Morgunblaðið - 26.02.1998, Side 30

Morgunblaðið - 26.02.1998, Side 30
30 FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1998 MORGUNB LAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Agiist Einarsson fer gegn Sj álfstæðisflokknum NÚ HEFUR Ágúst Einarsson alþingis- maður fundið höfuð- andstæðing jafnaðar- manna í Sjálfstæðis- flokki. Hann segir í Morgunblaðinu 12. febr. sl.: „Það þarf að skerpa hina pólitísku um- ræðu betur hérlend- is.“ Hann segir Sjálf- stæðisflokkinn höfuð- andstæðing svokall- aðra jafnaðarmanna. En hverjir eru þeir; þessir jafnaðarmenn? I dag greinast þeir í Al- þýðuflokki, Alþýðubandalagi, Þjóðvaka og þeim hluta Kvenna- lista sem telur sig til vinstri og vill samfylkingu. Samfylking skal það heita þeg- ar svokallaðir sameignarsinnar breiða yfir sitt gamla nafn og skipta um pólitíska kennitölu. Slíkt ráðslag telst sjaldan trú- verðugt. En fyrst beinist kastljósið að Sjálfstæðisflokknum. Ágúst virð- ist hafa tekið við keppikefli því sem Jón Baldvin lagði frá sér um leið og hann hætti í stjórnmálum og gekk úr brúnni eftir að hafa munstrað Sig- hvat Björgvinsson til forystu í Alþýðu- flokknum. Jón Bald- vin Hannibalsson skerpti á andstöðunni við Sjálfstæðisflokk- inn og því verki virð- ist Ágúst nú vilja lyfta á loft í þeirri von að það styrki svokallaða jafnaðarmenn. Fátt bendir til þess að það dugi þeim. Samfylkingardraum- ar A-flokkanna byggj- ast að verulegu leyti á því að ráð- ast gegn ríkisstjórninni, og þá sérstaklega Sjálfstæðisflokknum, og talað er um helmingaskipta- stjórn. Á sama tíma vinna þeir á vettvangi R-listans í Reykjavík með Framsóknarflokknum. Ágúst Einarsson fer mikinn í þremur greinum í Morgunblaðinu þar sem hann lýsir stefnu og verkum Sjálfstæðisflokksins. Ekki virðist þjóðin hafa séð tilver- una þeim sömu augum og þing- maðurinn Ágúst Einarson, því Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei hlotið viðlíka stuðning með þjóð- inni ef marka má skoðanakannan- ir. Málflutningur Ágústs er mjög sérstakur. Hann telur að kjósend- Sjálfstæðisflokkurinn gætir hagsmuna þjóðarinnar, segir Sturla Böðvarsson, en einkum þeirra sem þurfa af ýmsum ástæðum á hjálp samfélagsins að halda. Hinir bjarga sér. ur hafi ekki áttað sig á breyttri stefnu Sjálfstæðisflokksins. Stefna Sjálfstæðisflokksins er skýr og sést í framkvæmd Það mætti fremur ætla að kjós- endur gætu ruglast í því hver er stefna stjórnmálamanna sem ferðast stöðugt á milli flokka. Svo ekki sé nú talað um þann hræri- graut sem stefna samfylkingar A- flokkanna hlýtur að verða. Flokka sem í áratugi hafa barist hat- rammri baráttu en leita nú allra leiða til að ná saman. Sem dæmi um ruglandi og mis- vísandi stefnu er nýjasta uppá- koman í sjávarútvegsmálum. Al- þýðuflokkur hefur boðað auð- lindaskatt í sjávarútveginum, eins og þekkt er. Formaður Alþýðu- bandalagsins lagði fyrir miðstjórn síns flokks tillögu um auðlinda- gjald í þeim tilgangi að nálgast Alþýðuflokkinn í samfylkingar- málunum. Hver varð niðurstaðan? Samþykkt var að óska eftir því að skipa opinbera nefnd í málið. Væntanlega verður hún undir for- ystu fulltrúa ríkisstjórnár, Davíðs Oddssonar. Verkefni þeirrar nefndar er að gera tillögur um hvernig staðið skuli að gjaldtöku fyrir afnot af auðlindum. Niðurstaðan er sem sagt sú að Alþýðubandalagið óskaði eftir því að nefnd, kosin á Alþingi með meirihluta stjórnarflokka, geri til- lögur um stefnu Alþýðubandalags í sjávarútvegsmálum. Er líklegt að það auðveldi kjós- endum að átta sig á stofnun sam- fylkingar A-flokkanna? Eða auð- Sturla Böðvarsson veldi samfylkingu A-flokkanna? Það tel ég af og frá. Ágúst Einarsson þrástagast á því að Sjálfstæðisflokkurinn eigi ekki skilið allt þetta fylgi meðal þjóðarinnar. Hann nefnir utanrík- ismál, sterka stöðu meðal vinnu- veitenda og hugsjónir einkafram- taks til marks um mál sem gegn- um tíðina hafa tryggt fylgi Sjálf- stæðisflokksins og leitar skýr- inga. Hann spyr: Hagsmuna hverra gætir Sjálfstæðisflokkur- inn“? Og ég vil svara og segja: Sjálfstæðisflokkurinn gætir hags- muna þjóðarinnar, en einkum þeirra sem þurfa af ýmsum ástæðum á hjálp samfélagsins að halda. Hinir bjarga sér. Sjálf- stæðismenn vilja starfa á grund- velli einkaframtaksins sem Sjálf- stæðisflokkurinn leggur áherslu á að