Morgunblaðið - 26.02.1998, Side 16

Morgunblaðið - 26.02.1998, Side 16
16 FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Sjúkrahús Þingeyinga Unnið að endurbótum á gamla sjúkrahúsinu HLUTI stjórnar Styrktarfélags Sjúkrahúss Þingeyinga. Frá vinstri: Björn Guðmundsson, Jóhanna Aðalsteinsdóttir og Guðni Kristinsson. Húsavík - Styrktarfélag Sjúkrahúss Þingeyinga var stofnað fyrir tveim árum og hefur starfað ötullega og styrkt sjúkrahúsið á margan hátt með gjöfum tækja og ýmsan útbúnað. Unnið er að því að endurbæta gamla sjúkrahúsið sem byggt var 1936 og hefur styrktarfélagið tekið að sér að standsetja og útbúa þar tvö herbergi með þar til gerðum hús- búnaði til afnota fyrir aðstandendur sjúkra sem dvelja á Sjúkrahúsinu en eiga heimili utan bæjarins. Hér eins og víðast annars staðar hafa kvenfélögin í sýslunni styrkt Sjúkrahúsið á Húsavík frá upphafi með ýmsum tækjagjöfum og hefur nú sú hefð skapast að þau ráðfæra sig við styrktarfélagið um gjafír því það hefúr gott samband við læknana um það hvar þörfin sé mest á hverjum tíma. Nú er til dæmis eitt verkefnið að kaupa tæki til afnota fyrir sér- fræðinga sem hér koma öðru hverju, t.d. frá Sjúkrahúsinu á Akureyri. Sjúkrahúsið á Húsavík telst vel búið tækjum miðað við stærð en þau þarf oft að endumýja vegna slits og framþróunar tækjabúnaðar. Stjóm félagsins skipa: Guðni Krist- insson, formaður, Bjöm Guðmunds- son, Böðvar Jónsson, Jóhanna Aðal- steinsdóttir og Svala Hólm. Nýr speglun- arbúnaður sparar ferða- kostnað Neskaupstað - Fjórðungssjúkra- húsið í Neskaupstað og inn- flutningsfyrirtækið Austur- bakki í Reykjavík efndu nýlega til fundar þar sem kymitur var tækjabúnaður sem sjúkrahúsið hefur eignast og keyptur var fyrir fé sem ýmsir aðilar á Austurlandi hafa gefið sjúkra- húsinu. Sá tækjabúnaður sem sýndur var á fundinum er speglunar- búnaður sem keytpur var hjá Austurbakka og nýtist hann við ýsmar rannsóknir. Þá nýtist hann kvensjúkdómafræðingum sem hingað koma reglulega svo og við speglanir á liðum. Læknarnir Guðjón Guð- mundsson og Björn Magnússon útskýrðu fyrir viðstöddum notkunargildi tækisins. Fram kom í máli Björns að frá því að tækið var tekið í notkun hefðu Morgunblaðið/Ágúst Blöndal BJÖRN Magnússon útskýrði speglunarbúnaðinn fyrir við- stöddum. nokkrir tugir Austfirðinga, sem trúlega hefðu þurft að fara til Akureyrar eða Reykjavíkur til lækninga ef speglunarbúnaður- inn hefði ekki verið til staðar, fengið meðhöndlun við sjúk- dómum heima í héraði. Körfuknattleiksdeild Keflavíkur Landsbankinn styður keflvíska körfuboltamenn Keflavík - Nýlega gerðu Körfu- knattleiksdeild Keflavíkur og Land- samning. Guðmundur B. Kristins- son, formaður körfuknattleiksdeild- arinnar, sagði að þessi samningur væri’ ákaflega mikilvægur fyrir deildina og þá sérstaklega þar sem hann styrkti unglingastarfið. í hon- um væri sérstök áhersla lögð á ung- lingastarf deildarinnar og mundi bankinn auglýsa á öllum búningum yngri flokka karla og kvenna, auk meistaraflokka félagsins. Viðar Þorkelsson, svæðisstjóri Landsbankans á Suðurnesjum, sagði við þetta tækifæri að bankinn væri mjög ánægður með samstarf- ið við körfuknattleiksdeildina und- anfarin ár. Með nýjum samningi vildi bank- inn styðja sérstaklega við unglinga- starfið. „Við í Landsbankanum telj- um það mikilvægt verkefni að leggja okkar af mörkum til stuðn- ings íþrótta- og æskulýðsstarfsemi á Suðurnesjum og er þessi samn- ingur liður í því,“ sagði Viðar Þor- kelsson ennfremur. MorgunDiaoio/Djorn dwuu». FRÁ undirritun nýja samningsins. Við borðið siija frá vinstri til hægri: Jóhanna Óskarsdóttir, Landsbanka- stjóri í Leifsstöð; Viðar Þorkelsson, svæðisstjóri Landsbankans á Suðurnesjum; og Guðmundur Bjarni Krist- insson, formaður Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur. Á myndinni eru einnig Ieikmenn allra flokka í hinum nýju búningum sem liðið mun keppa í á næstu tveimur árum. Vettvangur fólks í fasteignaleit

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.