Morgunblaðið - 26.02.1998, Síða 28

Morgunblaðið - 26.02.1998, Síða 28
28'' FIMMTUDAGUR 2Ö. FEBKÚAR Í998 MORGUNBLADIÐ ÖSKUDAGURINN Á AKUREYRI FYRSTA vers er æfingin, liðið kemur saman og byijar á að ákveða lagavalið og svo er æft. Allir í þessu liði ætluðu að klæða sig upp á sem sjómenn og sfldarstúlkur og hvað er þá nærtækara en syngja sjómannalög og sfldarvalsa. Ó María, mig langar heim........! Morgunblaðið/Golli STEFANÍA sem jafnframt var þjálfari og liðstjóri, leggur lokahönd á málningu dóttur sinnar, Unnar Helgu, klukkan hálf sjö í gærmorgun. unsárið. Gengið er fylktu liði milli verslana og fyrirtækja, sungið há- stöfum og að launum fær liðið oft- ar en ekki sælgætispoka. Ahersla er lögð á að fara sem víðast og safna sem mestu, jafnvel kemur fyrir að krakkarnir gefi sér ekki tíma til að slá köttinn úr tunnunni af þeim sökum. Gjarnan eru mæð- ur nú með í for í hlutverk bílstjóra en með því móti er yfirferðin meiri. Um hádegi koma liðin heim með sekkinn og dugar þá varla minna en stofugólfið til að skipta upp feng dagsins, en fyrir marga er það hápunkturinn. HVERGI á landinu er öskudags- hefðin jafn rík og á Akureyri, en elsta áreiðanlega heimildin um að böm bregði á leik og slái köttinn úr tunnunni er frá 1867. Sveinn Þórarinsson amtsskrifari, faðir Jóns Sveinssonar, Nonna, skrifar í dagbók sína 4. mars það ár að drengir hafi skemmt sér við að slá köttinn og „um náttinn var skríl- ball hjá Jensen vert. Bogga litla fékk að fara,“ skrifar Sveinn. Greinilega var ekki um nýmæli að ræða, þannig að þessi siður virðist eitthvað eldri þó heimildir séu ekki tiltækar. Jónas Stefánsson, eyfirskur Vestur-íslendingur sem fæddur var 1879 og ólst upp á Oddeyri, segir í endurminningum sínum frá þeirri venju skóladrengja að slá köttinn úr tunnunni. Sjálfan lang- aði hann óskaplega að taka þátt í kattarslagnum en svo margt þurfti að kaupa og búa til að hann sá ekki betur en hann yrði af þessari skemmtun. Hljóp þá hans góði kennari undir bagga og útbjó grímuhatt og fleira sem til þurfti. Grímuhattur var á þessum tíma nauðsynlegur sem og gríma, en einnig dugði að mála sig í framan, axlarskraut, riddaraband, gylltir borðar eftir buxnaskálmunum að utanverðu, belti um mittið og sverð í laglegum slíðrum. Á þess- um tíma reyndu piltar af Oddeyri og úr Innbæ Akureyrar með sér og gjarnan var mæst á miðri leið, á ísnum á Pollinum. Séra Matthías Jochumsson hafði búið til texta við danskt lag sem sungið var við þetta tækifæri: Oddeyrar sveinarnir allir hlífum klæddir áfram í voðalegt stríð. Ötult er liðið, vér erum óhræddir, orra þóttgeysi nú hríð. Höggin svo látum á bumbunni bylja, brotni hún óðara ísmátt Hausinn á krurnmanum hjörinn skal mylja. Hetjumar reyni sinn mátt. í fyrstu tengdist kattarslagur- inn mánudeginum í byrjun föstu, sem nú gengur undir nafninu bolludagur, en líklega einhvem tíma á fyrra stríðsárunum fluttist hann yfir á öskudag. Allar götur síðan hafa akureysk börn komið saman nokkru fyrir öskudag, tekið saman söngdagskrá og æft af kappi. Á öskudaginn er risið úr rekkju árla morguns, bömin klæða sig í búninga af ýmsu tagi og halda af stað út í oft kalsasamt morg- MIKIÐ sem það getur verið þreytandi að ferðast um milli verslana og syngja, gæti hann Haukur verið að hugsa, en þá tók hann bara að sér að bera og gæta sælgætispokans og hvfldi sig svoh'tið á söngnum. Höggin svo látum á bumbunni bylj a BLIKKRÁS efnir árlega til keppni milli liðanna og fá þau þijú lið sem best syngja að mati starfsmanna að launum að fara út og borða pitsu á Greifanum. Þarna eru sjóarar að syngja slagara fyrir blikksmiðina. ÁBÚÐARFULLIR blikksmiðir í hlutverki dómara. Sjóararnir voru á meðal þeirra sem unnu til verðlauna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.