Morgunblaðið - 26.02.1998, Side 6

Morgunblaðið - 26.02.1998, Side 6
6 FIMMTUÐÁGÚR 26. FRBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐH) FRÉTTIR EINN er gulur, annar rauður, sá þriðji fjólublár, sá Qórði... ÞAÐ VAR mikil ásókn í sælgætiskassann hjá Máli og menningu. ÁÐUR en María og Helga María tóku Trínu með sér í bæ- inn, klæddu þeir hana upp sem Emmu í Spice girls. Litskrúðugt líf á Laugavegi ÞÓ hátíðahöld á öskudag tengist enn Akureyri í iiugum margra hefur það færst mjög í vöxt að ungir Reykvík- ingar klæði sig upp á þennan dag og fari um bæinn með söng og sælgæti í poka. Alls kyns furðufuglar voru á ferðinni í bænum í gærmorgun. HÚN var skuggaleg þessi. SÓLVEIG Heiða, Elísa Fönn, Thelma Dögg og Sigrún mættu snemma. Þær sungu Fjórir kátir þrestir fyrir afgreiðslufólk og voru komnar með þó nokkrar sælgætisbirgðir í poka. HILDUR María, Tinna Rut, Sunna Hlín og Rakel byijuðu daginn á því að fara í bæinn. Þær ætluðu si'ðan á öskuball i skólanum seinna um daginn. ARNGRÍMUR, Sigurður og Egill sungu fyrir Ola á Ítalíu. HRAFN, Kári og Oddur urðu undrandi þegar boðið var upp á rúsínur og gulrætur í Bangsa. Félagsmálaráðherra boðar róttækar breytingar á félagslega íbúðalánakerfínu Greiðslubyrðin verður lægri i upphafí lánstímans Félagsmálaráðherra stefnir að því að gera miklar breytingar á félagslega íbúðalánakerfínu. Sam- kvæmt frumvarpi ráðherra á fólk kost á félagslegu íbúðaláni, en fær ekki úthlutað félagslegri íbúð. Húsnæðisstofnun verður lögð niður um áramót. BREYTT félagslegt húsnæðiskerfi samkvæmt frumvarpi, sem Páls Pét- urssonar félagsmálaráðherra hefur lagt fram, mun hafa í fór með sér létt- ari greiðslubyrði lána í upphafi láns- tímans samanborið við núverandi kerfi, en greiðslubyrðin verður þyngri eftir því sem h'ður á lánstímann og eignamyndun eykst. Eignamyndun verður hraðari í nýja kerfinu. Með frumvarpi um húsnæðismál er stefnt að því að einfalda húsnæðis- kerfið og koma á meiri samræmingu innan kerfisins. Að mati félagsmála- ráðherra er félagslega íbúðakerfið komið í ógöngur og nauðsynlegt að gera á því róttækar breytingar. Félagsleg íbúðalán Ekki er fyrirhugað að gera breyt- ingar á almenna húsnæðiskerfinu. íbúðakaupendur munu áfram eiga kost á húsbréfaláni, sem er allt að 65% af kaupverði íbúðar og allt að 70% ef um er að ræða fyrstu íbúð kaupanda. Ef greiðslumat sýnir að viðkomandi uppfyllir ekki kröfur um eigna- og tekjumörk getur hann sótt um viðbótarlán til húsnæðisnefndar síns sveitarfélags, sem getur verið 20-25% af kaupverði. Samtals getur fólk því fengið 90% lán líkt og í dag. Gert er ráð fyrir að tekju- og eigna- mörk verði þau sömu og eru í dag. Ibúðakaupendur koma til með að greiða kostnaðarvexti af þessum við- bótarlánum, en í dag niðurgreiðir ríkið vextina í félagslega kerfinu. Fé- lagsleg aðstoð í nýja kerfinu verður greidd í gegnum skattakerfið. Fjár- málaráðherra ætlar að leggja fram á Alþingi frumvarp um breytingar á lögum um tekju- og eignaskatt, sem leiðir til þess að byrjað verður að greiða vaxtabætur á kaupári, en ekki á næsta ári á eftir eins og nú er gert. Vaxtabætur verða því greiddar árs- fjórðugslega líkt og bamabætur. Þetta mun leiða til 170 milljóna króna útgjaldaauka fyrir ríkissjóð á næsta ári og um 500 milljóna króna auka- kostnaðar á ári næstu 5-10 árin þar til áhrif flýtingarinnar ganga til baka. Hraðari eignamyndun Með frumvarpinu fylgja ítarlegir útreikningar á áhrifum þessara breytinga á greiðslubyrði og saman- burður við núverandi kerfi. Greiðslu- byrðin í nýja kerfinu verður léttari fyrstu árin, samanborið við gildandi kerfi. Greiðslubyrði verður hins veg- ar