Morgunblaðið - 26.02.1998, Síða 8

Morgunblaðið - 26.02.1998, Síða 8
8 FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Vinur vor Keikó Háhymingurinn Keikó, sem lék i heimsfrægri t kvikmynd, var upphaílega fangaður undan austurströnd- fslands. Nú viija vörslumenn hans í Bandaríkjunum' flytja Keikó á æskuslóðimar fyrir austan. NTBúfl HANN verður að setjast á skólabekk með hinum nýbúunum. Hann er alveg búinn að tapa niður móðurmálinu, hr. kennari. Málþing um nýjan barnaspítala Ráðgerð aukin þjón- usta göngudeildar HEILBRIGÐISRAÐUNEYTIÐ gerir ráð fyrir því að rekstrarkostn- aður vegna starfsemi, sem nú er sinnt á Bamaspítala Hringsins, verði sambærilegur eftir að þjón- ustan flyst í nýjan barnaspítala. Hins vegar muni kostnaður vegna aukinnar þjónustu göngudeildar verða 15 milljónir á ári auk þess sem fyrir liggi beiðnir um auknar stöðuheimildir upp á 15 milljónir. Þetta kom fram á málþingi sem Umhyggja, samtök foreldrafélaga langveikra barna, fagfólks og áhugamanna um langveik böm, stóð fyrir um nýjan barnaspítala á Hótel Loftleiðum síðastliðinn laugardag. Á þinginu skýrði Hróðmar Helga- son, bamaiæknir og sérfræðingur í hjartasjúkdómum bama, þær teikn- ingar sem fyrir liggja og Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra fjall- aði um rekstrarforsendur spítalans. í pallborðsumræðum að erindum loknum lýstu foreldrar nokkrum áhyggjum yfir því að rekstrarfé hins nýja spítala væri ekki tryggt. Töldu þeir líklegt að það myndi leiða til lokunar deilda, enda dygði það rekstrarfé sem nú væri veitt til Barnaspítala Hringsins ekki til þess að halda uppi fullri starfsemi allt árið um kring. Dögg Pálsdóttir, formaður Um- hyggju, segir foreldra fagna því að byggja eigi nýjan spítala. Þeir skilji hins vegar ekki þann mikla hraða sem hlaupinn sé í framkvæmdina og óttist að ekki verði vandað nógu vel til undirbúnings. Tilgangur mál- þingsins hafi verið að koma af stað opinskáum umræðum. „Bætt og aukin starfsemi hlýtur að kosta meiri peninga og mér finnst sjálf- sagt að það sé rætt opinberlega," segir hún. Dögg segir það hafa komið fund- argestum nokkuð á óvart að menn virtust ekki hafa sett niður á blað hver kostnaðaraukinn yrði. Einnig hafi verið bent á að ekki hafi verið leitað eftir skoðunum foreldra eftir að teikningar komu fram og að stærð spítalans hafi markast af því rými sem á lóðinni væri. Þá hafi það vakið spurningar að ekki væri gert ráð fyrir flutningi barna- og unglingageðdeildar á hinn nýja spítala. Ásgeir Haraldsson, yfirlæknir á Barnaspítala Hringsins, segist skilja áhyggjur foreldranna. Hann leyfi sér hins vegar að vera bjart- sýnn þar sem hann telji ríkisstjórn- ina og heilbrigðisráðuneytið hafa sýnt þessu máli greinilegan vel- vilja. Það að bygging spítalans hafi verið gerð að forgangsmáli sé von- andi góðs viti um framhaldið. Frissi appelsinusafi, 2 Itr Bugsy Malone Heimaís 2 Itr ,'i r»A ^ r'xissáSÍ Chip Deluxe kex 453 gr GJÖF fylgir þegar keyptir 129-1 r359- r299- eru Rsmjólk, 150 gr fp' mg\ 59- ■ I Ái/á Alllr dagarcrutílbodsdagarjyá okkxir EIM LAND Meðganga, fæðing, ungbarnið Bók sem allar barnshafandi konur fá að gjöf Meðganga, fæðing, ungbarnið nefn- ist bók sem stendur til að gefa öllum barnshafandi konum hér á landi. Ástþóra Kristinsdóttir er for- maður Ljósmæðrafélags íslands og hafði hún umsjón með útgáfu bók- arinnar en félagið sér um að dreifa bókinni. - „Hvaða bók er þetta? „Þetta er bók sem danska fyrirtækið Möln- lycke hefur ákveðið að gefa félaginu til að gefa öllum verðandi foreldr- um hér á landi en fyrir- tækið hefur í 27 ár gefið verðandi foreldrum í Danmörku, Noregi, Sví- þjóð og Finnlandi bók- ina þar sem hún hefur notið vin- ►Ástþóra Kristinsdóttir er fædd Astþóra Kristinsdóttir sælda. Hún fjallar um meðgöngu konunnar, fæðinguna og fyrstu ár ungbamsins. Þetta er nokk- urskonar handbók foreldra, 140 blaðsíðna bók sem er fallega myndskreytt og svarar á einfald- an hátt þeim spumingum sem oft koma upp þegar konur era bamshafandi, í fæðingu eða komnar heim með nýburann.