virkja. Munurinn á Sjálfstæðisflokkn- um og A-flokkunum er sá að sjálf- stæðismenn trúa á frelsi einstak- linga en A-flokkarnir vilja að allir tengist einhverju félagslegu kerfi með einum eða öðrum hætti. Því hefur meginhluti þjóðarinnar hafnað og þess vegna er staða þeirra veik og þeir sundraðir. Tilraun Alþýðuflokksins til þess að eigna sér stefnu Sjálfstæðis- flokksins hefur ekki verið trú- verðug og hljómar sem yfirboð. En það er nánast hjákátlegt þegar þingmenn Alþýðuflokks eða Þjóðvaka taka að sér að skýra stefnu Sjálfstæðisflokksins og færa í sinn búning, líkt og Ágúst Einarsson alþingismaður gerir. Höfundur er alþingismaður. ilafiniðSMfií faeýstth Pað er ekki að ástæðulausu að KOMATSU er með flestar beltagröíur í notkun á Islandi í dag *8S§«> Ríkulega búnar fyrir íslenskar aðstæður Auðveldar og þægilegar í stjórnun €§* í fararbroddi með nýjungar Traustur umboðsaðili I lagkvæmar í rekstri 5—* Hátt endursöluverð Áreiðanlegar '—* Afkastamiklar LARehf. i „ . nu mmmm v&Hsm * m Ooiifnci /o ; .* f &«0 FunahÖfða 6 • Stmi 577 3500 • Fax 577 3501 • Netfang gunnarb® kraftvelar Almenn hug- leiðing um list ENGIN gagnrýni um list er varanleg, ekkert listaverk er óumdeilan- legt, hvert listaverk býr yfír eilífri leit eftir framförum og nýrri sýn, skýrari og vísari. Hver maður metur hvert verk af samvisku sinni og er hinn sann- asti dómari listaverks og tíminn dæmir sínum þögla dómi, sem enginn getur rengt - hann dregur stundum fram verk sem lesið hafa við veginn og ljós sannleik- ans lýsir þá upp verkið í Ijósi sannleikans að end- ingu. Listin stendur í raun utan við hinn sýnilega heim hinnar líðandi stund- ar, hún er ódauðleg eins og sjálft líf- ið. Listin er aflgjafi lífsins, hún slær stöðugt strengi í ríki náttúrunnar og þrá okkar vaknar stöðugt til að taka undir samspil hinnar eilífu sköpunar almættisins. Dráttlistin er sterkur þáttur myndlistarinnar - en fegurðin áhrifamest. Hún felur í sér trúna á áhrifamátt endalausrar sköpunar með vonina sér við hlið, sem er styrkur listarinnar. Trúarmáttur verka er fögnuður og gleði yfh- lista- verki og auðmýkt fyrir hinu mikla máttarverki alls lífs. Hugljómun skapar hin fegurstu verk án tilhlut- unar til bindandi takmarkana lær- dóms - hugurinn þarf að vera frjáls án vana oki stefna og haldi stefna og tækni þá birtist myndin skýrust, eins og rétt kemur fram í mörgum hinna trúarlegu listaverka, þegar andinn gefur sig á vald almætti tilbeiðslunn- ar. Listin á að bæta og gleðja mann- kynið, listin er leit og þrá til full- komnunar, leit að fegurri verkum og máttugri túlkun. Tæknin er lista- verkinu aðeins tóm grind, án allra áhrifa. Drátthæfnin er elst alls við- lits til myndbyggingar og aðeins tákn um ónumið áframhald skapandi máttar. Enginn söngfugl ber okkur alla tóna lífsins, þó ein rödd sé feg- urri annarri - eins og stjarna ber af stjörnu að fegurð, þá sýnir okkur eitt mynd- verk meni fegurð en annað og á ég þá við al- mennt mat, en ekki ein- staklingsbundið. Stund- um ber myndverk sem er barnslega einfalt í verkun sinni (naive) eins og stundum er kallað meiri gleði og fógnuð en tillærð list. Hið brotna ber oft meira líf en hið óbrotna. Trúarleg verk eru oft svo áhrifarík vegna þess að þau eru náminu ríkari. Trúin er sigurafl lífsins og listarinnar. Málverk úr ríki náttúr- unnar mega ekki vera fastbundin hinu sýnilega formi efnisins, málar- inn verður að slíta sig úr forminu og gefa sig á vald andans sem svífur yf- ir náttúrunni. Hið huglæga verður að hafa yfirhöndina, annars verður þetta aðeins ljósmynd. Almennt ber fólk gott skynbragð á list, segir Jóhanna Brynjólfsdóttir, og verður að endingu hinn rétti dómari lista. Stundum heyrir maður að fólk hafi ekki vit á myndlist. Það er ekki rétt. Almennt ber fólk gott skynbragð á list og verður því að endingu hinn rétti dómari lista í raun. Sigurvegari yfir mati allra lista með tímanum, hinum stóra dómara sér við hlið. Aldrei má hið huglæga fegursta úr verkinu verða bundið efninu varan- lega. Listin verður aldrei nema eilíf leit til fullkomnunar. Trúin og listin eru systur sem ávallt munu haldast í hendur í enda- lausri þrá til fegurra og betra lífs. Höfundur er myndlistarmaður. Jóhanna Brynjólfs- dóttir Wathne

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.