þyngri síðar á lánstímanum sam- hliða eignamyndun. Eignamyndun í nýja kerfinu verður hraðari en í því gamla. íbúðarkaupandi í nýja kerf- inu getur sjálfur gert þær breyting- ar á íbúðinni sem hann vill gera og getur selt hana á almennum mark- aði. Reglugerð um 1% afskriftir við sölu íbúðar verður afnumin. Rétt er að leggja áherslu á að það kerfi sem hér er lýst er miðað við íbúðir sem keyptar verða eftir 1. jan- úar 1999. Félagslegar íbúðir í núver- andi kerfi munu áfram lúta þeim regl- um sem um það gilda í dag. Úthlutun íbúða samkvæmt gildandi kerfi verð- ur hins vegar hætt um næstu áramót verði frumvarpið að lögum. Kaupskylda sveitarfélaga afnumin Frumvarpið gerir ráð fyrir að kaupskylda sveitarfélaga á félagsleg- um íbúðum verði afnumin, en hún hefur reynst sumum sveitarfélögum erfið. Sveitarfélögum verður hins vegar gert að greiða 5% af kaupverði íbúðar í varasjóð, sem er ætlað það hlutverk að bæta tjón sem íbúðalána- sjóður, sem tekur við hlutverki Hús- næðismálastofnunar, verður fyrir vegna útlánatapa af viðbótarlánum. Frumvarpið tekur ekki nema að takmörkuðu leyti á vanda þeirra sveitarfélaga sem orðið hafa að kaupa margar félagslegar íbúðir. Stjómvöld og Samband íslenskra sveitarfélaga áforma að taka upp við- ræður um lausn þess máls. í bráða- birgðaákvæði við frumvarp félags- málaráðherra um húsnæðismál er gert ráð fyrir að sveitarfélög geti selt íbúðir sem þau eiga ef þau gera sam- hliða upp við Byggingasjóð verka- manna. Jafnframt er gert ráð fyrir að sveitarfélögin geti leigt þessar íbúðir. Aukin útgjöld til húsnæðismála Við undirbúning frumvarpsins var talsvert fjallað um þann kost að leggja Húsnæðisstofnun ríkisins nið- ur og færa lánveitingar til húsnæðis- mála inn í bankakerfíð. Niðurstaðan varð sú að fara ekki þessa leið heldur stofna nýja ríkisstofnun, íbúðalána- sjóð, sem tekur við hlutverki Hús- næðisstofnunar. Þó er rætt um að Ibúðalánasjóður geti hugsanlega gert samninga við bankastofnanir um að sjá um lánveitingar til hús- næðismála sem verktakar. Byggingasjóður ríkisins og Bygg- ingasjóður verkamanna, sem báðir eru félagslegir íbúðalánasjóðir, munu renna inn í hinn nýja íbúðalánasjóð verði frumvarpið að lögum. Báðir sjóðirnir hafa árlega fengið fjármagn frá ríkissjóði, en gert er ráð fyrir að þeim fjárveitingum verði hætt- og Ibúðalánasjóðurinn standi undir sér. Eiginfjárstaða hans verður sterk við stofnun, eða á þriðja tug milljarða. Hann kemur þó til með að taka við erfiðum málum eins og skuldbinding- um Byggingasjóðs verkamanna, en fjárhagsstaða hans hefur verið að veikjast á síðustu árum. Þó að ríkissjóður hætti að greiða til félagslegu húsnæðislánasjóðanna munu þessar breytingar ekki leiða til sparnaðar fyrir ríkið. Að mati fjár- lagaskrifstofu fjármálaráðuneytisins mun ríkissjóður þurfa að leggja 405 milljónum króna meira til húsnæðis- mála á næsta ári en hann hefði þurft að gera ef engar breytingar hefðu verið gerðar. Kostnaðaraukinn verð- ur 735 milljónir á árinu 2000 og að jafnaði 660 milljónir á árunum þar á eftir. Þessi aukni kostnaður er m.a. til kominn vegna þess að ríkið þarf að greiða meira í vaxtabætur, en gert er ráð fyrir að breytingar á fé- lagslega húsnæðiskerfinu leiði til þess að 1.050 nýir einstaklingar komi inn í vaxtabótakerfið. Árni Gunnarsson, aðstoðarmaður félagsmálaráðherra, segir að öllum starfsmönnum Húsnæðisstofnunar verði sagt upp störfum þegar stofn- unin verður lögð niður, en félags- málaráðherra muni beina því til stjómar íbúðalánasjóðs að starfs- menn stofnunarinnar njóti forgangs að vinnu hjá sjóðnum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.