slíkt væri hámark og með þeim af- köstum gæti hann til dæmis bætt við sig afgreiðsluborði í stórmark- aði. Símta Isf lu trti ngu r Með einfaidri aðgerð get- urðu flutt simtöl í venjulegan síma, farsíma eða boðtæki. Nánari upplýsingar um verð og sérmónustu Landssímans færðu í sima 800 7000 eða SÍMASKRÁNNI. LANDS SÍMINN Þarftu aðflytja simtöl úrþinum síma í annan? ttlR Framkvæmdastjóri Bakarameistarans um sölu í stórmarkaði Tökum ekki þátt í stríði um verð og hillupláss Morgunblaðið/Kristinn VIGFÚS Kr. Hjartarson, framkvæmdastjóri Bakarameistarans, segir fyrirtækið ekki hafa áhuga á að blanda sér í glórulaust verðstríð. „ÞAÐ kæmi alveg til greina af hálfu okkar að selja eitthvað af framleiðsl- unni í stórmarkaði en við höfum hins vegar ekki vilj- að taka þátt í því sem ég vil kalla bull og vitleysu í verðstríði og baráttunni um hillupláss," sagði Vig- fús Kr. Hjartarson, fram- kvæmdastjóri Bakara- meistarans við Suðurver, aðspurður um áhuga fyrir- tækisins á að selja vörur sínar hugsanlega í stór- markaði. Bakarameistarinn rekur tvær verslanir og segir Vigfús alla áherslu hafa verið lagða á að sjá um bakstur fyrir þær. Með breyttu vaktafyrirkomulagi og meira frysti- og geymslurými mætti auka afköstin þannig að hægt yrði að selja víðar en í eigin verslunum, ekkert væri í sjálfu sér því tfi fyrirstöðu. „Við höfum einfaldlega ekki haft áhuga á þessu stríði við stór- markaðina, það er ekki eftirsókn- arvert og enn síður ef Myllan fer algjörlega að gína yfir þeim. Þá geta þær bæði stillt minni bakarí- um og mörkuðunum upp við vegg,“ segir Vigfús ennfremur en veltir líka fyrir sér hvort stór- markaðir muni bregðast við enn meiri hlutdeild á einni hendi: „Spurningin er hvort stórmark- aðimir fara að skipta hilluplássinu betur upp, leyfa þeim sem hafa sérvöru og meiri fjölbreytni í brauðaúrvali að fá eitthvert hillu- pláss sem skiptir máli, en Myllan og Samsölubakarí hafa setið að 86% af öllu hilluplássi. Ef forsend- ur breytast væru minni bakari al- veg tilbúin að fara inn á þennan markað lika. Það skiptir máli hvort menn hafa aðgang að einum hillurekka eða átta.“ Vigfús segir samkeppni af hálfu stóru aðilanna hafa verið óvægna, þeir hafi með bullverði drepið önnur bakarí niður í stór- mörkuðunum og það hafi verið bæði á höfuðborgarsvæðinu og nágrannabæjum. Bæði Myllan og Samsölubakarí hefðu siðustu fjögur til fimm árin boðið óraun- hæft verð á framleiðslu sinni og Ijóst væri að bæði fyrirtækin ættu við rekstrarerfiðleika að stríða vegna hinnar óvægnu samkeppni þeirra í milli. Semja stórmarkaðir við minni bakarí? „Og nú er útlit fyrir að staða Myllunnar verði enn meira ráðandi þannig að hafi einhvern tíma verið lítt fýsilegt fyrir önnur, bakarí að reyna að komast að í stórmarkaði þá er það enn frekar núna. Ég þykist þó vita að sumir stórmarkaðir hafa ekki verið alls kostar ánægð- ir með skipulagið og hugsanlega vilja þeir taka upp samninga við minni aðilana til að fá meiri fjöl- breytni í framboði og verði, mað- ur veit ekki hver þróunin verður ef bann samkeppnisráðs stendur." Að lokum bendir Vigfús líka á að öðrum bakaríum hafi ekki ver- ið gefinn kostur á að hafa eigin sölu í stórmörkuðum eins og Myllan hafi t.d. fengið að hafa í verslunum Hagkaups: „Engum öðrum hefur staðið til boða að setja upp ferska verslun með brauð í stórmarkaði eins og Myll- an hefur gert. Ég tel Bakara- meistarann mjög vel í stakk bú- inn til að þjóna slíkri verslun og við myndum áreiðanlega skoða tilboð í slíkt ef okkur stæði það til boða.“ Framkvæmdastjóri Samtaka iðnað- arins um Mylluna og Samsölubakarí s Ogildingin er mjög stefnu- markandi „VIÐ tcljum úrskurð samkeppnisráðs hafa fordæmisgildi og vera mjög stefnumarkandi. Við erum að fara nánar ofan í málið og vinna að samantekt greinargerðar um það,“ sagði Sveinn Ilannesson, framkvæmdastjóri Sam- taka iðnaðarins, aðspurður um álit samtakanna á ógild- ingu ráðsins á samruna Myllunnar og Samsölubakarís. Sveinn Hannesson sagðist að öðru leyti ekki vilja tjá sig um málið en hann minnti á að islensk iðnfyrirtæki stæðu í harðri samkeppni við innflutning. Hann sagði allar hliðar varðandi samruna sem þennan til skoðunar og verið væri einnig að ræða samskipti framleiðenda og smásala, markaðsaðgang og fleira. Myndu forráða- menn samtakanna tjá sig þegar greinargerðin lægi fyr- ir eftir fáa daga.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.