“ - Það er einnig nokkuð um auðar blaðsíður í bókinni? „Það er með vilja gert að hafa auðar síður á víð og dreif. Þær era fyrir mæður sem vilja skrifa hjá sér eitthvað sérstakt eins og t.d. þyngdaraukningu sína, um- mál eða hvenær þær urðu varar við fyrstu hreyfinguna og bera síðan saman milli meðgangna. Ég veit til þess að danskir for- eldrar hafa nýtt sér þetta og það má því segja að auk þess sem þetta er handbók foreldra er þetta minnisbók fyrir hvert bam.“ - Hverskonar fræðsla er í bók- inni? „í bókinni er byrjað á að taka fyrir hvert konur eiga að leita þegar þær hafa fengið að vita að þungunarpróf er jákvætt. Þá era ýmis hagnýt atriði tek- in fyrir og m.a. útskýrðar venju- bundnar rannsóknir á með- göngu. Fjallað er um hvaða ein- kennum kona getur fundið fyrir á meðgöngu, og hvort hún þurfi t.d. að breyta einhverju í lifnað- arháttum sínum þegar hún er barnshafandi. Þegar komið er að fæðingu era þeir möguleikar tí- undaðir sem boðið er upp á hér á landi og lögð mikil áhersla á að kona geti haft áhrif á það hvern- ig fæðingin gengur fyrir sig.“ Ástþóra segir að útskýrt sé fyrir foreldrum hvaða ferli er gengið í gegnum á fæðingar- deildinni og þegar á sængurlegu- deild er komið. „Fjall- að er um líðan kon- unnar, brjóstagjöf, hegðun og meðferð ungbarnsins og kafli í bókinni er ætlaður í Reykjavík árið 1958. Hún út- skrifaðist sem hjúkrunarfræð- ingur frá Hjúkrunarskóla ís- Iands árið 1982 og varð ljósmóð- ir frá Ljósmæðraskóla Islands árið 1988. Ástþóra hefur unnið á vöku- deild og fæðingardeild Lands- spítalans undanfarin ár. Hún er formaður Ijósmæðrafélags Is- lands. Eiginmaður Ástþóru er Magn- ús Eiríksson véltæknifræðingur og eiga þau tvö börn. Bæði handbók og minninga- bók um, taldar upp fróðlegar bækur, myndbönd og bæklingar sem foreldrar geta skoðað ef þá vant- ar frekari upplýsingar. Þá er bent á ýmsa stuðningshópa." - Hefur skort fræðsluefni af þessu tagi fyrir verðandi for- eldra? „Já, í aðgengilegu formi og sem foreldrar geta fengið endur- gjaldslaust. Félagið hefur lengi haft áhuga á útgáfu bókar sem þessarar og þetta er því kær- komið tækifæri. Þessi bók á eftir að nýtast vel sem viðbót við þær upplýsingar sem foreldrar fá í mæðraskoðun og foreldra- fræðslu og gott að hafa hana á náttborðinu.“ - Er bókin aðlöguð íslenskum aðstæðum? „Já. Undanfarið eitt og hálft ár hafa íslenskar ljósmæður sem era í fullu starfi og vinna með bamshafandi konum tekið að sér að laga efni bókarinnar að ís- lenskum aðstæðum og þær hafa líka fengið aðstoð heilsugæslu- hjúkranarfræðings og annars fagfólks í því sambandi." Ástþóra segir að fyrirtækið Mölnlycke sjái um allan kostnað við gerð bókarinnar fyrir ís- lenska foreldra. „Bókin er þýdd af Boga Arnari Finnbogasyni. Hún verður afhent formlega í dag, fimmtudag, í móttöku sem verður í Gerðar- safni. Það er fyrir- feðrum. Systkini fá umfjöllun, enda þarf oft að huga sérstaklega að þeim t.d. varðandi afbrýðisemi. Auk þessa er lögð áhersla á virkni beggja foreldra og rætt um ým- islegt sem kann að koma uppá þegar heim er komið.“ Astþóra bendir á að í bókinni sé farið yfir þroskaferil ung- barnsins, sagt frá þeim spraut- um sem það þarf að fá og endað á ýmsum hagnýtum upplýsing- tækið Kaupsel sem hefur umboð fyrir Mölnlycke hér á landi en Mölnlycke áformar að gefa bók- ina um óákveðinn tíma og endur- nýja hana á 3-5 ára fresti. Bókin verður gefin barnshaf- andi konum þegar þær koma í sína fyrstu mæðraskoðun. Hægt er að nálgast hana á göngudeild kvenna á Landspítalanum, Heilsuverndarstöð Reykjavíkur, öllum heilsugæslustöðvum og hjá Ljósmæðrafélagi íslands.“ L

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.