Morgunblaðið - 26.02.1998, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ_____________________________FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1998 17
_________________________LANDIÐ
Iþróttadagur
í Borgarnesi
Upp með íþróttir - niður með vímuefni!
„ Morgunblaðið/Ingimundur
ELIN Anna Steinarsdóttir, 14 ára, hlaut viðurkenningu úr minningar-
sjóði Auðuns Hlíðkvist Kristmarssonar. Með henni á myndinni eru for-
eldrar Auðuns, Kristmar J. Ólafsson og fris Hlíðkvist Bjarnadóttir,
ásamt sonum sínum Bjarna Hlíðkvist og Sævari Illíðkvist.
Borgarnesi - Það var mikið um að
vera í íþróttamiðstöðinni í Borgar-
nesi fimmtudaginn 19. febrúar sl.
Dagurinn hófst með morgunsundi
og heitum umræðum í pottunum.
Okeypis var í sund og þrek allan
daginn, en kjörorð dagsins var:
Upp með íþróttir - niður með vímu-
efni. I hádeginu æfðu nokkrir vask-
ir hádegisgestir Miillersæfingar úti
á pottasvæði. Vöktu tilburðir
þeirra óskipta gleði og ánægju
annarra gesta.
Eftir hádegið fór fram sund-
keppni milli bekkja Grunnskóla
Borgamess. í íþróttasalnum var
keppt í ýmsum knattleikjum á milli
bekkja. Mátti þar líta gryfjubolta,
höfðingjaleik, knattspyrnu,
körfuknattleik, handknattleik og
hafnabolta. Að lokum keppti
stjömulið kennara við úrvalslið
nemenda í bandý.
Kynning hjá Kveldúlfi
og Skallagrími
Að iokinni keppni grunnskóla-
nema kynntu deildir Ungmennafé-
lagsins Skallagríms starfsemi sína.
Þá vora kynntar frjálsar íþróttir,
sund, knattspyma, badminton og
knattspyma. Kveldúlfur, íþróttafé-
lag fatlaðra, kynnti einnig boccia.
Áhorfendur fengu sömuleiðis að
bregða á leik.
Viðurkenningar úr minningar-
sjóði Auðuns Hlíðkvist
Kristmar J. Ólafsson afhenti við-
urkenningu úr minningarsjóði son-
ar síns, Auðuns Hlíðkvist, er lést 2.
ágúst 1995, aðeins 14 ára að aldri.
Auðunn, sem var fæddur 11. febrú-
ar 1981, var mjög efnilegur íþrótta-
maður. Hann stundaði knatt-
spyrnu, körfuknattleik og frjálsar
íþróttir. Eftir fráfall hans var
stofnaður sjóður til minningar um
hann. Arlega er veitt ein viður-
kenning úr sjóðnum. Hana hlýtur
fjórtán ára unglingur úr Skalla-
grími sem þykir skara fram úr
jafnöldram sínum. Viðurkenningin
var nú veitt í þriðja sinn. í ávarpi
sínu ræddi Kristmar um forvamar-
gildi íþrótta og það gagn sem þær
gera landi og þjóð. Sagði hann að
íþróttahreyfingin virtist nokkuð
tvístígandi í afstöðu sinni. I einu
orði væri forvamargildinu hampað
og samþykktar stefnuyfirlýsingar,
en á móti gætu sumir ekki hafnað
auglýsingum sem ætlað væri að
auka neyslu áfengra drykkja.
Hann fagnaði því að aðalstjórn
Skallagríms hefði hrundið af stað
átaki í forvamar- og fíkniefnamál-
um, og bæjarstjórn Borgarbyggð-
ar hefur í samvinnu við fjölmarga
aðila blásið í herlúðra af sama til-
efni. Takist vel til mun það skapa
||
Vönduð - Ryðfrí
Húsaskilti
Blað allra landsmanna!
- kjarni málsins!
betra bæjarfélag. Kristmar sagði
að viðurkenningin væri veitt til að
hvetja ungt íþróttafólk til að
stunda íþróttir af kappi og lifa heil-
brigðu og vímulausu lífi. Hann gat
þess að íþróttamaðurinn sem við-
urkenninguna hlyti væri jafnöldr-
um sínum góð fyrirmynd, stundaði
fjölda íþróttagreina og legði sig
ávallt allan fram. Að þessu sinni
hlaut hana Elín Anna Steinarsdótt-
ir, en hún er mjög fjölhæf íþrótta-
kona og hefur komið víða við á
íþróttaferli sínum.
Formaður Skallagríms, Jófríður
Sigfusdóttir, afhenti tvær viður-
kenningar:
ÍSÍ-bikarinn
Á 60 ára afmæli Skallagríms í
desember 1976 færði ÍSÍ félaginu
að gjöf bikar sem nefndur er ÍSÍ-
bikarinn, en hann skal árlega
hljóta sú deild innan Skallagríms
er sýnir mesta félagslega starfið.
Aðalstjóm félagsins ákveður
hverju sinni hver hljóta skuh grip-
inn. Að þessu sinni varð knatt-
spyrnudeild fyrir valinu fyrir mikið
og gott foreldrastarf. Magnús
Valsson, framkvæmdastjóri knatt-
spymudeildar, tók við gripnum
fyrir hönd deildarinnar.
UMFÍ bikarinn
Á 80 ára afmæli Skallagríms af-
henti UMFI bikar og ákvað for-
mannafundur félagsins að hann
skyldi hljóta nafnið Skallagríms-
bikarinn. Skal hann veittur fyrir-
tæki, þjálfara, foreldri, stjórnar-
manni deildar eða almennum fé-
lagsmanni sem starfar vel fyrir fé-
lagið. Var hann nú afhentur í
fyrsta sinn. Fyrir valinu varð
Sparisjóður Mýrasýslu, sem hefur
styrkt starf félagsins myndarlega
mörg undanfarin ár. Sigfús Sumar-
liðason sparisjóðsstóri tók við
gripnum. Áð lokum var greint frá
kjöri „íþróttamanns Borgarbyggð-
ar“ og um kvöldið var æsispenn-
andi leikur Skallagríms og Njarð-
víkur.